Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. mars 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Erfitt verkefni hjá Anderlecht Belgíska knattspyrnuliðið Ander- lecht sem Arnór Guðjohnsen leikur með verður í sviðsljósinu í kvöld í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Þeir leika þá síðari leik sinn gegn portúgalska liðinu Benfica í átta liða úrslitum og verður leikurinn í Brussel. Benfica vann fyrri leikinn 2-0 og eiga Arnór og félagar því erfitt verkefni fyrir höndum. í Madrid eigast við Real Madrid og Bayern Munchen en þar vann Bay- ern fyrri leikinn 3-2. Frá því Benfica og Anderlecht kepptu í Portúgal fyrir hálfum mán- uði hefur gengi Anderlechtliðsins verið á stöðugri uppleið. Raymond Göthals tók við þjálfun liðsins skömmu fyrir fyrri leikinn og hafði nánast engan tíma til breytinga en nú er því spáð að „galdramaðurinn" sé tilbúinn að mæta Benfica á ný. Anderlecht vann auðveldan sigur um helgina þar sem Arnór skoraði eitt af fjórum mörkum en Benfica fékk versta hugsanlegan undirbún- ing, 0-0 jafntefli í slagsmálaleik þar sem 6 leikmenn meiddust. Pað er því ástæða fyrir heimamenn í Brus- sel til að líta björtum augum á leikinn. í Madrid ætla Spánverjarnir að taka Bayern í kennslustund en vörn Bayern er heimskunn og verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður. - HÁ/Reuter Norbert Eder kom mikið við sögu í fyrri leik Bayern og Real, skoraði og gaf Real nánast mark. Hér reynir hann að sleppa framhjá Tendillo. Iþróttirnar í kvöld Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Fimm lið berjast um tvö laus sæti Þegar tvær umferðir eru til loka úrvalsdeildarkeppninnar í körfu- knattleik berjast fimm Iið um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Aðeins UMFN og ÍBK hafa tryggt sér sæti þar en Valur, KR, UMFG, Haukar og ÍR eiga öll möguleika á hinum tveimur sætunum. Telja verður allar líkur á að Blikarnir séu þegar fallnir í fyrstu deild en Þórsarar gætu bjargað sér með því að vinna úrslita- leik um sæti við næst efsta lið 1. deildar sem væntanlega verður ÍS eða UÍA. Möguleikar Valsmanna og KR- inga eru óneitanlega mestir á að komast í úrslitakeppnina en Haukar standa þeim jafnfætis takist þeim að leggja IR-inga að velli annað kvöld. Grindavík og ÍR koma svo skammt undan en verða að teljast eiga veika von. Staðan í deildinni er þessi eftir leikina um síðustu helgi: UMFN 15 13 2 1329-1115 26 ÍBK 14 11 3 1094- 930 22 Valur 14 8 6 1114- 977 16 KR 14 8 6 1186- 999 16 UMFG 14 7 7 1024-1016 14 Haukar 13 7 6 964- 920 14 ÍR 13 6 7 951- 977 12 Þór 15 2 13 1126-1456 4 UBK 14 1 13 807-1155 2 Valsmenn eiga eftir tvo leiki, útileik gegn ÍR og heimaleik við KR. Það má segja það sama um þessa tvo leiki og heimaleik KR gegn Haukum, þeir geta nánast endað á hvaða veg sem er. Haukarn- ir eiga inni leik við ÍR í Hafnarfirði og keppa auk KR-inganna við Blika í Hafnarfírði. Það ættu að vera nokkuð örugg tvö stig en engin leið er að spá um úrslit hinna tveggja leikjanna. Grindvíkingar sem unnu íslandsmeistarana í Grindavík þurfa nú að mæta þeim í Njarðvík og verður að telja vafasamt að þeim verði mikið ágengt þar. Að auki eiga Grindvíkingar eftir að mæta ÍR. ÍR-ingar eiga heimaleik við Val, útileik við Grindavík og loks frest- aða leikinn við Hauka sem verður annaðkvöld. Það ætti að verða ljóst af þessari samantekt að úrslitin eru fjarri því að vera ráðin og svo gæti jafnvel farið að það verði ekki fyrr en í síðustu umferðinni 27. mars sem í ljós kemur hvaða lið fylgja UMFN og ÍBK í úrslitakeppnina. - HÁ í kvöld verður mikið um að vera á íþróttasviðinu hér innanlands. Þrír af fjórum leikjum í átta liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ, tveir stórleikir í blakinu og einn leikur í úrvalsdeildinni. f bikarkeppninni í handknattleik mætast Breiðablik og FH í Digra- nesi kl. 18.30. Kl. 20.00 keppa svo Eyjamenn og KR-ingar í Vest- mannaeyjum og á sama tíma Vals- menn gegn Fylki í Seljaskóla. í blakinu verðttr uppgjör á toppnum milli Víkings og UBK í kvennaflokki í Hagaskóla kl. 18.30 og strax á eftir keppa Þróttur og KA í bikarnum. f úrvalsdeildinni í körfuknattleik fá Blikar Keflvíkinga í heimsókn í Digranesið kl. 20.00. - HÁ Mikið verður um að vera á íþróttasviðinu í kvöld. Valsmenn keppa m.a. við Fylki í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en Víkingar bíða til morguns með að mæta Frömurum. Myndin er úr leik Vals og Víkings á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Það er Guðmundur Guðmundsson sem hefur klemmt handlegg Júlíusar Jónassonar og dregið Júlíus með sér í gólfið. Þetta er hornamannsbragð sem stundum sést í leikjum og platar oft dómarana. Niðurstaðan varð einmitt sú hér, Júlíus var rekinn af leikvelli í tvær mínútur. Tímamynd Pjetur. Innanhússmót öldunga í frjálsum íþróttum: Sautján Islandsmet Sautján íslandsmet voru sett á innanhússmóti öldunga í frjálsum íþróttum sem haldið var í Baldurs- haga um helgina. Keppendur voru 30 á aldrinum 30-67 ára. Jóhann Jónsson Víði og Reinhard Sigurðsson KR voru iðnastir við að slá íslandsmetin. Jóhann keppir í flokki 65-69 ára og hljóp 50 metrana á 7,9 sek., stökk 4,18 m í langstökki og 8,58 m í þrístökki. Þá stökk hann 2,23 m í langstökki án atrennu og 1,15 m í hástökki með atrennu en allt eru þetta íslandsmet í flokki 65-69 ára. Reinhard Sigurðsson KR stökk 1,20 m í hástökki án atrennu, 8,68 m í þrístökki, 2,43 m í langstökki án atrennu, 6,56 m í þrístökki án at- rennu og varpaði kúlunni 9,20 m. Þetta eru allt met í flokki 60-64 ára. Ingvi Guðmundsson KR stökk 3,47 m í langstökki í flokki 55-59 ára og 7,55 m í þrístökki sem hvoru- tveggja er íslandsmet. Friðrik Þór Óskarsson ÍR, marg- faldur íslandsmeistari í greininni, setti met í þrístökki í flokki 35-39 ára þegar hann stökk 13,41 m. Hann náði einnig ágætum árangri í lang- stökki, 6,20 m sem þó er ekki ls- landsmet. Karl Stefánsson UBK bætti þrí- stökksmetið í flokki 40-44 ára í 11,18 m og Guðmundur Hallgríms- son UÍA 50-54 ára metið í 10,13 m. Sigurður Friðfinnsson FH setti þrjú met í flokki 55-59 ára, stökk 2,49 m í langstökki án atrennu, 7,08 m í þrístökki án atrennu og 1,35 m í hástökki með atrennu. í kvennaflokki féllu tvö fslands- met, Oktavía Hrönn Edvinsdóttir Víði stökk 7,62 m í þrístökki sem er met í flokki 30-34 ára og Anna Magnúsdóttir HSS varpaði kúlunni 8,60 m í flokki 40-44 ára. Einnig má geta árangurs Oddnýjar Árnadóttur IR í 50 m hlaupi þar sem hún hjó nærri íslandsmetinu í 30-34 ára flokki, hljóp á 6,7 sek. Þess má geta að íslandsmetið í kvennaflokki er 6,3 sek. -HÁ Molar I SJÓ TAPLEIKIR IRÖÐ HJÁ SAN ANTONIO Pétri Guðmundssyni og félóg- um I San Antonio Spurs gengur ckki sem best í atvinnumanna- slagnum í bandaríska kórfubolt- anum þessa dagana. Á mánu- dagskvöldið töpuðu þeir sjöunda leiknum í röð, gegn Washingtnn Bullets. Úrslit urðu 112-106. Önnur úrslit í deildinni á mánu- dagskvöldið: Detroit-Sacra- mento 109-97, New York-Cleve- land 104-102, Dallas-Golden State 121-101, LA Lakers- New Jersey 115-105. Hástökk, stökk sem mælt er frá gólfi að hæl þess scm stekkur. Um það er mikið rætt i háskóla- körfuboltanum í Bandaríkjun- um. Mikið er gert af því að ntæla stökkkraft leikmanna og um þess- ar mundir virðlst sem 40 tommu múrínn (1,02 m) skilji að þá góðu og hina. Margir hafa orðið til að cfast um að þessar tölur standist, getur það virkilega vcrið, eins og þeir sem kannað hafa málin gefa í skyn, að þeír bestu í háskóla- körfuboltanum stökkvi virkilega svona hátt, í hverjum leik og það án allrar atrennu? „Ja, ég cr í mestu vandræðum með þessa hæð,“ segir Dwight Stones fyrr- um heimsmethali í hástökki. „Ég trúi því ekki að körfuboltamcnn geti stokkið nærri Qögur fel upp í loftið án atrennu.“ Joey John- son (1,93 m) bakvörður Arizona State cr sagður stökkva 50 tomm- ur (1,27 m). „Það kemur einfald- lega ekki til grcina,“ segir Stoncs. Það myndi þýða að hann væri með mjaðmimar í 2,29 m hæð sem er aðeins 13 cm undir heims- metinu í hástökfci og það án atrennu! Johnson er að vísu mjög góður hástökkvari og á best 2,28 m en engu að síður neilar Stones að trúa þessum gífurlega stökk- krafti og segir aðferðina við að mæla hann ekki nógu nákvæma. Það cina sem fullkomlega stand- ist sé að íþróttamaður standi upp við vcgg með krít, striki á vegginn þar sem hann nær hæst mcð þvi að teygja sig, stökkvi þvínæst upp jafnfætis og striki eins hátt og þeir geta þannig. „Ég stekk innanvið 30 tommur (76 cm) og ég trúi því ekki að neinn stökkvi yfir 40 tomniur. Það vildi ég fá að sjá,“ segir Stoncs og ekki er annað hægt en að taka undir það en cins og körfuknattleiksnhuga- menn hafa séð hafa sumir leik- mannanna eigi að síður gífurleg- an stökkkraft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.