Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. mars 1988 Tíminn 5 Útflutningur á kartöflum til Noregs: Grænt Ijós frá Noregi Fyrir nokkrum dögum gáfu Norö- menn loks langþráð grænt Ijós á innflutning á kartöflum. Þessa leyfis hefur verið beðið í hópi hérlendra kartöflubænda, enda eru bundnar nokkrar vonir við að staða þeirra kunni að verða nokkru tryggari en nú er, ef farið verður út í útflutning á kartöflum til Noregs. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að verðið sem Norðmenn bjóða fyrir kartöflurnar, 8-9 kr pr. kíló, er að mati kartöflubænda of lágt til þess að útflutningurinn geti borgað sig. Því eru samtök kartöflubænda nú í viðræðum við stjórnvöld um ein- hverja peningalega fyrirgreiðslu til að gera þennan útflutning möguleg- an. Rætt hefur verið um að hlutur ríkiskassans yrði þá kostnaður við flutning kartaflanna úr landi. Ekki er vitað hvenær niðurstöður liggja fyrir úr þeim viðræðum, og þar með hvort af kartöfluútflutningi til Nor- egs verður. Rætt hefur verið um, ef til þessa útflutnings kemur, að flutt verði út 500 tonn af kartöflum og kæmi allt það magn frá eyfirskum kartöflu- bændum. Hærri magntölur hafa og heyrst, allt að 1000 tonn. Sú kart- öflutegund, sem Norðmenn hafa mestan áhuga á að kaupa af frónsk- um kartöfluframleiðendum er rammíslensk, rauðar-íslenskar. Páll Guðbrandsson, formaður Landssambands kartöflubænda, seg- ist vonast til þess að viðræður við stjórnvöld um fyrirgreiðslu leiði til þess að af útflutningnum verði. „Mjór er mikils vísir og með ein- hverjum útflutningi værum við betur í stakk búnir til að mæta vitleysisári í kartöflusölu eins og þetta ár hefur verið. Ég tel að við megum ekki byggja um of á innlenda kartöflu- markaðnum," sagði Páll. Bergvin Jóhannsson, stjórnar- maður í Félagi kartöflubænda við Eyjafjörð, sagði í samtali við Tím- ann að útflutningur til Noregs hefði allnokkra þýðingu fyrir eyfirska kartöflubændur. Fyrir það fyrsta þyrfti menn þá ekki að henda um- framframleiðslu, eins og nú væri fyrirsjáanlegt. „Það má kannski segja að fjárhagslegur ávinningur væri helst fólginn í því að hafa upp í þann kostnað sem menn hafa þegar lagt í við framleiðslu kartaflanna," sagði Bergvin. Hann sagði að í sjálfu sér væri vel þegið að Norðmenn vildu fyrst og fremst rauðar-íslensk- ar, þar sem að sú tegund hefði verið þyngri í sölu til þessa en t.d. gull- auga. Aðspurður sagðist Bergvin búast við að hugsanlegum kartöfluútflutn- ingi til Noregs, yrði dreift á flestalla stærri kartöflubændur við Eyjafjörð. „Þetta kynni að rímka fyrir sölu á kartöflum frá þeim bændum sem ekki rækta rauðar-íslenskar,“ sagði Bergvin Jóhannsson. óþh Lenda þær í pottum Norðmanna? Sópuðu að sér þýfi að virði einnar milljónar króna á einni nóttu: Sólarlandaferð til höfuðs þrjótunum Brotist var inn í húsnæði fyrirtækisins Hífis hf. að Elds- höfða 14 aðfaranótt mánudags og skrifstofuáhöldum, húsbún- aði og verkfærum stolið. Inn- brotið var kært til Rannsóknar- lögreglu ríkisins um leið og það uppgötvaðist. Jóhannes Jensson, forstjóri og eigandi Hífis hf., segir, að yrði hann að kaupa allt nýtt, sem horfið hefði, kostaði það hátt á aðra milljón króna. Fjárhagslegt tjón hans er þó metið á eina milljón króna. Forstjórinn heitir hverjum þeim, sem getur gefið upplýsingar, sem leiða til handtöku bófanna, sólar- landaferð að launum. Rannsóknarlögreglan segir að mjög fagmannlega hafi verið brot- ist inn. Engar skemmdir voru unn- ar á húsnæðinu, aðrar en þær, sem óhjákvæmilegt var að vinna, til þess að komast inn á skrifstofuna. Gluggi var skrúfaður úr, en ekki brotinn, til þess að þjófarnir kæm- ust inn í húsið, og síðan var leitað dyrum og dyngjum að lyklum að skrifstofunni. Lyklarnir, sem inn- brotsþjófarnir fundu, gengu ekki að skránni og því spörkuðu þeir hurðina af hjörum. Áður en þeir fóru af staðnum um nóttina, gengu þeir snyrtilega frá eftir sig. Lokuðu og læstu. Rannsóknarlögreglan hefur greint skóför þriggja manna, sem talið er, að hafi farið um Hífi hf. þessa nótt. Svo virðist, sem eitt- hvað hafi truflað þá við iðju þeirra, því að víða í húsinu hafði verðmæt- um verið safnað saman til brott- flutnings, en ekki verið hirt. Nýleg tölva með öllum nauðsyn- legum búnaði, forritum og bók- haldi hvarf þó, plastbakkar undir skjöl, skrifborðsstóll, ritvél, reikni- vél og ýmis verðmæt verkfæri, en fyrirtækið sérhæfir sig í stein- steypusögun og kjarnaborun. Kunningjar eigandans hafa fengið að geyma húsbíla sína tvo í hús- næðinu. Úr öðrum þeirra var stolið talstöð, en ísskáparnir úr báðum aftengdir og bornir út á gólf. Þjóf- arnir hafa ekki haft næði til að fjarlægja þá. „Þeir reyndu að hafa á brott allt héðan, sem mögulegt er að koma í verð,“ sagði Jóhannes Jensson í gær. Hann sagði, að fyrirtækið væri nýflutt að Éldshöfða. Það hefði því ekki gefist tóm til að tryggja gegn slíku tjóni, sem hann nú hefði orðið fyrir. Hann ber skaðann sjálfur. Af sömu ástæðum hafði ekki verið sett upp þjófavarn- arkerfi. „Það verður þó úr, nú undir eins!“ þj Kennaradeilur: Lítið þokast í samkomulagsátt „Vissulega var haldinn fundur samninganefnda Kennarasambands íslands og ríkisins síðdegis í gær, en ég greini ekki að saman hafi dregið með deiluaðilum þrátt fyrir það,“ sagði Svanhildur Kaaber, formaður KI í gærkvöld. „Ég tel lítið hafa þokast í samkomulagsátt.11 Svanhildur sagði, að forysta KÍ hefði óskað eftir fundi með fjármála- ráðherra fyrir Iöngu, og að af honum yrði loksins í dag fyrir hádegi. Þá hitta þau Svanhildur og Loftur Magnússon, varaformaður KÍ, Jón Baldvin Hannibalsson að máli. „Að loknum okkar fundi mun kjararáð KÍ koma saman og þá munum við meta stöðuna," segir Svanhildur. Hún var ekki tilbúin til að skýra frekar frá viðræðunum. Kennarasambandið leitar stað- festingar Félagsdóms á, að löglega hafi verið að boðun verkfalls frá og með 11. apríl staðið, en Indriði H. Þorláksson, formaður samninga- nefndar rfkisins, hefur vefengt það. Málið var þingfest í gær og ráðgert, að það verði dómtekið og flutt í dag klukkan 16:00. „Við viljum að sjálfsögðu fara að lögum, en ég get ekki sagt um, hvenær niðurstaða Félagsdóms ligg- ur fyrir," sagði Svanhildur Kaaber að síðustu. „Kennarasamband ís- lands mun gera allt, sem í valdi þess stendur, til að flýta því, svo sem hægt er.“ Mál Hins íslenska kennarafélags, um réttmæti verkfallsboðunar þess, verður einnig tekið fyrir í Félags- dómi. Úrskurðar þar er varla að vænta fyrr en eftir páska. óþh/þj Sýning íslensku óperunnar á „Don Giovanni": Góðar viðtökur Um þessar mundir sýnir fslenska óperan „Don Giovanni" eftir Mozart. Þessi uppfærsla óperunnar hefur hlotið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhorfendum og hafa fjölmargir gestir séð sýninguna. Stefnt er að því að kynna óperuna í fyrirtækjum. Munu þá einsöngvar- ar í „Don Giovanni" m.a. sjá um kynningu með því að syngja nokkra vel valda kafla úr óperunni. Einnig fer fram kynning á barna- óperunni „Litla tækjum. Fer síðastur að sjá Almennt sótaranum“ í fyrirr nú hver að verða „Litla sótarann". miðaverð á „Don Gio- vanni“ er kr.1800. En hópar, 30 manns eða fleiri, geta fengið afslátt. Frá sýningu „Don Giovanni“, sem íslenska óperan flytur um þessar mundir. Akureyrarsamningar: Samþykktir í 4 félögum Akureyrarsamningarnir voru bornir upp á félagsfundum í nokkrum stéttarfélögum. Verka- kvennafélagið Framsókn sam- þykkti samningana með yfirgnæf- andi meirihluta. 115 sögðu „já“ en 8 sögðu „nei“. Verkakvenna- félagið Framtíðin í Hafnarfirði samþykkti einnig með 50 atkvæð- um gegn 24. Þá voru samningarn- ir samþykktir í verkalýðsfélögun- um á Kópaskeri -17 gegn 1- og á Þórshöfn 19 gegn 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.