Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. mars 1988
Tíminn 3
Allt á suðupunkti hjá Sjónvarpinu:
Hótunarbréf, málshöfðun
ritskoðanir og tímahrak
„Jú, það er því miður rétt að ég
fékk áminningarbréf fyrir nokkru
frá aðstoðarframkvæmdastjóra
Sjónvarpsins, Ingimar Ingimarssyni.
Par sagði að ef ég léti ekki af
stuðningi við fréttamenn í kjaradeilu
þeirra við Sjónvarpið, þá gerðist ég
sekur um vanrækslu í starfi sem
opinber embættismaður og í fram-
haldi af því kæmi brottvikning.
Á þeim tíma afhenti ég málið
Félagi fréttamanna sem, því miður,
er núna í samráði við lögfræðing
BHM að undirbúa málarekstur á
hendur Sjónvarpinu til að endur-
heimta réttindi sín,“ sagði Ingvi
Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjón-
varps í samtali við Tímann í gær, en
þessa dagana logar allt í illdeilum
innan veggja stofnunarinnar og ríkir
sannkallað styrjaldarástand á
staðnum.
Deila um gjaldskrárnefnd
„Ég hef fyrir sið að ræða ekki
einstök áminningarbréf til starfsm-
anna við fjölmiðla. En þessi deila
snerist um að gjaldskrárnefnd RÚV
taldi ekki að greiðslur fyrir ákveðna
þætti, t.d. Kastljós, þyrftu að hækka
sjálfkrafa með vísitölu hækkun
launa, heldur væri hér um að ræða
gjaldskrá sem væri endurskoðuð
tvisvar á ári. Fréttastjóri mótmælti
þessu og bréf Ingimars snerist unt að
það væri fásinna að hann væri að
senda greiðslubeiðnir sem sjálfkrafa
var síðan breytt hér,“ sagði Pétur
Guðfinnsson, framkvæmdastjóri
Sjónvarps um þetta atriði.
Ingvi Hrafn mun ekki vera sá eini
sem fengið hefur áminningarbréf,
eða hótunarbréf, eins og starfsfólk
Sjónvarpsins kallar þessi bréf, og
munu þeir vera fáir eftir sem ekki
hafa fengið slíka sendingu.
Fréttir kláraðar
I útsendingu
„Mórallinn er í samræmi við þetta.
Við erum nú fimm færri á fréttastof-
unni en við vorum í september á
síðasta ári. Það er ekki tími fyrir
matarhlé eða kaffihlé og það nær
enginn að fullvinna fréttirnar. Á
meðan á útsendingu stendur erum
við að baksa við að klára þær,“ sagði
einn fréttamanna Sjónvarpsins í
samtali við Tímann. Þannig er t.d.
lesið inn á fréttir og þær klipptar til
meðan verið er að sýna aðra frétt.
„Það eru alger undantekningartil-
felli og það er með þetta eins og
hverja aðra skipulagningu. Vissu-
lega væri betra að hafa fleiri frétta-
menn, en eitt af því sem upp kom í
sambandi við krappan fjárhags-
ramma var að fjöldi starfsmanna var
bundinn við ákveðna tölu og það
þýðir að fréttastofan verður að haga
sínum störfum í samræmi við það,“
sagði Pétur.
Fréttir ritskoðaðar
Innanhússheimildir Tímans
herma að fréttir fréttamannanna séu
ritskoðaðar, samkvæmt skipunum
að ofan, sérstaklega ef um er að
ræða fréttir sem snerta stjórnmál, og
er ekki vel séð af yfirmönnum ef
reynt er að flytja jákvæðar fréttir af
vinstri væng þjóðlífsins og menn
jafnvel spurðir um hver tilgangur
fréttarinnar sé eiginlega.
„Ég er nú ekki rétti maðurinn til
að svara þessu, en ef þetta er í gangi,
þá er það eitthvað sem ég þekki ekki
til,“ sagði Pétur um þetta.
Launagreiðslur munu einnig vera
í miklum ólestri innan Sjónvarpsins.
Þannig voru fréttamenn að fá greidd
laun fyrir janúar og febrúar fyrir
nokkrum dögum og er viðkvæðið
jafnan að ekki séu til peningar. Þá
er til að mynda nýbúið að fella niður
greiðslur til fréttamanna fyrir frétta-
lestur, en 22 ára hefð var fyrir því.
Fréttamönnum var ekki tilkynnt um
þessar breytingar, heldur fréttist um
þær á göngum Sjónvarpsins og ríkir
mikil reiði meðal fréttamanna að
þannig skyldi hafa verið staðið að
niðurskurðinum.
Pétur sagðist ekki kannast við
þetta mál. Föstu starfsfólki væri
alltaf greitt um hver mánaðamót,
lausráðnu mánaðamótin á eftir og
dagskrárgreiðslur væru greiddar eft-
ir hendinni.
Ingvi Hrafn fer ekki einn
„Ef Ingvi Hrafn verður látinn
fara, þá fer hann ekki einn. Það fara
með honum fleiri," sagði einn frétta-
mannanna.
En er Ingvi Hrafn að hætta?
„Nei, ekki svo ég viti,“ sagði
Ingvi. Heimildir Tímans herma að
Ingvi muni ekki hætta sjálfviljugur
hjá Sjónvarpinu og því sé beðið eftir
að hann geri mistök til að hægt sé að
reka hann.
Sumt starfsfólk Sjónvarpsins er
nú byrjað að huga að eftirmanni
Ingva Hrafns og segja heimildir
Tímans að allir séu á varðbergi
gagnvart öllum, enginn treysti nein-
um og eru sumir farnir að gera hosur
sínar grænar fyrir þeim sem þeir
veðja á sem næsta fréttastjóra.
Þeir fréttamenn sem Tíminn ræddi
við sögðust óhikað geta skrifað undir
viðtal það sem birtist í nýjasta ein-
taki Nýs lífs, ef nokkur óheppileg
orð væru strikuð út. -SÓL
Timamynd Pjetur
Skýrsla um skreloarmál komin til ríkisstjórnar:
Algert trúnaðarmál
Á ríkisstjórnarfundi í gær, lagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, fram skýrslu svo kallaðrar skreiðarnefndar, en það var
nefnd sem skipuð var til að fara yfir stöðu mála í skreiðarviðskipt-
um.
Hvorki Þorsteinn Pálsson né
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra, vildu nokkuð tjá sig
um innihald skýrslunnar og bentu
á að niðurstöður hennar væru enn
algert trúnaðarmál.
„Skýrslan hefur verið send til
umsagnar í Seðlabankanum. Þcir
hafa haft stuttan tíma til að fara
yfir hana, og því geri ég ráð fyrir
að hún verði aftur rædd í ríkis-
stjórninni eftir páska og eftir þann
fund verði greint frá innihaldi
hennar,'1 sagði Þorsteinn.
Aðspurður hvort að skýrslan
væri á einhvern hátt sláandi, svar-
aði Þorsteinn að hún væri algerlega
lyktarlaus. Skýrslan væri yfirgrips-
mikil, nákvæm og í alla staði hin
bestá.
Steingrímur tók undir þessi orð
Þorsteins og sagði að þar sent í
henni væru upplýsingar viðskipta-
legs eðlis, væri ekki hægt að gefa
upp efni hennar að svo stöddu.
-SÓL
Styrjaldarástand ríkir nú innan veggja Sjónvarpsins og viröist ekki
langt í aö uppgjör fari fram innan veggja stofnunarinnar. Ingvi Hrafn
Jónsson, fréttastjóri, segist ekki vera að hætta, eftir því sem hann
viti best, fréttamenn undirbúa málshöfðun á hendur Sjónvarpinu til
að fá leiðréttingu launamála, stjórnmálafréttir eru ritskoðaðar og
launin eru greidd ailt að tveimur mánuðum seinna en vera ber.