Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn DAGBÓKÍ Vandaður tónlistarflutningur í Hafnarfjarðarkirkju um páska Við kvöldmessu á skírdag 31. mars, sem hefst kl. 20:30, mun Kór Öldutúns- skóla syngja undir stjórn Egils Friðleifs- sonar. Við guðþjónustu á föstudaginn langa 1. 'apríl, sem hefst kl. 14:00, munu þau Guðný Árnadóttir söngkona, Gunnar Gunnarsson flautuleikari og Oliver Kent- ish cellóleikari flytja valin verk. Við hátíðarguðsþjónustu á páskadag,kl. 08:00 og kl. 14:00 mun kór Flensborgarskóla ásamt kór Hafnarfjarð- arkirkju flytja þætti úr Messu í G- dúr eftir Franz Schubert undir stjórn Margrét- ar Pálmadóttur Sorg og sorgarferli • fundur í Keflavík Kynningarfundur um sorg og sorgar- ferli verður í Kirkjulundi í Keflavík í kvöld, miðvikud. 30. mars.kl. 20:30. Frummælendur sr. Sigfinnur Þorleifs- son prestur Borgarspítalans í Reykjavík og Konráð Lúðvíksson læknir. Sóknarprestur Keflavíkurkirkja Á skírdag eru fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og 14:00. Á föstudaginn langa verður lesmessa kl. 14:00. Lesið úr píslarsögunni. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónustur í kirkjunni kl. 08:00 og 14:00. Hátíðar- guðsþjónustaísjúkrahúsinukl. kl. 10:30. Sóknarprestur KYRRÐARDAGAR SKÁLHOLTSSKÓLA Kyrrðardagar Skálholtsskóla verða haldnir í Skálholti um bænadagana, frá miðvikudagskvöldi 30. mars til laugar- dags fyrir páska, 2. apríl. Leiðbeinandi verður sem fyrr dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. í tvo sólarhringa mun þögn ríkja - utan guðsþjónustu, tíðagerða, tónlistar og hugleiðinga með leiðbeinanda. Kyrrðardagar eru öllum opnir og fer skráning fram á Biskupsstofu í Reykja- vík. SKÍRDAGSSKEMMTUN BARÐSTRENDINGAFÉLAGSINS Skírdagsskemmtun fyrir eldri Barð- strendinga verður haldin í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, fimmtud. 31. mars kl. 14:00. Kór eldri borgara mun koma og syngja, og fleira verður á dagskrá. Kvennadeild Barðstrendingafélagsins hefur haft veg og vanda af þessum skemmtunum og biður deildin fyrir þakk- læti til þeirra fjölmörgu sem hafa komið fram og aðstoðað á annan hátt við þessar samkomur. Kvennadeildin vonast til að sem flestir sjái sér fært aðkoma og njóta dagsins. Myndlistarsýning í Hveragerði Sigurður M. Sólmundarson heldur myndlistarsýningu í Félagsheimili Ölfus- inga í Hveragerði dagana 31. mars^jil 4. apríl n.k. Þetta er áttunda einkasýning Sigurðar, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Að þessu sinni sýnir Sigurður 35 myndir, sem eru allar unnar á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Myndirnar eru unnar úr hreinu grjóti, ásamt mosa, timbri og járni. Á sýningunni verður ennfremur vel útbúið grillhús og gestabækur unnar úr tré. Þetta er sölusýning sem verður opin kl. 10:00-22:00 alla dagana. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 2. apríl. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Allir velkomnir. Nýlagað molakaffi á boðstólum. Blúsarar - og Fríkirkjan í baksýn Málmblásarar og slagverks- menn I Fríkirkjunni Á skírdag, 31. mars, verða haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar koma fram málmblásarar og slagverks- Tímamynd GE menn úr Sinfóm'uhljómsveit fslands ásamt öðrum hljóðfæraleikurum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá flestum tímabilum tónlistarsögunnar, m.a. Gabrieli, J.S. Bach, Grieg og Copland. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Aðalsteinn Vestmann sýnir I Gamla Lundi á Akureyri Á morgun, skírdag, opnar Aðalsteinn Vestmann sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi á Akureyri. Þetta er fjórða einkasýning Aðalsteins, en hann hefur einnig átt verk á mörgum samsýningum, m.a. unnið með Mynd- hópnum, sem er félag áhugafólks um myndlist. Á sýningunni eru 35 verk unnin með olíu, vatnslitum, akrýl og blandaðri tækni. Þetta er sölusýning og lýkur henni á annan dag páska. Guðmundur Valtýsson veitingamaður ásamt hluta af starfsfólki staðanns ASKUR hefur opnað nýtt veitingahús í eigin húsnæði að Suðurlandsbraut 4. Það er opið daglega kl. 11:00-23:30. Húsið tekur um 96 manns í sæti, einnig er hægt að fá leigðan sérsal, sem tekur um 16 manns í sæti, sem er mjög heppilegur fyrir minni kaffi- eða matarfundi fyrir- tækja eða félagasamtaka. Á miðju gólfi er glæsilegur „salatbar". Lögð er áhersla á ljúffengar steikur. Nýjung er hið svonefnda „Carvery", en þá skera matsveinarnir kjötið niður eftir óskum viðskiptavinarins, og allir fá ómældan skammt, eða eins og hver getur í sig látið. „Carvery" er einungis boðið á sunnudögum. Askur hefur nú upp á borðvín að bjóða og kaffidrykki sem eftirrétt. Barnahornið er á sínum stað og geta börnin unað þar, leikið sér eða borðað. ÚTVARP/SJÓNVARP ' Miðvikudagur 30. mars 6.45 Veðurtregnir. Bæn, séra Bjðrn Björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsárlð með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttaytirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar lesnar laust fyrir kl. 7.30,8.00,8.30 og 9.00. 8.45 fslenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. (Endurtekinn frá laugardegi). 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Blástakkur" ævintýri eftir Slgurbjöm Sveinsson. Kristln Helgadóttir les. 9.30 Dagmál Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundln Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17 og 18 I slma 693000. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederik- sen. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fróttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 f dagslns önn - Hvunndagsmennlng Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir. 13.35 Mlðdeglssagan: „Fagurt mannlíf", úr ævl- sögu Arna prófasts Þórarlnssonar Þórbergur Þórðarson skráði. Pétur Pótursson les (6). 14.00 Fróttir. Tilkynningar. 14.05 Harmonlkuþáttur Umsjón: Einar Guð- mundsson og Jóhann Sigurðsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.00 Fróttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpósturlnn - Frá Austurlandl. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókln Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Spjallað við börn sem fermdust I fyrra um hvað augum þau llta ferminguna og hvemig fermingardagurinn gekk fyrir sig. Lesin sagan „Fermingin" eftir Ólaf Ormsson. Umsjón: Vernharður Linnet. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist á slðdegi - Dvorák og Debussy a. Sinfónía nr. 7 i d-moll op. 70 eftir Antonin Dvorák. Cleveland hljómsveitin leikur; Christ- oph von Dohnányi stjórnar. b. „Daphnis og Klói'' svlta nr. 2 eftir Claude Debussy Fllharmoniu- sveit Berlinar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03Torglð - Neytendamál Umsjón: Steinunn Harðardóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugglnn - Mennlng I útlöndum Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir. 20.00 Steve Relch og tónlist hans Þáttur i umsjá Snorra Sigfúsar Ðirgissonar. 20.40 islenskir tónmenntaþættlr. Dr. Hallgrímur Helgason flytur 29. erindi sitt. Sigfús Einarsson, þriðji hluti. 21.30 Ur fórum sporðdreka Þáttur i umsjá Sigurð- ar H. Einarssonar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passfusálma. Séra Heimir Steins- son les 49. sálm. 22.30 Sjónauklnn Af þjóómálaumræöu hérlendis og erlendis. Umsjón: Bjami Sigtryggsson. 23.10 DJassþáttur Umsjón: Vernharður Linnet. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederik- sen. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum tll morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi I næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarplð. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30, fréttum kl. 8.00 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tlðindamenn Morgun- útvarpsins úti á landi, I útlöndum og I bænum ganga til morgunverka með landsmönnum. Miðvikudagsgetraunin iögð fyrir hlustendur. 110.05 Mlðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristln Björg Þorsteinsdóttir 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.10 Á hádegl. Dagskrá dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Slmi hlustendaþjón- ustunnar er 693661. 12.20 Hádeglsfréttlr. 12.45 Á mllll mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Hugað að mannlifinu i landinu: ekki óllklegt að svarað verði spurningum frá hlustendum, kallaðir til óljúgfróðir og spakvitrir menn um ólik málefni. Sólveig K. Jónsdóttir gagnrýnir kvikmyndir. Sigrlður Halldórsdóttir flytur pistil dagsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Iþróttarásln. Fjallað um iþróttlr og Iþrótta- viðþurði kvöldsins. Sagt frá leik Vals og FH I Islandsmótinu I handknattleik sem þá verður nýlokið á Hllðarenda og lýst leikjum Fram og Stjömunnar i Laugardalshöll og KA og KR á Akureyri. Umsjón: Samúel Öm Erlingsson. Jón Óskar Sólnes lýsir leiknum á Akureyri. 22.07 Af flngrum fram. 23.00 Staldrað við. Að þessu sinni verður staldrað við I Þorlákshöfn, rakin saga staðarins og leikin óskalög bæjarbúa. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögln. Tónlist af ýmsu tagi I næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl.: 2.00,4.00, 7.00, 7.30,8.00,8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP A RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðlsútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðlsútvarp Norðurlands. Miðvikudagur 30. mars 17.50 Ritmálslréttir 18.00Töfraglugglnn. Guðrún Marinósdóttir og Hermann Páll Jónsson kynna myndasögur fyrir böm. Umsjón: Ámý Jóhannsdóttir. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttlr. 19.00 Poppkorn Umsjón: Jón Ólafsson. SamsStn- ing: Jón Egill Bergþórsson. 19.30 Hundurinn Bonjl Bandarlskur myndaflokkur fyrir alla fjólskylduna. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 20.00 Fréttlr og veður. 20.30 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Dagskrárkynning Kynning á páskadagskrá Sjónvarpsins. 20.50 „Páskaeggln komu með Botnlu" Þátturinn fjallar um páska og páskahald að fomu og nýju. Skoðaðir eru páskasiðir, rætur páskanna I heiðnum sið og einnig er saga páskaeggjanna rakin. Umsjón: Adda Steina Björnsdóttir. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.40 Af heitu hjarta (Cuore) - Fimmtl þáttur Italskur framhaldsmyndaflokkur I sex þáttum gerður eftir samnefndri sögu Edmondo De Amicis. Leikstjóri Luigi Comencini. Aðalhlutverk Johnny Dorelli, Bernard Blier, Giuliana De Sio og Laurent Malet. Þýðandi Þuríður Magnúsdótt- ir. 22.35 Glettur - Endursýning Guðrún Alfreðsdótt- ir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir glettast við áhorfendur ásamt Aðalsteini Bergdal. Stjórn upptöku: Bjöm Emilsson. Mynd þessi var áður á dagskrá 1. nóvember 1986. 23.05 Útvarpsfréttlr (dagskrárlok. Miðvikudagur 30. mars 1988 VERKEFTIR ATLA HEIMISVEINSSON ■leikin á Kjarvalsstöðum Þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:30 verða tónleikar haldnir að Kjarvalsstöðum. Þar verður leikin tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Á efnisskrá er: Plutot blanche qu'azurée sem Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Arnþór Jónsson sellóleikari og Guðný Anna Guðmundsdóttir píanóleikari flytja. Tuttugu og ein tónamínúta, sem Martial Nareau leikur á flautu. Fantastic Rondos leikið af Sigurði I. Snorrasyni, klarinett, Oddi Björnssyni, básúna, Arnþór Jónsson, selló og Guðný Anna Guðmundsdóttir, píanó. Fimmhjóladrif sem þeir leika: Bern- hard St. Wilkinson, flauta, Daði Kol- beinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klari- nett, Joseph Ognibene, horn og Haf- steinn Guðmundsson, fagott Ferðir SVR um bænadaga ogpáska 1988 Strætisvagnar Reykjavíkur munu aka um bænadaga og páska sent hér segir: Skírdagur: Akstur eins og á sunnudög- um. Föstudagurinn langi: Akstur hefst um kl. 13:00. Ekið samkvæmt sunnudags- tímatöflu. Laugardagur: Akstur hefst á venjuleg- um tíma. Ekiðeftirlaugardagstímatöflu. Páskadagur: Akstur hefst um kl. 13:00, ekið samkvæmt sunudagstímatöflu. Annar páskadagur: Ákstur eins og á sunnudögum. Strætisvagnar Kópavogs um páskana Akstur Strætisvagna Kópavogs um bænadaga, páska og sumardaginn fyrsta verður sem hér segir: Sktrdagur: Ekið eins og venjulega á sunnudögum. Föstudagurinn langi: Akstur hefst um kl. 14:00, en eftir það er ekið eins og á sunnudögum. Laugard. fyrir páska: Ekið eins og venjulegan laugardag. Páskadagur: Ekið eins og á föstudaginn langa. Annar í páskum: Ekið eins og á sunnudögum. Sumardagurinn fyrsti: Ekið eins og á sunnudögum. Strætisvagnar Kópavogs SÉRLEYFISFERÐIR UM PÁSKA Frá Umferðarmiðstöðinni eru daglega 40-60 komur og brottfarir frá kl. 08:00 til kl. 23:30. Á skírdag verður ekið á öllum leiðum samkvæmt áætlun, en á föstudaginn langa og páskadag eru engar ferðir á lengri leiðum, en þó er ekið á styttri leiðum samkvæmt stórhátíðaráætlun. Á annan í páskum er ekið samkvæmt sunnudags- áætlun á flestum sérleyfum. Allar nánari upplýsingar um akstur sérleyfisbifreiða um páska veitir BSl Umferðarmiðstöðinni í síma 91-22300. Dagsferðir F.i. um bænadaga og páska: 31. mars (skírdag) kl. 13:00 Óttarstaðir - Lónakot. - Ekið til Straumsvíkur og gengið þaðan hjá Straumi að Óttarstöð- um og Lónakoti. Létt gönguferð. (500 kr.) 1. apríl (föstud. langi) kl. 13:00 - Helgafell hjá Hafnarfirði. Ekið að Kald- árseli og gengið þaðan. Helgafellið er 340 m á hæð. Þægileg gönguferð - ótrúlegt útsýni.(500 kr.) 2. apríl (laugardag) kl. 13:00 Ökuferð um Þingvelli - Grímsnes - Hveragerði. Lítið gengið í þessari ferð. (1000 kr.) 4. apríl (annar í páskum) kl. 13:00 - Gönguferð á Vífilsfell Farið úr bílnum gegnt Litlu kaffistof- unni og gengið í átt að Jósepsdal og síðan frá mynni dalsins á fjallið. (600 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands ÚTIVIST ■ Stuttar ferðir • um bænadaga og páska Skírdagur 31. mars kl. 13:00: Úlfarsfell. - Létt fjallganga frábært útsýni (600 kr.) Föstud. langi kl. 13:00: Strandganga í Iandnámi Ingólfs, 10. ferð: Reiðskarð - Vogastapi - Innri Njarðvík. Fróðleg gönguferð og margt forvitnilegt að sjá. Alls verða farnar 22 strandgönguferðir. Viðurkenning veitt þeim sem fara oftast. (700 kr.) Laugardagur 2. apríl Id. 13:00: Trölla- foss - Haukafjöll. Létt ganga um áhuga- vert svæði sunnan við Esju. (800 kr.) Annar í páskum, 4. apríl kl. 13:00: Stórstraumsfjöruferð og kræklingatínsla í Hvalfirði. Tilvalin fjölskylduferð. Létt ganga og fjöruskoðun. (800 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, að vestan- verðu (bensínsölu)Farmiðarviðbíl. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Þórsmörk 3 dagar: Brottför laugardag kl. 09:00. Mögulegt er að komast með í þá ferð með því að mætaieint í rútuna. Nánar kynnt á símsvara: 14606. Útivist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.