Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 30. mars 1988
Staða Framsóknarflokksins í
íslensku flokkakerfi
5. apríl: Utanríkismál, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra.
Skólinn er öllum opinn.
Stjórnmálaskóli SUF og LFK.
P.S. Nánari dagskrá síðar
Inga Þyri
91-641714
Arndfs
99-6396
Dagbjört
93-86665
Norrænt kvennaþing
Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að
tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs.
LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa
fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF í DREIFBÝLI:
Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa
áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið
í Osló beðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma
91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum.
LFK
Reykjanes
Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykja-
neskjördæmi hefur ráðið framkvæmdastjóra, Sig-
urjón Valdimarsson. Aðsetur hans verður að
Hamraborg 5 í Kópavogi. Sími 43222. Skrifstofan
verður opin:
Þriðjudaga kl. 16.30-19.00
Fimmtudaga kl. 16.30-19.00
Föstudaga kl. 16.30-19.00
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Kristján Guðmundsson
bóndi, Brekku Ingjaldssandi
lést á Landspítalanum þann 28. mars
Árelía Jóhannesdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Við sendum öllum þeim sem sýndu hlýhug og vináttu í veikindum og
við andlát og útför
Ástríðar Jóhannesdóttur
Torfalœk
hugheilar kveðjur og þakkir
Torfi Jónsson
JóhannesTorfason Elín Sigurlaug Sigurðardóttir
JónTorfason Sigríður Kristinsdóttir
og barnabörn
MINNING
Helga Einarsdóttir
Fædd 3. mars 1902
Dáin 5. mars 1988
Síminn hringdi, Elsa frænka var í
símanum: Fanney mín hún amma
þín er dáin. Nei, það gat ekki verið.
Fyrir nokkrum klukkustundum vor-
um við tvær systurnar hjá henni. Já,
hún amma er dáin, hún amma á
Baró eins og við kölluðum hana
alltaf.
Helga Einarsdóttir hét hún og var
fædd 3. mars 1902 en hún dó5. mars,
hún var nýlega orðin 86 ára. Það er
að vísu hár aldur en hann segir ekki
allt, okkur fannst hún ekki gömul,
alltaf var hún svo ánægð að sjá
okkur og tók svo vel á móti okkur.
Okkur systurnar langar að þakka
elsku ömmu fyrir allar indælu stund-
imar sem við áttum með henni.
Aldrei leið það aðfangadagskvöld
að hún kæmi ekki þar sem fjölskyld-
an var saman komin í það og það
skiptið, kom hún þá með Elsu og
Dóra og alitaf sagðist hún ekki hafa
komist til að kaupa neitt en samt var
alltaf eitthvað handa öllum.
Oft var farið til ömmu uppá Baró,
við systurnar áttum heima uppi í
Árbæ og við eldri þurftum að sækja
skóla í bæinn, þá var farið til ömmu
sem var tilbúin með heitt kakó,
brauð og margt annað, og ef við
gátum ekki borðað allt sem hún
lagði fyrir okkur varð hún sár. Það
var sama hvort það voru menn eða
málleysingjar öllum vildi amma gefa
að borða. Margs er að minnast, en
við hugsum það hver um sig í hljóði.
Amma hafði gaman af að vera
innan um fólk en síðustu árin var
hún farin að heyra illa og háði það
henni mjög. Amma mundi eftir öll-
um afmælunum og öllu sem til stóð,
alltaf kom eitthvað frá henni til allra
eða hún hringdi til þeirra. Síðasta
daginn sem hún lifði var hún að
spyrja okkur um ferminguna sem
stendur fyrir dyrum í fjölskyldunni.
Við þökkum ömmu aftur allar
stundirnar er við áttum saman, in-
dælt er að hugsa til þess að nú fái hún
að hitta dóttur sína Sillu (móður
okkar) sem dó fyrir 11 árum aðeins
49 ára gömul, og hún ávallt saknaði
mjög. Við söknum allar ömmu og
hugsum hlýtt til hennar. Megi góður
guð gefa eftirlifandi börnum og öll-
um ástvinum hennar styrk í sorg
þeirra, hvíl hún í friði.
Samúðarkveðjur frá Margréti
Gylfadóttur sem búsett er í Svíþjóð.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin er aftanrjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin í djúpunum er
og ef vill dreymir þá eitthvað
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Fanney, Laufey
Ninna, Eygló og
Anna Björg.
Aðeins nokkur orð vegna fráfalls
minnar indælu tengdamóður. Helga
Einarsdóttir eða amma á Baró eins
og barnabörnin kölluðu hana jafnan,
var fædd í þennan heim þ. 3. mars
1902 á Grund á Eyrarbakka, dóttir
hjónanna Oddnýjar Guðmundsdótt-
ur og Einars Jónssonar, ein úr stór-
um systkinahópi. Helga var liðlega
86 ára gömul er hún lést að kvöldi 5.
mars á Landakotsspítala töluvert
um aldur fram. Um aldur fram
hugsar fólk kannski, konan orðin 86
ára gömul, en Helga var svo ungleg
og hress að engum sem ekki þekktu
hana datt í hug að hún væri komin á
þennan aldur. Helga gekkst í októ-
ber sl. undir mjaðmaaðgerð á
Landakotsspítala, sem hún hafði
lengi beðið eftir. Síðastliðið sumar
og haust var hún orðin svo slæm að
hún átti mjög erfitt um gang vegna
mikilla kvala í mjöðminni. Helga
var þannig manneskja að annað
kom ekki til greina en að gangast
undir þessa aðgerð, þó vissulega
fylgdi því veruleg áhætta. Það var
því mikið áfall er hún fékk heila-
blóðfall mánuði eftir aðgerðina, en
þá var hún farin að ganga í grind og
allt hafði gengið mjög vel í alla staði.
Eftir þetta áfall var Helga í Hafnar-
búðum til hvíldar og endurhæfingar.
Kunni hún vel við sig þar og reyndist
starfsfólkið henni frábærlega vel í
alla staði. Á það þakkir skildar fyrir
góða umönnun henni til handa.
Einnig eru þakkir til starfsfólks 3-B
á Landakotsspítala sem var frábært
við hana eftir aðgerðina.
Við Helga kynntumst fyrir 25
árum þegar ég og yngsta dóttir
hennar, sem nú er konan mín,
felldum hugi saman. Víst er að
Helga var ekki allra, og henni var,
ekki kynnst á einum degi. Tel ég það
mikla gæfu í lífi mínu að hafa kynnst
og fengið að vera samferða þessari
góðu konu sem reyndist mér sem
besta móðir í þessi 25 ár.
Margs er að minnast á 25 ára
tímabili og víst er að ekki var lífið
henni alltaf dans á rósum. Hún var
búin að sjá á eftir manni sínum og
einni dóttur og ungum syni sínum og
tilviljun er það að hún skuli til
moldar borin 15. mars á afmælisdegi
sambýlismanns dóttur hennar sem
Ástþór hét, en hann lést fyrir 10
árum.
Vissulega eru margar ánægju-
stundir sem koma upp í hugann við
fráfall hennar. Árið 1975 fór hún
með okkur hjónunum og dætrum
okkar til Bandaríkjanna og Kanada
á 100 ára afmæli íslendingabyggðar,
en áður hafði hún farið með okkur
til Parísar, Spánar og víðar.
Mann sinn missti Helga ung og mátti
hún koma börnum sínum upp með
dugnaði og vinnusemi, en vinnu
stundaði hún fram á áttræðisaldur.
Helga átti 5 börn og þau eru Ingi-
mundur, giftur Kristrúnu Daníels-
dóttur, börn: Ragnheiður, Guð-
munda og Daníel Gunnar. Guð-
mundur dó 7 mánaða, Sigurlaug dó
fyrir 11 árum, gift Stefáni Aðal-
björnssyni, börn; Fanney, Laufey
Ninna, Eygló, Aðalbjörn, Anna
Björg, Guðmundur Helgi, Guðni
Falur og einnig sonur sem lést hálfs
mánaðar gamall. Sigrún var gift Atla
Sigurðssyni, þau skildu, börn; Helga
Berglind, Sigurður Atli og ívar
Ómar. Sambýlismaður hennar var
Ástþór Ólafsson en hann lést fyrir 10
árum. Elsa, gift undirrituðum, börn;
Helga Dóra og Iris Rós. Einnig eru
barnabarnabörn og barnabarna-
barnabörn svo hópurinn er orðinn
stór. Eftirlifandi ástvinum votta ég
innilega samúð mína og bið þeim
guðs blessunar í sorg þeirra.
Ég kveð Helgu mína og þakka
henni fyrir allar indælu stundirnar
sem ég og fjölskylda mín áttum með
henni. Veit ég að algóður Guð tekur
á móti henni með gleði og býður
hana velkomna til dvalar hjá sér.
Megi góður Guð geyma hana um
eilífð.
Hvíl hún í frið, friður Guðs blessi
hana, við kveðjumst að sinni.
Halldór Örn Svansson
Hún amma á Baró er dáin, það
var hún kölluð af okkur krökkunum.
Ég var hjá henni á miðvikudags-
kvöldið, þá var hún hress. Hún átti
afmæli 3. mars á fimmtudegi, þá fór
mamma að deginum og um kvöldið
fór ég með mömmu og pabba, þá var
hún mjög lasin, en hjúkrunarfólkið
í Hafnarbúðum hélt það sama og við
að það væri komið ofan í hana kvef
eða lungnabólga. Við fórum með
hana uppá Landakotsspítala á deild
2-A. Hún andaðist þar 5. þ.m. Mér
datt þetta ekki í hug, hún var búin
að vera hjá okkur sunnudaginn áður.
Við amma gátum setið og rabbað
um svo margt, við spiluðum, hún
passaði mig líka þegar mamma og
pabbi fóru eitthvert út eða þá að hún
kom til okkar. Ég borðaði hjá henni
í hádeginu í fjóra vetur, þegar
mamma var að vinna. Hún fór með
okkur til útlanda og einnig ferðaðist
hún með okkur víða um landið,
svona gæti ég lengi talið upp.
Hún amma mín var dul, var ekki
að flíka með tilfinningar sínar. Ekk-
ert aumt mátti hún sjá, t.d. hafði
hún yndi af því að gefa smáfuglunum
mat, í grennd við vinnustað hennar
gaf hún krummunum.
Margar sögur sagði hún mér úr
sveitinni, t.d. þegar hún var að læra
kverið sitt, þá sat hún á nautinu úti
í fjósi, en þau voru góðir vinir.
Ég var ánægð þegar mamma sagði
mér frá því að hún fengi að fara í
göngugrind núna á næstunni. Af
hverju fékk hún það ekki? Ég spyr
en fæ engin svör. Hún var orðin
fullorðin, en svo ung í anda. Hún
bar aldur sinn vel. Guð geymi elsku
ömmu mína. Ég þakka henni fyrir
indælar stundir, sem aldrei gleymast.
Megi hún sofa rótt
íris Rós
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast hennar Helgu, tengda-
móður hans litla bróður míns. Mig
langar að þakka henni hve góð hún
var honum. Þar sem við misstum
móður okkar þegar hann var aðeins
fimmtán ára gamall má segja að
þegar hann kynntist Elsu, dóttur
hennar nokkrum árum seinna hafi
Helga tekið við hlutverki móðurinn-
ar. Óhætt er að segja að ekki hefði
Halldór bróðir getað fengið betri
tengdamóður.
Mér, Þóri og okkur börnum var
hún alltaf sérlega vinveitt.
Ljósið í jólakirkjunni sem hún
sendi Olgu Sonju okkar fyrsta barna-
barni á síðustu jólum mun á kom-
andi árum minna á Helgu og hlýjan
hug hennar í okkar garð.
Þegar hún vissi að ég ætlaði að líta
inn með Elsu, bakaði hún pönnu-
kökur „þær bestu sem maður fékk“
og þá þýddi nú ekkert að tala um
aukakíló, helst skyldi allt klárað sem
á borð var borið.
Ég ætlaði að koma svo mikið oftar
til Helgu, en svona er lífið, við yngra
fólkið höfum alltaf svo mikið að gera
„að okkar dómi“. Og áður en varir
er gamla fólkið horfið á braut.
Elsku Elsa mín, Lilla og Ingi. Við
Þórir, okkar böm og tengdabörn,
vottum ykkur systkinunum og fjöl-
skyldum ykkar innilega samúð við
fráfall hennar.
Sonja
Hún amma mín er dáin. Hún var
fædd 3. mars 1902 að Grund á
Eyrarbakka. Hún var því 86 ára er
hún dó. Foreldrar hennar voru hjón-
in Oddný Guðmundsdóttir og Einar
Jónsson, en hún var tekin í fóstur
mjög ung af hjónunum Ingimundi
Árnasyni og Sigurlaugu Magnús-
dóttur sem Iengst bjuggu að Arakoti
á Skeiðum, en þau ólu einnig upp
Dagnýju Jónsdóttur sem nú er 77
ára og er á Hrafnistu og Jón Helga-
son sem nú er 93 ára og er á
elliheimilinu Grund. Þau voru öll
alin upp sem þeirra eign böm, en
þau Lauga og Mundi vom sjálf
barnlaus. Amma var ánægð í Ara-
koti. Hún hefur oft sagt mér frá því
og talaði oft um kindumar og kisurn-
ar, sérstaklega eftir að ég sjálf fór að
Allir eiga að vera í beltum,
hvar sem þeir sitja
í bílnurn!
ÍRÁÐ
iJUMFERÐAR