Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 10
10 1 íminn Miðvikudagur 30. mars 1988 Miðvikudagur 30. mars 1988 Tíminn 11 llllllllllllllllllllllllllll- ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllflllllllllllllllllll irnar því langar en hittni leikmanna beggja liða afskaplega slök. Staðan var enda 14-14 eftir 12 mínútna leik. Hittnin fór heldur batnandi er á leið en leikurinn var í heild ekki skemmtilegur á að horfa. ÍR-ingar náðu forystunni í upphafi leiks og voru yfir lengst af, mestur varð munurinn 11 stig um miðjan síðari hálfleik. Þá tók lsak Tómas- son til sinna ráða og stal knettinum einum fjórum sinnum af bakvörðum ÍR-liðsins. Árangurinn varð sá að sjálfsöryggi þeirra fór á tímabili bókstaflega í vaskinn og sóknar- leikurinn þar með. Þegar upp var Minnstu munaði að ÍR-ingar næðu að slá bikarmeistara Njarðvík- inga út úr bikarkeppninni í körfukn- attleik í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu leikinn, 74-73 eftir að vera yfir nánast allan tímann en Njarðvíking- ar báru sigur úr býtum i fyrri leikn- um, 69-62. Njarðvíkurliðið var ekki sjálfu sér líkt í gærkvöldi, sóknin var mjög slök, skotið úr slæmum færum og helst áður en knötturinn gekk eða neinn var í aðstöðu til að taka frákast. Sókn ÍR var alveg andstað- an, gekk eins og best verður á kosið. Vörn Njarðvíkinga var góð og sókn- staðið reyndist þessi kafli afdrifarík- ur. Þeir Karl og Jón Örn áttu annars ágætan leik en ísak var sá Njarðvík- ingur sem tók af skarið og kom sínu liði í úrslitin. Helstu tölur: 0-1, 6-1, 6-6. 12-6, 14-8, 14-14. 20-14, 29-26, 31-27 - 38-31, 44-40, 51-40, 51-47, 57-55, 58-59, 62-59, 65-63, 70-70, 74- 70, 74-73. Stigin, ÍR: Jón öm Guðmundsson 23, Karl Guðlaugsson 23, Bjöm Steffensen 8, Jóhann- es Sveinsson 8, Ragnar Torfason 6, Vignir Hiimarsson 4, Bragi Reynisson 2. UMFN: lsak Tómasson 18, Teitur örlygsson 13, Sturla örlygsson 10, Valur Ingimundarson 9, Arni Lámsson 7, Hreiðar Hreiðarsson 6, Friðrik Rúnarsson 5, Helgi Rafnsson 5. Jón Páll Sigmarsson bar sigur úr býtum á íslandsmótinu í vaxtarrækt sem haldið var á Hótel íslandi á sunnudaginn. Keppendur á mótinu voru ekki ýkja margir, aðeins 17, og skiptust niður á marga flokka. Keppni í þyngdarflokkunum var þó yfirleitt spennandi þar sem keppend- ur voru almennt mjög jafnir. Spenn- an náði þó hámarki þegar keppt var í opnum flokki þar sem sigurvegarar í þyngdarflokkunum keppa innbyrð- is. Vitað var að keppnin kæmi til með að standa milli Sigurðar Gests- sonar sem hafði Islandsmeistaratitil að verja, og Jóns Páls Sigmarssonar. Svo fór að Jón Páll bar sigur úr býtum, en keppnin var hörð. Áður en dómarar kváðu upp endanlegan dóm höfðu þeir kallað þá Sigurð og Jón Pál þrívegis fram á gólfið til að skoða þá betur saman. Margrét Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki en Sólmundur Örn Helgason varð íslandsmeistari ung- linga. Engín hátíð án bragðgóða, norðlenska lambakjötsins íslandsmeistarar í vaxtarrækt 1988: Sólmundur Öm Helgason meistari unglinga, Jón Páll Sigmarsson sigurvegari í opnum flokki og Margrét Sigurðardóttir íslandsmeistari í kvennaflokki. Tímamynd Pjetur. Eyjamenn tryggðu sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í 2. deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik. Þeir unnu HK 21-20 (10-11) í Digranesi í gærkvöldi og tryggðu um leið Gróttu 1. deildarsæti. HK átti möguleika á 2. sætinu í deildinni með sigri í gærkvöldi. Það var línu- maðurinn Jóhann Pétursson, fyrrum Gróttumaður, sem skoraði sigur- markið en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Jóhann gerði 6 mörk og Elías Bjarnhéðinsson einnig en Kristján Gunnarsson var marka- hæstur Kópavogsbúa með 11 mörk. Margrét Sigurðardóttir íslandsmeistari í kvennaflokki er spengileg að sjá. Á innfelldu myndinni er Sigurður Gestsson. Tímamyndir Pjetur. Fjötíðnaðarstöð Ajkareyri. S. 96-21400 Þeir háðu harða keppni; Sigurður Gestsson og Jón PáU Sigmarsson Tímamynd Pjetur. Tvöfaldur páskavinningur 6-7 milljónir Munið útdráttinn á laugardag. Flestir sölustaðir opnir á skírdag. /\ ^ Gleðilega páska! / Gunnarsdóttir stóð sig best í Haukaliðinu. Stigahæstar, ÍS: Helga G. 20, Anna Björk 10, Helga F. 10, Hafdís 9. Haukar: Herdís 17, Sólveig 12, Guðbjörg 9. Þegar ein umferð er til loka 1. deildar kvenna á íslandsmótinu í körfuknattleik er ÍBK í efsta sæti eins og veríð hefur lengi vel í vetur. Þær mæta ÍR í síðasta leik mótsins og gæti ÍR með stórsigrí tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn en vonir ÍBK um sigur á mótinu verða þó að teljast yfirgnæfandi. ÍS er sem stendur í 2. sæti en mögulcikar liðsins á sigri eru úr sögunni. Þegar tvö lið, eða fleiri, eru jöfn að stigum gilda innbyrðis viðureignir. Sigri ÍR ÍBK og ÍS KR verða öll liðin jöfn með 28 stig. ÍR hefur þá 2:1 sigurhlutfall gegn ÍBK, ÍBK 2:1 gegn ÍS og ÍS 2:1 gegn ÍR. Innbyrðis stigahlutfall ræður þá. ÍS kemur þar verst út, með -27, ÍR hefur +1 og ÍBK +26 sem þýðir að ÍR verður að vinna ÍBK með 13 stiga mun til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. ÍS-Haukar 61-56 (54-54) (24-32) Leikurinn var mjög hraður framanaf og lengst af ágætlega leikinn af beggja liða hálfu. Það var þó öðru fremur yfirvegaður sóknar- leikur ÍS gegn Haukavöm sem oft opnaðist illa sem úrslitum réði. ÍS náði fjögurra stiga forskoti seint í hálf- leiknum eftir að vera undir framanaf en Haukar náðu að jafna á síðustu sekúndunum eftir mikla spennu. í framlengingunni skoraði ÍS strax, Haukar jöfnuðu en ótímabær skot þeirra gegn yfirveguðum leik ÍS í framlenging- unni tryggði heimaliðinu sigur í Kennarahá- skólanum. Helga Guðlaugsdóttir lék best í liði ÍS að þessu sinni, jafnt í vörn sem sókn, en Herdís ÍBK-KR 64-38 (36-24) Jafnræði var með liðunum í upphafi og fram yfir miðjan fyrri hálfleik en þá tóku Keflavík- urstúlkumar leikinn í sínar hendur. Best hjá ÍBK var Björg Hafsteinsdóttir en hjá KR var það Helga Árnadóttir. Stigin, ÍBK: Björg 17, Anna María 14, Krístin Bl. 10, Auður 9, Guðlaug 7, Bylgja 5, Kristín Sig. 2. KR: Emilía 11, Helga 6, Hrönn 6, Hildur 5, Guðrún 5, Asta 5. UMFN-UMFG 27-28 (18-13) Jafnræði var með liðunum í byrjun en síðan náðu Njarðvíkurstúlkumar forystu og héldu henni þar til aðeins fjórar mínútur vom til leiksloka að Grindavík jafnaði 24-24. í lokin var mikið um mistök á báða bóga en Grinda- víkurstelpumar vom sterkari og sigmðu. Bestar í liði Grindavíkur voru Svanhildur Káradóttir og Marta Guðmundsdóttir en hjá Njarðvík var það Þórunn Magnúsdóttir. Ágæt- ir dómarar vom Sigurður og Gunnar Valgeirs- synir. Stigin, UMFN: Sigríður 9, Amý 5, Þórdís 4, María 4, Þórunn 3, Gyða 2. UMFG: Marta 11, Svanhildur 10, Guðrún 4, Hafdís 2, Ragnheiður 1. Staðan: IBK...................... 17 14 3 1033-753 28 ÍS ...................... 17 13 4 836-706 26 ÍR........................ 17 13 4 967-974 26 Haukar.................... 17 7 10 981-900 14 UMFG .................... 18 7 11 661-832 14 KR ....................... 17 3 14 703-937 6 UMFN ..................... 17 3 14 625-778 6 -HÁ/ms Upplýsingasími: 685111 íslandsmótið í vaxtarrækt: Bikarkeppnin í körfuknattleik, undanúrslit: meistarar og Grótta Urslitaleikurinn Islandsmotið i körfuknattleik, 1. deild kvenna 4" . jJj b , • M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.