Tíminn - 06.04.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn-
Miðvikudagur 6. apríl 1988
VÓRUMERKI VANDLATRA
NÆRFATNAÐUR
NÁTTFATNAÐUR
CALIDA
Heildsölubirgðir:
igurjónííon Ijf.
Þórsgata 14 - sími 24477
Ný miðunar-
stöð afhent
Ægi í Garði
Slysavarnasveitinni Ægi í Garði
var í síðustu viku afhent ný miðun-
arstöð, að viðstöddu fjölmenni. í
Garði hafa verið fjórar tegundir
miðunarstöðva frá upphafi, en
Garður var þriðji staðurinn á land-
inu sem setti upp slíkt nauðsynja-
tæki fyrir öryggi sjómanna. Hér
má sjá Sigfús Magnússon, formann
Ægis, og Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóra Slysavarnafélags ís-
lands við miðunarstöðina.
Tímamynd: Pjetur
Framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlits
á Austurlandi
Auglýst er til umsóknar staða framkvæmdastjóra
heilbrigðiseftirlits á Austurlandi. Jafnframt skal
framkvæmdastjórinn gegna hlutverki heilbrigðis-
fulltrúa í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fljót-
sdalshéraði og Borgarfirði eystra. Aðsetursstaður
Reyðarfjörður.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988.
Frekari upplýsingar gefur formaður svæðisnefnd-
ar, Stefán Þórarinsson, í síma 97-11400.
Reykhyltingar
Þeir sem útskrifuðust 1950-1951-1952 og 1953,
svo og aðrir árgangar sem áhuga hafa.
Mætum öll 8. apríl næstkomandi í Goðheimum,
Sigtúni 3, Reykjavík, kl. 19.00.
Matur og dans. Komum öll og skemmtum okkur
saman.
Hafið samband við eftirtalda:
Eyþóra V. sími 91-74843
Jóhann W. sími 91-671105
Þórir M. sími 92-37680
Ólafur J. sími 93-11444
Nútíminn h.f.
Aðalfundur
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 22. apríl
n.k. á skrifstofu félagsins að Nóatúni 21. Fundurinn
hefst kl. 14.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum og sam-
þykktum félagsins.
2. Ákvörðun tekin um hlutafjáraukningu.
Stjórn Nútímans.
Sjúkraliðaskóli íslands
auglýsir
inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1988.
Umsóknareyðublöð eru afhent í skólanum að Suður-
landsbraut 6, 4. hæð, alla virka daga kl. 9-12.
Umsóknarfrestur er til 13. maí n.k.
Skólastjóri.
Menningarsjóður félagsheimila:
Tillaga um víðtækara
verksvið sjóðsins
Jón Kristjánsson hefur ásamt
Gudmundi G. Þórarinssyni flutt
á Alþingi tillögu um eflingu
Menningarsjóðs félagsheimila.
Fer tillögugreinin hér á eftir
ásamt útdrætti úr framsöguræðu
Jóns er hann mælti fyrir tiliög-
unni á Alþingi.
„Alþingi ályktar að efla beri
Menningarsjóð félagsheimila,
og felur ménntamálaráðherra að
láta fara fram endurskoðun laga-
ákvæða uin sjóðinn, og marka
honum aukið verksvið um
stuðning við menningarstarf-
semi í landinu. Endurskoðunin
skal fela það í sér að sjóðurinn
geti stuðlað að auknu menning-
arstarfi á landsbyggöinni, og
auðveldað þeim menningar-
stofnunum sem eiga að þjóna
landinu öllu að gegna því hlut-
verki sínu. Miðað skal við að ný
löggjöf um sjóðinn taki gildi 1.
janúar 1989“.
Hlutverk Menningarsjóðs
félagsheimila
Núgildandi lagaákvæði um Menn-
ingarsjóð félagsheimila er að finna í
lögum nr. 107 um félagsheimili frá
28. október 1970. Þar er gert ráð
fyrir að í félagsheimilasjóð renni
skemmtanaskattur svo sem segir í
lögum um skemmtanaskatt, en 10%
af tekjum sjóðsins skuli varið til
Menningarsjóðs félagsheimila sem
hafi það hlutverk að stuðla að menn-
ingarstarfsemi í félagsheimilum.
Einnig hefur sjóðurinn heimild til
þess að styrkja menningarstarfsemi
utan félagsheimila „ef sérstaklega
stendur á“, eins og það er orðað í
lögunum.
Jón Kristjánsson sagði í framsögu
sinni að augljóst væri að það sé
ástæða til þess nú, að endurskoða
hlutverk Menningarsjóðs félags-
heimila, efla hann og skapa honum
víðara verksvið.
Velti hann m.a. upp þeirri spurn-
ingu hvort ástæða er til, að tengja
starfsemi sjóðsins svo náið starfsemi
félagsheimila sem í upphafi var gert
ráð fyrir. Menningarstarfsemi færi í
miklum mæli fram útan félags-
heimila í kirkjum, skólum. og öðrum
stöðum þar sem aðstaða er fyrir
hendi. *
Efling menningarstarf*
semi á landsbyggðinni
Jón sagði ennfremur að sérstök
Jón Kristjánsson, alþm.
ástæða væri til þess að kanna það
sérstaklega með hverjum hætti sjóð-
urinn getur stutt við menningarstarf-
semi á landsbyggðinni, og stuðlað að
því að tengja starfsemi ýmissa stofn-
ana hér í höfuðborginni landsbyggð-
inni betur. Má í því sambandi nefna
Listasafn íslands sem nú hefur feng-
ið mjög glæsilega starfsaðstöðu,
ásamt öðrum söfnum, leikhúsum og
öðrum menningarstofnunum. Má í
þessu sambandi benda á fordæmi
Sinfóníuhljómsveitar íslands sem
leitast hefur við á seinni árum að
hafa tónlistarflutning út um land.
Mælist sú starfsemi mjög vel fyrir.
Síðan sagði Jón:
„Efling Menningarsjóðs félags-
heimila mundi geta létt undir með
þessum stofnunum í starfsemi sinni.
og ekki er síður nauðsynlegt að
sjóðurinn haldi áfram því starfi sem
hann hefur innt af hendi og komið
hefur að mjög miklu liði, því atvinnu
og áhugafólkið sem sinnt hefur
menningarmálum, og því hlutverki að
auka menningarstarfsemi einkum á
landsbyggðinni. Þar er þörfin mjög
brýn, og mikill áhugi fyrir hendi.
Eðlilegt þykir að nokkur tími
gefist til þessarar endurskoðunar, en
að frumvarp til laga um sjóðinn geti
legið fyrir á komandi hausti, og við
gerð fjárlaga fyrir árið 1989 sé tekið
mið af þeim tillögum sem fyrir liggja
um framtíð sjóðsins".
Allir hafa eitthvað
aðbjóða
„Þótt efnishyggja setji mjög mark
á þjóðfélagið um þessar mundir er
ekki sanngjarnt að segja annað en
að í menningarmálum er allmikil
gróska. Það er jafnréttismál að þjóð-
in öll fái notið hennar, notið þess
sem listamenn hafa upp á að bjóða.
Það er mikilvægur þáttur í því að
mannlífið sé fjölbreytt og innihalds-
ríkt. Ég þekki að út um landsbyggð-
ina leggur fólk mikið á sig af einskær-
um áhuga til þess að starfa við
leiklist, söng og önnur menningar-
efni. Þetta starf þarf að efla og
kemur þar margt til. Þar kemur til
þörfin fyrir félagsskap annarra
manna, þörfin fyrir að skapa eitt-
hvað, vera veitandi en ekki þiggj-
andi.
En til þess að veita öflugan stuðn-
ing í þessum efnum þarf að efla
Menningarsjóð félagsheimila fjár-
hagslega og færa út starfssvið hans.
Þannig gæti hann örvað atvinnu-
menn jafnt sem áhugamenn til þess
að miðla list sinni til sem flestra.
Þess má geta að sjóðurinn hefur
mörgum hjálpað á liðnum árum og
komið ótrúlega víða við.
Auðvitað mun efling hans kosta
nokkra fjármuni, en það er skoðun
mín að þeim sé vel varið. og það sé
hægt að gera stóra hluti án þess að
ríða efnahag þjóðarinnar á slig. Vilji
er allt sem þarf í þessum efnum“.