Tíminn - 06.04.1988, Qupperneq 7
Miövikudagur 6. apríl 1988
Tíminn 7
Starfshópur leggur tillögur um lækkun rafhitunarkostnaðar fyrir ríkisstjórnina á fimmtudag:
Spjótin beinast nú að
Landsvirkjun og RARIK
Starfshópur fulltrúa stjórnarflokkanna vinnur nú að tillögum um
lækkun á töxtum rafhitunarkostnaöar. Mun hópurinn leggja tillögur
sínar fyrir ríkisstjórnina á morgun, fimmtudag.
Olíuverð hefur lækkað verulega á síðustu árum og að sögn
fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar er almenn pólitísk
samstaða um að Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins aðlagi sig
þessum breytingum á markaðinum.
„Sölufyrirtækin standa frammi
fyrir þeim valkosti að tapa þessum
markaði eða að breyta sinni verð-
pólitík," sagði Jón Baldvin. „Islensk
stjórnvöld hafa haft að opinberri
stefnu í 20 ár að innlendir orkugjafar
reynist samkeppnisfærir."
Áður hefur Steingrímur Her-
mannsson lýst yfir áhyggjum af þró-
un orkuverðs. Hann hefur lýst
Landsvirkjun sem ríki í ríkinu og í
samtali við Tímann sagði hann:
„Við teljum að Landsvirkjun geti
ekki leikið svona lausum hala og
verði að taka í sinni verðlagningu
tillit til heimsmarkaðsverðs á orku. “
Um það bil 20% af heildar orku-
sölu Landsvirkjunar og 60% af smá-
sölu Rafmagnsveitna ríkisins eru
vegna húshitunar. Tillögur hópsins
miða að lækkun þessara taxta um
allt að 70 til 90 milljónir króna á ári.
„Til greina kemur að þeir afli sér
tekna á móti, annars vegar með því
að hækka gjaldið á aðra taxta og hins
vegar með skuldbreytingum. Lands-
virkjun hefur þegar bætt stöðu sína
sem svarar 30 milljónum með skuld-
breytingum, með því að breyta eldri
lánum í hagstæðari lán,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Steingrímur Hermannsson taldi
að lækkun á verði raforku til upphit-
unar og hækkun á aðra liði umhugs-
unarverða. „Hún kemur til greina
en ég er ansi hræddur um að atvinnu-
lífið sem berst í bökkum og er víða
að stöðvast verði ekki sérstaklega
hrifið af þessu.“
Til stendur að taka upp viðræður
við stjórn Landsvirkjunar þegar
starfi vinnuhópsins er lokið. Verður
því starfi hraðað eins og kostur er á.
Hópinn skipa Hermann Svein-
björnsson aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra, Guðrún Zoéga að-
stoðarmaður iðnaðarráðherra og
Þórarinn Arason skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu.
Jón Baldvin sagðist vera tilbúinn
til að skoða aðra þætti til viðbótar,
t.d. tillögur um aukna hagkvæmni
og sparnað í rekstri rafmagnsveitn-
anna.
En Jón Baldvin taldi ekki vera
veigamikil rök fyrir því að ríkið taki
á sig þann tekjumissi sem yrði með
taxtalækkunum. „í fyrsta lagi er
ríkið þegar búið að taka á sig á
undanförnum áratugum lOmilljarða
afskuldumorkukerfisins. Afborgan-
ir og vextir af þeim lánum sem ríkið
hefur tekið á sig samsvara um 20%
í tekjuskatti nú þegar. Það er ekki
skynsamleg stefna að hafa tvíþætt
orkuverð, annars vegar það sem
birtist á reikningum heimilanna og
hins vegar það sem birtist í sköttun-
um.“
Steingrímur var sammála því að
ríkið eigi ekki að taka á sig of miklar
byrðar. „En höfuð ábyrgð ríkisins er
nú að halda hlutunum gangandi í
þessu landi og ef allt annað stöðvast
þá er til lítils að halda ríkissjóði á
sléttum sjó,“ sagði hann. „Miðað
við þá þróun sem orðið hefur núna
kann að þurfa að auka niðurgreiðsl-
ur á raforku til upphitunar."
„Við höfum lagt okkar áherslur.
Þar á meðal teljum við að það eigi
að standa við áðurgerðan samning
um að yfirtaka skuldir Rafmagn-
sveitna ríkisins og Orkubús Vest-
fjarða,“ sagði Steingrímur. Þetta er
einmitt annað mál sem starfshópur-
inn er að vinna að. Að sögn Her-
manns Sveinbjörnssonar er þar um
mun stærra vandamál að ræða en
haldið var í fyrstu. Til stendur hækk-
un á töxtum þessara aðila 1. maí ef
ekki verður til annarra ráða gripið
en ekki eru allir sammála um leiðir
til úrlausnar á þessu stigi.
JIH
Fréttamenn Sjónvarps:
V n Ija i íafr tið
heimildarmanni
Hreppsnefnd Höföahrepps á
Skagaströnd um
raforkuverö:
Mótmælir
hækkun
Hreppsnefnd Höfðahrepps á
Skagaströnd gerði á fundi sínum 17.
mars 1988 svofellda samþykkt um
verð raforku til húshitunar:
„Hreppsnefnd Höfðahrepps mót-
mælir stórfelldri hækkun raforku-
verðs til húshitunar, sem orðið hefur
á síðustu mánuðum.
Bent er á, að gífurlegur aðstöðu-
munur er á milli heimila í einstökum
sveitarfélögum í landinu að því er
varðar húshitunarkostnað. Sam-
kvæmt athugun Fjórðungssambands
Norðlendinga er hitunarkostnaður
meðalhúss með raforku 87% hærri
en ef hitakostnaður framfærsluvísi-
tölunnar er notaður sem viðmiðun.
Það er skoðun hreppsnefndarinnar,
að leitast verði við að jafna þennan
mun í stað þess að auka hann.
Verði ekki gerðar viðeigandi
leiðréttingar í þessu efni, kemur til
athugunar að hreppsnefndin semji í
einu lagi fyrir hönd húseigenda í
hreppnum um kaup á rafmagni eða
orkugjafa til húshitunar."
AG/starfskynning
Gamall fréttahaukur í heimsókn
Árni Helgason, fyrrverandi póstmeistari í Stykkishólmi og fréttaritari
Morgunblaðsins og útvarpsins þar, leit inn á Tímann fyrir páskana, svona til
að sjá hvemig við hefðum það. Árni var um sinn sýsluskrifari á Eskifirði og
í Stykkishólmi og oft settur sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
Árni stofnaði Lúðrasveit Stykkishólms og er nú formaður hennar. Gaman
var að fá Árna í heimsókn, en hann er fróður um margt. í þessari páskaferð
sinni hingað suður hitti hann marga að máli, m.a. Eystein Jónsson,
fyrrverandi ráðherra, en þeir áttust við um pólitík eystra. Myndin hér að ofan
var tekin á ritstjórn Tímans er Árni var í heimsókn. Timamynd ge
Tímanum hefur borist eftirfarandi bréf frá Helga H. Jónssyni,
varafréttastjóra Sjónvarps:
Hr. Indriði G. Þorstcinsson ritstjóri
í Tímanum cr þann 30. mars s.I. fjallað um fréttastofu Sjónvarpsins
á þann hátt, að ekki veröur athugascmdalaust undir setið. Þar cr m.a.
haft eftir ónafngreindum „innanhússheimildum Tímans", að „frcttir
fréttamannanna séu ritskoðaðar, samkvæmt skipunum að ofan,
sérstaklega cf um er að ræða fréttir scm sncrta stjórnmál, og cr ckki
vel séð af yfirmönnum ef rcynt cr að flytja jákvæðar fréttir af vinstri
vamg þjóölífsins og mcnn jafnvel spurðir um hvcr tilgangur fréttarinn-
ar sc eiginlega.“
Hér er svo freklega vegið aö starfsheiðri okkar, að við hljótum að
mótmæla. Allar fullyrðingar í þessa vcru cru út í hött og tilhæfulausar
með öllu. Þessi áburðurér svo alvarlegur, að við gerum þá kröfu til
Tímans, að hann skýli sér ekki á bak við einhverja ónafngreinda menn
í þessu efni.
Annað nafnlaust flcipur í þessari grein Tímans er ekki þess eölis.
að við teljum ástæðu til þess að cyða orðum á þaö.
Helgi H. Jónsson Hclgi E. Helgason
ÓlafurSigurðsson Ögmundur Jónasson
Árni Þórður Jónsson Arnþrúður Karlsdóttir
Árni Snævarr Guðni Bragason
Jón Valfells Katrín Pálsdóttir
Bjarni Felixson Ómar Þ. Ragnarsson
Hallur Hallsson
Athygli er vakin á því. að undir þetta rita nafn sitt allir þeir
fréttamenn scm til náðist vegna páskahelgarinnar.
Við förum þcss á leit, að blaðið birti þessa athugascmd okkar.
Athugasemd fréttastj.
Það verða að teljast ótrúleg
tíðindi, a.m.k. meöal blaðamanna,
að 13 fréttamenn Sjónvarps fari
fram á það viö ritstjórn Tímans að
birta nafn á heimildarmanni/
rnönnum, scm óskað hefur/hafa
nafnleyndar. Ritstjórn Tímans gcr-
ir slíkt ekki, livað svo sem tiðkast
kann hjá fréttastofu Sjónvarps.
Það að fá fréttamenn til að skrifa
á lista þar sem krafist er að nafn
heimildarmanna verði gefiö upp er
út af fyrir sig afrck hjá varafrétta-
stjóranum, Helga H. Jónssyni, sem
stcndur fyrir þessari uppákomu.
Hins vegar hefði staöa þess sem
neitaði að skrifa undir ekki vcriö
öfundsverð.
Tíminn stendur við frétt sína
scnt fyrr.