Tíminn - 06.04.1988, Síða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur': Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Vetrarferðir
Að mörgu leyti er það af hinu góða að ungt
fólk tekur sig saman og hópast í fjalla- og
öræfaferðir og býður veðrum og launhættum
óbyggðanna byrginn. Ekki fer milli mála að
margir eru vel búnir til slíkra ferða og þjálfaðir
til þess að takast á við óblíða vetrarnáttúru
íslands þar sem allra veðra er von.
Ljóst má vera að dugnaður þessara kjark-
miklu öræfafara er mikilvægur þáttur í því
beinlínis að byggja landið og þá helst að tryggja
það að til sé liðssafnaður sem er fær um að sinna
björgunarstörfum við erfiðar aðstæður, ef svo
ber undir, t.d. ef flugslys verða í óbyggðum eða
mannslífum er hætt af öðrum sökum. Án
harðsækinna fjallagarpa, sem tilbúnir eru að
takast á hendur svaðilfarir af áhuga og eigin
hvötum, væru íslendingar ekki sjálfbjarga í
mönnun björgunarsveita.
Hinu er þó ekki að leyna að þessu fylgir
slysahætta og mannháski. Má vera að ekki sé
ávallt gætt nægrar fyrirhyggju í búnaði og
ferðaháttum, og ef svo er þá verður aldrei
nógsamlega brýnt fyrir öræfaförum að undirbúa
ferðir sínar af kostgæfni og fylgja réttum reglum
í hverju því sem varðar ferðir þeirra.
Um páska verður jafnan til óvenju löng
fríhelgi hjá mörgum starfshópum. Þessi langa
helgi verður tilefni til mikilla ferðalaga með
öllum þeim farartækjum sem hugsanleg eru.
Margir nota áætlunarferðir á flugleiðum og
landvegum og treysta þá á fyrirhyggju þeirra
sem ráða skipulögðum áætlunarferðum, enda
yfirleitt í góðum höndum.
Hins vegar verður varla sagt að fyrirhyggja
ráði ferðalögum margra sem ráðast í páskaferðir
á eigin farkostum. Gegnir furðu hve fyrirhyggju-
lausir margir eru um það að leggja í langferðir
yfir fjöll og heiðar um hávetur eins og er á
þessum árstíma. Er engu líkara en margur
borgarbúinn viti naumast í hvaða landi hann á
heima. Þess vegna leggja menn upp í ferðir milli
landshluta á bílum, sem ekki eru til annars færir
en aka á þeim á auðum borgarstrætum.
Gegn fyrirhyggjuleysi af þessu tagi verður að
berjast og beita þeim áróðri og auglýsingum sem
duga í því efni. Hér þarf Vegagerð ríkisins m.a.
að koma opinskátt til skjalanna, því að á henni
og hennar mönnum hvílir yfirleitt sá vandi að
bjarga fávísum ökumönnum úr helgreipum
ófærðar og blindhríða á íslenskum fjallvegum.
Þótt sú stefna ráði nánast í umferðarmálum
Reykjavíkur að bílar séu naumast í ökufæru
standi miðað við vetrarríkið, þá dugir ekki að
sýna linkind í þessum efnum þegar um er að
ræða ferðalög milli landshluía.
GARRI
STAÐA KENNARA
Þegar þessar línur eru festar á
blað eru allar horfur á að til
kennaraverkfalla geti komið í skól-
um landsins nú síðarí mánuðinum.
Það mun þá hafa í för með sér að
skólastarf í landinu lamist mcira
eða minna þann tíma sem verkföll-
in standa. Það versta er að slík
verkföll bitna harðast á þeim sem
síst skyldi, börnum og ungmcnnum
þessa lands. Þau verða saklaus að
þeim syndahafri sem deila kennara
og ríkisvalds kemur niður á.
Nú er það að vísu ekki ætlunin
hér að taka afstöðu með öðrum
aðila þessarar deilu gegn hinum.
Það eru gömul og ný sannindi að
þegar tveir deila veldur sjaldnast
annar öllu, og í slíkum tilvikum er
helst von um að utanaðkomandi
geti orðið til gagns ef þeir gæta
þess að stilla sér ekki of stífl upp
að hliðinni á öðrum dciluaðila
gcgn hinum.
En að því er þó að gæta að
kennarar hafa sem stétt þurft lengi,
og máski allt of lengi, að búa við
það að sæta lægri launum fyrir
embættisstörf sín heldur en ýmsar
aðrar sambærilegar stéttir. Þetta
hefur svo leitt til hæfileikaflótta úr
stéttinni, óhóflegrar yfirvinnu og
þess óöryggis og festuleysis sem oft
vill verða í rekstri stofnana þar sem
mannaskipti eru tíð.
Átak í eigin
menntunarmalum
Að því er líka að gæta að
kennarar hafa nú á síðustu árum
gcrt mikið og virðingarvcrt átak í
menntunarmálum stéttar sinnar.
Það er liðinn tími að fólk geii
gcngiö inn í kcnnarastöður og
fcngiö þar skipun til fastra starfa
án þess að hafa áður hlotið til þess
viðhlítandi mcnntun. Fagmenntun
kennara, jafnt á grunnskóla- sem
framhaldsskólastigi, hefur verið
stóraukin, og kröfurnar sömuleið-
is.
Af þessu leiðir svo hitt að með
bættri fagmenntun verðurað ganga
út frá því að í dag séu skólarnir
töluvert betur í stakk búnir en áður
til að veita nemendum sínum þá
þjónustu sem þeir þurfa á að
halda. Sannast sagna mun líka að
íslenska skólakerfið megi nú orðið
í heild teljast býsna vel á vegi statt.
Þar starfar mikill fjöldi af hæfunt
og vel menntuðum kennurum, sem
vinna störf sín af alúð og samvisku-
semi. Árangurinn er svo sá að út
úr þessu skólakerfi kcmur árlega
fjöldi nemenda sem er vel búinn
undir lífið, hvort heldur sem er að
því er varðar frekara nám eða
hvers konar hagnýt störf úti í
þjóðfélaginu. Vissulega má vera
pottur brotinn á einstaka stað,
enda gengi kraftaverki næst ef
hvergi mætti að neinu finna. En
hitt verður að viðurkennast að
jafnt fréttir af árekstrum innan
kerfisins sem kvartanir undan mis-
heppnaðrí þjónustu þar hafa
naumast heyrst á síðustu árum.
Það bendir til þess að upp til hópa
kunni kennarar vel til starfa sinna
og leysi þau samviskusamlega af
hendi.
Launasamanburður
Ýmislegt í launasamanburði inn-
an opinbera gcirans nú undanfariö
hcfur líka ekki bcinlínis vcrið til
þess fallið að ýta undir eða auka
ánægju kennara með kjör sín. Það
er ekki svo ýkja langt síðan af því
bárust fréttir að skólatannlæknar
hjá Reykjavíkurborg væru með
um þrjú hundruð þúsund króna
mánaðarlaun fyrir störf sín þar, og
það án þess að þeir þvrftu sjálfir að
kosta krónu til í tækjabúnaði eða
vinnuaðstöðu.
Ekki skal úr því dregið hér að
skólatannlæknar séu samvisku-
samt fólk og vinni störf sín af alúð
og vandvirkni. En að hinu er að
gæta að þeir starfa við hlið kennara
sem margir hverjir að minnsta
kosti eru með mjög sambærilega
menntun og ábyrgð og þeir. Dæm-
ið lítur hins vcgar þannig út að
alhöröustu yfirvinnujálkar í kenn-
arastétt munu í mesta lagi hafa
mögulcika á því að geta komist
upp í það að verða hálfdrættingar
■ launum á við starfsbræður sína
tannlæknana, en alls ekki meira.
Og líka er að því að gæta að eftir
að staðgreiðslan kom til hefur
skattprósentan þar í rauninni aukið
bilið á milli hárra launa og þeirra
sem lægrí eru. Áður tók stighækk-
andi tekjuskattur ásamt útsvarí allt
upp í sextíu og fimm próscnt af
hæstu tckjum, en nú er skattprós-
entan hin sama alla leiðina upp úr.
Þctta hcfur aukið á bilið frá því
sem áður var.
En verkfallsvopnið er beitt og
börn okkar og unglingar eru nú
einu sinni vorgróður þjóðarinnar.
Ungmennum okkar á viðkvæmum
aldri má hvað sem öðru líöur ekki
misbjóða þannig að þau bíði þess
kannski seint eða jafnvel aldrei
bætur. Þess vegna verður að leysa
þessa deilu án verkfalla, svo fram-
arlega sent þess er nokkur kostur.
Stöðvun skólakerfisins er síður en
svo nokkurt gamanmál. Það verða
báðir deiluaðilar að hafa vcl hug-
fast næstu vikurnar. Garrí
VÍTTOG BREITT
III
Mikilli fjölmiðlahátíð er nú
lokið, en hún hófst með því að
Mogginn kom út í 168 síðum og var
þar margt kristilegt fróðleiksefni
falið á milli auglýsinganna um
ferðalög og arðbæra ávöxtun
fjármuna. Ljósvakinn tindraði og
glumdi daga og nætur bæna- og
páskadaga og var offlæðið slíkt að
ekki dugði nema svosem 10 út-
varpsviðtæki og 2 sjónvarpstæki á
hvert heimili til að missa ekki af
neinu af öllum þeim afbragðsdag-
skrám sem þar voru tilreiddar.
Morgunblaðið varði 16 síðum til
að kynna hvað boðið var upp á og
kom þar berlega í ljós að fjórfalda
þyrfti lengd páskahelgarinnar ef
einhver meðaljón léti sér detta í
hug að fara á ærlegt fjölmiðlafyllirí
og hlusta á og skoða að einhverju
gagni það efni sem hann er áskrif-
andi að.
Allt þetta valfrelsi cr að þakka
blessaðri samkeppninni sem orðin
er aðall allrar framleiðslu og sölu,
jafnt á veraldlegum hlutum sem
andlegu fóðri.
Frjáls samkeppni
Sala og þjónusta í anda sam-
keppninnar kcmur fyrst og fremst
neytendum til góða að því er
frelsisunnendur atvinnuveganna,
þarfra sem óþarfra, prédika í sí-
bylju allt þar til þeir fara á hausinn.
Keppnin um neytendurna tekur
oft á sig hinar forkostulegustu
myndir og verður þeim iðulega til
fróðleiks og skemmtunar, svona í
kaupbæti. Sjónvarpsstjórarnirhafa
nú um sinn skcmmt iandslýð betur
með umsögnum hvor um annan á
opinberum vettvangi en dagskrám
þeirra hefur tekist. Og starfsmenn
ríkissjónvarpsins hafa svo bætt um
betur með því að lýsa samstarfinu
á þeim bæ og lyndiseinkunnum
hver annars.
ekkert rugl.
Helgin sem áður var tileinkuð
aftöku og upprisu frelsara mann-
anna er nú lögð undir misjafnlega
heillavænleg ferðalög og slíkan út-
austur fjölmiðlaefnis að halda
mætti að neytendafjöldinn skipti
tugum cða hundruðum milljóna en
ekki þeim íbúafjölda sem Hagstof-
an telur fslendinga vera.
En því færri sem neytendur eru
liggur meira við að ná augum og
eyrum þeirra hræða sem öll sam-
keppnin snýst um.
Sjónvörpin fara þar mestan eins
og vera ber. Fyrirgangurinn í dag-
skrárkynningum fyrir páska var í
fullu samræmi við ofhlæðið sem á
eftir kom.
Vinsælasti
fjölskyldufaðirinn
Einkasjónvarpið sagðist vera
skemmtilegt en hitt drungalegt og
leiðinlegt. Bæði afsönnuðu þau
kenningu sína um auglýsingagildi
myndbandsins með því að kaupa
upp hverja síðuna af annarri í
dagblöðum.
Ríkismiðillinn eyddi tveim síð-
um í Stóra-Mogga til að bera
saman sjónvarpsdagskrárnar og
fékk það út að hann væri íslenskt
sjónvarp en hitt hefði sáralítið og
aumlegt innlent efni upp á að
bjóða yfir fjölmiðlahátíðina. Því
ættu allir landsmenn að sitja sem
límdir við sjónvarp allra lands-
manna en ættu ekkert erindi við
rugluðu stöðina.
Enn splæsti sjónvarp allra
landsmanna á sig nær tveggja síðna
litadýrðarauglýsingu til að sýna og
sanna hver er alvinsælasti fjöl-
skyldufaðirinn á íslandi. Hann er
auðvitað blakkur Ameríkani og
hafa vísindamenn við Háskóla fs-
lands lagt á sig mikil rannsóknar-
störf til að sanna þá niðurstöðu
fyrir sjónvarpið sem auglýsir sig
„ekkert rugl“.
Samkeppnin um vinsældir fjöl-
skyldufeðra sem þjóðlega sjón-
varpið stendur fyrir er talin afskap-
lega athyglisverð niðurstaða fyrir
auglýsendur og skal ekki dregið í
efa að þeir eiga eftir að gera sér
mat úr óumdeilanlegum vinsældum
húsbóndans á heimilinu, sem sam-
kvæmt hlutarinseðli er Ameríkani.
Það er kannski engin tilviljun að
allir þeir eybyggjar sem vettlingi
geta valdið reyna að halda sig eins
fjarri mannabyggð og veður og
færð leyfir yfir bænadaga og páska-
hátíð til að þurfa ekki að oftaka sig
á að öllum þeim ósköpum sem
fjölmiðlunin hellir yfir þá þegar
hún tekur á honum stóra sínum.
OÓ