Tíminn - 06.04.1988, Side 9

Tíminn - 06.04.1988, Side 9
Miðvikudagur 6. apríl 1988 Tíminn 9 illillllll VETTVANGUR 1 ^iilÍÍ!1! Ólafur Ragnarsson: AF SKÆTINGIOG TUDI Um framhaldsskrif Eysteins Sigurössonar Bókmenntagagnrýnandi Tímans birtir heilsíðugrein í blaði sínu síðast liðinn fimmtudag sem hann segir vera athugasemd við skrif mín nokkrum dögum fyrr. Þau voru til komin vegna ritdóms gagnrýnandans í blaðinu um bók Halldórs Laxness, Dagar hjá múnkum, en í dómnum komu fram furðulegar meinlokur og ósmekklegar dylgjur í minn garð og skáldsins. Halldór Laxness var mér sammála um að slíkum sendingum væri ekki hægt að láta ósvarað. Um framhaldsgrein gagnrýnandans sagði skáldið: „Hún er augljóslega skrifuð til að vekja upp illindi eins og hin fyrri.“ Þegar þannig er haldið áfram með útúrsnúninga, skæting og beinar rangfærslur verður ekki hjá því komist að stinga niður penna að nýju þótt æskilegra væri að geta varið tímanum í uppbyggilegri viðfangsefni. Ósk um yfirlýsingu Eysteinn Sigurðsson eyðir löngu máli í að útskýra hvers vegna útgef- andi bókarinnar, Dagar hjá múnkum, hefði átt að gefa um það yfirlýsingu á síðum bókarinnar að Halldór Laxness hefði gert breyting- ar á handriti dagbókarinnar fyrir fyrstu prentun textans. Þetta málæði er út í hött. í Ijósi þess að bókin Dagar hjá múnkum er skrifuð í skáldsagnastíl, sem einskonar essayroman, að sögn höfundar, en ekki vísindalegt fræði- rit væri slík yfirlýsing af hálfu út- gefanda hláleg. Undir formerkjum skáldverksins hefði Halldór Laxness í raun getað umskrifað dagbókina eða einfaldlega samið nýja inn í verk sitt ef honum hefði sýnst svo en þá leið fór skáldið ekki heldur nýtti megintextann allan og lét nægja að færa stafsetningu til nútímahorfs og setja góð og gegn íslensk orð á stöku stað þar sem fyrir voru útlendar slettur. í formála bókarinnar, Dagar hjá múnkum, getur Halldór Laxness þess sem hann taldi þörf á að fram kæmi varðandi tilurð bókar sinnar, efni, form og stíl. Þar sá hann ekki ástæðu til að tíunda smávægilegar leiðréttingar f handriti dagbókar sem varð kveikja að verkinu. Halldór sagði þarna allt sem segja þurfti. Skætingi í minn garð fyrir að hafa ekki gefið opinberlega yfirlýsingu um að Halldór hefði lagfært handrit sitt áður en það var prentað vísa ég beint til föðurhúsanna. Vonska villir sýn Barnalegar tilraunir Eysteins til þess að gera lítið úr þekkingu minni á skrifum Peters Hallberg um Hall- dór Laxness lýsa best málefnafá- tækt manns sem er í erfiðri varnar- stöðu. Eitthvað hefur skapvonskan villt honum sýn þegar hann las grein mína í Tímanum á þriðjudag því að þar kom skýrt og greinilega fram að einmitt skrif Peters Hallbergs í bók- inni Vefarinn mikli hefðu verið ástæðan fyrir því að ég fór að spyrjast fyrir um það hvar klaustur- dagbókin væri niður komin. Þessar upplýsingar hafa ekki kom- ist inn í koll Eysteins Sigurðssonar því að hann segir: „Af grein Ólafs er hins vegar ekki að merkja að hann hafi nokkru sinni opnað það rit“. Ég neyðist víst til í þessu sambandi að benda Eysteini Sigurðssyni á - ef hann vildi kynna sér fyrri verk Halldórs Laxness - að glugga í bókina Af menníngarástandi sem út kom hjá Vöku-Helgafelli árið 1986. Þar er að finna greinar eftir-Hall- dór Laxness frá þriðja tug aldarinnar en eins og fram kemur í bókinni tók sá er þetta ritar saman skýringar með ritgerðunum. í þessum skýringum er hvað eftir annað vitnað í fyrrnefnt rit Peters Hallbergs, Vefarinn mikli, enda óvíða að finna betri heimildir um æskuskáldskap Halldórs Laxness. Ætli mér hefði ckki reynst erfitt að vitna á prenti í þann texta ef ég hefði „ekki nokkru sinni opnað það rit" eins og umræddur Eysteinn tönnlast á. Mér virðist einsýnt að hann þurfi að lesa fleiri bækur Halldórs Laxness áður en hann ryðst á ný fram á ritvöllinn til að fjalla um bækur skáldsins. Tal undir rós Fyrirsögn greinar Eysteins: „Týnda“ dagbókin, sýnir glöggt hvernig hann heldur áfram að draga í efa orð Halldórs Laxness í formála bókarinnar Dagar hjá múnkum þar sem hann segir um dagbókina: „Kompu þessa hafði ég talið glataða fyrir mörgum tugum ára... “ Hvers vegna gengur ekki gagnrýn- andinn beint til verks og segir ein- faldlega að Halldór Laxness segi það ósatt að dagbók hans hafi verið týnd? Væri það ekki stórmannlegra en að tala um þetta undir rós og segja svo að ekki sé við Halldór Laxness að sakast í þessu efni heldur forleggjarann? Halldór Laxness hafði ekki séð þessa dagbók sína frá því á þriðja tug aldarinnar og það lá á engan hátt í augum uppi hvar hún væri niður komin eins og Eysteinn vill vera láta. Peter Hallberg kvaðst hafa fengið afrit af efni hennar frá Stefáni Einarssyni prófessor í Bandaríkjun- um, sem látinn er fyrir mörgum árum. Eftir leit og fyrirspurnir hjónanna á Gljúfrasteini og undirritaðs fékk Auður Laxness loks upplýsingar um það hjá Sigríði Björnsdóttur, dóttur Ingibjargar Árnadóttur, seinni konu Stefáns að hún hefði nokkru eftir lát hans tínt saman ýmislegt dót út fórum hans, sett það niður í ferða- tösku og komið því í Landsbóka- safnið. Ekki vissi hún hvort dagbók Halldórs hefði verið þar á meðal. í framhaldi af þessu hafði ég samband við Landsbókasafnið og Ólafur Ragnarsson var mér tjáð að ekki væri lokið flokkun eða skráningu gagna úr fórum Stefáns en sjálfsagt væri að kanna hvort dagbókin hcfði komið til safnsins með þessurn plöggum. Rúmri viku síðar var hringt til mín úr safninu og sagt að dagbókin væri fundin og ég gæti fengið Ijósrit af henni. Það sótti ég og fór með rakleitt upp að Gljúfrasteini þar sem Halldór leit klausturdagbók sína augum á ný mörgum áratugum eftir að hún hafði upphaflega verið í fórum hans. Þctta eru staðreyndir málsins. Rætin skrif Eysteins Sigurðssonar um þetta efni dæma hann best sjálfan. Það að hann skuli enn klifa á fullyrðingum sínum úr fyrri grcin- inni um að dagbókin hafi í raun ekki verið týnd og hægt hefði verið að ganga að henni á vísum stað sýnir dæmafátt smekkleysi. Umfjöllun allt árið Fyrrnefndur bókrýnir Tímans seg- ir að ég hnýti í sig fyrir að hann skuli á þessum árstíma vera að skrifa um bækur sem komið hafi út fyrir jólin. Þetta er þvættingur. Ég sagði ein- ungis að hann hefði nýlega tekið á sig rögg og lesið nokkrar eftirlegu- 111111111 BÓKMENNTIR lllllllllllllllllllllilllllííílllllll bækur frá síðustu bókatíð, en hvorki kom fram að mér þætti það gott eða slæmt. Síðan gefur hann sér það eins og fleiri forsendur að ég vilji ekki að skrifað sé um bækur á þessum árs- tíma. Þvert á móti hef ég marglýst þeim sjónarmiðum að þörf sé á að dreifa umfjöllun og umræðu um bækur yfir lengri tíma en almennt hefur gerst og fagna því að bækur séu hluti af þjóðlífsmynd fjölmiðla allt árið. Öll kynning bóka og fagleg umfjöllun er af hinu góða en ósvífin og óábyrg skrif um virta höfunda eru forkastanleg á hvaða tíma ársins sem þau birtast. Mál að linni Svo vill til að ég er þessa dagana staddur á alþjóðlegri bókakaup- stefnu í Lundúnaborg þar sem menn keppast við að kynna nýútkomnar og væntanlegar bækur víðsvegar að úr heiminum. Hér sameinast heima- menn og gestir undir því merki að styrkja stöðu bókarinnar sem menn- ingarmiðils með jákvæðri kynningu og umfjöllun af ýmsu tagi. Ánægjulegra hefði verið að setja þessar línur á blað til að segja íslenskum blaðalesendum eitthvaö af því jákvæða sem hér er að gerast en að þurfa að standa í leiðrétting- arskrifum og opinberu stappi við gagnrýnanda sem ekki lætur segjast og heldur áfram útúrsnúningum og tuði. Nú er mál að linni. Eystcinn Sigurðsson hefur skrifað tvær grcin- ar um nýjustu bók Halldórs Laxness, Dagar hjá múnkum, og ég hef birt svargreinar með lciðréttingum við þær báðar. Væri ekki rétt að láta þetta nægja og hlífa Nóbelsskáldinu og lesendum Tímans við frekara orðaskaki um þetta efni. Heillavænlegra væri að nýta prent- svertuna og síðurýmið til að fjalla á jákvæðan hátt um ýmsa þætti bók- iðju landsmanna og þær hræringar sem nú eru á döfinni í bókahcimi grannþjóða okkar. Ég vona að Eysteinn Sigurðsson geti orðið mér sammála um það og hér verði numið staðar. Smátt er fagurt Christlan Matras: Séö og munað, Þorgeir Þorgeirsson þýddi, Þýöingaútgáfan, Rv. 1987. Þegar ég hafði blaðað í gegnum þessa bók datt mér í hug enska orðtakið „small is beautiful", sem á íslensku myndi mega þýða með orðunum smátt er fagurt. Það er ekki aðeins að hún sé með allra minnstu bókum í broti. Innihaldið er ekki nema tuttugu Ijóð, og þau af styttri gerðinni, flest þetta frá tveim- ur og upp í sex línur. Máski er þetta talsvert smærra í sniðum en það sem eiga mætti von á frá höfundinum. Christian Matras er nefnilega einn helsti fræðimaður í færeysku máli og bókmenntum á þessari öld. Hann var lengi prófessor í Kaupmannahöfn í grein sinni en flutti svo heim til Færeyja og tók þar við prófessorsstöðu við Fróðskapar- setur Færeyinga. Eftir hann liggja fjölmörg fræðirit, og hann er annar aðalhöfundur færeysk-dönsku orða- bókarinnar. En hann er skáld li'ka og hefur ort talsvert, meðal annars þessa bók sem hann gaf út 1978. Það er vandi að yrkja smáljóð, en það er þó augljóslega markmið höf- undar í þessari bók. Ég tek fram að ég hef ekki lesið bókina á frummál- inu, en hér þykist ég þó skynja hvarvetna í gegnum þýðingu líkt og keim af færeysku landi og menningu sem höfundur hafi tekið sér fyrir hendur að túlka innan marka þessa knappa forms. Til dæmis í Ijóði sent heitir Færeyjar ygldar á brún: / morgun voru þær ygldar á brún eyjarnar En vöktu mér hljóm af heljarrómi sem undir áranna fargi drynur í bland við dimmleita gleði. Það er vandasamt að koma mynd og boðskap til skila með kjarnanum einum saman, og þá raunverulega þannig að ljóðin geri ekki annað en að kveikja hughrif hjá lesandanum; hann verði með öðru orðalagi að halda áfram að yrkja og leggja til sjálfur það sem kannski mætti tala um sem hismið utan um kjarnann. En í stuttu máli sagt get ég ekki betur séð en að þetta takist býsna vel í Ijóðunum í bókinni og tilganginum sé þannig náð. Og eðli málsins samkvæmt kalla þau á vandlegan lestur. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur Christian Matras prófessor og Ijóðskáld. hcfur fært ljóðin í vandaðan íslensk- an búning, svo sem hans er von og vísa. Ég sé ekki betur en að hann Dúi Másson: Ævintýri gula jakkafata- mannsins, Ijóð og sögur, Guörún Lilja myndskreytti, Skellandi hurðir slamm hf., Rvk. 1987. Þetta er lítið kver, rétt innan við 30 síður af sögum og ljóðum og skreytt allmörgum teikningum. Bókin skiptist í tvo hluta sem heita Ævintýri gula jakkafatamannsins og Benztnljóð. í stuttu máli virðist ljóst að fyrir höfundi vaki að gera hér einhvers konar súrrealískar tilraunir með form og stíl. í fyrri hlutanum tengir maður í gulum jakkafötum einstaka þætti frásagn- arinnar saman, en allt samhengi er þó í lágmarki og efnið töluvert meira í ætt við draumórakennt hugarflug heldur en beinharðar hafi unnið gott verk með því að búa þetta litla kver í hendur hérlendum lesendum. -esig skynsemiskröfur raunsæs skáld- verks. Þetta er út af fyrir sig ekki lastandi, enda hafa ýmsir höfundar hér fengist við tilraunastarfsemi í þessum anda, kannski fyrst og fremst Sjón. Og einnig má segja að ýmislegt hér sé ekki óskylt því sem til dæmis Guðbergur Bergsson hef- ur verið að gera við skáldsagna- formið hér um árabil. En hér er þó allt í of smáum stíl til þess að mögulegt sé að leggja nokkurn dóm á raunverulega getu höfundarins. Þetta má vissulega vera forvitnileg byrjun, en það verður hins vegar að ráðast af framhaldinu hjá höfundi hvernig honum á eftir að vegna. -esig Súrrealísk tilraun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.