Tíminn - 06.04.1988, Page 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 6. apríl 1988
Vinningstölurnar 2. apríl 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 10.832.446,-
1. vinningur var kr. 6.702.148,-
og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr.
1.675.537,- á mann.
2. vinningur var kr. 1.241.354,-
og skiptist hann á 571 vinningshafa, kr. 2.174,-
á mann.
3. vinningur var kr. 2.888.944,-
og skiptist á 14.024 vinningshafa, sem fá 206
krónur hver.
Upplýsingasími: 685111
Borgnesingar
nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi
föstudaginn 8. apríl kl. 20.30. Mætum vel og
stundvíslega. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness
Óska eftir íbúð
á landsbyggðinni
Einhleypan rithöfund vantar húsnæði utan Reykja-
víkur.
Upplýsingar fyrir hádegi í síma 91-222379.
Jörð óskasttil kaups
Ýmsar jarðir koma til greina. Æskilegt að einhver
hlunnindi fylgi. Til greina kemur að láta íbúð í
Reykjavík upp í kaupverðið.
Upplýsingar sendist afgreiðslu Tímans merkt
„Jörð-500“.
ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00
VERTU í TAKT VIÐ
Tíniann
lllllilllllllllllllH1 ÁRNAÐ HEILLA
Áttræður
Valtýr Guðmundsson
Valtýr er fæddur í Ólafsvík 6.
apríl 1908. Foreldrarhansvoru Elín-
borg Jónsdóttir og Guðmundur
Kristmundsson, en hann ólst upp
hjá föður sínum og stjúpmóður,
Guðríði Davíðsdóttur. Hálfsystkini
hans eru Matthías fyrrv. póstmeist-
ari í Reykjavík og Jóhanna, sem er
nýlátin. Hún var starfsmaður Sund-
hallar Reykjavíkur frá stofnun og
starfaði þar til 70 ára aidurs.
Árið 1910 flyst Valtýr með þeim
til Reykjavíkur og er þar fram yfir
fermingaraldur. 12 ára fór hann sem
vikadrengur til Bjarna Ólafssonar á
Böðmóðsstöðum, sem síðar bjó á
Ketilvöllum. Næstu ábúendur á
Böðmóðsstöðum voru Guðmundur
Njálsson og Karólína Árnadóttir.
Valtýr festi rætur við þennan stað og
var þar viðloðandi þar til hann fór í
íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal. Valtýr hefur alltaf haft
brennandi áhuga á íþróttum, sér-
staklega knattspyrnu. Hann gekk
ungur í Fram og hefur haldið með
því liði síðan. Valtýr fór svo í
Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar
kynntist hann konu sinni, Sigríði
Böðvarsdóttur frá Laugarvatni, síð-
ar Ijósmóðir í Laugardal.
Þegar ég renni huganum til baka
til þess tíma þegar ég kynntist Valtý
fyrst þá minnist ég orða Böðvars á
Laugarvatni. Þá vorum við Inga
nýgift 1947 í heimsókn hjá frænd-
fólki hennar í Laugardalnum. Böðv-
ar sagði: „Svo komið þið að sjálf-
sögðu við hjá Valtý og Siggu í
Miðdalskoti. Það var að vísu kot
þegar þau komu þangað, en í sam-
einingu hafa þau gert þetta að stór-
býli“. Þetta var ekki ofmælt því
myndarlegra bú og snyrtilegra hafði
ég vart séð áður.
Þau byrjuðu sinn búskap í Miðdal
í sambýli við Magnús bróður Sigríð-
ar og konu hans Aðalbjörgu. Þar
bjuggu þau þar til þau fengu Mið-
dalskot til ábúðar. Þau byggðu þar
allt upp frá grunni og var það ærið
verkefni. Kom sér vel að Valtýr var
duglegur og dverghagur.
Þau hættu búskap vorið 1962 og
fluttu til Reykjavíkur. Seinna fengu
þau smáland úr Miðdalskoti sem
þau hafa ræktað og byggðu sér þar
sumarhús. Þar er þeirra sælureitur
og þangað er gaman að koma í
heimsókn til þeirra hjóna.
I Reykjavík gerðist Valtýr starfs-
maður hjá Raforkumálastofnun og
síðar Orkustofnun, en þar var hann
húsvörður er hann lét af störfum á
síðastliðnu ári. Allir sem kynnst
hafa Valtý vita, að þar fer einstakur
drengskaparmaður, bjartsýnn og
góðviljaður. Það er því ekki að
undra að hann var ákaflega vel
liðinn starfskraftur á þessum
stöðum.
Börn Valtýs og Sigríðar eru: Ing-
unn íþróttakennari f. 3. október
1934, gift Þóri Ólafssyni prófessor
við Kennaraháskóla fslands, Guð-
mundur Rafnar skólastjóri við
barnaskólann á Laugarvatni, f. 13.
október 1937, giftur Ásdísi Einars-
dóttur húsmæðrakennara, Böðvar
rafvirkjameistari f. 13. júlí 1939,
giftur Hólmfríði Guðjónsdóttur
bókara, Gunnar læknir, f. 7. nóv-
ember 1945, giftur Sólveigu Þor-
steinsdóttur yfirbókaverði.
Að lokum óskum við Inga ykkur
hjónum friðsæls ævikvölds í glöðum
hópi barna og barnabarna og þökk-
um vináttu frá fyrstu kynnum.
Guðmundur Jónsson.
MINNING
iiiiiiiiii
Halldór Jörgensson
Akursbrauti7 Sólbakka Akranesi
Fæddur 24. júní 1911
Dáinn 25. mars 1988
Það kom mér nokkuð á óvart, að
frétta lát Halldórs, því þótt hann
hefði kennt sjúkdóms um nokkurt
skeið, þá virtust batahorfur góðar á
tímabili, þá breyttist það fyrir
skömmu til þess að læknar hans
fengu ekki að gert, og lést hann um
miðjan dag, föstudaginn 25. mars á
Borgarspítalanum í Reykjavík.
Með Halldóri er fallinn einn af
traustustu og virtustu borgurum
Akranesbæjar. Hann var fæddur og
uppalinn á Akranesi og allt lífsstarf
hans var bundið við þann stað, þó að
hann sækti atvinnu bæði til sjós og
lands utan bæjarins, svo sem algengt
var á þeirri tíð, þegar hann var
ungur og fram eftir hans æviárum.
Halldór var mjög félagssinnaður
maður og tók mikinn þátt í fjölmörg-
um málum fyrir almenning í bæjar-
félagi sínu, sem ég tel að hann hafi
leyst af hendi með góðum árangri,
enda kom hann mér fyrir sjónir sem
framúrskarandi heiðarlegur og
traustur maður. Um störf hans í
þágu samfélagsins á Akranesi frá
fyrri tíð skortir mig nægjanlega
þekkingu til að geta skýrt frá svo
sem ég vildi og vert væri, þar sem ég
kynntist honum ekki fyrr en hann
var kominn yfir miðjan aldur, en ég
veit að aðrir sem eru þessum málum
kunnugir munu gera þeim skil.
Þó var það eftir að ég kynntist
Halldóri að hann tók að sér að vera
kirkjuvörður og útfararstjóri við
Akraneskirkju, auk þess sem hann
var langan tíma í sóknarnefnd og
gjaldkeri kirkjunnar og kirkjugarðs-
ins.
Einnig hafði hann með höndum
fjárreiður Safnaðarheimilisins á
meðan það var í byggingu og var
mér kunnugt um að það var mikið
starf, sem hann innti af hendi við þá
framkvæmd. Ég vcit að Halldóri var
það hjartans mál að safnaðarheimil-
inu yrði komið upp, söfnuðinum til
ávinnings fyrir starfsemi sína, sem
þegar hefur sannað gildi sitt.
Öll þessi störf vann Halldór af
sinni kunnu vandvirkni og alúð og
við almennar vinsældir þeirra, sem
nutu þjónustu hans.
Ég vil aðeins þakka Halldóri fyrir
góða vinsemd og margar ánægju-
stundir, sem ég átti með honum,
bæði á heimili hans, á ferðalögum, í
kirkjukórnum og hvar annars staðar
sem við áttum samleið, þau 19 ár
sem ég er búinn að eiga heima á
Akranesi, en þegar ég kom til Akra-
ness var Halldór kvæntur Ragnheiði,
systur minni.
Áður hafði hann verið kvæntur
Steinunni Ingimundardóttur, sem
lést 1962 og áttu þau fjögur börn.
Ragnheiður hafði einnig verið gift
áður, en maður hennar var látinn.
Átti hún fjögur börn með honum, en
elsta barnið, sonur 19 ára, lést af
slysförum sama árið og faðir hans
lést. Ragnheiður var því einstæð
móðir, þegar hún giftist Halldóri
með sín þrjú börn.
Það tel ég að hafi verið henni
mikið lán að eignast þann trausta
mann, sem var í senn hinn ágæti
lífsförunautur og reyndist börnum
hennar sem besti faðir og barnabörn-
unum hinn Ijúfasti afi. Ég var mjög
hrifinn af því hvað gott samband var
á milli Halldórs og barnabarnanna
og fannst þar enginn munur á hvort
um hans eigin barnabörn var að
ræða eða stjúpbarnanna. Það var
vissulega lærdómsríkt að kynnast
þeim kærleika og er ég sannfærður
um að börnin hafa notið þess og eiga
vonandi eftir að minnast afa síns
sem leiðandi fyrirmyndar um alla
ævi.
Ég sendi öllum ættingjum,
venslamönnum og vinum Halldórs
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og bið Guð að blessa þeim minning-
una um hugljúfan og tryggan vin.
Kristján Guðbjartsson.
Ég kynntist Halldóri Jörgenssyni
er hann kvæntist móðursystur minni,
Ragnheiði Guðbjartsdóttur frá
Hjarðarfelli, árið 1964. Hún hafði
þá verið ekkja um nokkurra ára
skeið og bjó á Akranesi ásamt
tveimur yngstu börnum sínum. Á
meðan Heiða bjó á Hjarðarfelli átti
ég mitt annað heimili hjá henni og
fyrri manni hennar. Ég held að mér
sé óhætt að segja að Halldór tók
hina stóru fjölskyldu konu sinnar að
sér eins og hún væri hans eigin.
Hann reyndist ekki aðeins stjúp-
börnum sínum sem besti faðir heldur
var hann sem bróðir og vinur öllum
öðrum ættingjum Heiðu. Þessi rólegi
og dagfarsprúði maður vann fljótt
hugi okkar og hjörtu.
Ætíð hafði verið mjög kært með
þeim systrum, móður minni og
Heiðu. og mikill samgangur á milli
heimila þeirra. Það breyttist ekki