Tíminn - 12.04.1988, Page 4
4 Tíminrv
Þriðjudagur 12. apríl 1988
Vinningstölurnar 9. apríi 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.255.605,-
1. vinningur var kr. 2.632.677,-
og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr.
877.559,- á mann.
2. vinningur var kr. 787.081,-
og skiptist hann á 281 vinningshafa, kr. 2.801,-
á mann.
3. vinningur var kr. 1.835.847,-
og skiptist á 8.307 vinningshafa, sem fá 221
krónu hver.
Upplýsingasími: 685111
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
V.
Lækninga-
stofa
Hef flutt lækningastofu mína frá Bjargi í Kaupang
við Mýrarveg, Akureyri. Upplýsingar og viðtals-
beiðnir í síma 21355 frá kl. 14:00 til 16:00.
Þorkell Guðbrandsson, dr. med.
Sérgrein: Lyfiækningar og hjartasjúkdómar
Laus staða
Staða lektors í íslensku máli fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild
Háskóla islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og lannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 7. maí
1988.
Menntamálaráðuneytið,
7. aprfl 1988
Sóknarfélagar
Starfsmannafélagið Sókn minnirfélagsmenn sína
á að þeir sem hafa hugsað sér að sækja um
orlofshús í sumar panti hús fyrir 20. apríl í síma
681150 eða 681876.
Orlofsnefnd
Úr fatadeildinni á annarri hæð Kaupstaðar í Mjódd.
(Tímamynd: Pjelur.)
Veltan þrefölduð
Frá aðalfundi KR0N
Aðalfundur KRON var haldinn
s.l. laugardag. Þar kom fram að
velta félagsins hefur þrefaldast á
undanförnum þremur árum. Á síð-
asta ári var heildarvörusala í búðum
félagsins án söluskatts 1.129 miljónir
króna, samanborið við 609 miljónir
1986 og 368 miljónir árið 1985. Við
það bætist svo velta Miklagarðs sem
KRON á meirihluta í. Salan þar
varð 1.066 miljónir á liðnu ári.
Aftur var rekstrarafkoma KRON
alls ekki viðunandi á síðasta ári.
Halli á rekstri félagsins varð 41
miljón króna, en að því er þó að
gæta að hann er aðeins 3,6% af
vörusölu þess, samanborið við 5,6%
árið áður. Ástæður þessa halla eru
að hluta til miklar framkvæmdir
KRON á liðnu ári, en þá voru m.a.
byggðar tvær hæðir ofan á Kaupstað
og opnuð ný og fullkomin sérvöru-
verslun þar seint á árinu. Þá var
þremur verslunum lokað á árinu,
aðrar endurnýjaðar og nýtt merki
tekið í notkun fyrir félagið, sem allt
hafði verulegan kostnað í för með
sér samfara uppbyggingunni í
Mjódd. Efnahagsstaða félagsins er
þó traust, því að niðurstaða efna-
hagsreiknings er 646 miljónir króna,
og þar af er eigið fé tæpar 160
miljónir eða 25%.
Þetta kom fram í skýrslum þeirra
Þrastar Ólafssonar stjórnarfor-
manns og Ólafs St. Sveinssonar
kaupfélagsstjóra til fundarins. Þröst-
ur gat þess einnig að niðurstaða
rekstrarins væri allsendis ófullnægj-
andi og yrði þar að snúa við blaðinu
og breyta vörn í sókn. Athygli vakti
líka að báðir lögðu þeir áherslu á
það að félagið þyrfti að fara að huga
vandlega að innkaupaþættinum í
rekstri sínum, en á því sviði stæði
KRON nú að baki helstu sam-
keppnisaðilum sínum. KRON hefði
til þessa ekki stundað eigin innflutn-
ing, en að því gæti þó verið að koma
að sameina þyrfti heildsölu- og
smásölustigið í auknum mæli.
Sameining KRON og Kaupfélags
Hafnfirðinga var annars eitt aðalmál
þessa fundar. Að loknum sjálfum
aðalfundinum voru haldnir deilda-
fundir, og eftir það var haldinn
sérstakur fulltrúafundur um þetta
eina mál. Sameiningin var samþykkt
á öllum þessum fundum, og af hálfu
KRON er þannig ekkert því til
fyrirstöðu að hún geti komið til
framkvæmda.
í samræmi við þetta urðu svo
nokkrar breytingar á stjórn KRON
er í hana voru kosnir tveir fulltrúar
frá Kf. Hafnfirðinga og einn til vara.
Kjörtíma sinn höfðu endað Berg-
þóra Gísladóttir, Björn Kristjánsson
og Þórunn Klemensdóttir. Þórunn
var endurkjörin, og auk hennar þau
Hörður Zóphaníasson og Guðfinna
Vigfúsdóttir úr Hafnarfirði. Aðrir í
stjórn eru Þröstur Ólafsson, Jón Þór
Jóhannsson, Ásgeir Jóhannesson,
Gylfi Kristinsson, Sigurður Magnús-
son og Kjartan Ólafsson. í vara-
stjórn voru kosin Bjöm Kristjáns-
son, Hrefna Júlíusdóttir og Hilmar
Ingólfsson, en áfram sátu Ásdís
Þórhallsdóttir og Hrafn Magnússon.
Svohljóðandi ályktun var einnig
samþykkt á fundinum:
„Aðalfundur KRON, haldinn 9.
apríl 1988, lýsir yfir áhyggjum sínum
vegna eftirmála gjaldþrots Kaup-
félags Svalbarðseyrar. Fundinum
finnst það alvarlegt ef einstaklingar,
sem ganga í persónulega ábyrgð
fyrir félög innan samvinnuhreyfing-
arinnar, geti átt á hættu að missa
eigur sínar ef til gjaldþrots kemur.
Fundurinn beinir því til stjórnar
Sambands íslenskra samvinnufélaga
að hún leiti allra hugsanlegra leiða
til að koma í veg fyrir að þeir, sem
gerst hafa sjálfskuldarábyrgðaraðil-
ar vegna Kaupfélags Svalbarðseyrar,
missi eigur sínar.“ -esig
Afbragðs pizzur
Afbragð heitir nýtt matvælafyrir-
tæki sem tók til starfa í Kópavogi í
janúarlok s.l. Fyrirtækið framleiðir
pizzur og hrásalat í neytendaurnbúð-
um.
Eigendur eru Birgir Már Guðna-
son, Margrét Hauksdóttir, Gunnar
Þórðarson, André Bachman og
Hafdís Kjartansdóttir.