Tíminn - 12.04.1988, Page 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 12. apríl 1988
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Einhliða frelsi
Miðvikudaginn 30. mars sl. birti Gunnlaugur M.
Sigmundsson viðskiptafræðingur athyglisverða
grein um vaxtamál hér í blaðinu, þar sem hann
bendir á að sú hávaxtastefna, sem nú er rekin hér
á landi, sé að sliga rekstur fyrirtækja og afkomu
heimilanna. í grein sinni segir Gunnlaugur að í
rauninni eigi verkafólk og atvinnurekendur meiri
samleið varðandi hagsmuni sína en þeir kreddu-
fræðingar sem ráða hávaxtastefnunni og hafa búið
um sig í ýmsum ríkisstofnunum.
í greininni segir Gunnlaugur M. Sigmundson
m.a.:
„Talsmenn hávaxtastefnunnar hafa komist upp
með það í nokkur ár að halda því fram að
gagnrýnendur hávaxtastefnunnar beri ekki hag
sparifjáreigenda fyrir brjósti og vilji jafnvel að
sparifé sé leyft að brenna upp á báli óðaverðbólgu
eins og gerðist síðasta áratug. Þetta er hins vegar
alrangt. Þeir munu fáir, sem ekki viðurkenna, að
sparifjáreigendur eigi að eiga þess kost að ávaxta
sparnað sinn með raunávöxtun. Það sem menn
greinir hins vegar á um, er hversu mikil raunávöxt-
un sé réttlætanleg miðað við það að við lifum í
þjóðfélagi þar sem atvinnurekstur okkar þarf að
keppa um sölu á framleiðslu sinni við fyrirtæki,
sem búa við allt annað og lægra vaxtastig.
Fáir af þeim, sem mest tala um frelsið til að láta
framboð og eftirspurn ráða vöxtum, eru jafnframt
svo heiðarlegir að segja fólki að veigamikinn þátt
vantar í það að við búum við frjálst hagkerfi.
Fyrirtækjum okkar er bannað að taka lán á
erlendum lánamörkuðum, þar sem vaxtakostnaður
er einungis brot af því sem hér er, nema til komi
leyfi ríkisvaldsins og löggjafans. Þó er okkur, eins
og vera ber, frjálst að eyða gjaldeyri í innflutning
á vörum til að keppa við íslenskan iðnað, okkur er
og, eins og vera ber, frjálst að fara með gjaldeyri
til útlanda og eyða í sumarleyfinu, en ef fyrirtækið,
sem sér okkur fyrir atvinnunni, vill keppa á
jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki og greiða
sama fjármagnskostnað og keppinautarnir, þá er
það bannað nema til komi leyfi.
Hagspekingar hávaxtastefnunnar gera sér að
sjálfsögðu grein fyrir því að ef íslensk fyrirtæki
fengju frjálsan aðgang að erlendu lánsfé þá myndi
eftirspurn eftir lánum í íslenskum krónum stór-
minnka og afleiðingin samkvæmt hagfræðilögmál-
inu væri sú að vextir féllu niður í það sem
samkeppnisiðnaður í nágrannalöndunum býr við. “
„En þetta þjónar ekki markmiðum hávaxtastefn-
unnar,“ segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, „og
þess vegna berjast þeir sem annars tala mest um
frjálst hagkerfi gegn því að þessi hluti hagkerfisins
verði einnig frjáls.“
Tíminn lítur svo á að þessar hugleiðingar
Gunnlaugs M. Sigmundssonar séu þess verðar að
þeim sé veitt sérstök athygli.
Hugsað í hlutafélögum
Guðmundur H. Halldór Blöndal. Eyjólfur Konráð
Garðarsson. Jónsson.
Þrír sjálfstæðisþingmenn, Guð-
mundur H. Garðarsson, Halldór
Blöndal og Eyjólfur Konráð
Jónsson, cru að leggja fram laga-
frumvarp á Alþingi. Frá þessu var
skýrt í Morgunblaðinu á laugardag.
Samkvæmt því á núna að fara að
skipa Sambandi ísl. samvinnu-
félaga fyrir verkum um það hvernig
það færir bókhald sitt.
Til þessa hafa samvinnufélög
haft hjá sér það sem kallað er
óskiptanlegir stofnsjóðir. Þessir
sjóðir eru sameign félagsmanna,
og það cr um þá sem þau ákvæði í
samvinnulögunum gilda að komi
til slita á félagi skuli þeir ávavtaðir
af hlutaðeigandi héraðsstjórn þar
til nýtt samvinnufélag með sama
markmiði taki aftur til starfa á
félagssvæðinu.
Þessir sjóðir cru óskyldir stofn-
sjóðum félagsmanna, sem eru sér-
eign þeirra hvers um sig og koma
ekki til útborgunar nema við andlát
félagsmanns og í örfáum öðrum
tilvikum. Með stofnsjóðnum taka
félagar hins vegar ábyrgð á rekstri
félagsins, en ekki fram yfir það.
Hlutverk aðalfunda
Það hefur hins vegar tíðkast til
þessa að aðalfundir félaga og fyrir-
tækja hcfðu frjálsar hendur til þess
að taka ákvarðanir um nieð-
höndlun eigna þeirra og tckjuaf-
gangs. En á þessu á nú greinilega
að verða breyting. Hér er ætlunin
að taka fram fyrír hendurnar á
aðalfundi Sambandsins og segja
honum fyrir verkuni um það hvern-
ig hann skuli ráðstafa eignum þess.
Og reyndar er hér annað og
meira á fcrðinni. Hér er sótt að
einu helsta einkenni samvinnu-
félaga, reglunni um óskiptanlegu
sjóðina. Hér er ætlunin að afncma
hana með lagaboði í einu sam-
vinnufélagi, og er þá trúlegt að hin
komi fljótlcga á eftir.
Jafnframt verður þá að gera ráð
fyrir að samtímis þessari breytingu
verði einnig að auka stórlega
ábyrgð félagsmanna í samvinnu-
félögum, trúlcga þannig að þeir
taki fulla ábyrgð á rekstri félaganna
og borgi þá skuldir þeirra, aUir sem
einn, ef til gjaldþrots keinur. Menn
verða að hafa það hugfast að eign
hlýtur að fylgja ábyrgð.
Og líka verður ekki betur séð en
að hér sé ekki verið að fjalla um
samvinnufélög eins og þau hafa
verið rekin á íslandi í meir en
hundrað ár. Hér er verið að tala
um félög sem setja fjármagnið á
oddinn en ekki hagsmuni almenn-
ings og þjónustuna við vinnandi
fólk til lands og sjávar. Hér er
nefnilcga verið að hugsa í hlutafé-
lögum.
Hvað um hin félögin?
Og í framhaldi af þessu verður
svo að ætla að þarna verði haldið
áfram og lögð fram frumvörp á
Alþingi sem taki á sambærilegan
hátt fram fyrir hendurnar á aðal-
fundum fleiri félaga og fyrírtækja.
Kannski verður næsta skrefið
frumvarp scm skipar til dæmis
Eimskipafélagi íslands hf. að
leggja tiltekna upphæð í varasjóð,
grciða eigendum hlutabréfa vissa
fjárhæð í arð og enn aðra í jöfn-
unarhlutabréfum.
Af Flugleiðum mun hafa orðið
hagnaður í ár, og á sama hátt mætti
þá ieggja fram frumvarp á Alþingi
iun ráðstöfun hans. Þar mætti
hugsa sér frumvarp þar sem Al-
þingi væri ætlað að ákveða hvcrnig
þessum hagnaði yrði ráðstafað, til
dæmis á sama hátt og áður að
honum yrði skipt í þrjár upphæðir,
sem rynnu í varasjóð, arðgrciðslur
og til útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
er annað fyrirtæki og eignasterkt.
Þar mætti hugsa sér aö þeir þre-
menningarnir gætu á sama hátt
lagt frani frumvarp á Aiþingi þar
sem væntanlegum aðalfundi þess
fyrirtækis yrði falið að samþykkja
að brcyta því í hlutafélag og dcila
eignum þess eftir formúlu, sem
Alþingi ákvæði, niður á ntilli frysti-
húsanna sem þar eiga aðild.
Þarna eru sem sagt ýmsir ónot-
aðir möguleikar og margar leiðir
sem opnast þcgar einu sinni cr
komið af stað. Næsta skrefið gæti
til dæmis orðið að leggja fram
frumvarp þcss efnis að Alþingi
lcysi aðalfundi hinna ýmsu félaga-
samtaka undan þeirri skyldu að
kjósa sér stjórnir. Kannski er
okkur ætlað að ciga cftir að lifa
þann dag þegar stjórn íslcnska
tófuvinafélagsins verði kosin af
Aiþingi? Garri.
IIIHIII
VÍTTOG BREITT
Valkostir-mismunun-vandamál
Upphitun húsa hefur ávallt verið
með mestu vandamálum á íslandi
og margur hefur hitagjafinn verið
og gefist misjafnlega. Líklega hef-
ur hitinn frá kúnum verið einna
notadrýgstur til að koma í veg fyrir
að fólk króknaði þcgar illa áraði,
sem oftast var í öllu því basli sem
kölluð er íslandssaga. Góðærin og
tæknin hafa breytt ýmsu varðandi
húsahitun cn vandamálin eru enn
til staðar og sér hvergi fyrir endann
á þeim þótt orkugjafar séu fleiri og
fjölskrúðugri en nokkru sinni fyrr.
Meinið er að í húshitunarmálum
berst annað slagið kall tímans þar
sem orkugjafinn til upphitunar á
að vera þessi eða hinn í nútíð og
framtíð en ekki einhver annar sem
á enn öðrum tímabilum þykir hent-
ugri og ódýrari.
Stundum er olíukynding ódýr-
asti kosturinn og rafkynding þá
mjög óhagkvæm. Jarðvarminn er
sums staðar ódýr og hagkvæmur
virkjunarkostur en annars staðar
eru hitaveitur svo dýrar að hvorki
sveitarfélög né íbúar þeirra standa
undir þeim lúxus að ylja upp híbýli
sín með vatni sem kynt er undir í
neðra.
Hækkun, lækkun,
lækkun, hækkun
Misjafn kyndingarkostnaður er
eitt af því sem mörg byggðarlög
telja sér mismunað í. Þegar
olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi
var olíustyrkur greiddur og öllum
ráðlagt að kasta olíufýringunum á
haug og taka upp rafkyndingu þar
sem ekki var kostur á jarðvarma,
en jafnframt var lagt út í rándýrar
hitaveituframkvæmdir sem skilað
hafa misgóðri hagkvæmni.
Þegar olíuverðið sté á sínum
tíma var fyrirgangurinn í rafvæð-
ingunni slíkur að þegar olíuprís-
arnir lækkuðu von bráðar aftur var
hvergi hægt að hægja á fram-
kvæmdum og nú er setið uppi með
hátt raforkuverð og lágt olíuverð.
Allt hefur það þróast öfugt við
spádóma tæknikrata og viðskipta-
fræðinga með meiraprófi.
Um skeið hafa verið uppi miklar
kröfur um jöfnun á kyndingar-
kostnaði og er alls kyns saman-
burður hafður uppi til að sýna fram
á hve miklu munar á þessum kostn-
aði milli héraða. Borinn er saman
mismunandi kostnaður milli þess
að kynda með olíu eða rafmagni og
kostnaðarmunur milli rafkynding-
ar og hitaveitna. En þar vandast
málið því kostnaður við hitaveitur
er ákaflega misjafn og er jarðvarmi
bæði dýrasti og ódýrasti kyndingar-
kosturinn.
Nýlega var gerð tilraun til að
jafna margfrægan kyndingarkostn-
að og rafmagn til húshitunar var
lækkað nokkuð. Jafnframt var ann-
að raforkuverð hækkað. Þetta
minnir á dæmisöguna um apann
sem tók að sér að skipta ostinum
jafnt og ekki meir um það.
Alið á nágrannakryt
Nokkur veitingahús og bakarí
nota gas eða olíu til eldamennsku
og baksturs til að spara. Það er
ódýrara en rafmagnið. En ekki er
alltaf hægt um vik að breyta um úr
rafkyndingu í olíufýringu og getur
fylgt því mikil! kostnaður. Svo
getur olían líka alltaf hækkað og
rafmagnið lækkað.
Mikið er úr því gert að hitunar-
kostnaður sé að sliga íbúa þeirra
byggðarlaga sem búa við rafkynd-
ingu og þeir muni drífa í að taka
sig upp og flytja í ódýru húshitun-
ina fyrir sunnan ef ekki verður að
gert fyrr en síðar. Vonandi bregður
engum við að einhverj ir kostnaðar-
liðir við búsetu fyrir sunnan kunna
að vega upp á móti hitunarraf-
magninu sem mismunar landshlut-
unum svo hrapallega.
Það er annars dálítið dularfullt
að á sama tíma og offramleiðsla er
á rafmagni og að búið er að koma
upp svo fullkomnu og víðfeðmu
dreifingarkerfi að það kemur lík-
legast aldrei til með að standa
undir sér, að ekki skuli vera hægt
að sjá svo um að tiltölulega fáir og
mismunandi afskekktir staðir skuli
geta fengið ódýrt rafmagn til húsa-
hitunar.
Öðru eins hefur verið eytt í alla
rafvæðinguna og niðurgreiðslur á
öllum mögulegum og ómögulegum
sviðum. Erlendu lánin vegna raf-
orkuframkvæmda eru verulega
umtalsverður hluti af skuldum
þjóðarinnar og vextir og afborganir
eru þung byrði.
Dýru orkuverin og dreifingar-
kerfin eru litlu nær þótt fáein og
tiltölulega fámenn byggðarlög fái
góðan afslátt af rafmagni til húsa-
hitunar.
Það væri ekki mikið gjald til að
losna við þann leiða nágrannakryt
sem samanburðarfræðingar húshit-
unarkostnaðar ala á milli byggðar-
laga. Það er einnig meira en örfárra
króna virði að þeir sem fjarri
þéttbýli og jarðhita búa finni að
þeir eru ekki afskiptir og að hita-
vcitufólk lætur sig afkomu þeirra
einhverju varða. Það er áreiðan-
lega öfundarlaust af öllum að hús-
hitunarrafmagnið verði niðurgreitt
myndarlega þar sem þess er helst
þörf. OÓ