Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 12. apríl 1988 Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 11 S Vélstjórar - \7 vélstjórar Rafveita Siglufjarðar 1. Vélstjóra vantar að Skeiðsfossvirkjun í 18 mánuði frá 1. maí n.k. 2. Vélstjóra vantar að Skeiðsfossvirkjun til afleys- inga í sumarleyfi vélstjóra í 3 mánuði frá 1. júní n.k. Hitaveita Siglufjarðar 3. Starf aðstoðarmanns verkstjóra Hitaveitu Siglufjarðar er laust til umsóknar. Æskileg menntun vélstjóra eða hliðstæð verkkunnátta. Starfið verður veitt frá 1. maí n.k. Laun fyrir þessi störf eru greidd samkvæmt kjarasamningi S.M.S. og bæjarstjórnar Siglu- fjarðar. Allar nánari upplýsingar gefur Sverrir Sveinsson veitustjóri, símar 96-71700 og 96-71414. Vísindastyrkir Atlantshafs- bandalagsins 1988 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni nemur 2,4 millj. fsl. kr. og mun henni varið til að styrkja menn er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellowships" - skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. maí n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers konar rannsóknir eða framhaldsnám umsækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 7. apríl 1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í höfuðdælur og rafmótora ásamt ræsibúnaði fyrir Nesjavallavirkj- un. Stærð rafmótora er 400 kw og 900 kw. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAH Friltirkjuvagi 3 — Sími 2S800 Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í tölvunarfræði við stærðfræðiskor Háskóla Islands er laust til umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað að starfa að fræðilegum þáttum tölvunarfræði, t.d. algoriþmafræði, forritunar- málum, gagnasafnsfræði, hugbúnaðarfræði eða kerfisforritun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsókni.', svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní 1988. Menntamálaráðuneytið 7. apríl 1988 Þakkir Með glöðum og heitum huga þakka ég fjölskyldu minni, ættingjum og vinum gjafir og hamingjuóskir á áttræðisafmæli rnínu 5. apríl s.l. Ég óska þeim öllum blessunar og heilla. Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Húsavík fyrir umhyggju þess og fyrirhöfn á afmælisdaginn, Ríkisútvarpinu að það skyldi minnast afmælis míns í dagskrá sinni. Páll H. Jónsson llllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllliillllllllilllllllllillllllllllllillllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllillilllllllllllll ÍÞRÓTTIR lilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllilllllllllillllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllll^^ Unglinga- meistaramót í borðtennis Unglingameistaramót íslands í burðtennis fór fram í íþróttahús- inu á Akranesi um helgina. Kepp- endur voru 139 og var keppt í 7 aldursflokkum, þrem stúlkna og fjórum drengja. Kjartan Briem KR varð þre- faldur íslandsmeistari í flokki drengja 15-17 ára en hann varð sem kunnugt er íslandsmeistari fullorðinna fvrir skömmu. í flokki hnokka yngri en 10 ára léku bræður til úrslita, þeir Ólaf- ur Stephensen (9 ára) og Guð- mundur Stephensen sem er að- eins 5 ára. Sá eldri sigraði reyndar en Guðmundur á framtíðina fyrir sér. íslandsmeistarar urðu eftir- taldir: Einliðaleikur: Drengir 15-17 ára: Kjartan Briem KR Sveinar 13-15 ára: Halldór Björnsson Piltar 10-13 ára: Tryggvi Valsson Víkingi Hnokkar 10 ára og yngri: Ólafur Stephensen KR Stúlkur 15-17 ára: Fjóla Lárus- dóttir UMSB Meyjar 13-15 ára: Berglind Sig- urjónsdóttir KR Telpur 13 ára og yngri: Rakel Þorvaldsdóttir UMSB Tvíliðaleikur: Drengir 15-17 ára: Kjartan Briem KR og Arnór Gauti Helgason Víkingi Sveinar yngri en 15 ára: Halldór Björnsson og Tryggvi Valsson Víkingi Stúlkur: Fjóla Lárusdóttir og Lilja Benónýsdóttir UMSB Tvenndarkeppni: Lilja Benónýsdóttir UMSB og Kjartan Briem KR. - HÁ Evrópumeistaramótið í badminton: Þórdís fer í aðalkeppnina Þórdís Edwald stóð sig mjög vel á fyrsta degi Evrópumeistaramótsins í badminton sem hófst í Kristiansand í Noregi á sunnudaginn. Þórdís sigr- aði alla andstæðinga sína í undan- keppninni og tryggði sér sæti í aðal- keppninni sem verður á fimmtudag- inn. Tveir fslendingar verða meðal keppenda í aðalkeppninni, Broddi Kristjánsson fer beint í aðalkeppn- ina í einiiðaleik og er það ákveðin viðurkenning fyrir góðan árangur hans á alþjóðlegum mótum að undanförnu. Þá tryggðu Broddi og Þórdís sér sæti í aðalkeppninni í tvenndarleik með sigri á öllum and- stæðingum sínum í undankeppninni. í gær var landskeppni á mótinu og mættu íslendingar Ungverjum. Ör- uggur sigur vannst, 5-0. Norðmenn verða mótherjarnir í dag og ætti sigur að vinnast á þeim á góðum degi. - HÁ Körfuknattleikur, 1. deild kvenna: Þórdís Edwald. Keflavíkurstúlkur Islandsmeistarar Lið ÍBK tryggði sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Þær mættu ÍR í Seljaskóla í síðasta leiknum og áttu heimamenn aldrei minnstu möguleika. ÍBK vann með 63 stigum gegn 47 eftir að vera yfir allan leikinn. ÍR hefði þurft að vinna með 13 stiga mun til að verða íslands- meistarar en eftir tapið og sigur ÍS á KR í gærkvöldi er ÍS í 2. sæti en ÍR í þriðja. Þetta voru síðustu leikirnir í deildinni. Leikur KR og ÍS var þunglamaleg- ur og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem brúnin léttist á ÍS- stúlkum. KR hafði 5 stiga forskot í leikhléi, en ÍS vann leikinn 51-38. Þeir börðust kröftuglega undir körfunum í Valshúsinu á laugardaginn. Helgi Rafnsson virðist hér ætla að hafa betur gegn Þorvaldi Geirssyni og Leif Gústafssyni. Timamynd Pjetur Ragnheiður Runólfsdóttir vann bug á Ólympíulágmörkunum í 100 og 200 m bringusundi á sundmóti í Ósló um helgina. Timamynd Pjetur. Handknattleikur: Sigurður til ÍBV? Sú saga flýgur nú fjöllum hærra í handknattleiksheiminum að Sig- urður Gunnarsson Víkingur sé á leið til ÍBV sem leikmaður og þjálfari. Sigurður sagðist í samtali við Tímann í gær ekki geta sagt til um það á þessu stigi en Eyja- menn væru þó inni í myndinni eins og reyndar fleiri lið. Hjá stjómarmanni ÍBV var sömu fregnir að fá, viðræður hafa átt sér staða en enn sem komið er hefurekkert veriðákveðið. -HÁ Bikarkeppnin í blaki: Þróttarkonur urðu bikarmeistarar Þróttur varð um helgina bikar- meistari í blaki í kvennaflokki. Sigur Þróttara á Víkingum var öruggur, þær unnu allar hrinurnar. Þá fyrstu 15-12, aðra 15-3 og loks þá þriðju 15-12. Þróttarar mættu til leiks með sitt sterkasta lið en í lið Víkings vantaði tvo af fastamönnum þess. Leikurinn átti upphaflega að vera í síðasta mánuði um leið og bikarúr- slitaleikurinn í karlaflokki en var þá frestað vegna forfalla. - HÁ Ragnheiður náði Ólympíulágmörkum í tveimur greinum Sex íslandsmet féllu á sundmóti í Osló Ragnheiður Runólfsdóttir náði Ólympíulág- mörkunum í tveimur sundgreinum á alþjóðegu sundmóti í Osló um helgina. Þá hjó Magnús Már Ólafsson mjög nálægt Ólympíulág- mörkunum. Sex íslandsmet féllu á mótinu og íslenska sundfólkið sigraði í sjö greinum. Ragnheiður synti 100 m bringusund á 1:13,58 mín. og bætti eigið met úr 1:15,10 mín. Ólympíulágmarkið er 1:14,00 mín. í 200 m bringusundi synti Ragnheiður á 2:38,96 mín. og bætti íslandsmetið úr 2:42,54 mín. Ólym- píulágmarkið er 2:40,00 mín. Bætingin er mjög góð hjá Ragnheiði í báðum þessum greinum en rétt ár er síðan Ragnheiður setti eldra metið í 100 m bringusundinu. Magnús Már Ólafsson hjó mjög nálægt Ólympíulágmörkunum í 100 og 200 skrið- sundi. Hann setti íslandsmet í báðu greinum, synti 100 m á 52,10 sek. (eldra met 52,36 sek.) en Ólympíulágmarkið er 51,80 sek. í 200 m synti Magnús á 1:53,46 mín. og bætti sig úr 1:55,09 mín. en Ólympíulágmarkið er 1:53,00 mín. Það sem vantar upp á að Magnús nái lágmörkunum er nánast ekkert, 46/100 sek. munur í 200 m skriðsundi nær því varla að vera sjónarmunur ef um tvo sundmenn er að ræða. Magnús setti þriðja íslandsmetið í 50 m skriðsundi sem hann synti á 24,09 sek., bætti eldra met úr 24,38 sek. Arnþór Ragnarsson sló fjögurra ára gamalt met Tryggva Helgasonar í 100 m bringusundi er hann synti á 1:07,66 mín. Gamla metið var 1:07,71 mín. Þess má geta að met Tryggva var annað af aðeins tveimur metum sem ekki voru bætt á síðasta ári og er þá átt við þær sundgreinar sem alla jafna eru syntar. Arnþór var mjög nálægt eigin meti í 200 m bringusundi, synti á 2:27,56 mín. en metið er 2:27,32 mín. í þeim greinum sem Islandsmet féllu sigruðu íslensku keppendurnir á þessu alþjóðlega sundmóti Norðmanna sem raunar var ekki mjög sterkt en Eðvarð Þór Eðvarðsson kom einnig fyrstur í mark í 200 m baksundi á 2:09,86 mín. sem reyndar er nokkuð langt frá hans besta árangri. Bryndís Ólafsdóttir var sömuleiðis nokkuð frá sínu besta á þessu móti, hún synti 100 m skriðsund á 59,58 sek. og 200 m skriðsund á 2:07,49 mín. en mun að sögn fróðra manna eiga alla möguleika á að bæta sig á næstunni. Ragnar Guðmundsson keppti ekki á þessu móti en hann keppir um næstu helgi á svipuðu móti í Svíþjóð og mun þar reyna sig við Ólympíulágmörkin. - HÁ Urslitakeppm úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Hart barist um að komast í úrslitaleik - Þriðja leikinn þarf til á báðum vígstöðvum Þriðja leikinn þarf til að skera úr um það hvaða lið leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik. Njarðvíkingar gegn Valsmönn- um annarsvegar og Keflvíkingar gegn Haukum hinsvegar keppa að nýju nú í vikunni, þeir síðarnefndu í kvöld en hinn leikurinn verður ann- að kvöld. Liðin hafa keppt tvívegis, síðast nú um helgina, en unnið sitthvorn leikinn. Sigurvegararnir úr leikjunum í vikunni keppa til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Valur-UMFN 88-78 „Við eigum helmingsmöguleika á sigri í Njarðvík," sagði Torfi Magn- ússon Valsmaður eftir að lið hans sigraði Njarðvíkinga með 88 stigum gegn 78 í úrslitakeppni úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik á Hlíðar- enda á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í Njarðvík í síð- ustu viku og þarf því þriðja leikinn til að skera úr um hvort liðið keppir til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur verður í Njarðvík þar sem Njarðvíkingar voru ofar á stigatöfl- unni þegar deildakeppninni lauk. „Við eigum alveg séns þar,“ sagði Torfi og vissulega er það rétt en möguleikar heimamanna verða þó að teljast heldur meiri í „Ljónagryfj- unni“ í Njarðvík. Leikurinn á laugardaginn var ágætlega leikinn af beggja liða hálfu en Valsmenn sýndu allar sínar bestu hliðar í seinni hálfleiknum og unnu verðskuldaðan sigur í skemmtileg- um leik. Þeir léku mjög góðan varnarleik og skoruðu talsvert úr hraðaupphlaupum. Síðustu mínút- urnar léku þeir svo skynsamlega, héldu knettinum í nær 30 sekúndur áður en þeir reyndu skot. Það kemur nokkuð á óvart hversu bráðir Njarðvíkingar eru í sóknar- leik sínum. Þeir reyna hvað eftir annað skot nánast upp úr þurru og úr mjög misjöfnum færum, skot sem flest enda á sama veg, andstæðingur- inn nær frákastinu. Þeir hafa e.t.v. getað lcyft sér þetta fyrr í vetur en í úrslitaleik sem þessum hafa Njarð- víkingar einfaldlega ekki efni á slíku lljótræði. Tómas Holton átti einn af sínum betri leikjum í liði Vals þótt hann hafi reyndar byrjað rólega. Hann var besti maður liðsins en þeir Leifur Gústafsson, Þorvaldur Geirsson og Torfi Magnússon léku einnig prýð- isvel. Hjá UMFN var Helgi Rafns- son bestur, tók að vanda mikið af fráköstum og skoraði 18 stig. Valur Ingimundarson var að vanda mikil- vægur í leik liðsins en allt of skot- glaður og Teitur Örlygsson átti góð- an leik. Helstu tölur: 0-2, 4-2, 4-5, 11-11, 13-11, 13-16, 15-20, 23-20, 23-28, 30-30, 35-35, 38-38, 43-38, 43-41 - 55-48, 55-52, 63-52, 67-59, 71- 62, 75-62, 81-67, 84-73, 88-73, 88-78. Stigin, Valur: Tómas Holton 26, Leifur Gústafsson 12, Svali Björgvinsson 12, Þor- valdur Geirsson 12, Torfi Magnússon 11, Einar Ólafsson 10, Björn Zoéga 3, Jóhann Bjarnason 2. UMFN: Valur Ingimundarson 24, Helgi Rafnsson 18, Teitur örlygsson 13, Sturla örlygsson 10, Isak Tómasson 5, Hreið- ar Hreiðarsson 4, Ami Lárusson 2, Friðrik Rúnarsson 2. Dómarar: Ómar Scheving og Sigurður Valgeirsson. Fremur slakir. Haukar-ÍBK 85-69 Það var mikil barátta fremur en góður leikur Haukanna sem tryggði þeim sigur á Keflvíkingum í þessum leik. Keflavíkurliðið átti fremur daufan dag og leikurinn var í heild ekki vel leikinn. ívar Webster, Pálm- ar Sigurðsson og Henning Hennings- son voru bestir í baráttuglöðu Haukaliði en hjá ÍBK var Jón Kr. Gíslason einna sterkastur. Helstu tölur: 4-0, 4-6, 11-8, 14-16, 19-19, 31-31, 31-36, 39-36, 41-39 - 47-39, 52-49, 57-49, 62-61, 70-65,76-67,83-67, 83-69, 85-69. Stigin, Haukar: Pálmar Sigurðsson 20, Henning Henningsson 19, ívar Webster 14, Reynir Kristjánsson 11, ólafur Rafnsson 10, Tryggvi Jónsson 8, Ingimar Jónsson 2. ÍBK: Jón Kr. Gíslason 15, Sigurður Ingimundarson 14, Magnús Guðfinnsson 10, Guðjón Skúla- son 9, Axel Nikulásson 8, Falur Harðarson 7, Hreinn Þorkelsson 6. Dómarar: Jón Otti ólafsson og ómar Scheving. Þokkalegir. -HÁ ívar Webster var grimmur í fráköstunum ð sunnudagskvöldið, tók 28 frðköst. Hér nær hann einu, með Keflvíking ð bakinu Tímamynd Pjetur Bæjakeppnin í handknattleik: Garðabær vannNesið Garðbæingar lögðu Seltirninga að velli í fyrsta Ieik bæjakeppn- innar í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var á Seltjarnarnesi. Lokatölur urðu 33-25 eftir að staðan í leikhléi var 15 mörk gegn 11 Garðbæingum í hag. Gylfl Birgisson var markahæst- ur í sigurliðinu nieð 11 mörk, Sigurjón Guðmundsson gerði 7 og Skúli Gunnsteinsson 6. Hjá Seltirninguni skoraði llalldór Ingólfsson 8 mörk, Ólafur Valur 4, Þór Sigurgeirsson 3, og Axel Friðriksson 3. Lið Garðabæjar er þar með komið í úrslit í keppninni ásamt Njarðvíkingum, Reykvíkingum og Hafnfírðingum. - HÁ Handknattleikur: Páll frá í 6 vikur Páll Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik varð fyrir meiðsl- um á æfingu í síðustu viku og verður frá æflngum og keppni í a.m.k. 6 vikur. Páll féll á vegg þegar leikmenn Dusseldorf voru að hita upp í knattspyrnu og meiddist á vinstri öxl. Páll mun ekki leika ineira með Dússeldorf í vetur en vonir standa til að hann verði búinn að náð sér þegar lokaundirbúningur lands- liðsins hefst hér heima í byrjun júní. - HÁ Air* W NBA Úrslit leikja í bandaríska atvinnu mannakörfuknattleiknuni um helgina: Boston-New Jersey .......... 127- 90 Cleveland-Milwaukee......... 104- 85 Detroit-Philadelphia.......... 96- 86 Washington-Indiana........... 107-100 Chicago-New York............. 131-122 Dallas-Utah................... 118-95 Denver-San Antonio (framl.) . . 129-124 Golden State-Phoenix......... 112-111 LA Lakers-LA Clippers........ 126-107 Seattle-Portland . .......... 114-100 Detroit-Atlanta ............. 115-102 Dallas-Denver ............... 135-109 Milwaukee-Indiana............ 105-100 Phoenix-Sacramento............ 95- 92 Portland-LA Lakers .......... 119-109 Houston-Seattle ............. 108-104 Boston-Philadelphia.......... 117-108 Cleveland-New Jersey......... 119-105 New York-Washington........... 118-98 Sacramento-Golden State .... 121-115 LA CIippers-Houston.......... 122-105 Staðan Austurströndin U T % Y-Boston Celtics (A) 54 21 72,0 X-Detroit Pistons (M) 49 25 66,2 X-Atlanta Hawks (M) 47 27 63,5 X-ChicagoBuUs(M) 45 30 60,0 Milwaukee Bucks (M) 39 35 52,7 Cleveland Cavaliers (M) 37 39 48,7 Indiana Pacers (M) 35 39 47,3 New York Knicks (A) 34 41 45,3 WashingtonBuUets (A) 34 41 45,3 PhUadelphia 76ers (A) 32 42 43,2 New Jersey Nets (A) 18 58 23,7 Vesturströndin X-Los Angeles Lákers(K) 56 18 75,7 X-DaUas Mavericks (Mv) 49 25 66,2 X-DenverNuggets (Mv) 48 27 64,0 X-Portland T'Blazers (K) 47 27 63,5 X-Houston Rockets (Mv) 43 31 58,1 X-UtahJazz (Mv) 40 34 54,1 X-SeattleSupersonics(K) 40 35 53,3 San Antonio Spurs (Mv) 28 46 37,8 Phoenix Suns (K) 25 49 33,8 Sacramento Kings (Mv) 22 53 29,3 Golden State Warriors(K) 18 56 24,3 Los Angeles CUppers(K) 17 58 22,7 Y-Deildarmeistarar, X-Komnir í úrslit A-Atlandshafsdeild, M-Miðdeild, Mv-Miðvesturdeild, K-Kyrrahafsdeild Átta lið úr hvorum riðli fara i úrslita- keppnina. - HÁ/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.