Tíminn - 12.04.1988, Page 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 12. apríl 1988
iilí LANDBÚNAÐUR lllllllM^ I: ■■ ii :V!■ ■■ -nlliíiilÍÍllilillllllHlllllHIIIIIIIIÍ
Haukur Halldorsson formaöur Stettarsambands bænda FyTTÍ hlllti
Stefna í sauðf járrækt
/
(Utdrattur ur erindi sem flutt var a raðunautafundi 1988)
Án efa er engin grein landbúnaðarins íslensku þjóðinni
jafn hugstæð og sauðfjárræktin, svo samofin er sauðkindin
sögu þjóðarinnar í blíðu og stríðu liöinna alda.
Vafamál er að nokkur búgrein geti með jafnótvíræðum
rétti kallast „landbúnaður‘% svo nátengd er sauðfjárræktin
iandinu og nýtingu á gæðum þess.
Á okkar dögum er hún í hugum flestra útvörður
byggðarinnar. Hún er tákn um ákveðið lífsmunstur sem
fólk hefur valið sér, og undirstaða þess kjarnmikla
mannlífs sem þrífst í hinum dreifðu byggðum.
Sauðfjárræktin hefur átt og á enn öfluga talsmenn, sem
ótrauöir hafa bent á að varðveita beri og vernda þau
verðmæti sem fólgin eru í dreifðri byggð landsins, húsa-
kosti, ræktun og verkþekkingu og staðþekkingu fólksins.
Síðast en ekki síst má þar nefna verðmæti sem fólgin eru í
lifandi byggð.
I þessari baráttu beita menn iðulega huglægum og
tilfinningalegum rökum sem oft byggjast fremur á ósk-
hyggju en raunsæi.
Nú steðja að nýjar hættur eða
eigum við að segja þróun sem
örðugt er að segja hvert leiðir.
í fyrsta lagi harðnandi sam-
keppni á matvælamarkaðnum sem
byggist á óskum neytenda um fjöl-
breyttara fæðuval og fituminni
vörur.
í öðru lagi krafan um arðsemi og
ávöxtun þessfjársem íbúgreininni
er bundið.
í þriðja lagi er svo krafa fólks um
afkomu og samanburðurinn við
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Þessar breytingar kalla á nýjar
baráttuaðferðir og endurmat á
ýmsum þáttum sem við hingað til
höfum talið sjálfsagða.
Slíkt endurmat verður að byggj-
ast á raunsæi og hreinskilni og
getur verið sársaukafullt.
Hins vegar verða menn að gera
sér Ijóst að barátta sem háð er á
röngum forsendum vinnst ekki.
Stefna stjórnvalda
í búvörulögunum frá 1985 er
mörkuð stefna stjórnvalda í fram-
leiðslumálum landbúnaðarins. Þar
segir að framleiðsla búvara til
neyslu og iðnaðar skuli vera í sem
nánustu samræmi við þarfir þjóðar-
innar og tryggja ávallt nægjanlegt
vöruframboð við breytilegar að-
stæður í landinu. Einnig að nýta
skuli sölumöguleika fyrir búvörur
erlendis eftir því sem hagkvæmt
þykir.
Þá eru í lögunum ákvæði um
lækkun útflutningsbóta niður í 5%
af heildarverðmæti búvörufram-
leiðslunnar árið 1992.
Þetta er sá starfsrammi sem
löggjafarvaldið hefur markað land-
búnaðinum og afmarkar það svig-
rúm til framleiðslu mjólkur og
kindakjöts sem við höfum á næstu
árum.
Með tilliti til þessa er Ijóst að
sauðfjárræktin þarf að búa sig
undir að mæta stöðugt harðnandi
samkeppni með minni stuðningi
ríkisvaldsins. Sú hefur líka verið
þróun undanfarinna ára.
Frá árinu 1980 hafa framlög til
landbúnaðarins sem hlutfall af
ríkisútgjöldum lækkað úr 11,22%
árið 1980 í 5,78% 1987. Þar er átt
við öll framlög til landbúnaðar-
ráðuneytisins og stofnana sem
heyra undir það, búnaðarmál, út-
flutningsbætur og niðurgreiðslur.
Vegna endurgreiðslu á söluskattin-
um hækka þessar tölur að vísu
mjög mikið á þessu ári, en það
breytir hins vegar litlu um þá
augljósu stefnu ríkisvaldsins sem
út úr þessum tölum má lesa.
Litlar líkur eru á því að miklar
breytingar verði á þessari stefnu
stjórnvalda í þá átt að auka framlög
til landbúnaðarins. Flestir stjórn-
Endurmat á stööu
sauðfjárræktarinnar
verður að byggjast á
raunsæi og hreinskilni
og getur verið sárs-
aukafullt.
Hins vegar verða
menn að gera sér Ijóst
að barátta sem háð er
á röngum forsendum
vinnst ekki.
málaflokkarnir hafa átt þátt í að
móta þessa stefnu. Þetta verður
enn Ijósara þegar á það er litið að
pólitísk áhrif bændastéttarinnar
fara sífellt minnkandi.
Samkvæmt athugun Félagsvís-
indastofnunar Háskólans, voru
aðeins um 5,6% allra ársverka í
landinu unnin við frumframleiðslu
í landbúnaði árið 1983. Sé miðað
við Norðurlönd hefur aðeins Sví-
þjóð lægra hlutfall starfandi fólks
í landbúnaði en ísland.
Hvers vegna stuðningur
við landbúnað?
í þessu sambandi er vert að velta
því fyrir sér af hvaða ástæðum
ríkisvaldið leggur fé til stuðnings
landbúnaðinum. Hvers vegna eru
stjórnvöld reiðubúin að undirrita
samning eins og búvörusamninginn
sem gerður var í mars á sl. ári.
Rétt er að rifja það upp í þessu
sambandi að upphaflegar forsend-
ur útflutningsbóta árið 1960 voru
stuöningurviðinnlenda markaðinn
svo að ekki þyrfti að taka gjald til
þess að bæta upp útflutning. Mark-
miðið þá var því ekki beinn stuðn-
ingur við byggðastefnu.
Ég tel hins vegar engan vafa á því
að forsendur núverandi búvöru-
samninga séu fyrst og fremst vilji
samfélagsins til þess að viðhalda
byggð. fþessu felst viðurkenning á
í stuðningi ríkisvalds-
ins við landbúnaðinn
felst viðurkenning á því
að í hinni dreifðu
byggð séu fólgin verð-
mæti sem þjóðfélaginu
eru mikilvæg.
því að í hinni dreifðu byggð séu
fólgin verðmæti sem þjóðfélaginu
eru mikilvæg.
í öðru lagi fclst í þessum stuðn-
ingi viðurkenning samfélagsins á
því, að af öryggisástæðum er þjóð-
inni nauðsyn að hér séu fram-
leiddar búvörur.
Krafa samfélagsins
Eðlilegt er að næst sé spurt
hvaða kröfu þjóðin eigi vegna
þessarar fyrirgreiðslu við landbún-
aöinn, í þessu tilfelli sauðfjárrækt-
ina.
Ég tel að fyrsta krafa samfélagsins
sé sú að hér sé rekinn hagkvæmur
búskapur og land nýtt hóflega.
Niðurstöður búreikninga og úr-
tök Hagstofunnar úr skattframtöl-
um bænda benda til þess að hag-
kvæmni í búrekstri sé víða ábóta-
vant.
í úrtaki sem Hagstofan vann úr
skattframtölum rúmlega 100
hreinna sauðfjárbúa fyrirárið 1984
kom í Ijós að nær allar ráðstöfunar-
tekjur fjölskyldunnar komu frá
störfum utan búsins. Búreksturinn
sjálfur gaf þessu fólki lítið í aðra
hönd.
Það ber að vísu að hafa í huga
að árið 1984 var mjög erfitt ár fyrir
bændur víða um land vegna árferð-
is. Engu að síður er ástæða til þess
að líta slíkar rekstrarniðurstöður
mjög alvarlegum augum og þetta
sýnir glögglega hve brýn þörf er á
fræðslu og leiðbeiningum á hag-
fræðilega sviðinu.
Hvert á að
sækja kjarabætur?
Hér að framan hefi ég lagt
áherslu á mikilvægi þess fyrir sauð-
fjárræktina og hinar dreifðu byggð-
ir að njóta skilnings samfélagsins.
Hitt er jafn mikilvægt að allir geri
sér ljóst að byggð verður ekki til
lengdar haldið óbreyttri eða lítt
breyttri í landinu nema með því að
þeir sem í strjálbýlinu búa hafi
hliðstæð kjör og þeir sem í þéttbýli
búa. Það hefur einkum orðið hlut-
verk sauðfjárræktarinnar að vera
útvörður byggðarinnar í landinu.
Þetta hefur ekki að öllu leyti verið
Kjarabætur til handa
sauðfjárbændum
verða við núverandi
aðstæður aðeins
fengnar með hagræð-
ingu í búrekstrinum,
aukinni skipulagningu
framleiðslunnar og
hagræðingu á mark-
aðnum.
bændum hagstætt ef dæmið er
skoðað út frá fjárhagslegu sjónar-
miði og beinlínis bitnað á kjörum
þeirra. Ég óttast líka að sú mikla
dreifing sem nú er í sauðfjárfram-
leiðslunni dragi úr hagkvæmni bú-
greinarinnar og spilli þar með sam-
keppnismöguleikum hennar.
Vegna þess hve draga hefur þurft
saman framleiðsluna geta bændur
ekki lengur borið kostnað af
byggðastefnu á sama hátt og áður
var.
Síðasti aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda sendi stjórnvöldum
skilaboð um þetta efni sem ég held
að engin leið sé að misskilja.
Ályktun aðalfundarins er svo-
hljóðandi:
„Stéttarsamband bænda styður
heilshugar hvers konar viðleitni
stjórnvalda til varðveislu byggðar
en bendir á að vegna þröngrar
stöðu sauðfjárræktar getur hún
ekki tekið á sig byrðar í því
sambandi enda hlýtur það að vera
hlutverk samfélagsins alls“.
Eins og áður er vikið að er
samanburðurinn við lífskjör ann-
arra stétta ein áleitnasta spurningin
í landbúnaðinum nú. ekki síst í
sauðfjárræktinni.
Hvert á að sækja kjarabætur
handa sauðfjárbændum?
Tveir hópar
Eins og markaðsaðstæðum er nú
háttað verða þær ekki sóttar til
markaðarins með hækkun afurða-
verðsins.
Það er nú sem betur fer flestum
að verða ljóst að einhliða hækkun
verðsins er ekki leið sem skilar
bændum kjarabótum. Þvert á móti
spillir það samkeppnisaðstöðu
afurðanna, dregur úr sölu og rýrir
enn frekar framleiðslumöguleik-
ana. Pólitískur vilji virðist ekki
fyrir hendi til þess að auka raun-
gildi niðurgreiðslna og hjálpa
bændum með því að sækja kjara-
bætur eftir þessari leið.
Kjarabætur til handa sauðfjár-
bændum verða við núverandi að-
stæður aðeins fengnar með hag-
ræðingu í búrekstrinum og aukinni
skipulagningu framleiðslunnar.
Éinnig með hagræðingu á mark-
aðnum og aukinni samvinnu
söluaðila.
í þessu sambandi verða menn að
átta sig á því og viðurkenna sem
staðreynd að sauðfjárbændur
skiptast í tvo hópa, og tekjuvanda-
mál þessara hópa verða ekki leyst
með sama hætti.
í fyrrnefnda hópnum eru þeir
sem stunda sauðfjárrækt sem aðal-
starf eða stefna að slíkum bú-
rekstri.
Til þess að tryggja hag þessara
bænda virðast þrjár leiðir einkum
koma til greina. 1 fyrsta lagi hækk-
un afurðaverðsins að því marki að
búreksturinn gefi sambærilega af-
komu og viðmiðunarstéttirnar hafa
þrátt fyrir að í mörgum tilfellum sé
ekki um fullt starfa að ræða og
nýting fjárfestinga ófullnægjandi.
Þessi leið yrði ekki farin án verulegr-
ar röskunar á markaðnum og sam-
dráttar í sölu kindakjöts. f öðru
lagi að gera þeim kleift að stækka
bú sín að því marki að vinna þeirra
nýtist að fullu við búreksturinn og
laun og fastur kostnaður dreifist á
meira framleiðslumagn. Augljóst
er að þessi leið verður ekki farin
við núverandi aðstæður nema hluti
þeirra bænda sem nú stunda sauð-
fjárrækt hætti í því starfi eða
minnki við sig.
Þriðja leiðin væri að skapa þess-
um bændum möguleika á öðrum
störfum við hlið búrekstrarins
þannig að vinna þeirra nýtist til
fulls. Með því væri ýtt undir þá
þróun enn frekar en nú er orðið,
að sauðfjárrækt verði stunduð hér
sem hliðarstarf.
Hinn hópurinn er svo sá hluti
framleiðenda sem hefur sauðfjár-
ræktina sem hlutastarf og nýtir
vinnu sína að öðru leyti til tekju-
öflunar við önnur störf. Þessi hóp-
ur gerir ekki sömu kröfur um
hækkun afurðaverðs, en telurmeiri
ávinning af því að halda verði
kjötsins niðri og afsetja meira
magn.
Hagur þessara framleiðenda
verður best tryggður með því al-
mennt að efla atvinnustarfsemi í
dreifbýlinu og tryggja með því
næga vinnu fyrir þá sem hafa
búskapinn sem hlutastarf.