Tíminn - 27.04.1988, Side 4

Tíminn - 27.04.1988, Side 4
4 Tíminn Miövikudagur 27. apríl 1988 Frá Menntamála- ráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Hamrahlíð vantar kennara í tölvufræði. Við Verkmenntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum: Efna- og líffræði, félagsfræði, hagfræðigreinum, íslensku, rafeindavirkjun, sagnfræði, saumum, stærðfræði, tölvufræði, vefnaði, vélstjórn, við- skiptagreinum. Auk þess vantar stundakennara í ýmsum greinum. Við Menntaskólann á Egilsstöðum vantar kennara í þýsku, frönsku, dönsku, líffræði, stærð- fræði, tölvufræði, félagsfræði, sálfræði, viðskipta- greinum og íþróttum. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgöir: Þórsgata 14 - sími 24477 Laus staða Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar staða handmennta- kennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 24. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. apríl 1988 Askorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík Fasteignagjöld í Reykjavík 1988 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendursem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra í samræmi við I. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 20. apríl 1988 Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík Kaupfélag Árnesinga auglýsir Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hótel Selfoss fimmtudaginn 5. maí og hefst kl. 13.30. Kjörnir fulltúar mæti í Árseli kl. 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Kaupfélags Árnesinga Tímamynd ÖÞ. Karlakórnum Heimi boðið til ísraels Nú hefur verið ákveðið að karla- kórinn Heimir í Skagafirði fari til Israels í júnímánuði n.k. í boði stjórnvalda þar í landi. Mun kórinn syngja á listahátíð þar, ásamt ýmsu af kunnasta listafólki veraldar. Þykir Skagfirðingum að kórnum sé sýndur mikill heiður með þessu boði, sem kom kórfélögum algerlega á óvart. Líklegt er að kórinn haldi utan 6. júní og ferðin standi í 17-20 daga. Þegar hefur verið ákveðið að kórinn syngi í fjórum borgum í ísrael en haldi síðan til Egyptalands í boði tónlistarfélags Kaíróborgar og syngi á einum eða tveimur stöðum þar í landi. Þá hefur komið til tals að á meðan dvalið verður í ísrael muni kórinn syngja í kvikmynd sem íslenska sjónvarpið mun ætla að taka upp í borginni helgu, en þarna mun vera um jólamynd Sjónvarpsins að ræða. Hugmyndin er að kórinn syngi nokk- ur sálmalög í myndinni. Þrátt fyrir að kórnum sé boðið út verður hann að taka nokkurn þátt í kostnaði við ferðina og stendur nú yfir fjáröflun af þessu tilefni. Karlakórinn Heimir telur nú um 60 félaga og er meirihluti þeirra bændur, en bændur hafa ávallt verið uppistaðan í kórnum á 60 ára starfs- ferli hans. Kórfélagar hittast að jafnaði tvisvar í viku í félagsheimil- inu Miðgarði, til æfinga. Undirleik- ari er ensk stúlka, Katharina L. Seedell, sem kennir nú við Tónlistar- skóla Skagafjarðar. Einnig leikur Jón Gíslason undir á harmóniku, en stjórnandi kórsins er Stefán Gísla- son tónlistarkennari í Varmahlíð. Þ, Fljótum Stjörnugjöf frá einni til fimm = ★★★ '12 Háskólabíó sýnir Throw Momma from the Train: Hæ,hó,jibbýjey og jibbýýý jeyy Háskólabíó: Throw Momma from the Train /Hentu mömmu af lestinni Aöalhlutverk: Danny DeVito, Billy Crystal, Kim Greist, Anne Ramsey Leikstjóri: Danny DeVito. Háskólabíó hefur nú til allrar hamingju hætt að sýna myndina The Big Town með Matt Dillon og Diane Lane, sem var ein sú versta sem sést hefur á þessu stóra hvíta tjaldi í bíóinu við Hagatorg. En Háskólabíó er eins og kamelljón, því þegar sú versta fýkur, kemur sú besta inn. Þetta er að sjálfsögðu myndin sem fólk hefur beðið eftir, Throw Momma from the Train. Leikstjóri og annar aðalleikari myndarinnar er enginn annar en Danny DeVito, lítill, feitur, sköllótt- ur og krumpaður eins og venjulega. Hinn aðalleikarinn er homminn úr Löðri, Billy Crystal, en sjónvarps- áhorfendur sáu hann síðast kynna afhendingu Grammy verðlaunanna í síðustu viku, að ég held. Hér segi ég frá söguþræðinum: Larry (Crystal) er háskólakennari í bókmenntum, en einn alversti nemandi hans er Owen (DeVito), sem býr við algert ofríki mömmu sinnar. Larry á hinn bóginn er nýskil- inn og konan hans fyrrverandi stal af honum handriti að skáldsögu sem síðan slær í gegn og eins og gefur að skilja er Larry lítið hrifinn af því. Owen gælir stanslaust við þá hug- mynd að myrða móður sína og eftir gífurlegan misskilning, heldur Owen að hann og Larry hafi komist að samkomulagi um gagnkvæm morð. Þannig átti Owen að myrða fyrrver- andi konu Larrys og Larry að myrða móður Owens. Þannig átti að koma í veg fyrir að lögreglan kæmist á sporið, því ástæður fyrir morðinu voru ekki fyrir hendi. En eins og góðri mynd sæmir, þá fer ekki allt eins og það á að fara. Það eru ár og dagar síðan ég hef hlegið jafn hjartanlega og á þessari mynd. Þetta var ekki þvingaður hlátur, heldur streymdi hann upp um hálsinn og þeyttist út eins og þegar hellt er úr mjólkurbrúsa (þetta er fremur ógeðsleg lýsing á hlátri ekki satt?). DeVito hefur tekist alveg einstak- lega vel upp með leikstjórnina, leik- aravalið er frábært og með reglulegu millibili koma svo stórkostlegir brandarar, að ég á erfitt með að setja þá ekki alla í þessa hrútleiðin- legu gagnrýni. Hér er þó einn fyrir ykkur sem eruð búin að sjá myndina (svo þið getið hugsað til baka): „Yes I‘m sick, I‘m sick..Cows!!“ Þetta er svona mynd þar sem maður kemur brosandi út úr bíóinu og syngur: Hæ,hó,jibbý,jey og jibb- ýýý jeyy... það er kominn 17. júní (þó það sé ennþá apríl). Niðurstaða: Þetta er góð mynd sem hann Lriðbert hefur valið til sýningar í bíóinu. Hún er óborgan- lega fyndin og skemmtileg. Hún var mjög vinsæl erlendis, og mér finnst það ekki mjög svo ofboðslega skrýtið. Ég á erfitt með að hæla Mömmu (Anne Ramsey) ekki, því án hennar hefði svo sannarlega vant- að heilan kafla í þessa frábæru bíóbók. Ergo: Þú verður allt annað en svikinn af því að fara á þessa mynd. Ef þér finnst hún leiðinleg, þá hlýtur þú að vera leiðinlegur líka (Nei, ég meinti þetta ekki). Ég skora bara á ykkur að fara á myndina, hún er það góð. -SÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.