Tíminn - 27.04.1988, Síða 6

Tíminn - 27.04.1988, Síða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 27. apríl 1988 Guöjón B. Ólafsson: Athugasemd vegna launaumræðu Guðjón B. Ólafsson. í tilefni af umræðu um launamál mín hjá Iceland Seafood Corpora- tion sé ég ástæðu til að koma eftirfar- andi á framfæri: Launin Á þeim rúmlega sex árum, sent hér er fjallað um, námu heildar- launagreiðslur til mín 1.529.000 döl- um eða að meðaltali 20.660 dölum á mánuði. Um þessar greiðslur hefur aldrei verið deilt. Endurgreiddur kostnaður Á þessu tímabili nam endur- greiddur kostnaður 393.502 dölum eða að meðaltali 5.318 dölum á mánuði. Staðgreiðsluskattur, reikn- aður á hinn endurgreidda kostnað, nam á tímabilinu 374.798 dölum eða 5.065 dölum á mánuði. Við þennan útreikning ber þó að gera þá athuga- semd, að nokkuð af þessum kostnaði má rekja til áranna fyrir 1981; er vikið að því síðar. Það er þessi endurgreiddi kostn- aður, sem verið hefur vefengdur af fyrrverandi stjórnarformanni félags- ins, eins og ég mun nú víkja að. Um hvað hefur verið deilt? Segja má að aðfinnslur fyrrver- andi stjórnarformanns Iceland Sea- food, Erlendar Einarssonar, hafi beinst að tvennu. f fyrsta lagi taldi hann sig ekki hafa vitað um eða geta fallist á uppreikning hins endur- greidda kostnaðar um staðgreiðslu- skatta; hann telur sig ekki muna eftir viðræðum, sem hinir bandarísku endurskoðendur hafa staðfest að þeir hafi átt við hann og mig um þetta efni. Þess ber þó að geta, að á stjórnarfundi í Iceland Seafood, sem haldinn var 23. mars sl., staðfestu allir stjórnarmenn, þ.m.t. Erlendur, þessa vinnuaðferð hinna bandarísku endurskoðenda. í öðru lagi hefur Erlendur haldið því fram að hann hafi ekki samþykkt alla þá kostnað- arliði, sem endurgreiddir voru. Hér er aðallega um að ræða tvær greiðsl- ur, aðra á árinu 1982 en hina á árinu 1983. Taka þær báðar til kostnaðar, sem ég varð fyrir á árunum þar á undan. Ég hef haldið því fram að fullt samkomulag hafi verið um greiðslur þessara kostnaðarliða og hafa bandarísku endurskoðendurnir staðfest að svo hafi verið, enda fóru þessar greiðslur, sem og allar aðrar greiðslurtil mín, um þeirrahendur. Um hvaða kostnað er hér að ræða? Þeir 393.502 dalir, sem getið er hér að fram sem endurgreidds kostn- aðar, greinast í stórum dráttum þannig, að 172.306 dalir eða 44% eru vegna kostnaðar við íbúðarhús, svo og kostnaðar vegna búferlaflutn- inga, 135.400 dalir eða 34% eru þátttaka í skólakostnaði, afgangur- inn 85.796 dalir eða 22% eru vegna ýntiss konar annars kostnaðar, þ.m.t. þátttaka í bifreiðakostnaði og kostnaði við tryggingar. í sambandi við kostnað við íbúð- arhús skal þess getið, að húsið átti ég sjálfur og greiddi af því skatta og skyldur. Mér telst svo til, að sé fjármagnskostnaður tekinn til greina, ásamt fasteignagjöldum, hafi endurgreiðslur frá fyrirtækinu staðið undir minna en helmingi af rekstrar- kostnaði hússins. í þessu sambandi má geta þess að framkvæmdastjórar Sambandsins og dótturfyrirtækja þess í Evrópu hafa jafnan haft fría bústaði, sem fyrirtækin hafa átt og kostað að öllu leyti. Hvað segja endur- skoðendurnir um skattaþáttinn? í bréfi dags.. 7. desember 1987 staðfestu hinir bandarísku endur- skoðendur, Laventhol & Horwath, að það hefðu verið þeir sem ráð- lögðu stjórn Iceland Seafood, með viðræðum við Erlend Einarsson og undirritaðan („through both Mr Ein- arsson and yourself"), að hin eina löglega leið til þess að koma greiðsl- um að skaðlausu til viðtakanda, hefði verið að hækka endurgreiðslu vegna hinna umsömdu kostnaðar- liða um staðgreiðsluskattinn. Þá hafa endurskoðandinn, Mr Sanford F. Snyder, og lögfræðingur Iceland Seafood, Mr William D. Boswell, ítrekað staðfest á fundum með stjórn ISC, að þetta sé hin viðtekna aðferð í bandarískum fyrirtækjum, þ.e. að umsaminn kostnaður sé hækkaður sem nemur staðgreiðsluskatti og síð- an greiddur sem laun. Ástæðan er m.a. sú, að laun eru að sjálfsögðu frádráttarbær gagnvart skatti en kostnaðargreiðslur vegna stjórn- enda hins vegar ekki. Með tilliti til þess, að Iceland Seafood var á þessum tíma rekið með hagnaði ár eftir ár, er ljóst að þetta var einnig sú aðferð sem hlaut að henta fyrir- tækinu best. Um þetta segir Geir Geirsson í skýrslu sinni: „Að ráði endurskoð- anda félagsins var þessi kostnaður greiddur í formi launa, að viðbættum staðgreiðsluskatti, en eins og áður er fram komið taldi hann annað ekki löglegt, ef viðkomandi ætti að njóta endurgreiðslnanna að fullu.“ Um ferðakostnað sérstaklega í umræðu þeirri, sem nú hefur aftur verið sett af stað um málefni mín hjá Iceland Seafood Corpora- tion, hafa menn ekki látið sér nægja að reyna að gera Iaunakjör mín tortryggileg, heldur hefur verið látið að því liggja, að ekki sé allt með felldu um ferðakostnaðarreikning minn hjá fyrirtækinu. Fullyrðingum þess efnis, að kostnaður þessi sé óeðlilega hár, er e.t.v. best svarað með því að láta koma fram, að síðustu fimm heilu árin sem ég starfaði hjá ISC var kostnaður þessi að jafnaði nokkru lægri á ári en hjá eftirmanni mínum á fyrsta heila starfsári hans, eða 95.400 dalir á móti 98.100 dölum. í öðru lagi ber að geta þess, að á ferðakostnaðar- reikning er ekki aðeins færður ferða- kostnaður, heldur og risna bæði heima og heiman, svo og kostnaður vegna þátttöku í ráðstefnum, en öllum sem kunnugir eru bandarísku viðskiptalífi mun ljóst, að þar er um verulegan kostnaðarlið að ræða. Bókhaldi hjá Iceland Seafood er þannig háttað, að stór hluti af risnu og ráðstefnukostnaði fyrir fyrirtækið í heild lendir á „ferðakostnaðar- reikningi" framkvæmdastjórans. Flokksstarf Fundur um borgarmálefni Fimmtudaginn 28. apríl n.k. gengst borgarmálaráð Framsóknarfélag- anna I Reykjavík fyrir fundi um málefni Reykjavíkurborgar í Nóatúni 21 kl. 18.00. Dagskrá: 1 • Yfirlit yfir störf borgarstjórnar Reykjavíkur Framsögumaður Sigrún Magnúsdóttir 2. Skipulagsmál, Alfreð Þorsteinsson 3. Umferðarmál, Sveinn Grétar Jónsson 4. Málefni S.V.R., Hallur Magnússon 5. Dagvistarmál, Þrúður Helgadóttir 6. Heilbrigðismál, Margeir Daníelsson 7. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin en sérstaklega er mælst til þess að þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík mæti á fundinn. Sigrún Alfreð Sveinn Grétar Hallur Þrúður Framsóknarfélögin í Reykjavfk Margeir Rabbfundir LFK í kjördæmum Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör- dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem hér segir. Vík i Mýrdal: fimmtudaginn 28. apríl kl. 21.00. Ólafía Ingólfsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Unnur Stefánsdóttir Allar velkomnar. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna é á Ströndum verður haldinn sunnudaginn 1. maí í kaffistofu f Hraðfrystihússins á Hólmavík og hefst kl. 17.00. \: j/ Formaður Sambands ungra framsóknarmanna, W" Gissur Pétursson,, mætir á fundinn og greinir frá starfsemi SUF. Gissur Allir velkomnir. Petursson Hafnfirðingar, nágrannar Spilum félagsvist í íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélögin Hafnarfirði Þá hafa menn verið að fleygja því á milli sín, að ég hafi fengið kostnað þennan eða hluta af honum endur- greiddan án þess að slíkar greiðslur væru studdar fylgiskjölum. Þessum ásökunum vísa ég algjörlega á bug. Fylgiskjöl þessi voru hins vegar ekki geymd með almennum fylgiskjölum fyrirtækisins, heldur voru þau í sér- stakri geymslu á mínum vegum. Hér var fylgt vinnuaðferð sem er algeng í bandarískum fyrirtækjum. Að sjálfsögðu höfðu endurskoðendur Iceland Seafood aðgang að þessum fylgiskjölum. Þcss má geta, að þegar skattaeftirlitsmenn settust upp hjá okkur samkvæmt útdrætti, eins og hér tíðkast, og grandskoðuðu færsl- ur og bókhald yfir fjögurra ára tímabil, þá leiddi sú skoðun ekki til einnar einustu breytingar á færslum, sem mig vörðuðu, m.a. vegna þess að auðvelt reyndist að leggja fram öll fylgiskjöl sem spurt var um. Umfjöllun stjórnar Sambandsins Svo sem kunnugt er af fréttum fjallaði stjórn Sambandsins um mál þetta á fundi sínum í Reykjavík 29. mars sl. Þar voru lagðar fram og kynntar skýrslur Geirs Geirssonar, löggilts endurskoðanda, og Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra. Þess ber að geta, að skýrsla Sigurðar hafði verið yfirfarin og endurskoðuð af Guðjóni Eyjólfssyni, löggiltum endurskoðanda, og Guðmundi Ein- arssyni, verkfræðingi. Geir Geirsson komst að þeirri niðurstöðu, að ekki hefðu „ennþá verið lögð fram nægilega skýr gögn varðandi suma hinna greiddu bón- usa“. Sigurður taldi hins vegar, að hver einstök greiðsla hefði verið skýrð til fullnustu og þar með greiðslurnar allar í heild. Eftir að hafa fjallað um skýrslurnar báðar komst stjórn Sambandsins að þeirri niðurstöðu, „að ágreiningur í launa- og kjaramálum fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins (þ.e. fyrrv. forstjóra Iceland Seafood) hafi að fullu verið skýrður". Lokaorð í umræðum um þessi launakjör mín hjá Iceland Seafood virðast menn gleyma því, að fyrirtækið er bandarískt og lýtur því bandarískum lögum, reglum og venjum og því ber við alla viðmiðun og umræðu um laun mín að horfa til þess sem tíðkað er hjá bandarískum fyrirtækjum af sambærilegri stærð, en ekki til þess sem tíðkast hér á íslandi. Ég tel að launakjör mín hjá Iceland Seafood hafi verið fyrir ofan meðallag síðustu ár mín hjá fyrirtækinu, en það var á þeim tíma þegar búið var að snúa við efnahag þess og rekstri og það farið að skila umtalsverðum tekjuafgangi. Þegar ég orða þetta svo, þá ber ég kjör mín saman við bandaríska stjórnendur í fyrirtækjum af sam- bærilegri stærð. Ég gæti komið með mörg dæmi um betri kjör og eflaust væri einnig hægt að finna dæmi um rýrari kjör. I október 1987 gerði bandaríska tfmaritið Business Week athugun á kjörum stjórnenda í við- skiptalífinu og komst að þeirri niður- stöðu, að meðallaun þeirra hefðu verið 651.000 dalir á árinu 1986. Þetta er 59% hærri fjárhæð en ég fékk greidda frá Iceland Seafood á þessu sama ári, að meðtöldum endurgreiddum kostnaði og skatta- uppfærslu. Éins og fram hefur komið í frétt- um og vikið er að f þessari athuga- semd hefur mál þetta nú hlotið lokaafgreiðslu hjá stjórnum Iceland Seafood Corporation og Sambands ísl. samvinnufélaga. Hjá báðum stjórnum voru allir stjórnarmenn mættir og í báðum tilfellum hlaut málið einróma afgreiðslu. Með þessari athugasemd er um- ræðu um mál þetta lokið af minni hálfu. Reykjavík 26. apríl 1988 Guðjón B. Ólafsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.