Tíminn - 27.04.1988, Síða 13

Tíminn - 27.04.1988, Síða 13
Miðvikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 13 lllillll VETTVANGUR W Jónas Egilsson Arétting vegna fram- komins misskilnings Af ástæðum sem ekki verðar raktar frekar hér, var ekki hægt að birta eftirfarandi athugaserad í Sæmundi, málgagni íslenskra námsmanna erlendis, sem á að koma út bráðlega, en eftirfarandi athugasemd og bréf var ætlað þar til birtingar og miðast aUt orðalag við það. Astæðan fyrir þessum greinarskrifum er misskilningur sem vart hefur orðið í fjölmiðlum og víðar, sem sameigin- legt bréf okkar „fimmmenninganna“ svoköUuðu, sem eru í framboði til stjórnar SÍNE, virðist hafa valdið. Eins og kunnugt er, þá sendum við sameiginlega bréf til nokkurra námsmanna erlendis, þar sem framboð okkar og hugmyndir voru lauslega kynntar, þó ekki væri um sameiginlegt framboð að ræða. Umræddir „fimmmenningar“ eru Belinda Theriault, Birgir Þ. Runólfsson, Guðrún Kr. Guð- finnsdóttir, Óskar Borg og sá er þetta ritar, Jónas Egilsson. Jafnframt skal það tekið fram hér að ekki er ætlunin að fara út í neinar ritdeilur við aðra frambjóð- endur til stjórnar SÍNE, heídur einfaldlega að koma nauðsynleg- um leiðréttingum á framfæri. Kemur þá greinin sem átti að birtast í Sæmundi. Kynningu á fram- bjóðendum ábótavant í lok febrúar sl. var ljóst að kosningar yrðu til stjórnar SÍNE. Kom þá fram að núverandi stjórn SÍNE hafði ekki hug á að gefa út sérstakan „kosninga Sæmund" eins og tíðkast hefur. Fram til þessa, hafa nemendur fengið kjörgögn og aðrar upplýsingar sendar með Sæmundi ár hvert, þangað til nú. Þar af leiðandi gátu frambjóðendur til stjórnar SÍNE, fyrir næsta kjör- tímabil, ekki kynnt sín sjónarmið- og hugmyndir eins og eðlilegt gæti talist. Þess vegna og eingöngu þess vegna töluðum við okkur saman og ákváðum að senda stutt bréf í sameiningu til eins margra náms- manna erlendis og við höfðum tök á. Því miður var kostnaður það mikill, pappír, umslög og aðallega burðargjöld, að við gátum ekki sent til ykkar allra eins og hefði þurft að vera. Nöfn voru því valin af handahófi víðsvegar af skránni eftir því sem efni okkar leyfðu. Öllum ásökunum um að einstak- lingar hefðu verið valdir eftir ein- hverjum pólitískum línum eru út í hött og er vísað til föðurhúsanna. Við viljum fagleg og ábyrg vinnubrögð Við höfum öll rekið okkur á það að breytinga er þörf. Öll höfum við áhuga á að vinna að umbótum í lánamálum. Við teljum hagsmun- um ykkar námsmanna sé best borg- ið með faglegum og ábyrgum vinnubrögðum, og að ekki sé dans- að eftir flokkspólitískum línum. Það mun rétt vera að sum okkar eru tengd ákveðnum stjórnmála- flokki, sem í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt, en það gildir ekki um okkur öll. Langt því frá. Að auki, sakaði ekki að minnast á að margt það sem sett er fram í bréfinu umrædda, samræmist ekki stefnu umrædds stjórnmálaflokks og öðru er beint beinlínis gegn aðgerðum fyrrum ráðherra þess sama flokks. Þannig að ekki er með öllu ljóst hvemig hægt er að setja þennan flokkspólitíska stimp- il á okkur fimmmenningana, eins og sumir hafa gert. Námsland meginatriði? Bæði f blaðagreinum og í kjör- gögnum, er Iátið sem kosningarnar snúist um námsland frambjóð- enda. Við teljum fráleitt að skipta fólki í flokka eftir námslöndum, enda er um einstaklingskosningar að ræða. Jafnframt er það rangt að segja að þó svo að við höfum öll verið við nám í Bandaríkjunum, þá séum við óhæf að gæta hagsmuna nem- enda í öðmm löndum. Til dæmis stundaði eitt okkar einnig nám á Spáni, Englandi og í Frakklandi í heilt ár, og annar þessara svoköll- uðu fimmmenninga stundaði ein- nig nám í Þýskalandi og ættu þau því að vera kunnug hagsmunum Evrópunemenda. Á það er jafnframt bent að stjórnin er sjö manna og að stjórnin hlýtur einnig að vera skipuð náms- mönnum frá öðrum löndum, þó svo að við öll fimm næðum kjöri, sem engan veginn er víst. Annars er það mitt mat að það ætti ekki að skipta neinu máli hvaðan fram- bjóðandinn kemur. Við eigum að standa sem einn hópur, en ekki draga hvert annað í dilka eftir námslöndum. Slík framkoma er ekki vænleg til árangurs. Ljóst er að núver- andi formaður hefur ekki hagsmuni SÍNE að leiðarljósi lengur, heldur snúist þessi kosningabarátta, í hans huga um völd Al- þýðubandalagsins inn- an SÍNE. Nú í fyrsta skipti er hagsmunum Alþýðubandalagsins, sem hann er fulltrúi fyrir, ógnað að hans mati. Því ber að vinna gegn allri skipulagdri moldvörpustarfsemi með öllum tiltækum ráðum, svo orðbragð formannsins sé notað. Jafnvel að ganga í berhögg við almennar kosningahefðir og sem kjörnefndarmaður fer hann með í gang bar- áttu gegn nokkrum frambjóðendanna. Styðjum alla áhugasama frambjóðendur Þessu framboði okkar er ekki stefnt gegn neinum öðrum fram- bjóðendum persónulega. Þó svo að við höfum áhuga á að breyta til innan samtakanna, þá hefur það aldrei verið okkar meining að aðrir geti það ekki. Við lýsum yfir fullum stuðningi við aðra áhugasama frambjóðendur sem vilja vinna að hagsmunum íslenskra námsmanna erlendis og vonum að störf þeirra verði námsmönnum til hagsbóta. Formaður SÍNE í kosningabaráttu Undirritaður vill leggja áherslu á að við umræddir fimmmenningar eigum ekki í neinum útistöðum við aðra frambjóðendur til stjórnar SÍNE. Hins vegar er orðið allalvar- legt mál þegar formaður núverandi stjórnar SÍNE og meðlimur í kjör- stjórn er farinn að berjast opinber- lega gegn okkur. Er það í hæsta máta ódrengileg framkoma og skora ég á hann að hætta þessum áróðri gegn nokkrum frambjóð- endanna eða hreinlega að segja af sér sem kjörnefndarmaður og sem formaður SÍNE, á meðan núver- andi kosning stendur yfir. Látum vera að núverandi for- maður SÍNE eigi sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins og starfi jafn- framt sem talsmaður íslenskra námsmanna erlendis, þ.e. formað- ur og framkvæmdastjóri SÍNE. í sjálfu sér er það alls ekki rangt. Það jaðrar við hræsni hins vegar að segja að einstaklingar með tengsl við aðra stjórnmálaflokka geti ekki unnið að hagsmunum námsmanna og að kalla það nídingsverk þó svo að við höfum lýst yfir áhuga á að betrumbæta starfsemi samtak- anna. Ljóst er að núverandi formaður hefur ekki hagsmuni SÍNE að leið- arljósi lengur, heldur snúist þessi kosningabarátta, í hans huga um völd Alþýðubandalagsins innan SÍNE. Nú í fyrsta skipti er hags- munum Alþýðubandalagsins, sem hann er fulltrúi fyrir, ógnað að hans mati. Því ber að vinna gegn allri skipulagðri moldvörpustarf- semi með öllum tiltækum ráðum, svo orðbragð formannsins sé notað. Jafnvel að ganga í berhögg við almennar kosningahefðir og sem kjörnefndarmaður fer hann með í gang baráttu gegn nokkrum fram- bjóðendanna. Hér á eftir birtist bréfíð margum- rædda og getur hver sem vill dæmt um efnisinnihald þess. 17. mars 1988 Kæri námsmaður Nú í fyrsta skipti í mörg herrans ár og í annað sinn í sögu SÍNE fara fram kosningar til stjórnar samtak- anna. Við undirrituð höfum gefið kost á okkur til kjörs stjórnar samtakanna fyrir næsta kjörtíma- bil. Öll höfum við dvalið langdvöl- um erlendis og höfum því kynnst ýmsu sem betur mætti fara. Við höfum mikinn áhuga á að starfa í stjórn samtakanna og gera þau að virkum og þróttmiklum aðila í hagsmunabaráttu ykkar. Við viljum gera SÍNE að fagleg- um hagsmunasamtökum náms- manna erlendis. SÍNE á að berjast fyrir réttlátum baráttumálum námsmanna með ágbyrgum og markvissum vinnuaðferðum. Nú liggur mikið við að koma sjónarmiðum námsmanna erlendis á framfæri, þannig að mark sé á þeim tekið. Á þann hátt einungis næst árangur sem við getum unað við. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að endurskoða lög LÍN, því skiptir miklu máli að SÍNE sé sterkt og sameinað í komandi baráttú. Við viljum leggja áherslu m.a. á eftirfarandi atriði: •Við munum leggjast gegn því að þak verði sett á námslán og sérstakir vextir verði lagðir á um- fram lán. •Að framfærsla verði hækkuð. Við teljum að alltof lengi hafi dregist að leiðrétting fari fram og að of margir nemendur gjaldi seinagangs framfærslunefndar. •Að lánað verði að jafnaði sem samsvarar námsaðstoð í tvær vikur, í upphafi og við lok náms, vegna örðugleika við að koma sér fyrir í nýju og oftast framandi landi. •Að sjóðurinn láni að jafnaði í tvö misseri til málanáms, í stað eins, eins og nú er, ef það er undirbúningur fyrir nám erlendis, sem fer fram á öðrum tungumálum en ensku og norðurlandamálum. • Að hætt verði að telja náms- og rannsóknarstyrki og kennslulaun (teaching assistantship) til tekna og því lækki lán ekki sem þessum styrkjum nemur, eins og nú er. •Að lánað verði til fyrrihluta- náms (til bachelorgráðu) við náms- stofnanir erlendis, sem gera sam- bærilegar kröfur til nemenda og tíðkast í háskólanámi hérlendis. Það er, að nemendum verði frjálst að velja sér námsstað og að lán verði ekki takmarkað við það nám sem ekki er hægt að stunda hér- lendis. •Að mótuð verði langtíma- stefna í lánamálum. Ekki verði komið aftan að nemendum á miðju misseri með skerðingu á fram- færslu. • Efla þarf samstöðu innan SÍNE. Veita þarf meira fé til virkra SÍNE-deilda erlendis og auka tengsl við deildirnar, m.a. með auknum bréfaskriftum og virku samstarfi. • Efla þarf tengsl stúdenta við atvinnulífið m.a. með auknu sam- starfi við Atvinnumiðlun stúdenta. •Lengja og tryggja þarf opnun- artíma skrifstofu SINE til að auð- velda félagsmönnum og deildum að koma málefnum sínum á fram- færi. Þetta er stefna okkar sem send- um þér þetta bréf, námsmaður góður. Það er von okkar að þú sýnir ábyrgð og kjósir það fólk, sem vill vinna að þínum hagsmun- um, en ekki nota SÍNE í pólitísk- um tilgangi, sem einungis getur orðið til þess að ala á flokkadrátt- um innan hreyfingar stúdenta og veikja samstöðu þeirra. Með vinsemd og virðingu, Belinda Theriault, Birgir Þór Runólfsson Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir Jónas Egilsson Óskar Borg P.S. Stjórn SÍNE skipa sjö menn. Það er því áríðandi að merkja við öll þessi fimm nöfn. Auglýsing um skipti á fullvirðisrétti í mjólk yfir í fullvirðisrétt í sauðfjárafurðum Framleiðsluráö landbúnaðarins hefur ákveðið að kanna hvort framleiðendur sem hafa fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu vilja skipta á honum að jöfnu fyrir fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu. Þeir sem áhuga hafa á slíkum skiptum eru beðnir að tilkynna það bréflega til skrifstofu framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, Hagatorgi 1,107 Reykjavík, fyrir 20. maí n.k. LÁTTU Tínnuin EKKI FIJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Útboð Vesturlandsvegur um Bjarteyjarsand í Hvalfirði ''//V/Æ Sm W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint f verk. Lengd vegarkafla 2,6 km, fyllingar og burðarlag 14.000 m3 og skeringar 4.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. apríl. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 9. maí 1988. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.