Tíminn - 06.05.1988, Page 3

Tíminn - 06.05.1988, Page 3
Föstudagur 6. maí 1988 Tíminn 3 Bjórinn afgreiddur til síðustu umræðu á Alþingi: SÍÐASTA ATLAGAN Bjórfrumvarpið svokallaða rann í gegnum atkvæðagreiðslu við aðra umræðu í efri deild Alþingis og var samþykkt með 13 atkvæðum gegn 8. Er nú ekki eftir nema þriðja og síðasta umræða í þeirri deild og þar með hillir undir lokaafgreiðslu „bjórsins". Enn er þó eftir þessi síðasta orrusta og sögðu harðir andstæðingar bjórsins að þeir byggjust fastlega við því að fram kæmu breytingartillögur við þriðju umræðuna. Verði einhver breyt- ingartillaga samþykkt við frumvarp þetta um áfengismál, verður að senda það aftur til umræðu í neðri deild. Þar með félli það á tíma og ekkert yrði um bjór í hillum ÁTVR að ræða á næstunni. Skæðasta breytingartillagan er svipuð tillaga og kom fram í neðri deild um að vísa endanlegri ákvörðun um bjórinn til þjóðarat- kvæðis. Þeir sem helst eru taldir líklegir til að bera upp þessa tillögu um þjóðaratkvæði, eru Guðrún Agnarsdóttir (Kvl), Jón Helgason (Frf.) eða Svavar Gestsson (Abl). Við aðra umræðu fluttu þessir þingmenn allir drjúgar ræður gegn því að bjórfrumvarpið verði samþykkt. Bentu Guðrún og Svav- ar mjög á skýrslur og gögn sem undirstrikuðu böl það sem hljóti að fylgja almennri sölu á sterku öli. Benti Guðrún á að ef fram kæmi tillaga um að vísa málinu til þjóðar- atkvæðis, myndi hún styðja hana. Svavar spurði til hvers menn sætu á Alþingi. „Sitja menn ekki hér til að láta gott af sér leiða.“ Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, vísaði til reynslu sinnar frá þeim tíma er sala bjórlíkis var Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, og Guðrún Agnarsdóftir eru með hörðustu andstæðingum bjórsins í efri deild. Búast má við að andstæðingar bjórsins geymi enn vopn til síðustu atlögunnar. leyfð. Nefndi hann tvennt. Annað var stórfelld aukning þeirra dóms- mála er fylgdu ölvun manna við akstur. Hitt væri það að bjórlíkis- staðirnir hafi reynst gróðrarstía þeirra sem fiska vildu í gruggugu vatni og koma í sölu fíkniefnum. „Með því að samþykkja bjórsölu verður stofnað til aukinna vanda- mála af þessu tagi, svo aðeins séu tekin þessi tvö dæmi.“ Aðspurður sagðist Jón fastlega búast við að fram kæmu tillögur til breytingar á bjórfrumvarpinu. Ekki vildi hann segja hvort hann yrði til þess að bera þær upp, en sagðist búast fastlega við að tillaga um þjóðaratkvæði kæmi fram. í>að má því búast við síðustu alvarlegu atlögunni að bjórnum í síðustu umræðu Alþingis um málið. Þó að nokkuð Ijóst sé orðið að meirihluti er nú fyrir áfengis- lagafrumvarpinu í efri deild, líkt og varð í neðri deild, er einnig nokkuð ljóst að mjög tæpt verður á atkvæðamun varðandi þjóðarat- kvæðistillöguna. Er jafnvel talið að sú afgreiðsla geti oltið á einu atkvæði. KB Mikil óvissa um blýlausa eldsneytið nýja: Fræðilestur á bensínstöðvum „Við eigum að vita allt, en oft rekur mann í vörðurnar," segir af- greiðslumaður á bensínafgreiðslu OLÍS á Álfabakka. „Fólk spyr rosa- lega mikið og veit ekki hvað það á að velja, þegar maður býður súper- bcnsín eða blýlaust bensín. Það veit ekki hvað það er. Við verðum oft að flytja alveg rosalegan fyrirlestur.“ „Fólk er mikið í óvissu hvort blýlaust bensín henti bíl þeirra. Einstaka bílar þola ekki blýlaust eldsneyti. Þeim bjóðum við 98 oktan bensín,“ sagði bensínafgreiðslumað- ur Esso á Bíldshöfða. „Við erum með lista uppi, sem við förunt eftir, þegar spurt er hvort bílar þoli blýla- ust bensín. Eins og staðan er í dag, er það aukið álag á okkur, að upplýsa allt um þetta nýja bensín." „Við erum ekki enn komnir með blýlaust bensín, en það gerist á næstu dögum,“ sagði afgreiðslumað- ur Skeljungs á Miklubraut. „Við höfum ekki orðið varir við óvissu fólks um blýlaust bensín og ekkert spurðir." Blýlausa bensínið er selt á kr. 31,90, en það er sama verð og 92 oktan bensínið er selt á. Súperbens- ínið eða 98 oktan er dýrara. Tíminn hafði samband við FÍB og spurði, hvaða bílar þyldu blýlaust bensín og hvaða bílar ekki, en bíleigendur hafa mikið kvartað á bensínstöðvunum yfir því að ekki hafi nógu rækilega verið kynnt hvaða breytingu blýlaust bensínframboð hefði í för með sér. Tæmandi skrá um á hvaða bíla beri að setja blýlaust bensín er ekki fyrir hendi. Það er tímafrekt verk, að útbúa slíka skrá, en það er í athugun hjá FÍB að taka hana saman í samráði við bílaumboðin. Jónas Bjarnason, framkvæm- kvæmdastjóri FÍB, sagði, að bíl- eigendum væri ráðlagt að snúa sér beint til síns bílaumboðs með spurn- ingar varðandi blýlaust bensín eða að leita upplýsinga í handbókinni, sem fylgir hverjum bíl. „Það er undantekning, ef ekki fást svör á öðrum hvorum staðnum,“ segir Jónas. Það getur skipt máli hvaðan upp- lýsingarnar eru fengnar, ef kæmi til málshöfðunar vegna bilunar í bifreið vegna eldsneytisins, og þess vegna er brýnt að bílaumboðin sjálf séu með í ráðum við skráargerð eða veiti upplýsingar milliliðalaust. Hér á eft- ir verður þó birtur listi hins þýska félags bifreiðaeigenda, sem gerður var í samráði við bílaframleiðendur og bíleigendur geta haft til hliðsjón- ar til bráðabirgða. Með upplýsingar um þá bíla, sem ekki eru í skránni, vísast til viðkomandi bifreiðaum- boðs og raunar alltaf öruggast. þj Lyklar: f82: framl. árið 1982 eða síðar f4/85: framl. í apríl 1985 eða síðar B: blýlaust bensín, 92 okt. S: superbensín, 98 okt. B3: 3ja hvert sinn annað bensín B4: 4ðahvertsinnannaðbensín B5: 5tahvertsinnannaðbensín ALFA ROMEO Allargerðir f76 S AUDI 80,100, Coupé blýlaustáallaf77 B 1502______________f 1 /75 til f7/77_________________B4 1602.1802.2002 f66tilf75________________________S4_ 316.318.2002 f9/75tilf8/80 EM 320/4_____________f9/75tilf8/77_____________________B4 Allargerðirmeðkatalysator B AUSTIN ROVER Triumph Acclaim, Rover 213, 213 S, Land Rover 90, Land Rover110, RangeRover97kW B CITROEN 2CV f70 s f4/85 vél A06/664 B Dyane, Acadiane 170 s LN/LNA 2jacyl. S 4racyl.vél 162801 S Visa 2ja cyl.fyrir 15/85 s 2ja cyl. Í6/85 V06/665 B 1.2109/5FVél-Nr. 162801 s 1.2109 P s 1.2109 K B AX 10 B 11,14,GT S GS/GSA s BX 14150C, A, J, Nr. 387195 S 14150F Vél-Nr. 387195 B 16171A, B, C S 16171D B 16TRI, 19,19GTI S CX 2.019/79 S 2.2185 S 2500,2500 Túrbó s DAIHATSU Allargerðir B FIAT 126 f78tilf 10/87 B3 Í88 S Panda 34,1000 CL B 45,45S, 750L s 127 29 kW f 2/75 B 33 kW f9/71 S Uno 45 S 45fire,45fireS B 128 33 kW f4/75 B Ritmo, Regata 75,75Sf8/85 B 131 1400/51 kW f5/81 s 132 2000Í3/80 S Argenta f9/81,120 s Spidereuropa 2000 s Florino 900 f 5/78 s 900 Tf2/77,Ef78 B FORD Kveikjur flestra gerða verður að stilla sérstaklega. Fordeigendur snúi sér til umboðs. HONDA Jaz2 45/33 kW B4 Civic 1.2,1.3,1.5 f76 B4 1.2,1.3,1.5 f84 B 1,5ÍGT, CRX, CRX16 S Accord 1.6,1.8 f77 B3 1.6/65 kW, 2.0/90 kWf86 B Quintet B3 Prelude 1.6Í79 B3 1.8Í83 s ISUZU Allargerðir B LADA Allargerðir B LANCIA A112 Junior vél A112B2000 s vél 112 A5000 f 1/81 S Y10fire Ð Delta, Prisma 1.3 vél 831 A2000 S MAZDA Allargerðir Í82 B MERCEDES-BENZ 190 66 kW S5 77 kW s RUF1. ársfjórðung f86 S 190 E RUFÍ8/85 s 190E2.3 RUF 3. ársf jórðung f86 s 190E2.3-16 RUFf8/85 s 200/123 69 kW f 6/80 S5 80 kWf 12/84 S5 80 kWf1/85 s 200/124 S 230/123 Í6/80 s 230E/124 RUFÍ4/85 s 260 E, SE RUF s 300 E, SE, SL RUF s 420 SE, SL RUF s 500 SE RUF s 500 SL Í9/85 s 560 SEL RUF s 230 G 66 kW B5 280 GE fyrir Í3/85 B5 Í4/85 B MITSUBISHI Allar gerðír siðan 1977 nota blýlaust bensín B Allargerðirsíðan 1977 notablýlaustbensín B Urvan vélZ20f1983 B OPEL Allar gerðir nema S-Euronorm vél nota blýlaust bensín. Eigendur Opel snúi sértil umboðs B/S PEUGEOT Allar gerðir nota 98 oktan súper S PORSCHE 924S árgerðir86 + 87 B f88 S 944 f88 s 944S S 944 Túrbó f86 s 928 árgerðir 78+79 B 928 S4 s 911 árg. 72til80f.u.Túrbó B4 RENAULT R4 normalbensín vélar f82 B4 R5 27 kW f82 B4 Campus, SL, TL, GTR, f87 B R9/11 TL, GTLf82 B4 TL, GTLÍ83 B R21 TL, GTX, 2LTúrbó S Espace GTS.TSE S Trafic 1.4f84, allir 1.7 B SAAB 900túrbó 16 érgerð1984 S 90,900,900 túrbó, allir 9000 f85 S SEAT Marbella.Terra B Ibiza, Malaga, Ronda, 1.2 44 kW B 1.563 S RapidCombi B SUBARU Allar gerðir með vél fyrir normaibensín f83 B SUZUKI Swift 1.3/54 kW +1.3 GXI/GTI S AirargerðirSuzukl Ð TOYOTA 1000, Starlet, Tercel, Corolla, Carina.Celica normalbensínf79 B Carinall 1.8/74 kW s Celica GT2.0f85 S Landcruiser normalbonsínf79 B Lite-Ace 1.5/51 kW B Hi-Ace 1.9/58 kW B VOLVO 360GLI, GLT, GLE 82kWf4/68 B 480 ES S 244/245 GLI.GLE 90 kWfyrirf81 s 240/240 GL 83 kWf81 S 740 GL S 740 GLE f85 s VW Kðfer Ð5 Polo, Derby, Golf, Jetta, Sciroccio, Passat, Santana normalbensínf77 B Transporter normalbensínf77 B LT f 1 /84 normalbensín B

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.