Tíminn - 06.05.1988, Side 4

Tíminn - 06.05.1988, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 6. maí 1988 Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á há- skólastigi miðar að því að rekstrarfræðing- ar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnun- arstarfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og framleiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlana- gerð, starfsmannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði, fé- lagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Ahersla lögð á sjálfstæð, raun- hæf verkefni og vettvangskannanir í atvinnu- lífinu, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skóla- stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, simi: 93-50000. Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Viö Nýja hjúkrunarskólann er laus til umsóknar ein og hálf staöa námsstjóra. I stööunum felstfagleg ábyrgð á námsbraut, skipulagning og stjórn, auk þess kennsluskylda að hluta til. Viðfangsefni næsta ár verða: Gjörgæsluhjúkrun, félags- og heilsuverndarhjúkrun, hjúkrunarstjórnun, geðhjúkrun, svæfinga- og skurðhjúkrun. Ráðið verður í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 622150 klukkan 10-12 alla virka daga. Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: Þýsku, frönsku, ensku, viðskiptagreinum, stærð- fræði, tölvufræði og hálf staða í tónmennt. Jafnframt er óskað eftir sérkennara til að kenna nemendum með sérkennsluþarfir. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði eru lausar eftirfarandi stöður: Ein og hálf staða í íslensku og stærðfræði, heilar stöður í þýsku, vélstjórnargreinum, rafvirkjun, rafeindavirkjun, grunnnámi rafiðna og þjálffræði íþrótta og skíðaþjálfun, tveir þriðju stöður í dönsku og skipstjórnarfræðum, hálfar stöður í frönsku og eðlisfræði. Ennfremur starf húsbónda, húsmóður og ritara, allt hálfar stöður. Umsóknir ásamt upplýsingum um ménntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Laus staða Laus er til umsóknar tímabundin lektorsstaða við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla íslands. Staðan miðast við hálft starf og gert er ráð fyrir að ráðið verði í hana til tveggja ára frá 1. júní n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. maí 1988 Steingrímur á ráðherrafundi Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra, er nú staddur í Stras- bourg, þar sem hann sat ráðherra- fund Evrópuráðsins í gær og í dag. Meginefni fundarins eru samskipti iðnvæddra ríkja og þróunarlanda og hefur utanríkisráðherrum Argen- tínu, Filippseyja og Senegal verið boðið að sitja fundinn af því tilefni. Evrópuráðið hefur að undanförnu lagt áherslu á að efla skilning og samstöðu með þróunarríkjum með því að minna á að iðnvæddu ríkin eiga ekki síður framtíð sína undir því komna að fátækari ríkin eflist til sjálfsbjargar og þróunar, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Einnig er fjallað um samskipti austurs og vesturs, sérstaklega fram- vindu mála á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu og möguleika Evrópuráðsins að efla tengslin við ríki Austur-Evrópu. Loks er rætt um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs, bæði á her- numdu svæðum ísraels og við Persa- flóa. Utanríkisráðherra mun jafn- framt undirrita fyrir íslands hönd viðbótarbókun við Félagsmálasátt- mála Evrópuráðsins. Frá Strasbourg heldur Steingrím- ur til Lissabon þar sem hann mun sitja fund um efnahagsþróun í heim- inum og tengsl norðurs og suðurs. Fundurinn fer fram 7. og 8. maí og er hann haldinn í boði prof. Anibal Cavaco Silva forsætisráðherra Port- úgals og Friedrich Neumann stofn- unarinnar í V-Þýskalandi. Næst komandi mánudag og þriðjudag, dagana 9. og 10. maí, eru síðan fyrirhugaðir fundir utanríkis- ráðherra með saltfiskinnflytjendum í Portúgal. JIH ísbrjóturinn Norðurvindur. Tfmamynd: Krístján 43 ára gamall ísbrjótur í sínu síðasta verkefni: Northwind skoðar hafís Bandaríski ísbrjóturinn Northwind, kvaddi íslandsstrendur í byrjun vikunnar, en skipið var hér statt til að taka um borð tækjabúnað og vísindamenn, sem gera munu rannsóknir á hafísnum norður af landinu. Norðurvindur er 81 rrjetra langur og er 5.460 tonn að stærð. Hafís- rannsóknirnar eru síðasta rannsókn- arverkefni skipsins, en það verður tekið úr notkun í nóvember næst komandi. Þegar rannsóknunum Iýkur, fer skipið til St. John á Nýfundnalandi og tekur um borð vísindamenn frá hafísrannsóknardeild bandarísku strandgæslunnar og verður júnímán- uði eytt við rannsóknir á reki og bráðnun hafíss. Þá mun Norðurvind- ur halda til Thule til birgðaflutninga, fer til Skotlands í nokkurra daga heimsókn og mun síðan aðstoða norska rannsóknarskipið Hvide- bjornen við að komast inn í hafísinn í minna en 400 mílna fjarlægð frá Norðurpólnum. Að því loknu heldur skipið í síðasta sinn til heimahafnar sinnar í Wilmington Norður-Karól- fnu. Norðurvindur hefur 5 cm þykkan byrðing og fjórar 10.000 hestafla vélar og gerir þetta skipinu kleift að brjótast í gegnum 4 metra þykkt íslag. Þá hefur skipið 2 þyrlur til leitar og eftirlitsstarfa. Skipið er eitt þekktasta sinnar tegundar og hefur fengið sjö viður- kenningar á ferli sínum, ýmist fyrir met eða unnin afrek. Norðurvindur er væntanlegur aft- ur til landsins 27. maí. Skipherra er Kenneth J. Morris. -SÓL Jónas Egilsson, frambjóöandi, um pólitískan ágreining í kosningunum: Ekki listaframboð til stjórnar SÍNE „Þetta er ekki spurning um pólit- ískan ágreining milli frambjóðenda, heldur er hann í nösunum á Kristjáni Ara Arasyni, framkvæmdastjóra og formannj," segir Jónas Egilsson, einn frambjóðenda til stjórnar SÍNE, en hann hafði samband við Tímann vegna fréttar blaðsins um hörð pólitísk átök um forystu sam- bandsins. Jónas er einn þeirra fitnm, sent meirihluti stjórnar SÍNE segir, að standi að baktjaldamakki ásamt fé- lögum sínum í SUS til að ná yfirráð- um í SÍNE. Frambjóðendurnirfimm sendu sameiginlegt kynningarbréf til kjósenda stjórnar SÍNE, en nú- verandi meirihluti segir að einatt áður hafi verið kosið um einstakl- inga, en ekki lista, svo sem meiri- hlutanum virðist nú verða kosið um. „í fyrsta lagi er þetta ekki sameig- inlegt framboð,“ segir Jónas, „held- ur sendum við út kynningarbréf sameiginlega." Ekki skilgreindi hann nánar muninn á þessu tvennu. „í öðru lagi er framboð okkar ekki á vegum SUS. Sumir okkar fimm eru félagar í SUS, aðrir ekki,“ sagði hann ennfremur. Jónas fullyrðir að forysta SUS komi hvergi nálægt framboðinu til kosninga í stjórn SINE. Jónas leggur ríka áherslu á, að ekki sé um lista- framboð að ræða. „Við höfum orðið að svara opin- berlega ásökunum Kristjáns Ara, en hann snýr því öllu upp í ofsóknir á hendur sér, samanber orð hans í viðtali í Alþýðublaðinu, þar sem hann er „gáttaður á makalausum árásum“,“ segir Jónas. „Hann reið á vaðið með sprengingu og við áttum ekki um annan kost að velja, en að svara." þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.