Tíminn - 06.05.1988, Page 10

Tíminn - 06.05.1988, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 6. maí 1988 II AÐ UTAN llllllllllllilEllllllllllllll! lllllllllllllllilllllllllill llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil lllllllllllllll lllllllllllllllllllllll Karlar í kvennastörf um oftast veikir í Lo-Aktuelt, blaði norsku verkalýðssamtakanna, birtist nýlega grein um sænska rannsókn sem gerð var á veikindaforföllum starfsfólks í Lundi og Helsingborg. Þar kemur fram að karlar sem vinna í dæmigerðum kvenna- starfsgreinum séu oftar sjúkir frá vinnu en starfssystur þeirra. Ennfremur að í kvennahópnum séu það þær yngstu sem oftast tilkynna veikindaforföll. Þegar hins vegar eldri konurnar veikjast er oftast um að ræða fjarvistir til lengri tíma. að meðaltali fjarverandi 8,6 daga en konurnar 6,4 daga. Samhengi milli aðstæðna og fyrirkomulags annars vegar - og f jarvista hins vegar Hvaða samhengi er milli veik- indaforfalla, vinnuaðstæðna og vinnufyrirkomulags? t*að voru þessar spurningar sem sænsku rannsóknarmennirnir Antoinette Hetzler og Kjell E. Eriksson leit- uðu svara við í rannsókninni. Þau tóku til rannsóknar þrjár svokall- aðar kvennastarfsgreinar og athug- uðu fjarvistir meðal fólks sem vann við dagheimili, sjúkrahús og ræsti- ngar. I Ijós kom að þeir fáu karlar sem starfa við þessi dæmigerðu kvennastörf áttu tíðastar og lengst- ar fjarvistir frá vinnu vegna veik- inda og kom sú niðurstaða á óvart. Karlar í fyrrnefndum störfum voru í hvaða starfsgreinum eru mestar fjarvistir? Karlar í störfum sem eru að yfirgnæfandi meirihluta unnin af konum uppfylla ekki þær kröfur sem starfið gerir, ef sjúkraskýrsl- urnar eru hafðar til hliðsjónar. Engu að síður eru karlarnir eftir- sóttari á vinnumarkaði. Það hefur alltaf verið gripið til líffræðilegra skýringa í sambandi við hinar „miklu“ fjarvistir kvenna. Upplýs- ingarnar í sænsku könnuninni sýna hins vegar aðra mynd af sjúkraleyf- um. Á vinnumarkaðnum, þar sem ákveðin kyngreining er í starfs- greinum, hefur verið illmögulegt að bera saman vinnuframlag og fjarvistir karla annars vegar og kvenna hins vegar. Ef á að halda áfram að skýra sjúkrafjarvistir út frá einstaklingsbundnum eiginleik- um, verður rökfærslan, byggð á þessari skýrslu, sú að karlar hafi ekki þá eiginleika til brunns að bera sem nauðsynlegir eru í kvennastarfsgrein að áliti rann- sóknarmannanna. En það er litið svo á að það sé árangursríkara að komast að raun um hvaða vinnuað- stæður það eru sem leiða til veik- indaforfalla, stendur í skýrslunni. Erfið og óvægin kvennastörf Rannsóknarmennirnir tóku 48.000 sjúkratilfelli til rannsóknar. Þetta er helmingurinn af fjarvistum starfsfólks í Lundi og Helsingborg á því tímabili sem rannsóknin nær til. Áður fyrr var gengið út frá því sem gefnu að miklarsjúkrafjarvist- ir ungra kvenna stöfuðu af tvöföldu vinnuálagi, eða bara hreint og beint að konur væru verr til þess fallnar að standast vinnuálagið. En nú verður að finna aðrar skýringar á fjarvistum kvennanna, þegar þessi rannsókn veitir mögu- leikana á því að gera samanburð á körlum og konum í dæmigerðum kvennastörfum og karlarnir reyn- ast hafa tíðastar og lengstar fjar- vistir, segja þau Antoinette Hetz- .ler og Kjell E. Eriksson. Þau draga þá ályktun af niðurstöðum rann- sóknarinnar að kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem gegna þessum dæmigerðu kvennastörfum séu erfiðar og óvægnar. Og að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna. Fyrri rannsóknir sýna að fólk sem vinnur erfiða líkamlega vinnu hefur yfirleitt færri og lengri sjúkrafjarvistir. Aftur á móti er fólk sem vinnur við þau störf og aðstæður þar sem það þarf oft að hafa tengsl við fólk, oft undir sálrænu og félagslegu álagi sem leiðir til fleiri og styttri veikinda- tíma. í Lundi vöruðu því sem næst átta af tíu veikindatilfellum bara í einn dag. Meira álag Karlastarfsgreinar hafa verið meira grandskoðaðar af rannsókn- armönnum en kvennastarfsgrein- ar. Ef undan er skilið ræstingarfólk og vinnuaðstæður þess var erfitt að ná saman heildarmynd af atvinnu- lífi kvenna og vinnuaðstæðum við kvennastörfin. Gerólíkt álag fylgir því að vinna með fólk en því að vinna með hluti. Það er líka einfaldara að skilgreina líkamlegt álag, sem t.d. kemur við að lyfta þungum hlutum, en sálræna álagið sem fylgir því t.d. að vera alltaf að veita móttöku sálrænt eða líkamlega sködduðu fólki á neyðarvakt - eða kannski umgangast börn annarra í átta tíma á dag og þurfa að bera ábyrgð á heilsufari þeirra og þroska. Núna „tilheyrir" slíkt starfsvettvangi kvenna. Hina miklu sjúkrafjarvist kvenna verður að skýra á þann veg að tími sé kominn til að gefa vinnuaðstæðum kvenna meiri gaum, er skoðun sænsku rannsókn- armannanna. Þau gera sér vonir um að skýrslan þeirra sé skref í átt að ákveðnum og fordómalausum rannsóknum á stöðu kvenna í at- vinnulífinu. VIDSKIPTALIFIÐ Staðan í alþjóðlegum peningamálum Wall Street Journal birti 23. febrúar 1988 grein eftir fjármálaráð- herra Frakklands, Edouard Balla- dur, „Endurreisn alþjóðlega pen- ingakerfisins“, og fer stutt endur- sögn greinarinnar hér á eftir. Frá 1960 hafa helstu iðnaðarlönd horfið frá þv{ ráði að halda gengi gjaldmiðla sinna stöðugu og að hafa gull þeim að bakhjarli. Vel hefur ekki farið. „Fljótandi" gengi gjald- miðla verður talið vera ein höfuðor- sök að óstöðugleika í efnahagsmál- um á síðustu 15 árum: Sveiflum á verði olíu og hráefna, miklum greiðsluhalla sumra landa, óreiðu í alþjóðlegum peningamálum af völd- um farandfjármagns á snöpum eftir stundargróða. Lönd, sem mikið eiga undir versl- un við önnur lönd, æskja samvinnu landa á milli um umbætur og úrbæt- ur. Með Louvre-samkomulaginu var endi bundinn á fljótandi gengi gjaldmiðla, en að því stóðu Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Japan, Ítalía, Kanadaog Vestur-Þýskaland. Snérist samkomulagið um tvennt: Samræmingu á stefnu aðildarland- anna í efnahagsmálum og stöðugt gengi gjaldmiðla þeirra. Sameigin- lega yfirlýsingu birtu þau 23. des- ember 1987, um leið og þau gerðu með sér (óbirt) samkomulag um gengismál (agreed upon secret ex- change clauses). f raun réttri var yfirlýsingin nýtt Louvre-samkomu- lag, samkomulag, sem gert var eftir sviftingarnar á alþjóðlegum pen- ingamörkuðum í haust og með tilliti til þeirra. En það var sakir sam- ábyrgðar þeirra og samvinnu, að í haust tókst að hemja alþjóðlegu peningakreppuna, hina alvarleg- ustu, sem hefur orðið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. En verður á komið sannnefndu alþjóðlegu peningakerfi, sem við- hefur eina allsherjar gildiseiningu, sjálfkrafa aðlögunaferli og viðurlög, sem ekkert land getur skorast undan? Að þremur leiðum virðist ing of the wills“). (3) Loks mætti koma á alþjóðlegri skipan í líkingu við þá, sem gullfóturinn stóð undir á 19. öld. Um seinan er samt sem áður að reisa gullfótinn við. Framboð gulls er á valdi þeirra landa, sem það er í numið. Ekkert land Ijær nú máls á innlausn seðla við gulli. Og hagstæð- ur greiðslujöfnuður leiðir til verð- hækkana í löndum með gjaldmiðil sinn á gullfæti. Sem sagt, tvennt kemur til álita: Gengi gjaldmiðla verði annað hvort miðað við„ hlutkenndan mæli- kvarða, gull og þá væntanlega jafn- framt varning (commodities) ellegar við meðaltal nokkurra gjaldmiðla, (og þá jafnvel gulls að hluta). Varð- andi síðarnefnda kostinn koma til álita ábendingar hinnar svonefndu „Tuttugu landa nefndar", sem Al- þjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn setti á fót 1972. En gæti slíkur viðmiðunar- gjaldmiðill, (þ.e. meðaltal nokkurra helstu gjaldmiðla), komið í stað gulls? Við þá tilhögun þyrfti sérhver gjaldmiðill að vera „skiptanlegur" í viðmiðunar-gjaldmiðilinn á föstu gengi. Að auki færi greiðslujöfnun seðlabanka á milli fram í viðmiðun- ar-gjaldmiðlinum. En við þá tilhög- un þyrftu lönd að viðhafa aðhald (í peninga- og efnahagsmálum). Og sú tilhögun stigi feti lengra en upptaka „skipunar evrópskra peningamála" á alþjóðlegum vettvangi. Vandkvæði yrðu hins vegar á skilgreiningu slíks alþjóðlegs gjald- miðils, á útgáfu hans og gjaldgengi. Að auki yrði pólitískum vandkvæð- um bundið að telja lönd á að taka hann upp. En forystumönnum helstu við- skiptalanda ber skylda til að huga að, hvernig alþjóðlegum peninga- málum verði best fyrir komið. Fáfnir. 1111111111 PLÖTUR ^ : Stjörnugjöf frá einni til fimm=**it Morrissey - Viva Hate: Nokkur dæmi: mega koma slíku kerfi á: (1) Fyrir útfærslu Louvre-samkomulagsins (2) Með upptöku skipunar evrópskra peningamála, EMS, á al- þjóðlegum vettvangi, en hana tóku EBE-lönd upp til að bægja frá sér óreiðu í alþjóðlegum peningamálum og til að skýla verslun sín á milli. Aðildarlönd skrá gjaldmiðil sinn í ECU (European Currency Unit), sem er vegið meðaltal dollars, franka, jens, marks og sterlings- punds. Ef gengi gjaldmiðla aðildar- landa á peningamarkaði víkur frá því jafnvirði þeirra í ECU umfram tilskilin mörk, - nú 2,25% - er seðlabanka þeirra skylt að að hlutast til á markaðnum ( þ.e. selja eða kaupa eigin gjaldmiðil). Viðmiðun að þessum hætti er þannig meðaltal gjaldmiðla helstu viðskiptalanda, en ekki dollar eins og að Louvre-sam- komulaginu. Að þessum hætti er að auki (sjálfkrafa) brugðist við frávik- um frá jafnvirði gjaldmiðla, en mál- um ekki miðlað, eins og Louvre- samkomulagið leggur niður („meet- EKKI FYRIR ÞUNGLYNDA Við hverju býst einmana snót í Dölunum þegar að átrúnaðargoðið Morrissey hættir í The Smiths og gefur út sólóplötu? Líklega að endurtekning á hljómsveitinni fylgi í kjölfarið. Því sama bjóst Rauða- vatnsíbúinn ég. Þess vegna var ofboðslega gaman að hafa rangt fyrir sér. Platan Viva Hate er nefnilega alls ekki eftiröpun á The Smiths. Hún er ekki einu sinni eftiröpun á Morrissey. Skýringin er líklega fólgin í því að bassa- og gítarleikar- inn Stephen Street semur lögin, meðan Morrissey semur lýríkina. Plötunni er skipt í 12 kafla, sem allir segja sína sögu, eins og ljóðum vera ber. Eins og búist var við af Morrissey, eru textarnir svo niður- drepandi, dapurlegir og svart- nættislegir, að engu tali tekur. „Armageddon - come Arma- geddon" (Armag. þýðir Ragnar- ök), „Im sovery sickened“, „Break up the family", I dont mind if you forget me“, „When will you die“, og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er góð plata, þó ég mæli ekki með henni fýrir þunglynt fólk. Lögin eru góð, lýríkin eins og áður sagði í þyngri kantinum, en ein- hvern veginn smellur þetta svo skemmtilega saman að úr verður þessi líka ágæta plata. Ég get alveg hikstalaust mælt með henni við þig, ágæti Tímales- andi, þar sem ég veit að þú værir ekki búinn að lesa svona langt í þessum stúf ef þú hefðir ekki áhuga á að festa kaup á plötu. Mitt ráð er því eftirfarandi: Stattu upp, brjóttu Tímann vel saman og leggðu á borðið. Farðu í skóna og yfirhöfnina, skelltu þér í næstu plötuverslun, dragðu upp veskið og borgaðu með reiðufé, ávísun eða greiðslukorti. Þú verður ekki svikinn, þó það líði ekki yfir þig af hrifningu. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.