Tíminn - 06.05.1988, Side 12
12 Tíminn
Föstudagur 6. maí 1988
FRÉTTAYFIRUT
VARSJÁ - Aö sögn verka-
manna réðst pólska óeirðalög-
realan rétt fyrir dögun inn í
staliðjuverið í Kraká þar sem
verkamenn hafa verið í verk-
falli að undanförnu í kjölfar
þess að pólska ríkisstjórnin
sagðist myndi gera upp málin
við hin ólöglegu verkalýðs-
samtök Samstöðu. í Gdansk
hafa hundruð óeirðalögreglu-
manna umkringt Lech Walesa
leiðtoga Samstöðu og þá 3000
verkamenn sem hafa yfirtekið
Lenínskipasmíðastöðina. Wa-
lesa telur að lögreglan geri
árás fyrir kvöldið.
JERÚSALEM - Eldflaug-
um rigndi yfir svokallað örygg-
issvæði sem Israelsmenn hafa
lýst yfir í Líbanon við landa-
mæri Israels, eftir að siðasti
ísraelski hermaðurinn hélt á
ný inn yfir landamæri ísraels
eftir tveggja daga herför sína
um suðurhluta Libanon. Fólk í
landamærabæjum ísraels í
norðri óttast hefndarárásir Pal-
estínumanna og skæruliða
Hizbollah samtakanna sem
studd eru af Irönum. en þeir
voru aðalskotmark fsraela í
herförinni.
BAGDAD - Irakar tilkynntu
að herþotur þeirra hefðu gert
árás á stórt sjávarskotmark á
Persaflóa við strendur írans.
Stórt sjávarskotmark er yfirleitt
stórt olíuskip eða stórt vöru-
flutningaskip. Talsmaður hers-
ins sagði að þoturnar hefðu
komist heilar á húfi til baka úr
árásarförinni eftir árangursríka
ferð.
NORCO, LOUISIANA
- Sprenging varð í efnaverk-
smiðju Shell olíufélagsins í
Norco í Louisiana. Einn maður
lét lífið og 19 særðust. Tals-
maður ríkislögreglu í Louisi-
ana sagði að rúmlega 2800
manns hafi verið fluttir á brott
þegar svartur reykur frá
sprengingunni lagðist yfir ná-
grennið.
TOKYO - Japönsk sjón--
varpsstöð sjónvarpaði beint frá 1
toppi Everestfjalls í gær og er
það í fyrsta skipti sem beir
útsending er frá toppi þessa'
hæsta fjalls veraldar. Myndin
var kristaltær og fín. Það var
sjónvarpslið rá Nippon sjón-
varpsstöðinni sem sá um út-
sendinguna sem var send út í
gegnum gervihnött. Þettaverk-1
efni er hluti af sameiginlegu
verkefni Japana og Kínverja.
ÚTLÖND
Frönsku gíslarnir
í Líbanon og Kale-
doníu frelsaðir
Skærliðar Kanaka í baráttuhug. Fimmtán menn úr þeirra hópi létu lífið í bardaga þegar franskir hermenn frelsuðu
22 gísla sem Kanakarnir höfðu í haldi. Mannræningjarnir í Líbanon slepptu sínum gíslum eftir samningaviðræður.
í fyrradag var þeim þremur
frönskuni gíslum sem verið hafa í
haldi í Líbanon í þrjú ár sleppt úr
haldi. Þá voru frönsku gíslarnir sem
voru í haldi hjá aðskilnaðarsinnum
Kanaka á Nýju Kaledoníu frelsaðir
ígærmorgun. Þessir atburðir setja
nokkurn svip á frönsku forsetakosn-
ingarnar, en á sunnudaginn skera
franskir kjósendur úr um hvort Mitt-
errand heldur forsetastólnum, eða
hvort Chirac forsætisráðherra nær
að merja sigur. Mitterrand hefur
verið með örugga forystu í skoðana-
könnunum, en vegur Chiracs kann
að hafa aukist eftir að farsæl lausn
fékkst í gíslamálunum.
Gíslarnir í Líbanon
Chirac hefur ntjög beitt sér fyrir
því að gíslarnir í Líbanon yrðu
leystir úr haldi. Að undanförnu hafa
franskir sendimenn verið á þönum
milli Frakklands og hinna ýmsu
landa í Mið-Austurlöndum í von um
að ná samkomulagi við mannræn-
ingjana sem hliðhollir eru klerka-
stjórninni í íran. Menn velta því
fyrir sér hverju Chirac hefur þurft að
tilkosta í þessu máli, en það er
deginum ljósara að lausn gíslamáls-
ins nú fjórum dögum fyrir kosningar
ætti að koma Chirac vel. Raddir
hafa heyrst um að Frakkar muni
greiða himinháar innistæður Írana
sem frystar voru í frönskum bönkum
þegar íranskeisara var bolað frá
völdum af stuðningsmönnum Khom-
einis erkiklerks. Að auki hafi mann-
ræningjarnir fengið vænar fjárfúlgur
í eigin vasa.
Frelsun gíslanna
á Nýju Kaledoníu
Það voru franskir hermenn sem
frelsuðu hina tuttugu og tvo frönsku
gísla sem hópur aðskilnaðarsinna
Kanaka hefur haft í haldi á Nýju
Kaledoníu í tvær vikur. Fimmtán
Kanakar og tveir franskir hermenn
létu lífið í fimm klukkustunda bar-
daga sem varð þegar hermennirnir
frelsuðu gíslana þar sem þeir voru í
haldi í helli á strönd eyjarinnar.
Þrettán Kanakar voru teknir
höndum.
Það var Chirac forsætisráðherra
sem fyrirskipaði árásina eftir að
Mitterrand forseti hafði gefið sam-
þykki sitt. Franskir hermenn höfð
fínkembt Nýju Kaledoníu í leit að
gíslunum og fundu þeir íverustað
mannræningjanna í fyrradag.
Gíslarnir sögðu að Kanakarnir
hefðu ekki farið illa með þá, en
sumir gíslana voru hins vegar hlekkj-
aðir við jörðu mest allan tímann.
Mikil spenna er nú á Nýju Kale-
doníu og hafa skæruliðar Kanaka
lýst því yfir að þeir séu tilbúnir í
skæruhernað við franska herinn til
að ná fram sjálfstæði eyjunnar. Þá
eru hvítir landnemar nú mjög ugg-
andi um sinn hag og óttast hefndar-
aðgerðir Kanaka.
Áhrif á frönsku
forsetakosningarnar
Eins og áður segir setja þessir
atburðir nú sterkan svip á frönsku
forsetakosningarnar. Talið er að
Chirac hafi styrkt stöðu sfna, en
hann þarf að vinna upp 10% forskot
Mitterrands. Þó gætu vopnin snúist
í höndum Chiracs ef hann leggur of
mikinn þunga á lausn gíslamálanna.
Stórsprenging í efnaverksmiðju sem framleiðir geimskutlueldsneyti:
Níu létust, fjöl-
margir slösudust
Að minnsta kosti níu manns létu
lífið og um tvöhundruð slösuðust
þegar gífurleg sprenging varð í efna-
verksmiðju sem framleiðir eld-
flaugaeldsneyti á geimskutlur
Bandaríkjamanna. Efnaverksmiðj-
an er í um 25 kílómetra fjarlægð frá
Las Vegas og nötruðu hús í þessu
fræga spilabæli í sprengingunni, svo
öflug var hún. Rúður brotnuðu í
húsum sem eru í 16 kílómetra fjar-
lægð frá verksmiðjunni.
Orsök sprengingárinnar var elds-
voði sem braust út í verksmiðjunni.
Starfsmenn hófu baráttu við eldinn
en þegar ljóst var að ekkert var við
hann ráðið
var verksmiðjan yfirgefin. Flestir
starfsmennirnir voru á leið frá verk-
smiðjunni á bifreiðum sínum þegar
sprengingin varð. Flestir hinna slös-
uðu slösuðust þegar glerbrotum og
öðru lauslegu rigndi yfir þá, en
nokkrir voru fluttir á spítala vegna
öndunarerfiðleika eftir að hafa and-
að að sér eiturgufum frá eldinum.
Að sögn talsmanns eigenda verk-
smiðjunnar var það lán í óláni að
eldurinn komst ekki í tvo stóra
eldsneytisgeyma sem staðsettir eru
við hlið verksmiðjunnar. Ef það
hefði gerst hefðu mun fleiri látið
lífið og slasast alvarlega.
Herför
ísraela
lokið
íbili
ísraelski herinn dró sig út úr
suðurhluta Líbanons í fyrrakvöld
eftir tveggja sólarhringa hernaðar-
aðgerð sem beint var gegn skærulið-
um óvinveittum ísrael, sem hafa
haft bækistöðvar sínar á þessu svæði.
ísraelarnir lögðu í rúst eitt líbanskt
þorp þar sem þeir lentu í hörðum
átökum við skæruliða þar, hliðholla
írönum.
Talsmaður ísraelsstjórnar sagði
að ísraelsmenn muni endurtaka að-
gerðir sem þessar í suðurhluta Líba-
nons ef árásir Palestínumanna og
líbanskra skæruliða á ísrael og
stuðningsmenn ísraela í Líbanon
héldu áfram.
Skip Filippsey-
inga sökkva enn
Skip Filippseyinga virðast gjörn
á að sökkva þessa dagana. I gær
sökk filippseyskt farþegaskip með
um tvöhundruð farþega innan-
borðs. Ekki er Ijóst hve margir
komust af, en óstaðfestar fréttir
herma að tuttugu og níu skipbrots-
mönnum hafi verið bjargað.
Enn er í fersku minni hið hræðilega
ferjuslys í desembermánuði þegar
þrjúþúsund manns létu lífið þegar
filippseysk ferja sökk á áætlunar-
ferð milli eyja 400 mílur suður af
Manillu.
Mörg hundruð ferjur sem flytja
farþega og vörur eru í föstum
ferðum milli hinna sjöþúsund eyja
Filippseyja. Hafa eigendur ferj-
anna oft verið sakaðir um að troða
fólki um of í skip sín. Sem dæmi
um það er ferjuslysið í desember,
en þá voru langtum fleiri farþegar
um borð en leyfilegt var.
T