Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. maí 1988 Tíminn 5 Óvæntur bakreikningur frá dótturfyrirtæki Álafoss í New York: NÝ100 MILUÓN KRÓNA SKULD FRÁ ÁLAFOSS LTD. í Ijós hefur komið nýr bak- reikningur frá dótturfyrirtæki gamla Álafoss, Álafoss Ltd. í New York, og hljóðar reikning- urinn upp á 100 milljónir króna. Reikningur þessi kom ekki í ljós fyrr en eftir að Ullariðnaðar- deild Sambandsins á Akureyri og Álafoss sameinuðust í nýtt fyrirtæki sem einnig heitir Ála- foss, og er því Ijóst að eigið fé gamla Álafoss minnkar í sam- ræmi við skuldina nýju. Unnið að endurskoðun Þórður Friðjónsson, forstjóri Framkvæmdasjóðs Islands, sagðist í samtali við Tímann í gær ekki geta staðfest að um 100 milljónir króna væri að ræða, þar sem endanlegt uppgjör lægi ekki fyrir. „Það er verið að skoða þessar tölur þessa dagana, en það verður augljóslega mun meira tap af dótt- urfyrirtækinu í Bandaríkjunum, heldur en menn reiknuðu með á síðasta ári“ sagði Þórður. Hann sagði þó geta staðfest að um tugmilljóna reikning væri að ræða. Lendir á Framkvæmdasjóði I samningi þeim sem gerður var við samruna fyrirtækjanna tveggja, er tekið fram að nýja fyrirtækið skuli taka yfir hús og lóðir gamla Álafoss, vélar og tæki þess, viðskiptamanna- skuldir, hráefni, hálfunnar vörur og fullunnar vörur. Tekið er fram, að ef nýjar skuldir komi fram eftir að samningurinn hefur verið undirrit- aður, þá falli þær sjálfkrafa á eigend- ur gamla Álafoss. í ábyrgð fyrir þá, er einmitt Framkvæmdasjóður íslands. Þessi viðbótarreikningur lendir því á honum. „Að sjálfsögðu liggur það ljóst fyrir að, þegar að fyrirtækin voru sameinuð, þá tóku eigendur ábyrgð á því að réttar upplýsingar lægju fyrir á samningsdegi, enda í sjálfu sér ekki hægt að vinna það mál öðruvísi, þar sem menn höfðu ekki nákvæmar upplýsingar um hverjar eignirnar voru einmitt þennan dag“ sagði Þórður. Á fimmtudag fór síðan út endur- skoðandi héðan til Bandaríkjanna til að kanna þessar nýju skuldir og mun vera væntanlegt mat frá honum innan skamms. rT vl Ný skuld er nú komin upp á yfirborð- ið hjá dótturfyrirtæki gamla Álafoss í New York, og nemur hún 100 milljónum króna. Jón Sigurðarson, forstjóri hins nýja Álafoss, segir að þetta sé nýja fyrirtækinu algjörlega óviðkomandi ogfari beint á eigendur gamla Álafoss. Framkvæmdasjóður er hins vegar í ábyrgð fyrir þá og er því Ijóst að skuldin lendir á honum. Breytir engu um samrunan Jón Sigurðarson, forstjóri hins nýja Álafoss, sagði í samtali við Tímann í gær, að hann gæti ekki staðfest þessa frétt. „Rekstur Álafoss í New York var á vegum gamla Álafoss og þar með mér óviðkomandi. Það er núna verið að gera upp það fyrirtæki og því uppgjöri er ekki lokið, en búist er við að því ljúki í lok næstu viku. Þetta breytir engu fyrir samruna fyrirtækjanna eða stöðu nýja Ála- foss“ sagði Jón. Ótal leiðréttingar munu eiga sér stað og hafa átt sér stað í efnahag og í gegnum rekstrarreikninga síðasta árs vegna samrunans, enda þurfa aðilar að samræma mat á ýmsum hlutum og svo framvegis. Öll rekstr- aruppgjör fyrir síðasta ár falla því á sitt hvort fyrirtækið, en ýmislegt er að koma upp úr dúmum hjá gamla Álafossi sem ekki var búist við. -SÓL Auqlýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1988. Umsóknir á þar til gerð- um eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 16. maí 1988. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Hvað nota bílar f rá Ingvari Helga? Ingvar Helgason sendi Tímanum eftirfarandi frétt í gær í framhaldi af frétt blaðsins um hvaða bensín hentar hvaða bíl. Á eftirtaldar bifreióar skai einungis nota 98 oct Super-bensín TEGUND VÉL ÁRG: NISSAN (DATSUN); BLUEBIRD 1800 og 2000 84-86 BLUEBIRD 2000 84-88 CEDRIC 3000 84-88 CHERRY 1500 82-86 CHERRYTURBO 1500 83-86 LAUREL 2400 83-84 PRAIRIE 2000 82-88 PATHFINDER 2400 og 3000 88 PICKUP 1500 74-79 PICKUP 1600 79-85 SUNNY 1500 82-86 SUNNY 4x4 1600 86-88 SUNNY PULSAR 4x4 1600 86-88 STANZA 1800 83-85 280 ZX 2000 79-84 SUBARU: SUBARUTURBO 1800 85-88 SUBARU XTTURBO 1800 85-88 Trabant og Wartburg bifreiðar og þær bifreiðar sem ekki eru taldar hér að framan mega nota 92 oct blýlaust bensín. að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri að Flúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 30. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 21. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi mánudaginn 16. maí n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.