Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 7. maí 1988 Laugardagur 7. maí 1988 Tíminn 13 Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Pöntunarfélag Eskfirð- inga, Eskifirði er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 25. maí n.k. Skriflegum umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf sé skilað til Þorsteins Sæmundssonar, kaupfélagsstjóra, sem veitir upplýsingar um starfið í síma 97-61200 ásamt Helga Hálfdánarsyni í síma 97-61272. PÖNTUNARFÉIAG ESKFIRÐINGA ESKIFIRBI Aðstoðarverkstjóri Fóðurblöndunarstöð Sambandsins óskar eftir að ráða ábyggilegan og traustan starfsmann til fram- búðarstarfa. Starfið felur í sér m.a. aðstoð við fermingu og affermingu af bílum, nótuútskrift, símavörslu og fleira. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vöruaf- greiðslu. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannastjóra, sem veitir nánari upplýsingar SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAG A STARFSMANNAHALD Til sölu Til sölu uppgerðir tjónabílar vegna Iðnskólans í Reykjavík ef viðunandi tilboð fást. 1. Volvo 244 GL. 1979 2. Daihatsu Charade árg. 1980. Bílarnir verða til sýnis í porti Iðnskólans í Reykja- vík frá og með mánudeginum 9. maí milli kl. 9-16, daglega. Tilboð berist skrifstofu Innkaupastofnunar, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Sölustjóri Fyrir Efnaverksmiðjuna Sjöfn, lager í Garðabæ óskum við eftir að ráða sölustjóra. Starfsvið hans er stjórnun á sölu og markaðsmálum lagersins. Við leitum að manni með góða framkomu og skipulagshæfileika og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í markaðsmálum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfsmanna- stjóra er veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Útboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftir tilboðum í lokafrágang annars áfanga Foldaskóla í Grafar- vogi. Um er að ræða allan lokafrágang hússins sem er um 1.900 m2, að undanskildum föstum innréttingum. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7, 3. h. til hægri, gegn kr. 15.000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí nk., kl. 11.00. Byggingarnefnd Foldaskóla Útboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftir tilboðum í gerð fastra innréttinga í annan áfanga Foldaskóla í Grafarvogi. Umeraðræðafastaskápa, borðo.fl. Útboðsgögn eru afhent á teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7, 3. h. til hægri, gegn kr. 5.000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí nk., kl. 11.30. Byggingarnefnd Foldaskóla Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ UMFÆRÐAR RÁÐ VORGJALDDAGI HÚSNÆÐISlÁNA \AR 1. MAÍ SL. 16. leggjast dráttarvextir ntaí | á lán með lánskjaravísitölu. L leggjast dráttarvextir Jóm | á lán með byggingarvísitölu. g W Œ FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 .....Illl.....illl......II ÍÞRÓTTIR llllillllilillllllllíllllilllillllllllll^ ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll iwsgý Slobodan Kuzmanovski er einn þeirra júgóslavnesku handknattleikslandsliðsmanna sem verða í leikbanni fram yfir Ólympíuleikana s Seoul. Hér er hann í landsleik gegn íslendingum og tekur Pál Ólafsson föstum tökum. Tímamynd Pjetur. Handknattleikur - júgóslavneska landsliðið Vujovic, Isakovic og Kuzmanovski í bann fram yfir ÓL Þrír af þckktustu handknattleiks- mönnum Júgóslavíu, þeir Veselin Vujovic, Mile Isakovic og Slobodan Kuzmanovski, hafa verið dæmdir í leikbann eftir slagsmálaleik í júgó- slavnesku deildinni í fyrra mánuði. Bannið þýðir að þeir mega ekki keppa á Ólympíuleikunum í Seoul en þar eru Júgóslavar reyndar i sama riðli og íslendingar. Leikmennirnir þrír eru þeir þekktustu af 10 leikmönnum sem dæmdir voru í leikbann eftir að upp úr sauð í leik Metaloplastika og Pelister í júgóslavnesku deildinni 24. apríl. Einn leikmanna Pelister, Cane Krstevski. var dæmdur í lífs- tíðarbann frá handknattleik fyrir sinn þátt í látunum. Þeir leikmenn sem dæmdir voru í leikbann og eru ekki gjaldgengir í landsliðið í Seoul eru þessir: Pelister: Cane Krstevski (lífstíð), Zoran Zecevic (3 ár), Slobodan Nikolic, Dragan Marinkovic og Pctko Boseoski (allir 2ár). Metalop- lastika: Slobodan Kúzmanovski (2 ár), Mihailo Radosavljevic og Mile Isakovic (1 ár), Veselin Vujovic (9 mánuði) og Pero Milosevic (3 nrán- uði). Þá var Mikola Jercmovic þjálf- ari Pelister dæmdur í 4 mánaða bann og liðið fær ekki að leika á heimavclli sínum í Bitola næstu 5 leiki. Bæði þessi júgóslavnesku félagslið eru íslcndingum kunn, FH-ingar hafa keppt við Metaloplastica í Ev- rópukeppninni og Pelister keppti í Jugoslavian Trophy, handknatt- leiksmóti í Júgóslavíu í fyrrasumar þar senr íslendingar voru meðal keppenda og lögðu einmitt júgó- slávneska landsliðið að velli. íslendingar og Júgóslavar keppa sem fyrr sagði í sama riðli á Ólym- píulcikunum í Seoul í haust. Ekki er gott að segja hver áhrif fjarvera þremenninganna sterku liefur á júgóslavneska iiðið en vart getur hún þó sakað fyrir íslendinga. - HÁ/Reuter. Unglingalandsliö kvenna í handknattleik: Stórmót framundan Valdar hafa verið 45 stúlkur til æfinga með unglingalandsliði kvenna í handknattleik, 19 ára og yngri. Þá stendur til að velja stóran hóp stúlkna 16 ára og yngri. Stefnt er að því að keppa á mótum á þessu ári og því næsta en að auki er ætlunin að byrja frá grunni með stúlkurnar og byggja þannig upp A-landslið framtíðarinnar. Það eru Dr. Slavko Bambir og aðstoðarþjálfari hans, Kristján Halldórsson íþróttakennari sem sjá um þjálfun stúlknanna. í eldri hópnum sem þegar hefur verið valinn eru stúlkur úr Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Vestmannaeyjum. Búast má við að stúlkur frá Akureyri og fleiri stöðum úti á landi bætist í hópinn. Æft er fjórum sinnum í viku. Fyrsta keppnisferðin sem 19 ára landsliðið fer í er á Ítalíu í júlí. Þar verður keppt á tveimur alþjóðlegum unglingamótnm. Norðurlandamót 19 ára stúlkna verður í Finnlandi í nóvember og í maí 1989 hefst forkeppni fyrir Heimsmeistaramót 20 ára stúlkna. Þá er áætlað að fara fjórum sinnum í æfingabúðir út fyrir höfuðborgina fram að Norður- landamóti. f yngri flokknum verður mót sem kallað er Atiantic-cup væntanlega næsta haust. Þar keppa Bretar, Færeyingar, írar og íslendingar og Bene- lux-Is keppnin með þátttöku Hollands, Belgíu, Lúxemborgar og fslands verður um páskana 1989. Reykjavíkurmótiö 'HÁ w í knattspyrnu: Úrslitaleikur Fram og KR Framarar og KR-ingar leika til úrslita á Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu sunnudagskvöldið 8. maí og hefst leikurinn á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 20.30. Þessi félög hafa bæði marg- sinnis orðið Reykjavíkurmeistarar, KR-ingar 26 sinnum en Framarar 20 sinnum. KR vann siðast árið 1979 en Framarar árið 1986. Valsmenn eru hinsvegar núverandi Reykjavíkurmeistarar. Fram og KR iéku í sama riðli fyrr í mótinu og urðu úrslit í innbyrðis leik liðsins 2-0 Fram í hag. Framarar unnu Víkinga 5-3 í undanúrslitum eftir framlengingu og vítaspymukeppni en KR vann Val 1-0. Þjálfari KR er Ian Ross en Ásgeir Elíasson heldur um stjórntanmana hjá Fram. I liðunum era 7 leikmenn sem leika í Ólympíulandsliöinu sem hefur verið á faraldsfæti að undanförnu. - HÁ Já, Kjörbókareigendur góðir, það kom að því. Þeir sem átt höfðu innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fengu reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir voru reiknaðirá innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi þaðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra iandsmanna Um mánaðamótin stigu 28.480 Kjörbókareigendur eittþrepuppávið. Og fengu 70 milljónir í staðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.