Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 7. maí 1988
Pappírsbyltingin í Póllandi:
Neðanjarðarútgáfa blaða og
bóka jafnmikil og ríkisútgáfan
Rétt einn umganginn eru Pólverjar komnir í fréttirnar
og nú vegna verkfaUa sem breiðast út um landið eins og
eldur í sinu. Oft hefur umheimurinn undrast þrautseigju
þessarar þjóðar sem aldrei virðist ætla að rétta úr kútnum.
En hún gefst heldur aldrei upp og hluti skýringarinnar
kemur fram í eftirfarandi grein, sem nýlega birtist í
A-magasinet, fylgiriti norska blaðsins Aftenposten.
Eftir að neyðarlögin voru sett í
Póllandi gaf Jaruzelski hershöfð-
ingi út þá tilskipun að allar ritvélar
á vinnustöðum yrðu búnar hengi-
lásum til að koma í veg fyrir að
starfsfólkið notaði þær til að afrita
fréttablöð, sem gefin væru út í
óleyfi. Þessi skipun var eins hlægi-
leg og hún var sorgleg - talandi
sönnun þess hvaða augum ríkis-
stjórn Jaruzelskis lítur málfrelsi í
því landi sem hún stýrir.
í Póllandi hefur fjölritunarvélin
nú leyst byssuna af hólmi. Reyndar
ekki bara komið í stað byssunnar,
heldur hefur komið í ljós að með
hjálp fjölritunarvélarinnar má
veita virka andstöðu gegn lögreglu-
kylfum, fangelsum, skotvopnum
og jafnvel skriðdrekum. Æðsti
maður herforingjastjórnarinnar
hefur mátt horfa upp á fyrirætlanir
sínar verða að engu því að Pólverj-
um hefur tekist það sem heita má
ógerlegt, að opna hengilásinn á
ritvélarvalsinum, hengilásinn sem
pólsk yfirvöld hefðu helst viljað
setja á munninn á öllum borgurum
landsins.
Neðanjarðarútgáfan mesta
ógnunin við stjómvöld
Ólöglegu útgáfustarfseminni
hefur ekki bara tekist að halda
starfseminni gangandi, heldur er
hún eins og er að öllum líkindum
mesta ógnunin við vald kommún-
ista yfir Póllandi, sem hefur vegna
hennar misst einokunina á upplýs-
ingum og áróðri sem yfirvöldin
sátu ein að áður. Kommúnisku
yfirvöldin nota nefnilega upplýs-
ingastreymi eingöngu til að afla
eigin skoðunum fylgis og fjölmiðl-
arnir eru í þeirra höndum öflugt
vopn, sem er notað til að villa um
fyrir almenningi og halda aga með
ólýðræðislegri stjórn.
Auðvitað hafa stjórnvöld alger
yfirráð ennþá yfir blöðunum, út-
varpinu og bókaútgáfunni. En það
er hins vegar geysistórt svið fjöl-
miðlunar sem ekki lýtur stjórn
yfirvalda né er ofurselt ritskoðun,
svið þar sem enginn neyðist til að
skrifa í samræmi við fyrirskipanir
flokksins. Það er neðanjarðarút-
gáfustarfsemin, útvarpsreksturinn,
bókaútgáfurnar og útgefendur
óleyfilegra hljóðsnælda og mynd-
banda sem engum eru háðar og
bætir að hluta upp að ekki er til
óháð sjónvarp í Póllandi. Það sem
má lesa í opinberum dagblöðum,
sem eru gefin út á löglegan hátt í
vestrænum lýðræðisríkjum, fyrir-
finnst ekki í löglegu pólsku press-
unni þó að leitað sé með logandi
ljósi. Það sem samsvarar pressunni
í vestrænum lýðræðisríkjum er
nefnilega ekki þessi blöð, sem eru
algerlega undir aga kommúnista-
flokksins, heldur frjálsa neðan-
jarðarútgáfan, sem Pólverjar gefa
út í blóra við vilja yfirvalda.
Lóng hefð
f Póllandi er löng hefð, allt að
því 200 ára gömul, fyrir samsærum
og fyrstu leyniblöðin voru gefin út
þegar um síðustu aldamót. Einu
þeirra, Robotnik (Verkamaður-
inn) ritstýrði einn helsti frumkvöð-
ull sjálfstæða pólska ríkisins á milli-
stríðsárunum, Józef Pilsudski. Eft-
ir að herir Hitlers höfðu hernumið
Pólland 1939 varð til pólski
„heimaherinn" og pólsk neðan-
jarðarútgáfa. í mörg ár eftir stríðs-
lok átti sér stað vopnuð andstaða
gegn stjórninni sem Stalín hafði
þvingað upp á Pólverja. Á meðan
þessi barátta stóð komu út neðan-
jarðarblöð.
Fræinu að núverandi fjölmiðl-
um, sem óháðir eru vilja yfirvalda,
var sáð 1976 þegar auglýstar verð-
hækkanir leystu úr læðingi óánægju
verkamanna. Þá voru stofnuð óháð
samtök til að aðstoða þá verka-
menn sem handteknir voru og
strax þá um haustið leit fyrsta
neðanjarðarblaðið, Biuletyn In-
formacyjny, dagsins Ijós. Til að
byrja með var það afritað á ritvél,
en seinna var hafin á því fjölföldun.
í þessu blaði fékk fólk fyrstu óföls-
uðu upplýsingarnar um mótmæli
verkamannanna og sívaxandi efna-
hagskreppu, sem yfirvöld reyndu
að halda leyndri. í opinberum
fjölmiðlum yfirvalda réði ríkjum
áróðurinn um. að allt gengi vel,
aðstæðurnar voru fegraðar og
framtíð Póllands máluð ljósum
litum.
Biuletyn Informacyjny var upp-
hafið að því sem nú er líklega
einstakt fyrirbæri á alþjóðlegan
mælikvarða, ólöglegri útgáfustarf-
semi sem að magni til má því sem
næst líkja við þá útgáfu sem er á
vegum opinberra aðila og keppir á
mörgum sviðum við opinberu út-
gáfuna. í öðrum löndum Austur-
Evrópu má líka finna neðanjarðar-
útgáfustarfsemi, í Tékkóslóvakíu,
Sovétríkjunum og Ungverjalandi.
Blöðin í þessum löndum eru hins
vegar ekki prentuð, eins og á sér
stað í Póllandi, heldur afrita les-
endur þau á ritvélar. Aðeins í
Litháen eru örfá ólögleg blöð sem
koma út í prentuðu formi. En öll
þessi útgáfa samtals kemst ekki í
hálfkvisti við það sem pólsku
prentsmiðjurnar þrykkja.
Eining og ólóglega útgáfan
1977 var stofnað fyrsta neðan-
jarðarbókaútgáfufyrirtækið, Nie-
zalezna Oficyna Wydawnicza, og
það hófst handa við að gefa út
bækur sem höfðu verið gerðar
upptækar í ritskoðuninni. Það leið
svo ekki á löngu þar til fleiri tugir
blaða litu dagsins ljós og t.d. hafði
eitt þeirra, Robotnik, upplag uppá
50.000 eintök. Forlögin urðu 35
talsins. Eftir að verkalýðssamtökin
Eining voru stofnuð í ágúst 1980
skaut iíka upp kollinum óháð og
óritskoðuð blaðaútgáfa verkalýðs-
samtakanna, og fjöldi þeirra for-
laga sem yfirvöld létu afskiptalaus
fór upp í 200. Pólverja hafði þyrst
eftir að fá vitneskju um hvernig
raunverulegt ástand væri og um
sögu sína, sem var fölsuð í skóla-
bókum. Nú fengu þeir þessar upp-
lýsingar í þessum blöðum, sem
gefin voru út með lélegum útbún-
aði og ekki alltaf vel læsileg.
Neyðarlögunum, sem sett voru í
desember 1981, var ekki eingöngu
ætlað að ganga af Einingu dauðri
heldur líka óháðu blaðaútgáfunni
og bókaútgáfunni. Meðal þeirra
handteknu voru margir prentarar,
ritstjórar og útgáfustjórar. Lög-
reglan gerði upptækt eða eyðilagði
mikið af prentunarútbúnaðinum.
En ekki tókst að beygja Einingu í
duftið, né óháðu blöðin. Þegar
fyrstu dagana sem neyðarlögin
voru í gildi voru fyrstu neðanjarð-
arblöðin farin að koma út. Þau
voru prentuð með handafli, frum-
stæðri tækni, og voru oft illlæsileg,
en þau fluttu upplýsingar um allt
það sem yfirvöld vildu gjarna halda
leyndu.
Útgefendur og dreifendur þess-
ara blaða tóku mikla áhættu. Sá
fer líka sífellt batnandi. Þeir tímar
eru liðnir þegar lesendur neðan-
jarðarblaða voru teiknaðir með
stækkunargler fyrir auganu. Núna
gerist það æ oftar að bók neðan-
jarðarútgáfu lítur betur út en þær
sem eru á boðstólum í bókaversl-
unum ríkisins. Með aðstoð Pól-
verja, búsettra erlendis, og vest-
rænna verkalýðsfélaga komust off-
setprentvélar og fjölföldunarvélar
PRZEGL4D WiADOIVIOSCIAGENC MYCH
sem var tekinn með þó ekki væri
nema eitt eintak af ólöglegu blaði,
átti á hættu að fá þriggja ára
fangelsisdóm. Öryggislögreglunni
tókst alltaf öðru hverju að afhjúpa
neðanjarðarprentsmiðju eða taka
þá sem dreifðu út blöðunum
höndum, en það var örsjaldan að
þetta varð til þess að viðkomandi
blað eða bókaútgáfa legði upp
laupana. í stað þeirra sem voru
handteknir komu aðrir og nám-
skeið fyrir ólöglega prentara voru
sett á fót.
Þegar leið að árslokum 1983
voru neðanjarðarforlögin þegar
orðin 8-10. Það er hins vegar
erfiðara að kasta tölu á fjölda
hinna fjölskrúðugu blaða, en það
koma út u.þ.b. 1000 mismunandi
titlar.
„Pressan lýgur“
- margir Pólverjar sniðganga
opinberu pressuna
Útgáfa neðanjarðarhreyfingar-
innar gegnir ekki bara hlutverki
upplýsingamiðlara. Auk blaða af
þessari tegund stinga líka upp koll-
inum mánaðarrit og ársfjórðungs-
rit sem fjalla um bókmenntir, póli-
tík og almennar upplýsingar. Stærð
þessara rita getur verið allt upp í
mörg hundruð síður, en blöðin
sem fyrr voru nefnd eru yfirleitt
4-8 síður. Það er ekki bara Eining
sem fæst við þessa útgáfu, heldur
líka ólöglegir stjórnmálaflokkar,
friðarhreyfingar og hópar óháðra
blaðamanna. Blöðunum er dreift
um allt land, rétt eins og frétta-
blöðunum, en sum þeirra koma út
í tugþúsunda eintaka upplögum.
Margir Pólverjar sniðganga blöð
og sjónvarp ríkisins og sækja vitn-
eskju sína um atburði líðandi
stundar eingöngu til neðanjarðar-
útgáfunnar. Slagorðið: „Pressan
lýgur“, sem oft er málað á húsveggi
í bæjunum vísar ekki til blaða
neðanjarðarútgáfunnar sem al-
menningur lætur ganga frá manni
til manns samkvæmt tilmælum rit-
stjórnar: „Láttu blaðið ganga þeg-
ar þú ert búinn að lesa það“.
Þannig margfaldast fjöldi þeirra
sem hafa aðgang að ófölsuðum
upplýsingum um það sem raun-
verulega á sér stað.
Betri tæknileg vinnsia hjá
neðanjarðarútgáfunni
Svipuðu hlutverki gegna neðan-
jarðarútgáfuforlögin. Núna eru
þau u.þ.b. 100 talsins og bækurnar
sem þau gefa út koma í upplögum
sem nema allt frá nokkur hundruð
eintökum upp í 10.000. Leynilega
dreifingarnetið nær til því sem
næst alls landsins. Tæknileg vinnsla
til Póllands. Nú standa málin þann-
ig að rithöfundur þarf nú að bíða
4-8 ár eftir að fá bók sína á þrykk
í opinberu forlögunum, en biðtím-
inn hjá neðanjarðarforlögunum er
frá nokkrum mánuðum upp í tæpt
ár.
Bækur um sögu-
leg efni vinsælar
Margvíslegt efni er tekið til
prentunar, en bækur um söguleg
efni eru í meirihluta. Það er einmitt
á því sviði sem þarf að bæta úr
ýmsri vanrækslu - fylla upp í
„hvítu flekkina11, s.s. um fjölda-
morðin í Katyn-skógi þar sem
mörg þúsund pólskir liðsforingjar
voru skotnir skv. skipun frá Stalín,
og samninginn sem kenndur er við
Molotov og Ribbentrop, sem í
raun leiddi til innrásar Hitlers í
Pólland og upphafs síðari heims-
styrjaldar.
í öðru sæti eru endurminningar
frá stríðsárunum og Stalínstíman-
um, sem lýsa aðstæðunum í sovésk-
um fangabúðum (opinbera pressan
greinir aðeins frá þeim þýsku),
baráttu pólsku neðanjarðarhreyf-
ingarinnar og framlag Pólverja á
vesturvígstöðvunum í síðari heims-
styrjöld. Mikilla vinsælda njóta
líka frásagnir þátttakenda í hinum
og þessum mótmælaaðgerðum
gegn stjórn kommúnista á árunum
eftir stríð, á árunum 1956, 1968,
1970 og 1980. Þar að auki koma út
rit fræðimanna um nýrri sögu
Póllands, frá því síðari heimsstyrj-
öldin braust út til stofnunar Eining-
ar og bannsins á samtökunum.
Pólverjar lásu bækur Miloszar
í neðanjarðarútgáfu
Lesendur útgáfna neðanjarðar-
forlaganna eiga völ á öllu því
lesefni sem þeir hafa áhuga á en
hafa leitað að árangurslaust í ríkis-
bókabúðunum, bókum á bannlista
hvort heldur þær eru eftir innlenda
rithöfunda, heimspekinga, hag-
fræðinga og félagsfræðinga eða
Pólverja í útlegð eða erlenda höf-
unda. Þannig fengu Pólverjar með
hjálp neðanjarðarforlaganna að-
gang að öllum verkum nóbelsverð-
launahafans í bókmenntum,
skáldsins Czeslaw Milosz, sem býr
í Bandaríkjunum, jafnvel áður en
honum var úthlutað verðlaunun-
um. Þeir hafa líka átt kost á að lesa
bönnuð verk annars mikils pólsks
samtímarithöfundar, Witold Gom-
browicz og bannaðar skáldsögur
Ignacy Witkiewicz. Ennfremur
hafa þeir fengið tækifæri til að
kynnast bókum ágætra erlendra
rithöfunda eins og George Orwell,
Arthur Koestler og Aleksandr Sol-
sjenitsyn, og lesa ofan í grunninn
verk heimsfrægra hugsuða eins og
Karl Popper, Karl Jaspers, Simone
Weil eða pólska heimspekingsins
Leszek Kolakowski, sem var
neyddur til að flytja úr landi.
Pólskir lesendur hafa líka fengið
aðgang að bókum Milovans Djilas,
hins þekkta gagnrýnanda komm-
úniska kerfisins og fyrrverandi
samverkamanns Titós, júgóslavn-
eska einræðisherrans.
Neðanjarðarbækur eru
fylginautar pólskra barna
-ekkibyssur
Neðanjarðarforlögin gefa líka
út barnabækur og námsbækur. í
mörgum löndum eru börn alin upp
í nánustu nálægð við skotvopn. í
Póllandi eru það neðanjarðardag-
blaðið og neðanjarðarbókin sem
eru fylginautar þeirra frá blautu
barnsbeini. í mörgum skólum gefa
nemendur út sín eigin blöð í litlum
upplögum. Það eru m.a.s. til ólög-
legar fréttastofur, sem gegna svip-
uðu hlutverki og Reuter eða AFP,
þó að auðvitað sé í mun minna
mæli. Pólverji getur valið um
margs konar blöð þegar hann vill
lesa neðanjarðarblað. Blaðið á
vinnustaðnum fræðir hann um allt
sem er að gerast þar, staðarblöðin
gefa honum upplýsingar um það
sem gerist á svæðinu þar sem hann
býr. Ef hann hefur áhuga á erfiðara
lesefni er úrvalið líka geysimikið.
Bókalesendur eiga kost á þeim
bókum sem eru á listanum yfir þær
söluhæstu. Já, jafnvel teikni-
myndasögur eru farnar að birtast
þar á prenti.
Ólögleg myndbanda-
útgáfa og leiga
Útgáfustarfsemin er reyndar
bara hluti af myndinni. í Póllandi
er til ólöglegt framleiðsluver og
ólögleg útleiga á myndböndum.
Þar má sjá eftirtökur á vestrænum
kvikmyndum, eða kvikmyndir
pólskra leikstjóra sem ritskoðunin
hefur sett bann á. Þeir sem vilja
hlusta á bannaða söngva geta keypt
hljóðsnældur sem teknar hafa verið
upp í neðanjarðarhljóðverum. f
mörgum pólskum bæjum hefur
verið rekið ólöglegt útvarp Eining-
ar árum saman þar sem sú starfsemi
er ekki undir smásjá öryggislög-
reglunnar. í höfuðborginni Varsjá
eru t.d. 10 mínútna útsendingar
daglega.
Helsinkisáttmálinn ekki
virtur af stjómvöldum
Málfrelsi, listafrelsi, upplýsinga-
frelsi - allt þetta er skráð í Hel-
sinki-mannréttindasáttmálanum,
sem pólska stjórnin hefur skrifað
undir. En andstætt vestrænum
lýðræðisríkjum fara kommúnisk
yfirvöld ekkert eftir þeim sáttmála.
Þess vegna hafa Pólverjar sjálfir,
án samþykkis ríkisstjórnar sinnar,
séð til þess að þessi grundvallar-
mannréttindi séu haldin í heiðri.
„Pappírsbyltingin", sem einn
óháðu vísnasöngvaranna syngur
um á neðanjarðarhljóðsnældu,
heldur áfram. Mótleikir yfirvalda
gegn neðanjarðarforlögunum
minna meira og meira á skriðdrek-
ann sem skýtur að flugunni. Því að
hvernig er hægt að hæfa svo loft-
kenndan hlut sem orð?