Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Laugardagur 7. maí 1988
Frelsishetja eða
hryðjuverkamaður?
- Sikhi sem tekinn var af lífi fyrir tæpum 50 árum veldur nú deilum
í Hounslow-hverfínu í London er nú höfð uppi herferð
til að heiðra Sikha, sem á sínum tíma réð af dögum breskan
ofursta. Ekki líta þó allir íbúar hverfísins málið sömu
augum. Deilurnar hafa tvístrað fylgismönnum Verka-
mannaflokksins, sem hafa meirihluta í borgarstjórn, valdið
því að einn borgarstjórnarmeðlimur hefur sagt sig úr
flokknum í mikilli reiði og valdið klofningi meðal fólks af
asískum uppruna í hverfínu en það er um 20% íbúanna.
Hefndi fjöldamorðsins
í Amritsar 1919
Ágreiningurinn stendur um
hvort nefna eigi götu eða opinbera
byggingu í höfuðið á Udham
Singh. f augum fylgismanna hans
er hann frelsishetjan sem hefndi
fjöldamorðsins í Amritsar 13. apríl
1919. í augum andstæðinga þessar-
ar hugmyndar er hann hryðju-
verkamaður. Hann var hengdur
fyrir tæpum 50 árum fyrir morðið
á sir Michael O’Dwyer, sem var
aðstoðarlandstjóri Breta í ind-
verska héraðinu Punjab á þeim
tfma sem fjöldamorðið fór fram.
Fjöldamorðið var sá atburður
sem mestu olli um að skipta fólki í
andstæðar fylkingar á Indlandi
meðan það laut stjórn Breta.
A.m.k. 379 Indverjar, karlar, kon-
ur og börn voru drepnir og 1500
særðust þegar Reginald Dyer hers-
höfðingi og yfirmaður bresku her-
sveitanna, gaf fyrirskipun um að
skjóta að friðsamlegum mótmæla-
fundi, sem haldinn var á auðu
svæði í Amritsar.
Dyer tók þá ákvörðun að sýna
yrði ósveigjanlega festu til að koma
í veg fyrir að bylting brytist út, en
á því þóttu líkur, og á 10 mínútum
var hleypt af 1650 skotum á mann-
fjöldann úr aðeins tæplega 100
metra fjarlægð. O’Dwyer, sem bar
pólitíska ábyrgð á Punjab-héraði,
átti ekki upptökin að skothríðinni
en veitti Dyer stuðning eftir þenn-
an atburð.
Réð sig í vinnu
hjá fórnarlambinu
og beið í þrjú ár
Dyer var rekinn með skömm úr
hernum og dó á sóttarsæng í Bret-
landi 1927. En Singh leit svo á að
O’Dwyer ætti raunverulega sök á
því sem gerðist. Hann leitaði þess
vegna O’Dwyer uppi í London
1937 og réðst í þjónustu fórnar-
lambs síns sem einkaþjónn og
bflstjóri.
Þegar O’Dwyer hafði lokið við
að halda „fyndna“ ræðu um Afgan-
istan á opinberum fundi 13. mars
1940 skaut Singh hann tvívegis af
stuttu færi. Að loknum tveggja
daga réttarhöldum við Old Bailey,
þar sem The Times sagði að sýnd
hefði verið „þolinmæði", og synjun
á áfrýjun var Singh, þá 37 ára
garnall, tekinn af lífi í Pentonville
fangelsinu 1940. Hann var greftr-
aður við fangelsisvegginn.
„Pólitísk aðgerð" - eða morð?
Nú vill þrýstihópur í Hounslow,
undir forystu Sanjivs Vedi, 27 ára
gamals borgarstjórnarmanns, sýna
rúinn aliri æru.
O’Dwyer var aðstoðarlandstjóri í
Punjab þegar fjöldamorðin fóru
fram og tók á sig alla ábyrgð. Fyrir
það varð hann að gjalda með lífinu.
Udham Singh var tekinn af lífi sem
sýna nafni hans virðingu.
Singh heiður. Vedi fluttist til Bret-
lands frá Kenýa 1970 og hann
heldur því fram að drápið á
O’Dwyer hafi ekki verið „framið
með köldu blóði né hafi það verið
einfaldlega morð“. Hann segir hér
hafa greinilega verið „pólitísk
aðgerð" á ferðinni.
Samkvæmt frásögnum frá réttar-
höldunum er augljóst að Singh var
þeirrar skoðunar að hann væri að
fórna lífi sínu fyrir Indland. „Ég
hef horft upp á fólk svelta til bana
í Indlandi undir breskri heimsveld-
isstjórn," sagði Singh í yfirheyrsl-
um lögreglunnar.
„Ég biðst ekki afsökunar á því
að mótmæla. Það var skylda mín
að gera það, lands míns vegna.“
Vedi, sem vinnur á stofnun sem
veitir ókeypis lagalega ráðgjöf, er
ekki á sama máli og hvítir fulltrúar
Verkamannaflokksins í borgar-
stjórn, sem halda því fram að ekki
sé hægt að heiðra minningu morð-
ingja. „Ef sú röksemdafærsla ætti
rétt á sér ættum við að gefa ný nöfn
strætum sem bera nöfn Welling-
tons og Cromwells," segir Vedi
óhagganlegur.
í broddi fylkingar þeirra sem
ekki vilja sýna Singh þennan heið-
ur er annar borgarfulltrúi Verka-
mannaflokksins, Peter Smith,
kennari í stjórnmálafræðum við
King’s College í London. Hann
heldur því fram að Singh hafi
framið „persónulega hefndarað-
gerð, sem ekki hafi verið hluti af
pólitískri herferð í víðara sam-
hengi. Hann var hryðjuverkamað-
ur, ekki tengdur neins konar
fjöldahreyfingu í Indlandi."
Skjólstæðingur Vedi's í borgar-
stjórn, Heston West, flutti tillögu
sem er runnin undan rifjum Peters
Pitt, fyrrverandi formann listaráðs
Lundúnaborgar, þess efnis að
„undir engum kringumstæðum ætti
nokkrum stað í Hounslow að vera
gefið nafn Udham Singh vegna
þess að hann var, samkvæmt
endanlegri skilgreiningu, morð-
ingi.“
En þegar fulltrúar Verkamanna-
flokksins í kjördæminu felldu að
gera tillögu Pitts að sinni, gekk Pitt
morðingi árið 1940. Nú vilja ýmsir
úr flokknum. Pitt er 45 ára sögu-
kennari og kenndi Vedi í skóla.
Hann viðurkennir nú að milli hans
og fyrrverandi nemanda hans sé
„fjandskapur“. Pitt er reyndar sem
stendur að íhuga að ganga í
íhaldsflokkinn.
„Nafn Udhams Singh
minnir á hatur“
Margir Asíumenn sem njóta
mikillar virðingar hafa líka lýst því
yfir að þeir séu á öndverðum meið
við Vedi. Inder Singh Uppal, sem
starfar að málefnum eldri borgara
í Hounslow og er sjálfur Sikhi
segir: „Nafn Udhams Singh minnir
á hatur. Þessi vanhugsaða hug-
mynd skemmir tilraunir okkar til
að koma á góðu samlífi kynþátt-
anna“.
En þrátt fyrir þessa háværu and-
stöðu á hugmyndin um að heiðra
Singh sífellt meiri hljómgrunn í
Bretlandi. Leikritið Vengeance
(Hefnd) er sem stendur á leikferð
um Bretland og vekur áhuga á
málinu. Og í Gullna hofinu í
Amritsar, mesta helgistað Sikha,
hangir mynd Singhs meðal mynda
af öðrum virtum þjóðernissinnum.
Jarðneskar leifar Singhs voru
grafnar upp 1974 og sendar til
Delhi. Þegar þangað kom veittu
indverskirráðamenn.þ.ám. Indira
Gandhi þáverandi forsætisráð-
herra, þeim móttöku eins og um
píslarvott væri að ræða.
En vegna þess hvað málið er
„viðkvæmt" að sögn talsmanna
breska innanríkisráðuneytisins,
eru skýrslur frá réttarhöldunum í
Old Bailey svo og önnur plögg
málinu viðkomandi geymdar undir
lás og slá og bannaður að þeim
aðgangur til ársins 2016.
í stórkvikmyndinni um Gandhi var sýnt áhrífamikið atríði frá fjölda-
morðinu í Amrítsar.
Dyer hershöfðingi tók hina örlagaríku ákvörðun um skothríðina á
fólkið. Hann dó á sóttarsæng,