Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn
Laugardagur 7. maí 1988
I DAGBÓK
Vorhátíð í Breiðholtsskóla
Á morgun sunnud. 8. maí efnir For-
eldrafélag Breiðholtsskóla til vorhátíðar
(festival) kl. 14:00-16:00 á lóð skólans og
gamla (R-vellinum. Hátíðin er fyrir for-
eldra og börn, kennara skólans og íbúa
Neðra Breiðholts almennt, unga sem
aldna.
Hátíðiri hefst á því að Skólalúðrasveit
Árbæjar og Breiðholts leikur nokkur lög.
Á dagskrá verða keppnisgreinar, svo sem
pokahlaup, reiptog og fimmtar-þraut.
Margs konar leikir vefða í gangi, m.a.
mini-golf, og aðrir sumarleikir. Andlits-
málning verður í boði, líka einhver
hressing. Skátafélagið Urðarkettir verða
með klifurverk og leiki. Lögreglan og
slökkviliðið í Reykjavík mæta á svæðið.
Um kvöldið kl. 20:00-22:00 verður
fjölskyldudans með nýju sniði: byrjað á
harmoníkuspili, gömlum dönsum og
mars, eftir það verður spiluð diskó-tónlist
með nútíma hætti.
Upplýsingar veita Jón Steinar Guð-
mundsson (77227) og Unnur Halldórs-
dóttir (74348).
Félag Snæfellinga
og Hnappdæla:
Kaffiboð fyrir eldri héraðsbúa
Fclag Snæfellinga og Hnappdæla efnir
til hins árlega kaffiboðs fyrir cldri hcraðs-
búa sunnudaginn 8. maí í Sóknarsalnum
Skipholti 50A kl. 15:00.
Upplýsingar um fyrirhugaða sólar-
landaferð í haust veröa veittar þeim, sem
hafa hug á að lengja sumarið.
Félagið livetur fólk til aö mæta vcl og
stundvíslega.
Skemmtinefndin
ÁRBÆJARAPÓTEK
Árbæjarapótek er opið virka daga kl.
09:00-18:00 og á laugardögum kl. 09:00-
12:00
Tónleikar Tónlistarskólans:
Einleikarapróf klarinettleikara
í Norræna húsinu
Þriðjudaginn 10. maí eru einleikara-
prófstónleikar í Norræna húsinu og hefj-
ast þcir kl. 20:30. Ármann Helgason ,
klaríncttlcikari flytur verk eftir C.M. von
Weber, Debussy, Alan Hovhaness, Art-
hur Bcnjamin, Alban Berg og Brahms.
Vilhelmína Ólafsdóttir leikur mcð á pí-
anó. Tónleikarnir eru síðari hluti einleik-
araprófs Ármanns frá skólanum. Að-
gangur að tónlcikunum er ókeypis og
öllum hcimill.
Kaffiboð
Breiðfirðingafélagsins
Breiðfirðingafélagið í Reykjavík held-
ur árlcgt kaffiboð fyrir eldri félaga sína
sunnudaginn 8. maí í Safnaðarheimili
Bústaðakirkju og hcfst með guðsþjónustu
kl. 14:00. Upplestur, söngur o.fl.
Stjórnin
Fermingarböm
i Eyrarbakkakirkju
sunnudaginn 8. maí kl. 13:00:
Hclcna Martcinsdóttir, Eyrargötu 28
Magnca Svava Guðmundsd., Túngötu 66
Ragnhildur Loftsd., Háeyrarvöllum 50
Rannvcig Bjarnfinnsd., Túngötu 55
Sandra Dís Hafþórsdóttir, Túngötu 32
Valgerður Dóra Jónsd., Túngötu 43
Gísli Ragnar Jóhannsson, Kirkjuhúsi
Guðjón Smári Jónsson, Túngötu 18
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Eyrargötu 44 b
Fermingarbörn í Selfosskirkju
sunnudaginn 8. maí 1988
Kl. 10.30
Alma Sigurjónsdóttir, Spóarima 13
Selma Sigurjónsdóttir, Spóarima 13
Benedikta Ketilsdóttir, Fossheiði 52
Gerður Halldóra Sigurðardóttir,
Lambhaga 19
Guðmundur Grétar Guðmundsson,
Hrísholti 20
Lára Traustadóttir, Lambhaga 4
Linda Dögg Sveinsdóttir, Laufhaga 7
Sigurður Árni Ólason, Lágengi 5
Sigursteinn Gunnar Sævarsson,
Sunnuvegi 3
Silja Arnarsdóttir, Starengi 17
Unnsteinn Lár Oddsson, Lambhaga 36
Valgerður Helga Sigurðard., Reyrhaga 5
Þórarinn Sigfússon, Sunnuvegi 12
Þorsteinn Bragi Valdimarsson,
Engjavcgi 79
ÞórunnBrynjaSigurbjörnsd., Úthaga 18
Kl. 14:
Benedikt Karl Valdimarsson, Sigtúnum 3
Bjarni Baldvin Guðmundss., Miðengi 16
Einar Björnsson, Grashaga 17
Eva Dögg Ingvadóttir, Smáratúni 12
Guðmundur Elís Pálsson, Lágengi 4
Guðmunda Sigríður Davíðsdóttir,
Stekkholti 34
Guðmundur Geir Sveinsson, Seljavegi 8
Hafdís Unnur Daníelsd., Gauksrima 9
Henný Margrét Ásgrímsd., Laufhaga 9
Ingólfur Snorrason, Stekkholti 10
Jón Hrcggviðsson, Suðurengi 10
Kolbrún Ásta Jónsdóttir, Heiðmörk 5
Kristín Einarsdóttir, Stekkholti 8
María Ólafsdóttir, Reynivöllum 8
María Pálsdóttir, Birkivöllum 29
Oddný Sigríöur Gíslad., Kirkjuvegi 15
Sigríður Sigfúsdóttir, Bankavegi 3
Sigurlín Garðarsdóttir, Vallholti 45
Sylvia Ólafsdóttir, Lambhaga 22
Úr Endatafli eftir Beckett, sem sýnt er
í bakhúsi að Laugavegi 32
GRÁNUFJELAGIÐ - leikhús:
Endatafl - aukasýning
Vegna fjölda áskorana hcfur Gránufje-
lagið - leikhús ákveðið að hafa aukasýn-
ingu á Endatafli eftir írska nóbelskáldiö
Samuel Beckett. Árni Ibsen hefur þýtt
Endatafl, en leikstjóri er Kári Halldór.
Leikarar eru: Kári Halldór, Hjálmar
Hjálmarsson, Barði Guðmundsson og
Rósa Guðný Þórsdóttir.
Síðasta aukasýning verður mánudaginn
9. maí kl. 21:00 að Laugavegi 32, í
bakhúsi. Miðasalan er opnuð klukku-
stund fyrir sýningu en hægt er að panta
miða allan sólarhringinn í síma 14200.
Norræna tækniárið:
Bænadagur kirkjunnar
tengdur tækniárinu
Hinn árlegi bænadagur þjóökirkjunnar
veröur á sunnudaginn 8. maí. Biskup
íslands hefur ákveöiö, aö efni bænadags-
ins í ár veröi tengt hinu norræna tækniári,
sem nú stendur yfir, og veröi yfirskriftin:
Maöurinn, tæknin og trúin. Er þetta að
tilmælum framkvæmdanefndar hins nor-
ræna tækniárs hérlendis, er fór þess á leit,
að einn messudagur þjóðkirkjunnar yröi
tileinkaður tækniárinu, þannig aö fjallað
yrði um manninn, tæknina og trúna í
prédikunum dagsins.
Eitt af málverkum Einars Hákonarson-
ar á syningunni í Glugganum á Akur-
eyri
Málverkasýning Einars
Hákonarsonar í
GLUGGANUM á Akureyri
í gær opnaði Einar Hákonarson mál-
verkasýningu í Glugganum, Glerárgötu
34. Einar er Reykvíkingur, fæddur 1945.
Hann stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Islands 1960-1964 og fram-
haldsnám í Valands-listaháskólanum í
Gautaborg 1964-1967. Einar hélt sína
fyrstu einkasýningu í Bogasalnum 1968
og hefur sýnt reglulega síðan. Þetta er
þrettánda cinkasýning Einars Hákonar-
sonar og eru hér sýnd rúmlega þrjátíu
olíumálverk frá síðustu þremur árum.
Sýningin stendur til sunnudagsins 15.
maí.
Glugginn er opinn daglega kl. 14:(X)-
18:00 en lokað er á mánudögum.
Tónleikar Tónlistarskólans:
Tvær sópransóngkonur syngja
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur
tvenna tónleika cftir helgina. Á mánudag-
inn 9. maí kl. 20:30 eru 8. stigs söngtón-
leikar í sal skólans Skipholti 33. Margrét
J. Ponzi, sópran og Sigrún Þorgeirsdóttir.
sópran flytja sönglög eftir íslenska og
erlcnda höfunda.
Aðalfundur Alliance Francaise
Árlegur aðalfundur Alliance Francaise
verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl.
20:30 á Franska bókasafninu, Vesturgötu
2 (bakdyramegin).
Félagar ’88 eru eindregið hvattir til að
mæta. Venjuleg aðalfundarstörf og kosin
ný stjórn.
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
- FERÐAKYNNING
Upplýsingamiðstöð ferðamála er með
aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar er um
helgina kynning á ferðum um (sland,
Færeyjar og Grænland.
Opið laugardag kl. 10:00-18:00 en á
sunnudagkl. 13:00-18:00. Símier623045.
Hafnarfjarðarkirkja
Guðsþjónusta á bænadag kl. 14:00.
Organisti er Helgi Bragason.
sr. Gunnþór Ingason
Útivistardagur - sunnudag
Reykjavíkurganga Útivistar
Á morgun, sunnud. 8 maí Kl. 13:00
Brottför frá Grófartorgi (bílastæðinu
milli Vesturgötu 2 og 4) Einnig er hægt að
mæta í gönguna á eftirtöldum stöðum:
Kl. 13:45 BSÍ, bensínsölu, kl. 14:15
Nauthólsvík, kl. 15:15 Skógræktarstöð-
inni Fossvogi. Rútuferðir frá Elliðaárstöð
að lokinni göngu kl. 17:30. Ekkert þátt-
tökugjald. Fjölmennið í gönguna og
kynnist fjölbreyttri leið um höfuðborgina
í náttúrulegu umhverfi. Gengið er frá
Grófinni meðfram Tjörninni, um Hljóm-
skálagarðinn, Öskjuhlíð, Fossvog og
Fossvogsdal í Elliðaárdal. Gestir koma í
gönguna og fræða m.a. um fuglalíf á
Tjörninni, jarðfræði Öskjuhlíðar og Foss-
vogs og skógrækt. Áning í Skógræktar-
stöðinni með harmónikuleik og söng.
Tilvalin fjölskylduganga.
Flóamarkaður FEF í Skeljanesi
Félag einstæðra forcldra (FEF) mun
verða með FLÓAMARKAÐ að Skelja-
nesi 6, í dag laugard. 7. maí kl. 14:00-
17:00.
Þarna verða á boðstólum margir góðir
hlutir, svo sem húsgögn og búsáhöld.
Bútar, gluggatjöld og efni af ýmsum
geröum. Tilvalið tækifæri fyrir laghenta
að fá ódýrt efni t fötin sín.
Helgina 14. og 15. maí verður FEF
mcð annan flóamarkað, þar sem aðallega
verður verslað með fatnað af ýmsu tagi.
M.a. á börnin fyrir sveitadvölina.
Að venju eru sjálfboðaliðar við undir-
búning og afgreiðslu og allur ágóði rennur
til rekstrar húsa félagsins.
Þeir sem hafa í huga að gefa félaginu
eitthvað á markaðinn eru vinsamlega
beðnir að senda það út í Skeljanes 6.
Sovéskir listamenn
á kvöldskemmtunum MÍR
Hópur sovéskra ferðamanna er kominn
til íslands og mun dveljast hér á landi í
vikutíma á vegum Félagsins Sovétríkin -
ísland ogfyrir milligöngu MlR. í hópnum
eru m.a. tveir hljóðfæraleikarar, V. Jak-
ovlév, sem leikur á domru (líkt mandó-
líni) og píanóleikarinn S. Denisova.
Einnig eru með í för tveir fjöllistamenn,
akróbatarnir A. Kosstjukov og A. Ratni-
kov. Þessir skemmtikraftar munu koma
fram á nokkrum stöðum meðan hópurinn
dvelst hér á landi, m.a. í Hótel Stykkis-
hólmi laugardagskvöldið 7. maí og á
MÍR-skemmtun og fagnaði í Leikhús-
kjallaranum mánudagskvöldið 9. maí kl.
20:30.
Aðgangur að skemmtunum þessum er
ö|l ur- heimill.
Sunnudagsferð Útivistar:
Fjallahringurinn 4. ferð -
Skipaskagi - Akrafjall (643 m.y.s.)
Brottför með Akraborg frá Grófar-
bryggju kl. 10:00. Mætið tímanlega fyrir
brottför. Heimkoma kl. 18:30. Farmið-
averð 1.100 kr. Innifalin er skipsferð
báðar leiðir og rúta. Gengið yfir fjallið.
Góð og hressandi ganga.
Hlutavelta Unglingaathvarfs
í BLÓMAVALI
í dag, laugard. 7. maí heldur Unglinga-
athvarfið í Seljahverfi hlutaveltu í Blóma-
vali í Sigtúni.
Kl. 13:00 hefst hlutaveltan ogef vinningar
og miðar endast verður sala miða til kl'.
18:00. Vinningar eru góðir, bækur, ný
föt, leikföng og fleira. Vinningshlutfall er
að fimmti hver miði hlýtur" vinning.
Unglingar og starfsfólk athvarfsins hafa
unnið við undirbúning hlutaveltunnar.
Ágóði af hlutaveltunni rennur í ferða-
sjóð.
Kökubasar og flóamarkaður
Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur
heldur sinn árlega kökubasar og
flóamarkað laugardaginn 7. maí kl. 14:00
í félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur,
Freyjugötu 14.
Kaffiboð Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík hcldur
kaffiboð fyrir eldri Húnvetninga verður í
Domus Medica sunnudaginn 8. maí kl.
15:00.
Félagsvist Húnvetningafélagsins vcrð-
ur á laugardaginn 7. maí kl. 14:00 í
félagsheimilinu Skeifunni 17.
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á
sunnudag. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl.
KI. 20:00 - Dansað kl. 23:30
Norrænt tækniár 1988:
Opið hús hjá EIMSKIP
( tilefni af Norrænu tækniári 1988
verður Eimskipafélag lslands h.f. með
Opið hús í Sundahöfn í Reykjavík,
sunnudaginn 8. maí kl. 13:00-17:00. Öll-
um er boðið að koma og skoða aðstöðu
fyrirtækisins og þiggja veitingar.
Ferð Kvenfélags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs efnir til skemmti-
ferðarþann 14. maí n.k. kl. 10:00árdegis.
Farið verður að Hótel Örk í Hveragerði.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir
8. maí í símum 40332, 40388 og 41949.
0PIN HÚS Á NÆSTUNNI
Sunnud. 15. maí: Iðntæknistofnun ís-
lands
Sunnud. 29. maí: Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
lllllllllllllllllllllllíllll ÚTVARP/SJÓNVARP
Rás
FM 92,4/93,5
Laugardagur
7. maí
6.45 Veðurfregnir. Bæn. séra Kristinn Ágúst Friö-
finnsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur“ Pétur Pét-
ursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00,
þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl.
8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson
áfram að kynna morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist.
9.30 Framhaldssaga bama- og unglinga:
„Drengimir á Gjögri“ eftir Bergþóru Páls-
dóttur. Jón Gunnarsson les (5).
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Vikulok. Brot úr þjóðmálaumrasðu vikunnar,
fréttaágrip vikunnar, hlustendaþjónusta, viðtal
dagsins og kynning á helgardagskrá Útvarps-
ins. Tilkynningar lesnar kl. 11.00. Umsjón: Einar
Kristjánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.10 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin.
14.00 Tilkynningar.
14.05 Sinna. Páttur um listir og menningarmál.
Umsjón: Þorgeir Ólafsson.
15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir
á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 íslenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur
þáttinn. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl.
8.45).
16.30 Leikrit: „Kontóríognið“ eftir Klemens
Jónsson. Byggt á sögu Guðmundar Gísla-
sonar Hagalíns. Útvarpsleikgerð samdi
Klemenz Jónsson. Leikstjóri: Þorsteinn
Gunnarsson. Leikendur: Arnór Benónýs-
son, Steíndór Hjörleifsson, Guðmundur
Ólafsson, Eyvindur Erlendsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Helgi Bjömsson, Kjartan
Bjargmundsson, Þór Túliníus, Róbert Arn-
finnsson og Ragnheiður Amardóttir. Reynir
Jónasson leikur á harmoníku. (Einnig út-
varpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30).
17.10 Sinfónía nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Johannes
Brahms. Fílharmoníusveit Vínarborgar leikur;
Leonard Bernstein stjórnar.
18.00 Gagn og gaman. Umsjón: Sigrún Sigurðar-
dóttir.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar. Tónlist.
20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Al-
fonsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl.
14.05).
20.30 Maður og náttúra - Skógurinn. Þáttur í
umsjá Sigmars B. Haukssonar.
21.20 Danslög.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Útvarp Skjaldarvík. Leikin lög og rifjaðir upp
atburðir frá liðnum tíma. Umsjón: Margrét
Blöndal. (Frá Akureyri)
23.20 Stund með Edgar Allan Poe. Viðar Eggerts-
son les söguna „Fall húss Ushers“ í þýðingu
Þorbjargar Bjarnar Friðriksdóttur. (Áður flutt í
fyrrasumar).
24.00 Fréttir.
24.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir
sígilda tónlist.
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti
gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir
dagskrá Ríkisútvarpsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Léttir kettir. Jón Ólafsson gluggar i heimilis-
fræðin... og fleira.
15.00 Við rásmarkið. Sagt frá íþróttaviðburðum
dagsins og fylgst með ensku knattspymunni.
Umsjón: Iþróttafréttamenn og Snorri Már Skúla-
son.
17.00 Lög og létt hjal. Svavar Gests kynnir
innlend og erlend lög og tekur gesti tali um lista-
og skemmtanalíf um helgina.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Út a lifið. Gunnar Svanbergsson ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum
kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
Fréttir kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20,
16.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SJÓNVARPIÐ
Laugardagur
7. maí
13.30 Fræðsluvarp 1. Börn hafa 100 mál en frá
þeim tekin 99. Þetta er heiti á sænskri kvikmynd
sem ætluð er öllum þeim sem áhuga hafa á
málefnum barna. I myndinni er fylgst með
bömum í leik og starfi á ítölsku dagheimili þar
sem lögð er áhersla á að efla sköpunarhæfni
barnanna. Um næstu helgi hefst sýning um
sama efni að Kjarvalsstöðum undir yfirskriftinni
Börn hafa 100 mál. 2. Skákþáttur Umsjónar-
maður Áskell örn Kárason. 3. Garðyrkjuþáttur
Ræktun grænmetis. Þátturinn er unninn í sam-
vinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins og Fræðslu-
varps.
14.40 Hlé
17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
16.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies)
Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
19.25 Staupasteinn (Cheers) Bandarískur gam-
anmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Dagskrárkynning
19.25 Fréttir og veður
20.30 Lottó
20.35 Landið þitt ísland Umsjón Sigrún Stefáns-
dóttir.
20.45 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.05 Maður vikunnar
21.25 Samtalið (The Conversation) Bandarísk
bíómynd frá árinu 1974. Leikstjóri Francis Ford
Coppola. Aðalhlutverk Gene Hackman, John
Cazale, Teri Garrog Harrison Ford. Sérfræðing-
ur í persónunjósnum kemst á snoðir um sam-
særi er hann hlerar samtal tveggja manna.
Þýðandi Þorsteinn Þórhallsson.
23.10 Banaráð (Tatort - Automord) Ný, þýsk
sakamálamynd um alþjóðlegt eiturlýfjasmygl og
baráttu við glæpamenn í Vín og Frankfurt.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
7. maí
09.00 Með afa. Þáttur með blönduðu efni fyrir
yngstu börnin. Afi skemmtir og sýnir börnunum
stuttar myndir: Skeljavík, Kátur og hjólakrílin og
fleiri leikbrúðumyndir. Emma litla, Lafði Lokka-
prúð, Vakari, Júlli og töfraljósið, Depill, I
bangsalandi og fleiri teiknimyndir. Solla Bolla og
Támína, myndskreytt saga eftir Elfu Gísladótt-
ur. Myndir: Steingrímur Eyfjörð. Gagn og
gaman, fræðslumynd. Allar myndir sem börnin
sjá með afa, eru með íslensku tali. Leikraddir:
Elfa Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðný
Ragnarsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún
Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Kolbrún Sveins-
dóttir, Randver Þorláksson og Saga Jónsdóttir.
10.30 Perla. Teiknimynd. Þýðandi Björgvin Þóris-
son.
10.55 Hinir umbreyttu. Teiknimynd. Þýðandi
Ástráður Haraldsson
11.15 Henderson krakkarnir. Leikinn myndaflokk-
ur fyrir börn og unglinga. Systkini og borgarbörn
flytjast til frænda síns upp í sveit þegar þau
missa móður sína. Þýðandi: Gunnar Þorsteins-
son.
12.00 Hlé.
13.35 Fjalakötturinn Kvikmyndaklúbbur Stöðvar
2. Peð í taffli Figures in a Landscape. Mynd um
þrjá strokufanga á flótta undan réttvísinni.
Myndin hefur hlotið mikið lof fyrir fallega kvik-
myndatöku. Aðalhlutverk: Robert Shaw, Mal-
colm McDowell og Henry Woolf. Leikstjóri:
Joseph Losey. Framleiðandi: John Kohn. Þýð-
andi: Ástráður Haraldsson. CBS 1970. Sýning-
artími 109 mín.
15.20 Ættarveldið. Dynasty. Framhaldsþáttur um
ættarveldi Carringtonfjölskyldunnar. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox.
16.20 Nærmyndir Endurtekin Nærmynd af Hrafni
Gunnlaugssyni. Umsjón: Jón Óttar Ragnars-
son. Stöð 2.
17.00 NBA-körfuknattleikur. Umsjónarmaður er
Heimir Karlsson.______________________________
18.30 íslenski listinn. Bylgjan og Stöð 2 kynna 40
vinsælustu popplög landsins. Vinsælir hljómlist-
armenn koma fram hverju sinni. Þátturinn er
gerður í samvinnu við Sól hf. Umsjónarmenn:
Felix Bergsson og Anna Hjördis Þorláksdóttir.
Stöð 2/Bylgjan.
19.19 19.19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun
um málefni líðandi stundar.___________________
20.10 Fríða og dýrið Beauty and the Beast.
Þáttaröð um unga stúlku í New York og
samskipti hennar við afskræmdan mann sem
hefst við í undirheimum borgarinnar. Þýðandi:
Davíð Þór Jónsson. Republic 1987.
21.00 Sæt í bleiku Pretty in Pink. Sæt í bleiku er
sígild mynd úr gaggó sem fjallar um stúlku sem
kemst í mikla kiípu þegar einn úr ríka genginu
býður henni út. Vandræðin verða enn meiri
þegar kærasti hennar fréttir af stefnumótinu, en
hann tekur það heldur óstinnt upp. Frábær
mynd um vaxtarverki unglinganna. Aðalhlut-
verk: Molly Ringwald og Harry Dean Stanton.
Leikstjóri: John Hughes. Framleiðandi: Lauren
Shuler. Paramount 1986. Sýningartími95mín.
22.35 Þorparar Minder. Spennumyndaflokkur um
lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu
megin við lögin. Aðalhlutverk: Dennis Water-
man, George Cole og Glynn Edwards. Þýðandi:
Björgvin Þórisson. Thames Television.
23.25 Formaður The Chairman. Bandarískur líf-
fræðingur er sendur til Kína til þess að komast
yfir leynilegar upplýsingar um ensím sem Kín-
verjar hafa þróað en vilja sitja einir að. Innfæddir
bjóða gestinn velkominn, en vita ekki að í hann
er græddur hljóðnemi sem miðlar samtölum
þeirra til Bandaríkjanna. Hljóðneminn er einnig
útbúinn öðru tækniundri og öllu hættumeira eða
fjarstýrðri sprengju, sem landar erindrekans
stjórna. Bandaríkjamanninum mega ekki verða
á nein mistök - líf hans hangir á bláþræði.
Aöalhlutverk: Gregory Peck og Ann Heywood.
Leikstjóri: J. Lee Thompson. Framleiðandi:
Mort Abrahams. 20th Century Fox 1969. Sýn-
ingartími 100 mín.
01:05 Bragðarefurinn The Hustler. Paul Newman
sýnir góð tilþrif í hlutverki bragðarefs sem hefur
viðurværi sitt af því að leika ballskák. Aðalhlut-
verk: Paul Newman, Jackie Gleason, Piper
Laurie og George C. Scott. Leikstjóri: Robert
Rossen. 20th Century Fox 1961. Sýningartími
135 mín.
03.25 Dagskrárlok.