Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 24
Sparisjóðsvextir
qg yf irdráttur
á téKKareiKnirgum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
HRESSA
KÆTA
Tíminn
íslenskur rannsóknarlögreglumaður ráðinn til alþjóðalögreglu:
INTERPOL
í PARÍS
„Gamall draumur er að rætast,“ segir Smári Sigurðsson,
rannsóknarlögreglumaður hjá RLR, en hann er fyrsti íslendingur-
inn, sem ráðinn er til starfa í höfuðstöðvum Alþjóðasamtaka
sakamálalögreglu, Interpol, í París. Smári er ráðinn til þriggja
ára. „Ég hef lengi haft hug á að komast til Interpol. Svo gafst
kostur á þessu núna og þá sló ég til. Ég fer utan 30. maí og byrja
1. júní.“
Spurður hvað tæki við að þessum
þremur árum hjá Interpol liðnum,
sagði Smári að hann hefði ckki
hugsað svo langt fram í tímann.
Tiltölulega stutt væri liðið frá því
hann hefði verið ráðinn.
Smári hóf störf í lögregluliöi
Kópavogs í maí 1968, en færðist til
RLR við stofnun 1977. Þar hcfur
hann mest fengist við rannsóknir á
fjársvikum, skjalafalsi o.þ.h., enda
mun hann fyrst um sinn starfa í
undirdeild fjársvikadeildar hjá Int-
erpol, sem fæst við peningafals.
„Þetta leggst mjög vel í mig,“
segir Smári, sem er fjölskyldumað-
ur, en aðrir fara ekki með honum
til Parísar. „Ég verð einn til að
byrja með. Fólk hefur skyldum að
gegna hér heima.“
Interpol var stofnað árið 1923.
ísland gerðist aðili árið 1971 og er
eitt 146 aðildarríkja. Meginhlut-
verk Interpol er að stuðla að aðstoð
aðildarríkjanna við lausn saka-
mála. Par er mikilsverðum upplýs-
ingum safnað, sem aðildarríkin
eiga aðgang að þegar þörf krefur.
Ein mikilvægasta skráin er fingra-
farasafnið.
Aðalstöðvar Interpol verða
fluttar til Lyon í Frakklandi á
næsta ári. þj
Smári Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður, með hundinn Kóp, á
heimili sínu í Kópavogi. Aldrei fyrr hefur íslenskur lögreglumaður verið
ráðinn til Interpol. (Tíminn: Gunnar)
Jaröskjálfti á Reykjanesi í gær:
Von á fleiri
jarðskjálftum
á Reykjanesinu
Vægur jarðskjálfti fannst í Reykjavík um klukkan hálf þrjú
í gær og fylgdu nokkrir litlir kippir í kjölfarið.
Hér var um að ræða jarðskjálfta sem átti upptök sín rétt
vestan Kleifarvatns og mældist hann rúmlega þrjú stig á
Richter-kvarða.
Að sögn Ragnars Stefánsson-
ar, jarðskjálftafræðings, var þetta
ekki fyrsta hrinan á svæðinu, því
að nokkrir smákippir fundust þar
aðfaranótt fimmtudags.
„Þetta er nú frekar algengt á
þessum svæðum. Að vísu eru
nokkur ár síðan það hafa komið
hrinur líkar þessari, en þetta er
nokkuð sem er viðbúið á Krísu-
víkursvæðinu. Skjálftinn í gær
var heldur stærri en hefur verið
þarna á síðustu árum, en ef við
lítum lengra aftur í tímann, þá
voru mjög stórir kippir á þessu
svæði 1973 og nálguðust þeir
fimm stig á Richter," sagði
Ragnar.
Hann sagði að mjög líklegt
væri að fleiri kippir væru væntan-
legir á næstu dögum, líklega frá
laugardegi til mánudags. Þeir
skjálftar yrðu að öllum líkindum
af sömu stærð og sá sem varð í
gær. -SÓL
Aöalfundur Kaupfélags Eyfiröinga á Akureyri í gær:
Viðunandi afkoma,
miðað við aðstæður
Fra Halldóri Inga Aspeirssjni, fréltarilara Tímans á Akureyri
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hófst í gærmorgun á
Akureyri. Rétt til setu á fundinum eiga 264 fulltrúar frá 24
deildum.
I skýrslu Jóhannesar Sigvaldasonar, stjórnarformanns KEA og
Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að reksturinn var
réttum megin við 0-ið á síðasta ári, sem nam 49,9 milljónum.
Heildarvelta KEA á sl. ári var
7,3 milljarðar. Velta verslunar-
deildar var 2,3 milljarðar, land-
búnaðargeirans 1,7 milljarðar,
sjávarafurðadeildar 708 milljónir,
iðnfyrirtækja 560 milljónir og þjón-
ustufyrirtækja 303 milljónir'.
Hagnaður KEA á sl. ári fyrir
skattalegar ráðstafanir var 49,7
milljónir króna. Sambærileg tala í
árslok 1986 var 8,8 milljónir.
Eigið fé KEA jókst um 257,9
■ milljónir auk þess sem stofnsjóður
félagsmanna hækkaði um 5 mill-
jónir. Eigið fjárhlutfall hefur hins-
vegar lækkað nokkuð vegna mis-
vísunar í vísitölu. Hlutfallið í árs-
lok 1987 var 47,9%, en var 49,8%
í iok fyrra árs.
Hreint veltufé jókst um 103,4
milljónir og veltufjárhlutfall hækk-
aði úr 1,19 í 1,24. Grciðslustaðan
batnaði því, en þess ber að geta að
útistandandi skuldir hafa vaxið
verulega og veldur áhyggjum og
getur orskað tímabundna greiðs-
luerfiðleika hjá félaginu. Útistand-
andi skuldir jukust um 252,3 millj-
ónir króna.
Á árinu fjárfesti félagið í varan-
legum rekstrarfjármunum upp á
68,5 milljónir króna. Keypt voru
hlutabréf fyrir 63,6 milljónir og
munar þar mest um 40 milljóna
hlutafjárframlag til Útgerðarfélags
KEA vcgna kaupa á nýju Snæfeili.
Einnig var hlutafé aukið í Hafnar-
stræti 87-89 hf., sem byggir Hótel
KEA. Þá yfirtók félagið AKVA,
sem staðsett er í Mjólkursamlagi
KEA, og tók við eignum þess og
skuldum, sem hvort um sig voru
um 30 milljónir króna.