Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. maí 1988
Tíminn 17
IIIIIIIIIIIIIIH ÁRNAÐ HEILLA
Þormóður Jónsson
Sjötugur
28. mars 1988
Misjafn er manna háttur. Sumir
nota hvert tækifæri til að kynna sig
og afrek sín. Þormóður Jónsson er
ekki í hópi þessara manna. Hann
varð sjötugur 28. mars sl. í algjörri
kyrrþey suður á Kanaríeyjum, þar
sem hann dvaldi í sólinni, ásamt
konu sinni Þuríði Sigurjónsdóttur,
fjarri öllum þeim sem vildu þakka
honum fyrir farna vegferð.
Þetta er nær lífsskoðun Þormóðs
en í fyrstu sýnist. Það er fjarri skapi
hans að hafa uppi lúðrablástur og
fyrirgang um þau verkefni, sem
fallið hafa í hans hlut. Þetta er
gagnstætt þeirri tímans rás sem við
lifum á, þegar mestu skiptir skvaldur
í fjölmiðlum og á mannamótum, en
kjarni máls og tilgangur látinn
gleymast í málatilbúnaði.
Hér ætla ég mér ekki þá dul að
rekja langfeðgatal Þormóðs. Það læt
ég öðrum eftir, sem hafa meiri færni
til þess en ég. Meginmálið er úr
hvaða jarðvegi lífstré Þormóðs Jóns-
sonar er sprottið og þau lífsviðhorf
sem sett hafa svipmót sitt á mann-
gerðina. Hann er sprottinn af þing-
eyskri samhyggju og mótaðist af
samvinnuviðhorfum, þegar þau voru
ómenguðust í þessu landi.
Hann er einn þeirra er gengu í
lærdómssmiðju meistarans frá
Hriflu, sem þótti ágæt menntun á
þeirri tíð. Þar tileinkuðu menn sér
nýja samfélagsmynd og lífsviðhorf,
sem í senn skóp tilgang og veittu
fyllingu ílífsbaráttunni. Margirþess-
ara manna töldu sig hafa hlutverki
að gegna til átaka í samfélaginu.
Þessir menn voru tilbúnir að fórna
persónulegum metnaði og meta hlut-
verk sitt fyrir liðsheildina, til að
framkvæma lífshugsjónina í köldum
veruleikanum og gera hana hlutlæga
í þjóðfélagskerfinu, sem áfanga að
fjarlægari langsóttum þjóðfélags-
markmiðum.
Þormóður Jónsson er samvinnu-
maður í þjóðfélagslegum skilningi á
gamla góða vísu, eins og best þótt á
dögum Björns á Brún og Péturs á
Gautlöndum. Samvinnustefnan er
honum þjóðfélagsleið, en ekki ein-
vörðungu hagsmunasamtök neyt-
enda og framleiðenda. Hann er einn
þeirra mörgu, sem eru af sama bergi
brotnir og töldu að samvinnustefnan
ætti að gegnumsýra þjóðfélagsdeigl-
una, með hugmyndafræði sinni,
langt út fyrir ramma hefðbundinna
samvinnusamtaka.
Það er í samræmi við þetta grund-
vallarviðhorf, sem Þormóður undi
sér að mestu sína starfsævi við að
vinna að samvinnumálum. Áður en
hann snéri heim til átthaganna, til að
gerast umboðsmaður Samvinnu-
trygginga, hafði hann í störfum sín-
um gengið í skóla hjá þremur svip-
miklum kaupfélagsstjórum á sinni
tíð.
Á Húsavík biðu Þormóðs sundur-
leit verkefni. Eitt þeirra var forysta
fyrir íþróttafélaginu Völsungum. í
því starfi, tókst honum að samhæfa
sundurleitan hóp áhugamanna.
Sjálfur hafði hann áhuga fyrir lík-
amsmenntun og mikill metnaðar-
maður í öllum íþróttakeppnum.
Snemma tókust með okkur góð
kynni á Húsavík. Hann tók við
formennsku sjúkrahússtjórnar eftir
að ég lét af starfi bæjarstjóra. Síðar
fóru leikar svo, að ég tók við starfi
framkvæmdastjóra Sjúkrahúss
Húsavíkur, og þar vorum við nánir
samstarfsmenn um fimm ára skeið.
Bygging nýja sjúkrahússins á
Húsavík var framúrstefnuátak, sem
átti sér fáa líka hér á landi í sinni tíð.
Þeir möguleikar, sem hið nýja
sjúkrahús skóp, var stærsta tækifæri
landsbyggðarinnar til að ráða bót á
viðvarandi læknaskorti. Þetta var í
raun fyrirmynd að hinu mikla átaki,
sem gert var síðar í uppbyggingu
heilsugæslustöðva og sjúkrastofnana
víðs vegar um landið. Á Húsavík
voru skilyrði til að samhæfa háþró-
aða heilsugæslu rekstri sjúkrastofn-
ana á héraðsvísu, sem gerði gagn-
kvæmt samstarf lækna auðvelt,
þannig að séð væri fyrir fagkröfum
sjúkrahúss og heilsugæslu í senn,
með aukinni þjónustu og nægu fram-
boði lækna.
Örlögin höguðu því svo að á
Húsavík brotnaði ísinn. Saman fóru
hugsjónir framsýnna manna, eins
og Páls Kristjánssonar og starfs-
draumar ungu læknanna. Uppgjörið
var óumflýjanlegt. Reynslan hefur
sannað að rétta leiðin var valin.
Þegar samstarf okkar Þormóðs
hófst við sjúkrahúsið var starfsemi
eldra sjúkrahússins, sem næst því að
leggjast niður. Til aðstoðar við þá
ungu lækna, sem brutu ísinn, réðust
tímabundið sérfræðingar af Borgar-
spítalanum til að annast vandasam-
ari verkefni við sjúkrahúsið. Það
tókst að rétta við fjárhag rekstursins
og efla þjónustu stórlega við erfiðar
aðstæður.
Ekki er hægt að minnast á lífs-
hlaup Þormóðs Jónssonar, svo að
lausn læknadeilunnar á Húsavík beri
ekki á góma. Lyktir þessa máls eru
þær að Húsavík og nálægar sveitir
búa við eina bestu og ódýrustu
heilsugæslu á landinu. Sjúkrahúsið
er í fremstu röð sjúkrastofnana á
sínu sviði. Læknakostur hefur verið
nægur og tryggari á Húsavík, en
almennt gerist utan stærstu þéttbýl-
isstaða á íslandi.
í læknadeilunni reyndi mjög á
sjúkrahússtjórn og einstaka stjórn-
armenn persónulega. Þetta á sér-
staklega við um Þormóð Jónsson,
formann sjúkrahússtjórnar. Það var
hlutverk sjúkrahússtjórnar að vera
þeir fáu, sem sáu betur.
Það fer ekki á milli mála, að
sjúkrahússtjórn undir forystu Þor-
móðs Jónssonar var vandanum
vaxin, þegar á reyndi á örlagastund.
Vill nokkur hugsa þá hugsun til
enda, ef sjúkrahússtjórn hefði
brugðist skyldu sinni við stofnunina
og héraðið. Brugðist þeim mörgu,
sem vegferð sína áttu undir ákvörð-
un stjórnarinnar. Það vinnulag og
þau úrræði er dugðu best, er það
sem einkennir Þormóð Jónsson og
marga aðra slíka. Þeir byggja
ákvarðanir sínar á félagslegri rétt-
sýni, sem á rætur í djúpstæðri sam-
félagshyggju, og er hafin yfir tilfinn-
ingasemi og persónulega vild við
sjálfan sig og aðra.
Þetta er sú mikla reisn sem einkenn-
ir mann eins og Þormóð Jónsson,
þegar lffsstarf hans er metið og
dæmt af sögunni.
Þormóður vinur minn verður von-
andi langlífur, svo sem hann á ættir
til. Þrátt fyrir sjötíu ára markið
hefur hann ekki lokið leik sínum.
Hann hefur af miklum manni að má
og fjarri því að hann standi í víta-
spyrnukeppni um örlög sín.
Ég óska Þormóði heilla á nýjum
vettvangi meðal þingeyskra fræða
og við ritstjórn blaðs Benedikts á
Auðnum, Boðbera K.Þ., sem enn í
dag er félagsblað þingeyskra sam-
vinnumanna.
Þuríði óska ég til hamingju með
bónda sinn sjötugan, um leið og ég
færi henni þakkir fyrir góðan gerning
á heimili þeirra í Gamla sýslumanns-
húsinu í Húsavík, sem enn er höfð-
ingjasetur, sem á dögum Júlíusar
Hafstein sýslumanns.
Heimkynni þeirra hjóna setur svip
sinn á Húsavík, þar sem bærinn
skiptist við Búaðarána. Þetta er
svipmót varanleikans og minnir á
hina góðu gömlu tíð, þegar í heiðri
voru hafðar fornar dyggðir og upp-
tendruðust þær hugsjónir, sem enn í
dag eru í senn markmið og leiðin að
markinu.
Áskell Einarsson.
Útboð Siglufjarðarvegur um Gljúfurá, 1988
''A'WA W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum (ofangreint
f verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, efnismagn 23.000 m3.
Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 24. maí 1988. Vegamálastjóri
• Útboð Hvammstangavegur, Norður- landsvegur - Hvammstangi, 1988
''/v/m w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
r verk. Lengd vegarkafla 4,5 km, efnismagn 63.000 m3.
Verki skal lokið 15. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 24. maí 1988. Vegamálastjóri
5AMVINNU
LJTV TRYGGINGAR
vZ/TL'\\j ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK SlMI (91)681411
^ Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum:
Dodge Dynasty Le árgerð 1988
Peugeot 205 árgerð 1987
Daihatsu 1000 Cap árgerð 1986
Skoda 120 LS árgerð 1986
MMC Galant 1800 GLX Diesel árgerð 1985
Skoda 120 LS árgerð 1985
Daihatsu Charade árgerð 1984
MMC Tredia árgerð 1984
Honda Accord árgerð 1983
Honda Accord árgerð 1983
Fiat Uno árgerð 1983
Toyota Corolla 1300 GL árgerð 1982
Peugeot 504 árgerð 1982
Mercedes Benz sendi árgerð 1981
Mercedes Benz 280 S árgerð 1980
Fiat 127 árgerð 1980
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9,
Reykjavík, mánudaginn 9. maí 1988, kl. 12-16.
A sama tíma:
Á Akranesi:
Subaru E 10 árgerð 1983
Skoda árgerð 1983
Á Hvolsvelli:
Daihatsu Rocky 4x4 árgerð 1985
í Ólafsvík:
Mazda 626 árgerð 1982
Á Djúpavogi:
Ford Granada árgerð 1982
í Borgarnesi:
Subaru station árgerð 1987
Skoda 120 L árgerð 1986
MMC Galant Sapparo GLS árgerð 1981
Á Grund í Skorradal:
Ford Bronco árgerð 1978
Á Eskifirði:
Toyota Carina árgerð 1979
Á Patreksfirði:
Skoda 120 árgerð 1987
Toyota Cressida árgerð 1981
í Grundarfirði:
Ford Sierra árgerð 1986
Á Sauðárkróki:
Subaru hatchback árgerð 1983
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t.,
Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl.
12, þriðjudaginn 10. maí 1988.
Samvinnutryggingar g.t.
Bifreiðadeild
m REYKJKfJÍKURBORG »1
>>S M ____
ps «■* «-* ^ ■
Jlautevi Stidcvi '1*
Heimilishjálp
Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Heilsdagsstörf
eða hlutastörf eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 18800.
Skipa- og
vélaþjónusta
Viljum ráða fagmenn og aðstoðarmenn vana
viðhaldsvinnu við skip og vélar.
Vélsmiðja Hafnarfjarðar
sími 50145