Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 7. maí 1988
Kaþólskur maöur vill aö ríki endurgreiði sér skatt, sem runnið hefur til þjóökirkju:
Kirkjan til Strassborg
tapist málið fyrir dómi
„Um er að ræða greiðslur til
þjóðkirkju, til presta, prófasta,
söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og
aðrar greiðslur, sem upp eru taldar
í fjárlagabálki hvers árs og eru
greiddar úr sameiginlegum og
óskiptum sjóðum landsmanna einu
trúfélagi til framdráttar, en utan-
þjóðkirkjumenn fá ekki eyri, en
verða hins vegar með opinberum
gjöldum sínum að taka þátt í fjár-
mögnun þjóðkirkjunnar," segir Þór-
ir Gunnar Ingvarsson um bæjar-
þingsmál, sem hann rekur gegn
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og
kirkjumálaráðherra til réttargæslu.
Þórir flytur mál sitt sjálfur, - hann
segir málið „of hjartfólgið" sér „til
að vilja leyfa öðrum að annast það“
- en munnlegur málflutningur fer
fram í borgardómi á miðvikudag.
„Taka skal fram, að málið er ekki
höfðað gegn innheimtu sóknar-
gjalda. Þau renna til einstakra
kirkna og eru þessu máli óviðkom-
andi,“ segir hann.
Þórir telur, að með greiðslum
þessum til þjóðkirkjunnar, sé brotið
í bága við 64. grein stjórnarskrárinn-
ar, þó einkum aðra málsgrein
hennar, sem hann vitnar sérstaklega
til. Sextugasta og fjórða greinin
hljóðar svo: „Enginn má neins missa
af borgaralegum og þjóðlegum rétt-
indum fyrir sakir trúarbragða sinna,
né heldur má nokkur fyrir þá sök
skorast undan almennri félags-
skyldu.
Enginn er skyldur til að inna af
hendi persónuleg gjöld til neinnar
annarrar guðsdýrkunar en þeirrar,
er hann sjálfur aðhyllist.
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar,
og geldur hann þá til Háskóla
íslands, eða einhvers styrktarsjóðs
við þann skóla, eftir því sem á
verður kveðið, gjöld þau, er honum
ella hefði borið að greiða til þjóð-
kirkjunnar, enda heyri hann ekki til
öðrum trúarbragðaflokki, er viður-
kenndur sé í landinu."
Þórir er sjálfur kaþólskur. Hann
telur að ekki sé hægt að réttlæta
fyrirkomulagið með tilvitnun til 62.
greinar stjórnarskrárinnar, þar sem
sagt er að hin evangelíska-lúterska
kirkja skuli vera þjóðkirkja og skuli
ríkisvaldið að því leyti styðja hana
og vernda. „Ríkið getur stutt þjóð-
kirkjuna og verndað með öðrum
hætti, en að mokapeningum íhana,“
segir Þórir. „Það stenst ekki, að
skattleggja aðra söfnuði vegna þjóð-
kirkjunnar. Á meðan svo er, tel ég
ekki að fullt trúarbragðafrelsi sé í
landinu.
Ég byrjaði á því um vorið 1985, að
hafa samband við stjórnvöld, sem
vildu ekkert eiga við málið. Ég
talaði bæði við lúterska biskupinn og
dómprófastinn, sem vildu ekki
hlusta á þetta. Þess vegna fór ég í
mál. Ég var búinn að leita sátta og
hef boðið þær allan tímann, á meðan
á málarekstrinum hefur staðið.
Ólafur heitinn Jóhannesson segir
í Stjórnskipun íslands að samkvæmt
fyrstu málsgrein 64. gr. stjórnar-
skrárinnar sé bannað að mismuna
mönnum vegna trúarbragða. Þetta
hlýtur að teljast mismunun og þar að
auki brot á mannréttindasáttmála
Evrópuþjóðanna. Tapi ég málinu í
báðum dómstigum hér er það fyrir-
fram ákveðið að fara með það fyrir
mannréttindanefndina í Strass-
borg.“
Þórir krefst kr. 5.864,00 endur-
greiðslu á hluta af persónulegum
gjöldum, sem hann hefur innt af
hendi til þjóðkirkjunnar sl. 4 ár og
málskostnað sér að skaðlausu.
Guðrún Margrét Árnadóttir, Iög-
maður við embætti ríkislögmanns,
er verjandi. Hún vildi ekkert um
málið segja að svo stöddu. Dómari
verður Allan V. Magnússon. þj
Fullursaluraf fallegum bílum.
— Verið velkomin í sýningarsal okkar
að Rauðagerði. Alltaf heitt á könnunni.
Einnig sýnum við, um helgar á sama
tíma, í nýja sýningarsalnum hjá BSV.
að Óseyri 5, Akureyri.
Ingvar
| Helgason hf.
m Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -3 35 60
Jón Kristjánsson, forseti
neðri deildar Alþingis:
Númera-
spjöldin
verst af-
greiðslu
Senn fer að hilla undir þinglok og
er búist við að það geti jafnvel orðið
á þriðjudaginn. Tíminn ræddi við
annan deildarforseta Alþingis um
framgang mála í þeirri deild. Jón
Kristjánsson, forseti neðri deildar,
sagði að líklega yrðu mestu átökin
um frumvarp að umferðarlögum.
Það mál hefur verið afgreidd frá efri
deild og í fyrradag lauk fyrstu um-
ræðu seint um kvöldið. Var mikill
ágreiningur strax áberandi og er Páll
Pétursson einn helsti andmælandi
þess í neðri deild. Umferðarlögin
eru nú í nefnd og bjóst Jón forseti
ekki við að það kæmi til endanlegrar
afgreiðslu fyrr en á síðustu dögum
þingsins eftir helgi.
Þó að hér sé á ferðinni stjórnar-
frumvarp, var Halldór Blöndal á
móti því í efri deild líkt og Páll er
orðinn í neðri deild. Það verður því
að kallast nokkuð þverpólitískt mál.
Er einkum skipst á skoðunum um
þau ákvæði er fela í sér grundvallar-
breytingar á rekstri Bifreiðaeftirlits
ríkisins og breyttu formi númera-
spjalda bifreiða og skráningarhátta.
Ágreiningur hefur orðið það mik-
ill að dómsmálaráðherra er farinn að
tala um að setja reglugerð er heimil-
ar mönnum að kaupa sér ákveðin
bílnúmer eða sérkenni sveitar
sinnar.
Önnur mál sem greinilega ætla að
verða að miklu ágreiningsefni er
frumvarpið um virðisaukaskattinn.
Það er nú í nefnd sem tekur að
minnsta kosti alla helgina til að
kanna það mál. Ekki bjóst Jón
Kristjánsson, forseti neðri deildar,
við því að fjárhags- og viðskipta-
nefnd skilaði af sér virðisaukanum
fyrr en á síðasta degi þingsins. Þetta
frumvarp væri það viðamikið að
ekki væri stætt á öðru en að fjalla
mjög ítarlega um það í nefndinni.
Þriðja stóra ágreiningsefni í neðri
deild er að sögn Jóns, stjórnarfrum-
varpið um viðskiptabanka. Er fullv-
íst talið að það frumvarp verið ekki
að lögum á þessu þingi, en Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hef-
ur lagt á það mikla áherslu að það
komist a.m.k. frá nefndarumfjöllun
neðri deild. Það var til fyrstu um-
ræðu á fimmtudag og á eftir að fara
til efri deildar, svo ekki er tæknilegur
möguleiki á að hægt verði að Ijúka
endanlegri afreiðslu þess núna.
Mikill fjöldi frumvarpa annarligg-
ur nú fyrir og bíður afgreiðslu. Þegar
Jón Kristjánsson var spurður um
afdrif þessara frumvarpa, sagðist
hann halda að fjöldinn segði ekki
allt. „Flest þessara frumvarpa eru
þess eðlis að þau eru ekki veruleg
ágreiningsefni og því fljótafgreidd."
KB