Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 1
Magnús í Bræðratungu taldi Arna Magnússon vera friðil konu sinnar og ____það áleit líka einn dómenda í_ Hæstarétti Dana. Hver var sannleikur þessa furðulega máls? EÐA „BEISKT OG VILLT VÍNTRÉ“? Saga síðari alda á íslandi er ekki nema miðlungi rík af rómantík. Þær sögur sem helst hafa lifað um samgang karla og kvenna, fyrir utan settleg hjónabönd, þar sem hvergi datt af né draup, eru sögur af ótrúlegri mergð hórdómsbrota, þar sem fólki var dæmd drekking eða hálshöggning, Hólmsvist og hið danska tugt-, spuna- og rasphús. Enda voru Stóradómsákvæðin um þessi mál nákvæm og miskunnarlítil og lítil föng á að leyna mörgu fyrir réttvísinni í fásinni íslenskrar sveitar fyrri tíma. En á fyrsta áratug átjándu aldar- innar kemur upp mál af ósviknu, rómantísku tagi, sem vel hefði sómt sér á dögum Tristans og Isoldar og er að hita og tilþrifum svo magnað að líkara er að gerst hefði á Spáni en hér á norðurhjara. Eins og vera ber voru málsaðilar allir af tignum stigum, ættarheiður og ríkidæmi var í húfi í öllum áttum og endirinn mátulega harmrænn. Petta er hið kunna Bræðratungumál - er Magnús júngkæri í Bræðratungu setti allt á annan endann í landinu með að væna konu sína, Þórdísi Jónsdóttur, um framhjátökur með assessor Árna Magnússyni. Þetta málafargan hefur gengið aftur í „Islandsklukku" Laxness, svo sem ekki þarf að taka fram, enda ágætlega til skáldlegrar umfjöllunar fallið. En hér verður litið í ýmis þau skjöl sem um málið hafa varðveist og eru mikil fyrirferðar og enn einu sinni velt upp þeirri spurningu hvað hæft var í áburði Magnúsar í Bræðra- tungu. Um það hafa menn ekki verið sammála og vonandi tekst að leiða í ljós hér hvað því hefur valdið. Kvenna vænst á Suðurlandi Hér skal nú fyrstur kvaddur til sögunnar Magnús Sigurðsson í Bræðratungu. Hann var fæddur 1651, að líkindum á Skútustöðum við Mývatn, sonur Sigurðar Magnús- sonar, sýslumanns Þingeyinga. Var föðurafi hans Ari Magnússon í Ögri, sá er stóð fyrir Spánverjavígunum 1615. Þannig var hann kominn í beinan karllegg af Magnúsi prúða og fjórði maður frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. Magnús þótti vænlegur maður á yngri árum, föngulegur á velli og vel á sig kominn. Fékk hann enda hið besta kvonfang er hann árið 1680 gekk að eiga Jarþrúði Hákonardótt- ur í Bræðratungu, sem var líka af sýslumönnum komin og vellauðug. Þau hófu nú búskap í Bræðratungu og áttu þau tvö börn. Ekki fylgdi barnalán sambúð þeirra, því þau eignuðust þrjú börn andvana fædd og lést Jarþrúður af fjórða barninu í júlí 1686. Var nú mikill harmur að ekklinum kveðinn og tók upp úr þessu að bera á að hann hallaði sér um of að brennivíni, sem var mikil huggun manna um þetta leyti í landinu og drykkjuskapur ferlegur, ekki síst meðal betur stæðra manna og emb- ættismanna. En Magnús var ekki nema 35 ára og þótt það væri orðinn nokkur aldur á þessum tíma var ekki nema von að hann tæki að svipast um eftir nýrri eiginkonu. Hana öðl- aðist hann og ekki af verra taginu. Sú var Þórdís, dóttir Jóns sýslu- manns og síðar Hólabiskups, Vigfús- sonar. Þórdís var fædd árið 1671 á Leirá og eitt elsta margra barna foreldra sinna. Ung var hún látin í fóstur til föðursystur sinnar Salvarar og henn- ar manns, Sæmundar Oddssonar í Hítardal og óx hún þar úr grasi við góðan kost. Þótti hún er tímar fram liðu bera af öllum öðrum meyjum og „kölluð kvenna vænst á öllu Suður- landi og þó víðar væri leitað." Gerð- ust margir til að biðja hennar, eins og jafnan segir um prinsessur í ævintýrum, en hnossið hlaut sem fyrr segir Magnús í Bræðratungu, en hann var tuttugu árum eldri en konuefnið. Hafa margir talið að þar hafi farið „góður biti í hundskjaft," en á hitt er að líta að um þetta leyti var Magnús alls ekki orðinn svo óreglusamur, að því er sagt er, og hann var enn glæsilegur álitum og auðugur. Þetta hefur því ekki verið óefnileg ráðstöfun að hyggju for- ráðamanna Þórdísar, en sjálf hefur hún varla verið mikið spurð, en hún er aðeins sextán ára er trúlofunin er ráðin. Tveimur árum síðar er svo brúðkaup þeirra haldið, en það stóð árið 1689. Tók hin unga kona þar með við búsforráðum í Bræðratungu og virtist þegar hverjum manni vel, enda er henni svo lýst að hún hafi verið „mjúk kona og blíðlát." Er jafnframt ekki annars getið en vel hafi farið á með þeim Magnúsi í fyrstu og virðist jafnvel mega segja að með þeim hafi „tekist góðar ástir.“ Eignuðust þau fimm efnileg börn. Göróttar veigar Þegar þau hjón, Magnús og Þórdís, höfðu búið saman nokkur ár, tók alvarlega að síga á ógæfuhlið- ina. Og enginn efi er á hver ógæfu- valdurinn hefur verið. Hann var hin vaxandi drykkjuskaparástríða Assessor Árni Magnússon. Magnúsar. Hann virðist stöðugt halla sér meira að flöskunni og brátt kemur að því að hann gerist svola- fenginn og hrottalegur við vín. Hef- ur þetta að sjálfsögðu bitnað mest á konu hans, en þó verður hann sér einnig til vansæmdar í skiptum við aðra menn. Einhver elsta sagan, sem til er skjalfest og vottfest um ófögur drykkjulæti Magnúsar er frá jólunum 1695 og er í sem skemmstu máli svona: Kirkja var í Bræðratungu, svo sem löngum hefur verið og þjónaði henni presturinn á Torfastöðum, en hann var um þessar mundir séra Jón Gíslason. Áður en hann vígðist hafði hann verið „þénari" Magnúsar í Bræðratungu, svo þeir þekktust vel frá fornu fari. Hafa þeir án vafa verið drykkjubræður, því séra Jóni þótti allgott f staupinu, þótt ekki muni það hafa verið mjög úr hófi. Er Jón var orðinn prestur á Torfastöð- um, gerðist það um jólin 1695 að hann kom í Bræðratungu í stormi og kulda og veitti Magnús bóndi honum brennivín. Sátu þeir að drykkju um stund, en er kominn var tími til að fara að messa, vildi Magnús ekki fyrir nokkra muni sleppa presti, heldur láta hann drekka lengur með sér og reiddist við þegar hann fór út í kirkjuna. Sat Magnús eftir og hressti sig á víninu, en séra Jón klæddist messuskrúða og hóf mess- una. En þá er prestur hafði tónað pistilinn fyrir altarinu, kom Magnús inn í kórinn, þreif aftan í hökulinn á presti og varpaði fram yfir höfuð honum, greip því næst rykkilínið og fór með það á sama hátt. Prestur veitti enga mótspyrnu, enda varð hann bæði hissa og skelkaður. Sá hann þegar að Magnús var reiðubú- inn að hindra frekari guðsþjónustu- gerð og gekk því beint út úr kirkj- unni og inn ( bæ. Varð ekki meira af embættisgerð daginn þann. En á þrettándadag þessara sömu jóla, þ.e. 6. janúar 1696, kom séra Jón aftur að Bræðratungu og messaði þar. En þegar predikunin var hálfnuð, gekk Magnús upp í predik- unarstólinn á bak við prest, tók annarri hendi í rykkilínið og hemp- una að neðanverðu, hristi prest fram og aftur og skipaði honum að hætta. Að þessu sinni tókst að stilla Magnús svo að prestur fékk lokið embættis- gerð, án þess að frekari veisluspjöll yrðu. Illt atlæti Þórdísar Nú tók mjög að bera á því í drykkjuköstum Magnúsar að hann færi illa með konu sína, berði hana jafnvel og misþyrmdi, svo að við limlestingum lá. Eru um þetta fjöl- mörg dæmi í þeim margvíslegu vitnaleiðslum, sem fram fóru síðar í hjónaskilnaðarmáli þeirra. Vitnin voru flest heimilisfólk í Bræðratungu og fólk af næstu bæjum. Mörgþeirra báru aðMagnús hefði í köstum sínum barið Þórdísi, bæði með krepptum hnefa og flatri hendi. Eitt vitnið kvaðst einu sinni hafa fundið hana í skoti úti í fjósi, en þangað hafði hún flúið undan Magnúsi. Það gat þess einnig að í annað skipti hefði Magnús viljað fá hana til að játa á sig hórdómsbrot og er hún fékkst ekki til þess, hefði hann barið hana með höndum og fótum. Annað vitni bar að Magnús hefði einu sinni neytt hana til að kyssa skó hans og hefði hún ekki sloppið fyrr en hún hafði svo gert. Enn var borið að Magnús hefði barið konu sína, bæði drukkinn og ódrukkinn, lamið hana í rúminu, dregið hana á hárinu og leikið hana illa á alla vegu. Hér hafa ekki nærri öll dæmi um það kvalræði sem Þórdís bjó við af manni sínum verið rakin. En áber- andi er að sú hugmynd hefur fest í huga Magnúsar að Þórdís væri hon- um ótrú. Er að allra dómi ekki minnsta ástæða til að ætla að þetta hafi átt við nein rök að styðjast, heldur eingöngu verið hugarórar drykkjusjúks og vanstillts manns. En þessi var bjargföst trú hans eigi að síður, hvort sem slík grilla hefur sprottið upp og vaxið ósjálfrátt, eða einhver illgjarn „vinur“ sáð þessum fræjum grunsemda og afbrýði. Húsfreyja sver af sér hórdóm í ársbyrjun 1701, þegar Þórdís hafði alið fimmta barn sitt, lá hún lengi þungt haldin. En er hún var nokkuð farin að ná sér kom Magnús einhverju sinni til hennar og var alldrukkinn. Illyrti hann konu sína þá hræðilega, og er hún svaraði litlu eða engu, lyfti hann upp fætinum, eins og hann ætlaði að sparka í hana, en var hindraður af heimilisfólkinu. Eftir þetta kom þráfaldlega fyrir að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.