Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 16
HELGIN Laugardagur 28. maí 1988 I ekkert svikinn af viðbrögðum bílsins. Hins vegargeturhann látið hana halda við í öðrum gír, t.d. þegar farið er niður brekkur. Hann getur ekki gert eins og maður gerir gjarnan í kraftspyrnuleik, að taka af stað með látum í fyrsta gír og hleypa honum ekki upp fyrr en á miklum snúning. Þetta er ekki hægt á Hondu-skiptingu og það sem meira er, þetta er algjör óþarfi. Skiptingin er alls ekki eins seig og aflíðandi og við þekkjum í öðrum bílum. Hún er frekast í ætt við sérhannaðar sportskiptingar. Fjórði gírinn á skiptingunni er svo fyrir þjóðvegaakstur og annan akstur á yfirgír. Stýriseiginleikar Þá er vökvastýrið einkar þægi- legt í allri notkun. Það er stillanlegt á hæðina, þannig að maður hefur það uppi þegar verið er að gera innanbæjaræfingar og niðri þegar verið er í þjóðvegaralli. Stýrið er ótrúlega næmt á allt sem bílstjórinn vill að það geri og það er ekki með neinar óvæntar uppákomur við krítískaraðstæður. Gottstýri það. Hvernig tókst að troða? Þá er komið að vélinni og verð ég að viðurkenna strax að ég kann engar viðhh'tandi skýringar á því hvernig hönnuðum hefur tekist að troða henni ofan undir vélarhlíf- ina. Það er með ólíkindum hvernig 90 hestafla, fjögurra strokka, 16 ventla og 1398 rúmsentímetra vél- inni hefur verið pakkað saman undir húddinu án þess að láta hana dragast niður á milli framhjólanna. Sama hvernig honum var snúið Aksturshæfni Civic er með all sérstæðu lagi. Það er sama hvernig bílnum er svínað í beygjur og snúið í hringi. Aldrei var hægt að finna að hann ætlaði að taka völdin eða rífa af ökumanni stýrið. Það verður þó eitt að segja honum til hnjóðs í þessu sambandi. Þegar konan mín ágæta ók bílnum, en hún ekur öllum bílum einhvern spöl sem ég prófa, lenti hún í vandræðum með það hversu lítið pláss er fyrir falleg hnén. Varð ég einnig var við þetta þótt ekki séu mín hné eins falleg. Kemur þetta út eins og Akkilesarhæll á góðri hönnun, þar sem t.d. er vel hátt fyrir hávaxna menn að sitja upp- réttir. Fylgir þetta sjálfsagt þeim lága framenda sem bíllinn er búinn. Hann er einfaldlega lágvax- inn til hökunnar. Kemur þetta heim og saman við kappaksturslegt útlitið. Þrjú stór af Skaganum Ég nefndi hér á undan að vel hefði farið um þá fjóra farþega sem ég plataði með mér í ökuferð og sama verður að segja um mig sjálfan. Þá var bílnum ekkert brugðið hvað þyngdina varðar, jafnvel þótt ekki væri um neitt smávaxið fólk að ræða. Reyndar voru farþegar okkar hjónanna frekar stórvaxið fólk á ýmsa lund, allt ofan af Skaga. Með þessar klyfjar varð ekki heyrt að aurhlíf- arnar drægjust til baga eftir malbik- inu. Gerðist það ekki nema í dýfunum sem hann tók eftir dúandi ökulagi vegagarðarmannanna, sem á heitum sumrum þessa kalda lands leggja nótt við dag að greiða okkur götuna, sofandi og vakandi með velferð okkar í huga bundnum malbiki og olíusvækju. Kristján Björnsson Aksturseiginleik- ar, stýri, sjálf- skipting, fjöðrun, rými, stjórntæki. Hæð undir botninn, hæðin á stýrinu. Þó að hér sé Honda Civic (jögurra dyra GL við bryggjusporð, er ekki þar með sagt að hann sé svo dýr að enginn hafi efni á honum nema ráðsettir farm enn eða skipstjórar. Tímamyndir Pjetur Reynsluakstur: Honda Civic, fjögurra dyra, sjálfskiptur, GL Eins og límdur niður í öll horn Þá er runnin upp sú tíð að flugurnar fara að safnast í óumdeilda afmyndun uppí framrúðuna mína. Sumar- ið er komið og blíðan ríkti þegar Tíminn tók sér tak og Ireyndi til þrautar einn af léttari sportbílum fjöl- skyldumanna, Hondu Civic, fjögurra dyra, Sedan. Var I ekki að sökum að spyrja að vel var hann í stakk búinn I til að leggjast í allar þær stellingar og brettur sem | fylgir því að vera tekinn til kostanna á leirum ímyndun- Iarinnar og sléttu fjöruborði hugmyndaauðgis þess manns er fæddist til að sitja góðhestinn sinn á | fljúgandi skeiði vortíðarinnar, þegar himinn og jörð Ieiga það til að renna saman í einn og hinn sama sjónarflöt andans. I I Tókst það held ég Það var sem sagt gaman að ■ reyna Honda Civic. Engu er líkara I en upphafsmanninum að bílafram- Ileiðslu Honda hafi tekist ætlunar- verk sitt. Minnir mig að það hafi | verið á þá leið að búa til bíl sem Ihann gæti grætt vel á og hann yrði því að vera rennilegur, sportlegur, Iskemmtilegur í akstri og umfram allt varð hann að gefa ökumanni þá I tilfinningu að hann væri að aka um J á frekar aflmiklum kappakstursbíl. | Ekki skal ég dæma um hvernig ■ Hondumönnum hefur gengið að | græða fé á framleiðslu sinni, þó að Imér skiljist að svo sé, en hitt er ljóst að bíllinn er eftirsóknarverður fyrir þá sem vilja eiga góðan götu- bíl í þéttbýlinu og rennilegan hrað- brautarbíl sem þrátt fyrir það getur tekið fimm fullorðna í sæti. Sterka hlið þessa knáa ökutækis er á lengri. Hér sést vel hvernig framendinn gæti verið einkunn hans. stuttum hraðbrautum sem og þeim límir sig við götuna, rétt eins og það Sama hvernig honum var snúið eða þeytt hring eftir hring. Alltaf voru hjólin í snertingu og aflið var ekkert að snúa upp á sig í samkeppni við stýrið. I ■ Ekkimikiðútámalarvegi Ég vildi samt ekki þurfa að fara | á þessum bíl mikið út á malarvegi og satt best að segja þorði ég ekki að reyna hann á slíkum vegum nema að litlu leyti. Maður fer allt svo ekki með svona bíla út af þeirri beinu braut sem þeir eru hannaðir fyrir. Tíminn ákvað að skreppa til Þingvalla og borða úti eins og það heitir þegar farið er á „vertshús“ og setið inni í blíðviðri við kertaljós og góða þjónustu. Þar fengum við um leið reynslu af lítillegum akstri á malarvegi. Gekk það furðu vel, en niðurstaða mín verður sú að ekki er ráð að aka nema sem allra minnst á misjöfnum malarvegum. Veldur þar mestu um að frekar lágt erundiralla hluti í undirvagninum. Honda-sjálfskipting Vélin í Hondunni átti ríkastan þátt í því að gera allan akstur skemmtilegan og kem ég að henni síðar. Hins vegar verður það ekki af henni skafið að stýriseiginleikar og skipting eru með allra besta móti. Byrja ég því á skiptingunni, en í prufubílnum var dæmi um sjálfskiptingu sem er sérstök hönn- un Honda verksmiðjanna. Hún er ekki eins og sjálfskiptingar eru flestar. í fyrsta lagi er hún fjögurra þrepa og í öðru lagi er hún ekki með möguleika á að halda bílnum í fyrsta gír. Það er ekkert D fyrir „drive“ eins og á evrópskum og amerískum skiptingum. Ökumað- ur tekur af stað í „þriðja gír“ á sjálfskiptingunni og hann verður J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.