Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. maí 1988 HELGIN 11 1985 eyddu Ameríkanar um 1800 dollurum á mann í læknisþjónustu - miklu meira en Kanadamenn, sem voru aðrir í röðinni með 1300 dollara á mann, ríflega tvöfalt meira en Japanar (800 dollarar) og þrisvar sinnum meira en Bretar (600 dollarar). Samt sem áður er heilsugæsla í Kanada. Japan og Bretlandi á háu stigi og nýtískuleg, lífslíkur eru a.m.k. eins góðar og í Bandaríkjunum og ungbarnadauði minni. Við höfum slíka ofbirtu í augun- um vegna kraftaverkanna sem ný- tísku læknisfræði býður upp á að okkur hættir til að gleyma því að jafnvel nú á dögum er allsendis óvíst að fyrsta skrefið í lækning- unni, þ.e. sjúkdómsgreiningin, sé óskeikult þrátt fyrir öll rándýru hjálpartækin sem læknarnir hafa yfir að ráða. Og meðferðin skv. sömu sjúkdómsgreiningu er ákaf- lega misjöfn. 1987 bar vísindamaður einn sam- an fjölda skurðaðgerða og sjúkra- innlagna á sjúkrahús í New Haven og Boston. Hann komst að raun '' " Joseph A. Califano Jr., fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, segir of mikið um það í bandaríska heilbrígðiskerfinu að sjúklingar séu látnir gangast undir áhættusamar og kostnaðarsamar aðgerðir. Svarar t.d. hjartaígræðsla alltaf kostnaði? „Hugum meira að heilsuvemd og fyrírbyggjandi aðgerðum,“ segir Califano og bendir jafnframt á að æðsta ósk eldra fólks sé að vera sjálfbjarga sem lengst. Margt eldra fólk er t.d. faríð að stunda leikfimi til að skjóta ýmsum öldrunarkvillum á frest sem lengst. um það að árið 1982 voru tvisvar sinnum meiri líkur til að íbúi í New Haven gengist undir kransæðaað- gerð en Bostonbúi, en hins vegar helmingi minni líkur til að gerð væri á honum aðgerð á slagæðum í hálsi til að fjarlægja tappa sem hindrar blóðstreymi til heilans. í Boston voru miklu meiri líkur til að skipt væri um hné- og mjaðma- liði, en í New Haven var miklu meira um að tekið væri leg úr konum og bakskurði. Sömuleiðis kom í ljós markverður munur á því hvenær læknum í Boston og í New Haven þótti ástæða til að leggja sjúklinga sína á sjúkrahús vegna sjúkdóma í maga, lungnabólgu og sykursýki. Þessar ólíku starfsaðferðir við að lækna fólk sem að mestu leyti er ákaflega líkt, virtust ekki leiða í ljós neinn umtalsverðan mun á lækningu sjúkdómanna. En mun- urinn var greinilegur þegar litið var á kostnaðarhliðina: tvfedicare varð að greiða að meðaltali um 70% meira fyrir hvern sjúkling í Boston en í New Haven. Það er hátt gjald að greiða - ekki síst þegar haft er í huga að líkurnar á þvf að Boston- búinn gangist undir dýrari og áhættusamari meðferð virðast ekki fara eftir því hvernig sjúkdómi hans er háttað heldur hvernig venj- an er að læknarnir bregðist við á hans slóðum. Fleiri rannsóknir styðja þessar niðurstöður, það er ákaflega svæðisbundið hvaða aðferðum er beitt við að lækna sjúkdóma. í einni rannsóknanna fóru sérfræð- ingar gaumgæfilega ofan í saumana á starfsaðferðunum. Þeir flokkuðu niður aðgerðirnar eftir því hvort hún var augljóslega viðeigandi eða hvort hún hefði vafasamt gildi. Að lokinni flokkun 4.564 sjúkdómstil- fella samkvæmt þessari skilgrein- ingu komust þessir læknisfróðu sérfræðingar að raun um að varð- andi þrjár algengar læknisaðgerðir voru þær í allt að 26% tilfella og upp í 60% augljóslega ónauðsyn- legar eða höfðu vafasamt gildi. Það sem kemur þó mest á óvart var að vísindamennirnir komust að því þegar þeir báru saman þau svæði þar sem þessar aðgerðir voru flest- ar og fæstar, kom í ljós að hlutfall ónauðsynlegra aðgerða var u.þ.b. hið sama. F.n jafnvel í þeim tilfcllum þegar flestum læknum ber saman um að ákveðin meðferð sé viðeigandi, eru samt stórkostleg frávik - í sumum tilfellum meira en tíföld - á því að hvaða marki fólk sem býr á ólíkum svæðum er látið gangast undir áhættusamar og kostnaðar- samar skurðaðgerðir, án þess, að því er virðist, að það standi í nokkru samhengi við bætt heilsu- far. Hver er skýringin á þessum mikla mun á meðferðinni? Hver er skýringin á þessum gíf- urlega mismun á meðferðinni sem sjúklingarnir fá? Skýringin getur varla legið í ólíkri menntun lækn- anna. f Bandaríkjunum eru innan við 130 læknaskólar og námsefni þeirra hefur að meira eða minna leyti verið það sama undanfarin 50 ár. Ogfjöldi sams konarsjúkdóms- tilfella virðist ekki sveiflast mark- vert frá einu landsvæði til annars. Getur verið að nú, á tímum hátæknilæknisfræði, vitum við hreinlega ekki með vissu hvort margar starfsaðferðir hafi raun- veruleg áhrif á lækningaárangur- inn? Svarið við þeirri spurningu er áreiðanlega játandi. En það finnast aðstæður þar sem við ættum að geta komið á fót stöðlum um umönnun og stuðst við þá, aðstæður þar sem læknar eru greinilega of fúsir til að velja skurðaðgerðir. Þörf á viðhorfsbreytingu lækna og sjúklinga Ég er ekki að leiða getum að því að allar þessar mismunandi skoðanir Iækna á hvað sé viðeig- andi umönnun, séu vanhugsaðar, kærulausar eða stjórnist af ágóða- sjónarmiðum. í mörgum tilfellum kann einn læknir að gera skurðað- gerð þó að annar kunni að með- höndla sama sjúkdóm með lyfjum. Ég vil hins vegar halda því fram að meiriháttar breyting á viðhorf- um lækna og sjúklinga myndi bæta meðferðina. Ef læknir er ekki viss um gildi ákveðinnar læknismeð- ferðar hefur hann eins og er til- hneigingu til að komast að þeirri niðurstöðu að hafi meðfcröin ekki reynst árangurslaus sé réttara að prófa hana. Sjúklingar, sem líður illa, eru vísir með að vera á sama máli. í heilbrigðiskerfi þar sem Iæknar fá greitt eingöngu fyrir að gera eitthvað og sjúklingar vilja að eitthvað sé gert, leiðir óvissa um sjúkdómsgreiningu og meðferð til alls kyns ónauðsynlcgra rannsókna og meðhöndlunar. Mín tillaga er sú að við tökum upp annað viðhorf, þ.c. að nema því aðeins læknismeðferð hafi reynst árangursrík, skuli ekki nota hana. Það má vitna til ýmissa dæma til að styðja þcssa skoðun. Þegar allt kemur til alls eyða lyfja- framleiðslufyrirtæki milljónum dollara í að kynna öryggi og áhrif framleiðsluvöru sinnar í þeim til- g'angi að færa lyfjaeftirlitinu heirn sanninn um að þessi nýja fram- leiðsla eigi erindi á markaðinn. Hins vegar þurfa flestar læknisleg- ar aðgerðir og skurðaðgerðir, sem eru miklu dýrari og áhættusamari, að gangast undir mun minna eftirlit áðuren þærhljóta viðurkenningu. Það er tími til kominn að gera verulegt átak til þess að ákveða hvaða aðgerðir leiða til góðs árang- urs og við hvaða aðstæður - og að útrýma æpandi tilfellum um „of- notkun“ eins og dæmi hafa verið nefnd um hér á undan. Læknar og stjórnendur sjúkrahúsa ættu að láta stofnun gæðastaðla hafa for- gang fyrir öðrum verkefnum. Ef þessir aðilar hefjast ekki handa ættu stjórnvöld og aðrir stórkaupendur heilsugæslu að láta til sín taka. Síhækkandi kostnaður hlýtur að hvetja þessa kaupendur til að standa fast á því að þeir borgi aðeins fyrir þá læknismeðferð sem hægt er að sýna fram á að leiði til bóta. Og, burtséð frá kostnaðin- um, vakna alvarlegar siðferðilegar spurningar í tengslum við að leggja á sjúklinga áhættusamar skurðað- gerðar sem litlar eða engar líkur eru til að bæti heilsu þeirra. Það verður ekki auðvelt að slá því föstu hvað sé góð heilsugæsla. Við erum að reyna að finna bestu leiðina til að meðhöndla sjúkling, meta færni lækna, hjúkrunarfólks og starfsfólks á rannsóknastofum, auk þess að ákveða ýmislegt sem í rauninni er ekki mælanlegt. En með hjálp tölva er einfalt að mæla árangur læknisaðgerða með því að skilgreina fjölda þeirra tilfella þeg- ar sjúklingum slær niður, eru lagðir á sjúkrahús á ný, skurðir rifna upp, ígerðir koma upp. Og hver er lengd sjúkrahússdvalar, hversu langan tíma tekur fyrir sjúklinginn að ná sér, hversu lengi þarf hann að vera frá vinnu, hver er fjöldi dauðsfalla? Ýmsar aðrar upplýs- ingar gcta líka vcrið gagnlegar. Nú er verið að gera tilraunir til að finna cinhvers konar viðmiðun til að mæla frammistöðu einstakra sjúkrahúsa og lækna á vegum opin- berra aðila. I því skyni cru gerðar opinberar tölur um dauðsföll á einstökum sjúkrahúsum og athug- anir gerðar á gæðum þjónustu gjörgæsludeilda. Og í Pennsylv- aniu hcfur verið sett á stofn ncfnd til að safna og gera opinbcrar upplýsingar, scm safnað hefur vcr- ið frá öllum læknum og sjúkrahús- um í fylkinu um hvaða skurðað- gerðir og aðrar læknisaðgerðir eru framkvæmdar þar skv. hvaða sjúk- dómsgreiningu, og um hversu tíðar séu ígerðir, cndurinnlagnir á sjúkrahús og dauðsföll. Hugum meira að heilsuvernd og fyrirbyggjandi aðgerðum En áður en viö gctum komið læknum á þá skoðun að taka upp staðlaða umönnun, verðum við að leggja að velli þá ófreskju scm lögsóknir gegn læknum fyrir van- rækslu í starfi cr. Auðvitað ciga starfsmenn í hcilbrigðisstéttum að svara til ábyrgðar fyrir vanrækslu og vanhæfi í starfi, cn ekki vcgna vonbrigða og sorgar sem stafa af atvikum scm enginn getur séð fyrir eða afstýrt. Læknar og sjúkrahús ættu að leggja sitt af mörkum mcð því að vinsa úr lækna sem ekki standast mælikvarðann. Við vcrðum að ná því markmiði að hafa góða læknaþjónustu án þess að skera hana niður fyrir allt velsæmi eða kæfa sköpunarmáttinn sem hcfur gert bandarísk læknavís- indi að öfundarefni allrar heims- byggðarinnar. En á þeim svæðum þar sem hægt er að koma við staðlaðri þjónustu, getur hún veriö eins og himnasending fyrir lækna og verndað þá fyrir óréttlætanleg- um ákærum um vanrækslu. Það þarf líka að koma á hugar- farsbreytingu hjá sjúklingunum. Þeir verða í fyrsta lagi að viður- kenna þá ábyrgð sem þeir bera sjálfir á eigin heilsufari. Við höfum nefnilega gleymt einu öruggu að- ferðinni til að halda heilsugæslu- kostnaði í skefjum, sem er að hindra að fólk þurfi að leita til heilsugæslukerfisins. Sjúklingar hafa tamið sér að dæma lækna cftir því hvað þeir gera mikið fyrir þá - hversu glæsi- legar aðferðir þeir nota við að sjúkdómsgreina og meðhöndla sjúkleika þcirra, hversu hátækni- væddar lækningastofur og sjúkra- hús þeirra eru. Við verðum að endurhæfa sjúklinga, stuðla að því að menningarleg bylting verði á viðhorfi þeirra. Ein aðferðin til þess er að greiða læknum fyrir að tala við og hlusta á sjúklingana, og að að koma sjúklingunum í skiln- ing um að greiðslu fyrir þá þjónustu er oft betur varið en þeim pening- um sem aðeins er eytt í að fá lækna til „að gera eitthvað". Þessari viðhorfsbreytingu verður að koma á meðal heillar kynslóðar Ameríkana sem bryðja róandi lyf og treysta heldur á pillur en sjálfs- aga til að koma í veg fyrir offitu, til að slappa af, til að sofa. Veitum meira fé tii rannsókna á öldrunarsjúkdómum og fíknimálum Að lokum verðum við að endur- skoða rækilega niðurröðun okkar á rannsóknarverkefnum. Umfram allt verðum við að beina fjárveit- ingum til læknisfræðilegra rann- sókna að tveim umfangsmestu vandamálunum: öldrunarmálum og fíknimálum. Eftir því sem fólk nær hærri aldri, lengist tíminn sem það þarf að fá aukna aðstoð við daglegt líf. Stjarnfræðilegur kostnaður við þessa aðstoð hefur sett skjálfta- hrinur í gang í bandaríska þinginu og fylkisþingunum, og hcfur urið upp sparifé og andlegt þrek fleiri bandarískra fjölskyldna en lífs- hættulegur sjúkdómur, sem kann að koma upp. Milljónir cldri borgara sem búa á heimilum sínum þarfnast hjálpar við frumatriði tilverunnar. Og af þeirri 1.3 milljón sem dveljast á elliheimilum þarfnast 91% aðstoð- ar viö að fara í bað. 77% þurfa hjálp við að klæðast, 63% komast ekki á salcrni hjálparlaust og yfir 40‘Xi verða að fá hjálp við að matast. 63% þcirra þjást af and- lcgri hrörnun, cinbeitingarskorti og minnisleysi. Það þarf gcysilegt átak til að draga úr og, hvað varðar marga eldri borgara, útrýma aðalógninni sem að sjálfstæði þcirra steðjar. í því sambandi ætti að einbeita rann- sóknum að a.m.k. þrcm sviðum: vanmætti við að hafa stjórn á hægöum og þvaglátum, minnisleysi og hrcyfingarlcysi. Mjög margt gamalt fólk á í erfiöleikum með að hafa stjórn á hægðum og þvaglátum og þaö ástand er „sjúklegt, dýrt og alger- lega vanrækt" eins og komist er að orði í virtu læknatímariti. Samt scm áður cru rannsóknir á þcssu sviði ábcrandi vanræktar. Andleg hrörnun hrjáir um 1.5 milljón Ameríkana svo alvarlega að þeir þurfa stöðugrar aðhlynn- ingar við og e.t.v. líða 5 milljónir að auki vegna sama sjúkdóms á vægara stigi. ( Bandaríkjunum er varið 40-50 milljörðum dollara á ári til umönnunar þessara sjúk- linga. Samt var varið innan við 80 milljónum dollara til rannsókna á öllum tegundum andlegrar hrörn- unar á síðasta ári. Þvi mcira sjálfbjarga sem eldra fólk er, því minna þarf það á að halda dýrri umönnun á elliheimil- um og öðrum stofnunum. Það cr cinmitt æðstti ósk eldra fólks að geta vcrið sjálflrjarga sem lengst. Við verðum líka að endurskoða viðlcitnina til rannsókna á fíkni- vandanum. Kostnaðurinn við ffknisjúklinga í hcilbrigðiskerfinu cr vafalaust yfir 50 milljarða doll- ara. Samt sem áður leggja stjórn- völd innan við 200 millj. dollara til rannsókna á þessu sviði af framlög- um á fjárlögum sem ætluð eru til rannsókna og nema 6 milljörðum dollara. Og áfengissýki, sem eins og vitað er veldur fjölmörgum sjúkdómum, nýtur mjög lítils áhuga einkaaðila sem styrkja slíkar rannsóknir. 54 milljónir Ameríkana eru háð- arsígarettureykingum, 18 milljónir áfengi, hálf milljón heróini og a.m.k. 10 milljónir misnota barbít- úröt og önnur róandi og svæfandi lyf. 60 milljónir Ameríkana hafa neytt maríhúana og allt að 22 milljónir kókaíns en enginn veit hvað margir hafa ánetjast þessum efnum. Ef okkur er alvara með að draga úr neyslu þessara vímugjafa verð- um við fyrst að komast að því hvers vegna fólk verður háð þeim. Samt sem áður hefur reynst erfitt að vekja áhuga fremstu vísindamanna okkar á því að rannsaka þennan vanda, að nokkru leyti vegna þess hvað vandamálið er flókið og að öðru leyti vegna þess hvað fjárveit-* ingar til þeirra rannsókna eru til- viljunarkenndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.