Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. maí 1988 HELGIN I 15 I BETRI SÆTUM RAISING ARIZONA: Baradálítiðgóð! Stjörnugjöf=^^^1/2 Aðalhlutverk: Nicholas Cage, Holly Hunter Raising Arizona var sýnd í bíói fyrir einhverjum ti'ma. Aldrei lang- aði mig neitt á þá mynd. Eftir að hafa séð hana á vídeó, skil ég ekkert í því, vegna þess að mér fannst hún hreint alveg bráðskemmtileg. Ef þetta er ekki gott dæmi um hvernig manni getur skjátlast hrapallega, þá get ég ekki nefnt neitt dæmi. Söguþráðurinn er á þessa leið: Cage er smákrimmi, sem næst í hvert skipti sem hann brýtur eitthvað af sér. I fangelsinu eru teknar af honum þessar hefðbundnu krimma- myndir, en myndatökuna annast engin önnuren lögreglukonan Hunt- er (ekki sá Hunter!). Eftir nokkurn tíma giftast þau, en stuttu síðar kemur í Ijós að hún er óbyrja og það er nálægt því að leggja hjónabandið í rúst. Þá gerist kraftaverkið; fimm- burar fæðast í Arizona. Foreldrarnir segja í gríni að þetta sé meira en þau fái ráðið við. Okkar hjón ákveða því að stela einum buranum og ala hann sem sinn eigin. Ekki meir um þetta að sinni. Cage fer á kostum í þessari mynd og stelur allri senunni frá greyinu henni Hunter, svo maður tali nú ekki um Arizona sjálfan. Myndin er uppfull af skemmtilegum atriðum, setningum, gjörðum og atvikum og er hrein skömm að þessari mynd skuli ekki hafa verið hampað meir en raun ber vitni. Þetta er svona mynd sem Skrið- jöklarnir segðu eftirfarandi um: „Þetta er bara góð mynd!“. Þrjár og hálf stjarna án nokkurs hiks! -SÓL SIX AGAINST THE ROCK: SEINHEPPNIR TUKTHÚSLIMIR Stjörnugjöf: ★ ★ 1/2 Aftalhlutverk: David Carradine, Richard Dysart, Charles Haid ofl. Sex fangar, sem allir hafa hlotið þunga dóma gera tilraun til að brjótast út úr Alcatraz fangelsinu rammgerða í Bandaríkjunum. Framan af gengur allt samkvæmt áætlun, en fangaverðir sjá við föng- unum og gera þeim ókleift að fylgja fyrri áætlun og komast með fanga- varðabát frá eyjunni. Eftir það versnar í málunum og kallaðir eru til sérstaklega þjálfaðir hermenn til að vinna á föngunum sex. Það tekst að lokum. Þessir sexmenningar sem leika fangana hafa oft átt betri daga og þá sérstaklega þeir David Carradine og Jan Michael Vincent. Ekki er það þó til að spilla myndinni svo að nokkru nemi. Hinsvegar hefðu þeir náð sér á strik væri þetta þriggja stjörnu mynd. Þetta er fyrsta fangelsismyndin sem ég horfi á þar sem hlutirnir gerast eftir þeirri formúlu sem ég kalla raunveruleikann. Þegar mynd- in var búin settist ég niður og velti myndinni fyrir mér og komst að þeirri raun að endirinn sem flokkast undir „að enda illa“ var í raun góður. Flestir fangarnir öðluðust sitt frelsi, að vísu á annan veg en þeir ætluðu sér, en engu að síður það frelsi sem þeir þráðu. -ES NIGHT OF THECREEPS: Munnbitar úr geimnum Stjörnugjöf=^ 1/2 Þetta er sérkennilegur kokkteill. Myndin flokkast undir hrollvekju. Umhverfið er bandarískur fram- haldsskóli, með tilheyrandi bræðra- lögum. Hetjan í myndinni er fengin að láni úr lúnum malbiksvestra og loks má nefna að lokaatriðið er í ætt við það sem kennt hefur verið við Carrie. í stuttu máli greinir myndin frá því að torkennilegur hlutur lendir á jörðinni og reynist innihalda munn- bita úr geimnum. Munnbitar þessir þola ekki eld, en æðsta markmið þeirra er að komast í munn kvik- myndaleikara og drepa þá umsvifa- laust. Því næst hreiðra bitarnir um sig í heilabúi leikarans og fjölga sér. Á meðan reikar leikarinn um sem svefngengill. Aðloknum mcðgöngu- tíma springur höfuð leikarans og hann deyr endanlega en munnbit- arnir leita næsta fórnarlambs. Veki þetta áhuga þá er bara að nálgast myndina á næstu Ieigu. Eitt atriði myndarinnar situr þó sérstaklega í mér og á eflaust eftir að verða þess valdandi að ég mun ekki oftar nota almenningssalerni. Þið vitið, þessi sem hægt er að kíkja undir. I myndinni er sýnt þegar fatlaður drengur bregður sér á eitt slíkt salerni og á þaðan ekki aftur- kvæmt. Leikurinn í myndinni er þokkaleg- ur, en ekki umfram það. Sögu- þráðurinn er vægast sagt ótrúlegur, en það er yfirleitt samnefnari hroll- vekja svo ekki ætti það að fæla frá þá sem á annað borð hafa gamgan af því að láta hræða sig. -ES Frá Samtökum íslenskra myndbandaleiga: „topp TUTTUGU" THE WOO WOO KID: Pottþétt afþreying Stjörnugjöf = ★★1/2 Aðalhlutverk: Patrick Dempsey, Tal- ia Balsam og Beverlys D‘Angelo. Ég mæli með þessari mynd, viljir þú slappa af yfir einhverju scm neyðir þig ekki til að hugsa mikið og þú getur einfaldlega verið við- takandi. Myndin er pottþétt af- þreying og á köflum stórskcmmti- leg. Myndin gerist um það bil sem síðari hcimsstyrjöldinni er að ljúka. Fimmtán ára gamall drengur flækist inn í ástarsamband við konu í sambúð og strýkur á brott með henni. Þau gifta sig og þá fara hlutirnir að gerast. Þau eru hand- tckin og skyndilega í miðdepli þjóðlífs Bandaríkjanna. Pressan skýrir ítarlega frá réttarhöldunum og skyndilega er hinn fimmtán ára gamli Soni Wisecarver orðinn kyn- tákn kvenna á öllum aldri, og það fylgja því ýmsir ókostir sem fljótt skygga á kostina. En ekki meira um söguþráöinn..... Patrick Dempsey er góður í hlutverki Vá Vá drengsins og aðrir leikarar komast ágætlega frá sínu. í heildina er lítið að segja um myndina, ekki nema ég ráðlegg sem flestum sjá hana, hafi þeir gaman af léttum amerískum húmor og eru haldnir hæfilegum skammti af ævintýraþrá. -ES ÞAÐ. VAR.HELST.I. VIDEÓFRÉTTUM.. ... að þessa dagana eru Steinar að undibúa útgáfu á nokkrum stórgóðum myndum. Má þar til dæmis nefna Fuli Metal Jacket, meistaramynd frá Stanley Kubric, sem gerist í Víetnam stríðinu. Þetta er ekki ein af þessum hefð- bundnu Nam myndum og hefur hún hlotið góða dóma erlendis. Önnur mynd sem vert er að minn- ast á og Steinar eru að senda frá sér, er Inner Soace. iólamvnH Bíóhallarinnar. Henni máttu held- ur ekki missa af... ... að nú hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki fyrir myndbanda- markaðinn. Það heitir íslenski myndbandaklúbburinn og er ekki myndbandaleiga. Ætlunin er að selja eigulegar myndir, t.d. klass- ískar myndir, fræðslu- og kenn- sluefni, barnaefni og ýmislegt ís- lenskt efni. Þegar er komin út sex enAlii nolrlri moA tAÍIrnÍmvndum um Tinna og nú er væntanleg kennslumynd um flugustang- veiði. í betri sætum fagnar þessu framtaki og mun á næstunni gera fyrirtækinu, sem Bergvík, Svart á hvítu og Helgi Hilmarsson standa á bak við, nánari skil... ... að í betri sætum birtir í næstu nýja getraun og eru verð- launin eins og venjulega ekki af verri endanum. Fylgstu þvi vel með...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.