Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 14
HELGIN Laugardagur 28. maí 1988 14 m 1 jlllllllll í TIMANS RÁS L ' . :, i: lllllllllllllllll Eggert Skúlason AF FISKELDI, FEGURÐ OG FORSETAKOSNINGUM Það verða forsetakosningar í sumar. Pær kosningar eru sérstakar fyrir margar sakir. Nú kemur fyrsta sinni fram mótframboð gegn fors- eta sem sækist eftir endurkjöri. Keppinautur Vigdísar forseta er húsmóðir í Flokki mannsins og hefur flokkurinn í gegnum hana lýst því hvernig breyta eigi ímynd og áhrifum embættisins. Húsmóð- irin segist ætla að færa valdiö út til fólksins með því að neita að skrifa undir lög Alþingis í mikilsverðum málum og í framhaldi af neituninni verði kosið um málið með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þetta er bæði dýr og tafsöm leið sem sjálfsagt yrði til þess að tor- velda störf Alþingis verulega, fyrir utan mikinn kostnað sem yrði sam- fara slíkum atkvæðagreiðslum á nokkurra vikna fresti. Einhverjir hafa líka bent á að forsetakosningar séu dýrt spaug. Skattborgarar þurfi að punga út 20 til 30 milljónum í þetta ævintýri húsmóður mannsins. Ekki sæi ég eftir þeim peningum ef málið væri öðruvísi vaxið. En héðan af verður ekki aftur snúið. Þrátt fyrir ákafa leit fannst ekki formgalli í plöggum húsmóðurinnar og hennar félaga. Því verður kosið. En þetta leiðir hugann að öðru. Setja þarf strangari reglur í tengsl- um við framboð til forseta. Ég sé fyrir mér að gerðar verði kröfur um fleiri meðmælendur, sem myndi væntanlega gera það að verkum að hægt yrði að komast hjá slíkri uppákomu sem nú er fyrir- sjáanlcg. Ungfrú Stöð 2 Stöð 2 sýndi beint frá kjöri fegurðardrottningu íslands 1988. Einn galli var þó á gjöf Njarðar, ekki náðu allir þessari útsendingu á viðtæki sín. Þeir fáu sem ekki hafa fjárfest í myndlyklum Jóns Óttars gátu ekki fylgst með þessari skrautsýningu. Sjónarmið Stöðvar 2 skil ég ágætlega út frá samkepp- nissjónarmiðum. En ég get ekki skilið aðstandendur keppninnar. Það er jú verið að kjósa fegurðar- drottningu OKKAR ALLRA. Ekki það að ég hafi brennandi áhuga á fegurðarsamkeppnum, en mér finnst að allir eigi að hafa aðgang að slíkum viðburði sé hon- um á annað borð sjónvarpað beint. Annars er til mjög einföld lausn á þessu máli. Hægt er að breyta nafni keppninnar. Kemur þá strax til álita að kjósa Ungfrú Stöð 2 á næsta ári, eða jafnvel bara Ungfrú Jón Óttar. Hvað er á seyði? Fiskeldismenn hafa haft hátt síð- ustu vikur. Þeir hafa líka haft ástæðu til. Seiðasala til Noregs, sem skila átti stórum upphæðum til margra fiskeldisfyrirtækja, virðist hafa brugðist. Argir fiskeldismenn hafa kennt landbúnaðarráðherra um og stefnuleysi hans í fiskeldis- málum. Nú er Jón Helgason hafður fyrir rangri sök. Það má kannski deila um stefnufestu ríkisstjórnar- innar í fiskeldismálum, en fi- skeldismenn hafa markað þess ák- veðnari stefnu. í fyrra seldum við Norðmönnum um þúsund seiði og hefðum getað selt helmingi meira, hefðu þau verið til. Menn fengu gullglampa í augu og virðist sem allir hafi farið af stað og ætlað að græða á seiðasölu til Noregs í sumar. Nú er það komið í ljós sem allir fiskeldismenn máttu vita að Noregur tekur ekki við seiðum. Þá er rokið upp til handa og fóta og heimtaðar upphæðir úr sjóðum ríkisins. Ég tel að seiðaeldismenn geti sjálfum sér um kennt, hvernig komið er. Það er ábyrgðarleysi, að mínu mati, að framleiða jafn mikið af seiðum og gert var í ár, vitandi að Norðmenn hafa ár eftir ár gefið út að þeir hyggist ekki kaupa seiði. Eftir stendur mikið magn af um- framframleiddum seiðum, sem engum á eftir að gagnast. Nú heimta fiskeldismenn að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim og hjálpi til við að bjarga þeim verð- mætum sem felast í seiðunum. Stjórnvöldum erstillt upp við vegg: Nú er tækifærið til að fjýta fram- þróun fiskeldis um þrjú ár. Ætlið þið að láta ykkur þetta tækifæri úr greipum ganga? Málið er ekki svona einfalt í mínum huga. Það hlýtur að þurfa að skoða ávinning af því að framleiða slíkt magn af laxi næstu árin. Hvert verður mar- kaðsverð, þegar heimsframleiðsla eykst sífellt? Liggja fyrir rannsókn- ir á þeim framkvæmdum sem óhjákvæmilega þyrfti að fram- kvæma. Erfðamengun, lífræn mengun, smitsjúkdómavarnir og sitthvað fleira verður að hafa í huga við stökkbreytingu á atvinn- ugrein sem fiskeldi. Nei, ég held ekki að við Iandbún- aðarráðherra sé að sakast í þessu máli. Fiskeldismenn hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fóru út í þá vafasömu framleiðslu sem litið hefur dagsins Ijós. Eggert Skúlason GETTU NÚ Raunar var það Þyrill í Hvalfirði sem um var spurt hér fyrir viku og hann munu flestir hafa borið kennsi á. Kannske er ekki nema á færi Vestfirðinga að svara í dag - en við spyrjum í hvaða firði hún muni vera tekin, myndin hér að ofan. Drangurinn ætti að geta gefið kunnugum dálitla vísbendingu. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.