Tíminn - 28.05.1988, Page 5

Tíminn - 28.05.1988, Page 5
Laugardagur 28. maí 1988 HELGIN 5 Helgason hff. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Sími: 91 -3 35 60 B Góöa skapiö má ekki gleymast heima undir nokkrum kring-b|umferoar umstæöum Wrád Fullursaluraf fallegum bílum. — Verið velkomin í sýningarsal okkar að Rauðagerði. Alltaf heitt á könnunni. Einnig sýnum við, um helgar á sama tíma, í nýja sýningarsalnum hjá BSV. að Óseyri 5, Akureyri. Stjarna Nicosia í 9,000 ár hefur Kýpur, eyjan í austanverðu Miðjarðar- hafinu, togast á milli austurs og vesturs og verið sögusvið fyrir nokkra merkustu atburði sögunnar. Othello, leikrit Shakespeares, gerist á Kýpur. Anthony færði Kleópötru eyjuna að gjöf. Og þar fæddist ástargyðj- an Afródíte. Kýpur hefur í árþúsundir vakið goðsagnir og þjóðsögur í hugum manna. Á miðri eyjunni stendur forkunnarfögur borg nefnd Nicosia, höfuðborg landsins. Hún er umlukin vegg sem reistur var á 16. öld og er ummál hans 5 km. Séð af himnum ofan er þessi hluti borgarinnar sem skínandi stjarna í laginu. Hin fjölbreyttu menningaráhrif sem mótað hafa hina sérstöku ímynd landsins hafa líka átt þátt í storma- samri sögu þess. Sorglegir atburðir síðustu áratuga enduðu með aðskiln- aði samfélaga tyrkneskra Kýpurbúa og grískra Kýpurbúa. Nicosia var skipt í tvennt. Og þrátt fyrir það að höfuðborgarsvæðið hafi farið vax- andi með ári hverju hefur hinum sögulega kjarna veggjuðu borgar- innar farið hnignandi. Nú hafa samfélögin tvö tekið höndum saman um að byggja upp gömlu borgina í samvinnu við Þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Vandi borgarinnar stafar að miklu leyti af því hversu hratt hún hefur vaxið. Hlutverk hennar sem mið- punktur þjónustu og menningar hef- ur farið vaxandi á þessari öld og íbúatalan hefur fimmfaldast síðan 1930 og er nú um 200,000. Þriðjung- ur af heildar íbúafjölda Kýpur býr nú í Nicosia, 1930 var hlutfallið einn af hverjum tíu. Að þessu leyti má segja að Reykjavík eigi margt sam- eiginlegt með Nicosia. Vöxturinn hefur teygt borgina út í allar áttir án skipulags. Gömlum húsum hefur ekki verið við haldið og íbúarnir streyma út í nýju hverfin. Kjarninn er að leysast upp. Pálma- trén sem liggja meðfram mjóu götunum, gömlu rimluðugluggarnir, kirkjurnar frá miðöldum, turnarnir og bogagöngin í gotneskum stíl eru að syngja sitt síðasta. Hugmyndin að uppbyggingunni kom fyrst fram 1979 og þar eiga bæði fulltrúar frá grísku og tyrknesku samfélögunum hlut að máli. Að baki liggur draumsýn um sameinaða Nic- osiu, að aðskilnaðurinn muni á endanum heyra fortíðinni til. Hug- myndin er að samvinna við þetta verkefni geti skapað grundvöll fyrir frekari samvinnu og upprætingu á fjandskapnum milli hópanna tveggja. Arkitektar, félagsfræðing- ar, hagfræðingar og skipuleggjendur beggja aðila hafa hist að staðaldri á hlutlausu svæðinu í borginni þar sem öryggislið Sameinuðu þjóðanna ræð- ur ríkjum. Áætlanir hafa verið gerðar um nýtt borgarskipulag og kostnaðar- áætlanir liggja fyrir. Pað er ljóst að þetta verður dýrt verkefni og er treyst á utanaðkomandi fjármagn til að standa straum af því. Endurbygg- ing Nicosia verður áfram hugmyndin ein ef þetta fé fæst ekki. En það er mikið í húfi, rnenningararfleið og mikil fegurð byggingarlistarinnar. Pað verður að sameina vcrndun hins gamla, hinu nýja til að það verði á ný eftirsóknarvert að fjárfesta í veggjuðu borginni, til að komandi kynslóðir Kýpurbúa þurfi ekki að leita í sögubækurnar til að kynnast hinni einstöku stjörnulöguðu Nicosia. JIH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.