Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 10
10 HELGIN Laugardagur 28. maí 1988 BOSTON ZxíviRu FLUGLEIDIR -fyrír þíg- líEmper Fjölhnífavagnar Stórir - Sterkir - Með eða án hliðarbands KAUPFÉLÖGIN BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 KAUPFELOGIN BÚNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 EWYORK 7x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þig- Bruðl og óráðsía í bandarískum heil brigðismálum Fjármálaráðherra hefur nýlega Iýst þeirri skoðun sinni að skynsamlegast væri að fá þekktan bandarískan sérfræð- ing til að gera úttekt á rekstri heilbrigðisþjónustunnar hér á landi, þar sem hljóti að vera unnt að draga eitthvað úr þeim óhemjukostnaði sem þeim rekstri fylgir. 26 milljarðar króna eða 40% af íslensku fjárlögunum fara til heilbrígðis- mála á íslandi. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur hins vegar bent á að í þessari tölu sé líka að finna rekstur Tryggingarstofnunar ríkisins og fáir muni halda því fram að elliltfeyris- og örorkuþcgar séu ofhaldnir af þeim bótum sem þeir fá. En þó að bandaríski sérfræðing- urinn sé sjálfsagt glöggskyggn á það sem betur mætti fara í íslensku heilbrigðiskerfi hefði hann sjálf- sagt næg verkcfni sem stæðu hon- unr nær. Bandaríska kerfið virðist líka þurfa athugunar og endurbóta við og nýlega birtist í The New York Times Magazine fróðleg grcin eftir Joseph A. Califano Jr., sem nú stundar lögfræðistörf í Washington en var ráðherra heil- brigðis-. mennta- og velferðarmála á árunum 1977-1979 og ráðgjafi Lyndons B. Johnson í innanríkis- málurn á árunum 1965-1969. Við grípum niöur í þessa grein. Þingmenn auka stöðugt við lækningakostnaðinn Rétt eins og sagan kennir okkur að styrjaldir eru of mikilvægar til að láta hershöfðingjana eina um að reka þær, sýnir nýleg reynsla Bandaríkjamanna að lækningar eru of mikilvægar til að láta lækn- um og stjórnmálamönnum einum það eftir að stjórna þeim. Sífellt stærri hluta af þjóðarauði okkar er varið til heilbrigðismála. Á þessu ári verja Bandaríkjamenn mcira en 550 milljöröum dollara til heilbrigðismála og það er því sem næst 12% af þjóðarframleiðslu okkar. Árum saman hefur trygg- ingakerfið Medicare verið í örust- um vexti allra málaflokka á fjár- hagsáætlun okkar. Og það kemur æ betur í ljós að þeim peningum sem varið er til heilsugæslu er kastað á glæ. Afskipti þingsins á undanförnum árum hafa átt a.m.k. eins mikinn þátt í að auka við vandann eins og að leysa hann. Auðvitað ættu Bandaríkjamenn rétt á vernd gegn fjárhagslegu hruni, sem hættulegur sjúkdómur getur haft í för með sér, en sú vernd verður að vera einhvers nýt. í>ær tillögur sem nú liggja fyrir þinginu um vernd borgarans þegar hættulegan sjúkdóm ber að hönd- um hafa lítil áhrif í þá átt að hvetja lækna og sjúklinga til að leita ódýrari leiða við sjúkrahúsdvöl. Og áhuginn er jafnvel enn minni á að hafa stjórn á öðrum kostnaði. Eins og tillögurnar líta nú út bera þær með sér kæruleysislega þrá- kelkni gegn því að draga nokkurn lærdóm af þróuninni undanfarinn aldarfjórðung. Þessar tillögur eru líklegar til að hvetja til síaukinnar eyðslu í hátæknilega og rándýra læknisþjónustu, sem gerir að minna en engu þá viðleitni okkar á undanförnum árum að halda kostnaði í skefjum. Ef þessi lög ná fram að ganga verður kostnaðurinn vegna þeirra áreiðanlega miklu meiri en þingmenn álíta, jafnvef tvöfalt meiri. Til að fá skilning á því hvers vegna þingið er líklegt til að sam- þykkja lög sem einu sinni enn veita læknum og sjúkrahúsum aðgang að fé skattborgaranna og hygla þar með þeim sem annast heilsugæslu í skjóli þess að það sé sjúklingun- um til góða, verður að líta áðeins nánar á samhengi stjórnmálanna og heilsugæslunnar. Sem dæmi má nefna að í báðum deildum þingsins liggja nú til af- greiðslu lög sem ætlað er að létta undir mcð kaupendum lyfja skv. lyfseðlum. Tilgangurinn cr góður og reyndar bráðnauðsynlegt að lagfæra þau mál. En þó að yfirvöld- in tækju að sér að greiða fyrir lyfjakaup sjúklingsins, myndu þau líka greiða lyfsalanum í leiðinni, eða séu lyfin send skv. póstkröfu væri greiðslan 4.50 dollarar á hvern lyfseðil, og það jafnvel þó að álitið sé að lyfsalinn láti viðskiptavininn aðeins greiða 50 cent fyrir af- greiðslu lyfsins. Ákafasti þrýstihópurinn að baki nýju lyfsölulögunum er „The Amcrican Association of Retired Persons" (Samtök bandarískra elli- lífeyrisþega), sem reka næststærsta íyrirtækið í landinu sem sendir lyf skv. póstkröfu. Árið 1986 voru heildartekjur fyrirtækisins 200 milljónir dollara. Fyrirhugaðar niðurgreiðslur um 4.50 dollara á hvern lyfseðil eru hrein happasend- ing til þessara samtaka sem hafa mjög sterk pólitísk ítök. Það er engin ný bóla að þeir sem annast heilsugæslu séu allsráðandi á pólitíska sviðinu. Þegar Lyndon B. Johnson lagði fram tillögu um stofnun Medicare og Medicaid 1964 krafðist þingið þess, ef lögin ættu fram að ganga, að sett væri sérstakt ákvæði um endurgreiðslur til sjúkrahúsa fyrir „umframkostn- að“ og „gjald fyrir veitta þjónustu" til lækna, sem víðast hvar er í gildi. 1968 lagði Johnson áherslu á að þetta kerfi yrði endurskoðað og endurbætt og hélt því fram að það veitti læknum enga hvatningu til að veita þjónustu á gagnlegan og hag- kvæman hátt. Þegar Johnson benti á að að óbreyttu yrði kostnaður vegna endurgreiðslna kominn upp í 100 milljarða dollara 1975 settu þingmenn upp vantrúarsvip. í reynd var kostnaðurinn orðinn 135 milljarðar dollara það ár. Allt frá þeim tíma hefur hver einasti forseti reynt að hafa hemil á síauknum kostnaði við heilsu- gæslumál. Og jafnoft hefur þingið kæft þær tilraunir. Þingið hefur hvað eftir annað samþykkt aukin fjárframlög til sjúkrahúsa framyfir það sem stjórn Reagans hefur mælt með -og þar með bætt a.m.k. 500 milljónum dollara á ári við fjárlögin - og það þó að á banda- rískum sjúkrahúsum standi um 400.000 auð rúm, stórkostlegt um- framrými sem spítalarnir neita að losa sig við. Síðustu tvö árin fyrir kosning- arnar 1986 veittu heilsugæslugrein- ar meira en 8.5 milljónum dollara um hinar og þessar pólitískt starf- andi nefndir til þingmanna. Að frátöldum stofnunum sem veita þjónustu í fjármálum eru engir þrýstihópar svo stórtækir, ekki þrýstihópar fyrir byssufrelsi eða tóbaksiðnaðinn. eða olíufélögin né 100 stærstu verktakafyrirtækin í varnarmálum. Og í þessum 8.5 milljónum dollara eru ekki meðtal- in bein fjárframlög frá læknum og stjórnum sjúkrahúsa. f augum þeirra sem leggja þetta fé fram eru þessar pólitísku gjafir smámunir sem gjald fyrir að eiga hlutdeild í einni af þrem umfangsmestu at- vinnugreinum Bandaríkiamanna. Stórkostlegar, krampakenndar breytingar einkenna heilsugæsluat- vinnugreinina í Bandaríkjunum. Kraftaverkalyf eru að útrýma barnasjúkdómum, halda í skefjum þunglyndi, hafa stjórn á flogaveiki og hafa svo gerbylt meðferðinni á hjartasjúkdómum að hjartaskurð- læknar kunna innan tíðar að kom- ast að raun um að sérgrein þeirra er orðin eins úrelt og að tína bómull með höndunum. Og rétt handan sjóndeildarhringsins er lítt kannaður heimur líftækninnar sem nær langt út fyrir takmörk hins fjörugasta ímyndunarafls. En því meiri ókyrrð og breyting- ar sem verða í læknavísindunum, því óhagganlcgra er eitt lögmál, kostnaðurinn við heilsugæslu þýtur stöðugt upp á við. Á árunum 1986-1987 jókst kostnaðurinn við heilsugæslu í Bandaríkjunum meira en helmingi meira en verð- bólgan. Hækkun á launum lækna og þjónustu var svo mikil í fyrra að Medicare varð að hækka iðgjöldin sem fólk borgar fyrir læknisþjón- ustuna um því sem næst 40%. Heilsutryggingariðgjöld hafa hækkað að meðaltali um næstum 20% á þessu ári og í sumum tilfellum um jafnvel 70%. Það kemur æ berlegar í ljós að a.m.k. fjórðungur af þessu fé - meira en 125 milljarðar dollara - fer í súginn, þar af koma 25 milljarðar beint úr vasa skattborg- aranna. Á sama tíma og þingið er að berjast við að lækka fjárlögin um lægri upphæð en þessa, á sama tíma og 37 milljónir Ameríkana njóta ekki einu sinni lágmarks heilsutryggingar og bandarísk fyrirtæki eru að brjóta heilann um hvemig þau geti lækkað rekstrar- kostnað til að vera betur sam- keppnishæf á alþjóðlegum mark- aði, er slík sóun forkastanleg. Enn sem komið er hafa stjórn- völd, stórfyrirtæki og verkalýðsfé- lög - þeir aðilar sem helst sjá fyrir heilsugæslu - ekki verið mjög að- gangshörð við að skera niður kostnað við hið útbólgna heilsu- gæslukerfi. Þau hafa einbeitt sér að því að hrinda af stað hvatningu til lækna og sjúklinga í þá átt að ryðja úr vegi ónauðsynlegri sjúkrahús- dvöl og stytta þá dvöl sem er óhjákvæmileg, og í þeirri viðleitni hefur þessum aðilum orðið nokkuð ágengt. En nú er komið að erfiðasta hjallanum, að því að komast að því hvaða meðferð er raunverulega árangursrík, innræta sjúklingum, læknum og stjórnmálamönnum sjálfsaga, og að beina kröftum hinna snjöllu bandarísku vísinda- manna í átt til þeirra heilsugæslu- vandamála sem raunverulega eru Bandaríkjamönnum dýrkeyptust, bæði hvað varðar fé og auma líðan sjúklinganna. Vandinn að ákvarða í hverju gagnleg umönnun sé fólgin Af þeim verkum sem bíða fram- undan er ekkert flóknara viður- eignar en að komast að því hvaða aðgerðir hafa raunverulega áhrif á þann sjúkleika sem sjúklinginn hrjáir, með öðrum orðum að ákvarða í hverju gagnlegumönnun er raunverulega fólgin. Á árinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.