Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. maí 1988
HELGIN
3
biskups var það að hann kvað skiln-
aðarmál þeirra Þórdísar þegar hafið.
Á þingi á Vatnsleysu 18. dag júní-
mánaðar var úrskurðað að Magnús
skyldi skila Þórdísi fullkomnu
endurgjaldi fyrir það, sem Magnús
hefði eytt eða veðsett af heiman-
fylgju hennar og skyldi setja henni
veð í fasteign eða lausafé fyrir eign-
um þessum. Á Alþingi um sumarið
gaf Muller amtmaður út bréf, þar
sem hann bannaði Magnúsi að veð-
setja nokkra af tilgjafarjörðum Þór-
dísar og skyldu allir forðast að eiga
kaup við hann um þær.
Um sumarið fór Þórdís til Leirár
til Guðríðar fóstru sinnar að ala
barn, en hún hafði verið vanfær er
hún fór frá Bræðratungu. Barnið ól
hún aðfaranótt 13. ágúst og um
svipað leyti skrifar Guðríður Magn-
úsi svar við bréfi, þar sem hann leitar
eftir að fá að hitta konu sína. {
bréfinu segir: „Hér með læt ég yður,
Magnús Sigurðsson, vita að hvenær
sem þér komið hingað til Leirár til
að tala um mál yðar við konu yðar
eða til þess að heimsækja hana, að
yður og fylgdarmönnum yðar eru
öldungis óheimil hús og gisting á
Leirá, einnig bithagi fyrir hesta yðar,
hið frekasta sem ég fæ ráðið, allt
þangað til þetta mál er til lykta leitt.“
í bréfi sínu til Leirár mun Magnús
í fyrsta skipti hafa borið þeim Þórdísi
og Árna óleyfilegan samdrátt á brýn.
Óskar hann þess að Árni hefði aldrei
að Bræðratungu komið eða Þórdís í
Skálholt. Guð einn viti hver óham-
ingja sér og börnum sínum hafi af
því stafað. Kveðst hann ei vita
hverra ótíðinda sé að vænta, ef þetta
ekki lagist bráðlega. Frá þessum
tíma er líka til bréf frá honum til
Þórdísar, þar sem hann ber henni
beinlínis á brýn hórdóm með Árna.
Segir hann meðal annars að hún
muni það víst er hún síðastliðinn
vetur hafi farið upp úr rúminu hjá
sér og upp til Árna, þegar hann
hóstaði, tekið lykilinn úr hurðinni
og lokað. Einnig spyr hann hver hafi
gefið henni leyfi til í vetur að fara
inn til Árna og vera þar svo að segja
Leirá á fyrri hluta 18. aldar. Hér
fæddi Þórdís fímmta bam sitt,
suntarið eftir skilnað þeirra
Magnúsar.
allan mánudaginn. Síðan klykkir
hann út með að segja að hún skuli
ekki vera hrædd, allt geti enn lagast
í milli þeirra og hann vilji allt gera
til þess að hún komi aftur heim til
sín.
En eftir bréfið frá Guðríði tók
Magnús loks myndarlega rögg á sig.
Hann ritaði biskupi langt bréf, sem
hann hafði með sér til kirkju í
Skálholti, 19. sunnudaginn eftir
trinitatis. Að lokinni guðsþjónustu-
gerð kvaddi hann sér hljóðs og las
upp bréfið í heyranda hljóði í Skál-
holtskirkju. I bréfi þessu skorar
hann á biskup að hjálpa sér til að ná
sáttum við Þórdísi konu sína, sem
hann hefði verið sviptur samvistum
við. En reynist ekki auðið að fá hana
til að halda hjónabandinu áfram
kveðst hann krefjast þess að því
verði slitið með lögum og dómi.
Biður hann biskup að sjá til þess að
Þórdísi verði ekki leyft að dvelja
áfram í Skálholti, svo að hún geti
verið laus við vansæmandi orðróm
og illt umtal og þurfi ekki að bera
ósæmilegt auknefni (hórunafn?).
Þegar á bréfið líður harðnar ræðan
enn. Harðbannar hann nú biskupi
að halda konunni í Skálholti eða
leyfa henni að vera þar gegn Guðs
og manna lögum og vilja sínum,
með því að hann hafi boðið henni að
koma til sín í Bræðratungu. Kveðst
hann vera hugsjúkur út af því að
almannarómur teldi, sakir óeðlilegr-
ar óbeitar Þórdísar á manni sínum,
að hún færi í Skálholt til að vera þar
frilla. Væri furðulegt ef henni yrði,
undir slíkum kringumstæðum, leyfð
vist á sjálfu biskupssetrinu.
Sjálfsagt hafa menn í Skálholti
reynt að láta þessa eldræðu sem vind
um eyru þjóta, þótt ljóst sé að Árni
hefur haft þá þegar af þessu hina
mestu armæðu, en nú ekki um
annað meira talað í íslenskum sveit-
um en þessi dæmalausu mál, sem
hjuggu svo nærri mestu virðingar-
mönnum í landinu.
En þó er hér ógetið þess atriðis
málsins, sem var af langtum alvarleg-
ustum toga. Árni hafði farið með
valdi konunglegs umboðsmanns til
þess að endurskoða og oft hnekkja
dómum er helstu valdsmenn höfðu
fellt á undanförnum áratugum. Fyrir
vikið átti liann sér þegar álitlegan
fjölda óvildarmanna meðal sýslu-
manna, kaupmanna og fleiri hátt-
settra og þeir grétu það þurrum
tárum er Magnús skapaði honum
slíkan vansa. Urðu nú ýmsir til að
espa Magnús í Bræðratungu til frek-
ari vandræða og grétu krókódílatár-
um honum til samlætis í mótgangi
hans.
Og enn skrifar Magnús...
Veturinn 1703 til 1704 sat Árni
enn í Skálholti og haustið 1703
kemur Þórdís aftur í Skálholt, búin
að ala barn sitt. Leið svo langur hluti
vetrar að ekki bar til titla né tíðinda
og áttu ýmsir von á að Magnús hefði
tekið sönsum og sætt sig við orðinn
hlut. En því var ekki að heilsa. Með
honum hafði kviknað óslökkvandi
hatur á Árna. Rifjaði hann það nú
upp hve góð kona Þórdís hafði verið
honum, áður en þau Árni kynntust.
Þóttist hann sjá að frá honum stafaði
allt illt. Virðist svo sem hann hafi
lokað augunum fyrir því að hún
hafði tvívegis orðið að flýja heimili
þeirra, til að forðast limlestingar eða
líflát. Og hinn 8. apríl 1704 tekur
Magnús fram skrifföng og ritar Árna
skorinort bréf.
Hefur hann bréfið með því að
rukka Árna strengilega um þær bæk-
ur er hann hafði lánað honum og
lætur að því liggja að hann muni ætla
að stela þeim. En brátt víkur hann
að meginefninu. Lætur hann um-
búðalaust í ljós þá skoðun sína að
þau kona hans hafi átt óleyfileg mök
saman og vísar til tíðinda er honum
hafa borist úr Skálholti: „Hygg ég
hvorki mig né aðra til þess orðróms,
kunni hann að vera nokkur, upphaf-
legri orsök en sjálfa hlutaðeigend-
urnar, er kann nokkra grunsemi eða
hneykslunarefni gefi eður gefið hafi,
þegar svo kann til að bera að ein
kvinna þrálega fer eður farið hefur
einmana í hús til karlmanns og er
þar ein hjá honum að afturluktum
eður læstum dyrum. Ef Þórdís hefur
gert þetta, gengið einmana í hús
yðar og oftlega ein hjá yður verið að
afturluktum dyrum (hvað ég get
ekki neitað að mér liefur til eyrna
borist og ég ætla að hún hafi gert
bæði í fyrravetur og í vetur) hvers
vegna hafið þér þá leyft henni það,
sérdeilis ef þér heyrðuð aðra þar um
ræða?“ Áfram skrifar Magnús í
svipuðum dúr og tínir fram ýmis
smáatvik, sem sanna eiga að Árni sé
potturinn og pannan í að efla þverúð
Þórdísar gegn honum, svo sem eftir-
farandi: „Hver að hafi lagt fram
pening við hana, er hún keypti
kútinn fyrir er hún mér færði, hygg
ég yðar göfugheit nokkuð til vita, af
hverjum sem lært hefur þau orð, er
hún fór með og ég vissi hana aldrei
fyrr til mín segja... Ég get því ei úr
grun mínum sleppt að þér afvaldir
séuð eða ollað hafið hennar mótvilja
við mig.“
Hér er sneitt að brennivínskút er
Magnúsi hafði verið sendur úr Skál-
holti og hann þykist þegar sjá að
muni hafa verið bragðvísi til að hann
yki enn óregluna og kæmi málstað
sínum í enn frekara óefni.
Málaferli
Árni reiddist bréfi Magnúsar ákaf-
lega, enda var honum ærin vorkunn.
í ákafanum greip hann til þess ráðs
er síðar sýndi sig að hafa verið
fljótfærni, að hann stefndi Magnúsi
fyrir svívirðilegan áburð og meið-
yrði. Kom málið fram á Vatnsleysu-
þingi dagana 28.-29. apríl og voru
kærurnar í 13 liðum, samkvæmt efni
bréfsins. Hér verður fæst af máls-
vörn hans rakið, en um fundi þeirra
Þórdísar í einrúmi segir hann:
„Því eigi mun það í lögum finnast
að menn megi að ósekju, klæki
sveigja að hverjum þeim sem votta-
laust talar við eina ærlega og af
engum misþenkta kvenpersónu. Svo
veit ég ekki heldur siðvana verið
hafa eður almenningsreglu að taka
hurðina af hjörum eður slá henni til
baka að veggnum svo dyrnar stæðu
opnar (helst um vetrartíma) meir
fyrir það að ein ærleg kvinna um
dyrnar gengi, heldur en þótt einn
karlmaður til annars kæmi.“
Hvað brennivínskútinn snertir
segist Árni í fyrstu ekki hafa skilið
hvað um væri verið að tala, en síðar
komist að því að Þórdís hefði lofað
Magnúsi kútnum sem endurgjaldi
fyrir það að hann eitt sinn hafði leyft
henni að fara að heimsækja frænd-
fólk sitt í Skálholti. Hefði biskups-
frúin gefið hcnni andvirði kútsins,
einn rt'kisdal.
Málið var nú tekið til dóms og
Magnús dæmdur í all háa sekt, 2^1
merkur fyrir hvern ákærulið. Magn-
ús hafði ekki komið til dóms né
neinn fyrir hans hönd. Málið var svo
sent til Alþingis, þar sem Magnús
var enn dæmdur í allháa sekt og
úrskurðað að hið „ósæmilega skrif“
skyldi ekki vera „sekréteranum til
nokkurrar niðrunar eða óvirðingar,
heldur skoðast dautt og marklaust."
Beiskt og villt víntré
Þrátt fyrir allt sem á undan var
gengið virðist Magnús hafa átt bágt
með að trúa að Þórdís væri sér
töpuð. Það sýnir bréf sem hann
skrifar henni 20. apríl 1704, þar sem
hann spyr livað orðið sé af „skarti
minnar skrautlegu brúðar". Hún
hafi verið gefin sér sem sæt vínþrúga,
en sé nú orðin að beisku og villtu
víntré. Þannig hafi hún gert sér sætt
að súru, ljósið að myrkri, sér virðist
hjarta hennar fullt af frosti og hún
vera í tröllahöndum. Hún sé meira
að segja hætt að veita bréfum hans
viðtöku og þykist hann sjá að hún
hafi í þessu tekið sér snið eftir