Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 6
6 1 HELGIN Laugardagur 28. maí 1988 Kínverjar selja „löndum sínum handan hafsins“ greftrunarstaði: forfeðrunum Auglýsingaskilti við lendingarstað hafnarferju Hong Kong státar af því að geta boðið upp á „hagstæða staðsetningu“ í aðeins þriggj3 kflómetra fjarlægð frá hraðbrautinni milli Kanton og Shenzhen, og heitir því að öll skriffinnska sé „einföld“ og býður upp á að tekið sé við pöntunum, það nægi að hafa samband símleiðis. Það sem fyrirtækið „Hamingja og langt líf, lóðareign hf.“, sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins, býður upp á í mesta verslunarhverfi Hong Kong sem sjaldgæft tækifæri, er skiki í kirkjugarði í Kína! „Hjátrú frá lénstímanum" er nú orðin verslunarvara Kínverskir kommúnistar hafa löngum haft þann áróður uppi að jarðsetning látinna ástvina heyri til „hjátrú frá lénstímunum". En nú er sá tími upp runninn að þeir hafa áhuga á að færa sér í nyt þann sið ríkra frænda sinna í kapitalistisku bresku nýlendunni Hong Kong að halda við hefðum allt frá tímum Konfúsíusar og vilja gjarna láta grafa sig í jörðu niður í rauðmál- aðri harðviðarlíkkistu. Hinir núverandi raunsæju vald- hafar í Kína bjóða þess vegna nú „löndum sínum í Hong Kong“, sem á sfnum tíma sneru þúsundum saman baki við gamla landinu og flýðu til Hong Kong, greftrunar- stað í jörð gamla föðurlandsins. Talsmaður fyrirtækisins leggur áherslu á að ábyrgst sé að sá greftrunarstaðurinn „verði til ei- lífðar". Greftrunarstaðir í Hong Kong aðeins til sex ára Opinberu kirkjugarðarnir í Hong Kong standa greftrunar- stöðunum á meginlandinu ekki snúning hvað þetta tilboð varðar. Par fá hinir látnu ekki að hvíla í friði nema sex ár. Þá verða líkams- leifarnar brenndar og komið fyrir í krukkum. Það er landneyð í Hong Kong, jafnvel fyrir þá sem lifandi eru. í Hong Kong búa yfir fimm milljónir manns á aðeins 1068 fer- kílómetra landsvæði og telst þar með til þéttbýlustu borga heims. Að meðaltali eru meira en 5000 manns á hverjum 1000 fermetrum og því eru íbúðir og byggingarlóðir torfengnar og dýrar. Grafir eru hreinn lúxus. Eigi greftrunarstaðurinn að vera til frambúðar verður fólk þess vegna að greiða sem svarar yfir 600.000 krónum fyrir legstað í einkakirkjugörðum. Þessi mikli kostnaður leiðir til þess að flestir verða að láta sér lynda krukkustaði fyrir líkamsleifar látinna. Friðsamleg greftrun boðar hamingju barna og barnabarna Það er þess vegna til einhvers að hlakka fyrir kínverska íbúa Hong Kong þegar Kínverjar taka þar endanlega við stjórnartaumunum 1997, að geta sýnt látnum viðeig- andi virðingu og geta þar með tryggt velgengni og blessun niðjun- um til handa. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Að hljóta friðsam- lega greftrun þýðir hamingju til handa börnum og barnabörnum.“ Sama fyrirheit felst í áletruninni á hliðinu að „eilífum grafargarði fyrir Kínverja í útlöndum" í u.þ.b. 30 km fjarlægð frá Kanton. Þar eru risnar, að baki byggingu setn líkist musteri, skrifstofubyggingar, mat- stofa og um 3000 legstaðir. Valdhafarnir raunsæju hafa við skipulagninguna haldið sig við lög hinnar hefðbundnu samlyndis- kenningar „Vindur og vatn“. Sam- kvæmt henni gildir að byggingar og legstaðir verða að vera í samhljómi við strauma liins svokallaða al- heimsanda: „Andspænis hafi hins langa lífs, þar sem er skuggsælt og umkringt vatni, eru legstaðirnir mjög gifturíkir", segir í auglýsinga- bæklingi fyrirtækisins. Því var gerð tjörn af manna höndum og hólar umhverfis hana. sem gerðir voru í samræmi við smekk útlendu Kínverjanna. Hól- arnir fjórir sem risnir eru hlutu nöfnin „Fjall hins lánsama friðar“, „Fjall hinnar lánsömu kyrrðar", „Fjall hamingjusamra manna“ og „Fjall hins hamingjusama langa lífs“ og í hlíðum þeirra verða grafir hinna framliðnu. Heppileg lega og ódýr vist Það er þó ekki eingöngu heppi- leg lega staðarins sem lokkar Kín- verja frá Hong Kong eða lengra að til að sækjast hér eftir hinstu hvílu. Pláss í kirkjugarði alþýðulýðveldis- ins er líka ódýrara en annars staðar þekkist. Þar kostar einn legstaður, sem minnst er 4 fermetrar að stærð, frá því sem svarar til 44.000 ísl. kr., sem aðeins er lítið brot af kostnaðinum í Hong Kong, og þar er legsteinn og áskrift á hann innifalin. Þó að ráðamenn kirkjugarðsins séu yfirlýstir trúleysingjar hafa þeir ekkert á móti trúarlegum athöfn- um. Útfarir búddhatrúarmanna eru gerðar á sama hátt og forfeðra- dýrkun Konfúsíusar gerir ráð fyrir, þ.e. kommúnistarnir brenna reyk- elsi og færa trúarlegar fórnir - gegn viðeigandi gjaldi. Líka hægt að kaupa greftrunarstað fyrir ættingja í Kína Sem eðlilegt er í viðskipta- heiminum hefur „hinn eilífi grafa- garður" í Kanton þegar fengið samkeppni. í Shenzhen, sem er sérstakt stjórnsýslusvæði í ná- grenni Kantons, hafa hinir snjöllu kommúnistar líka komið auga á þá möguleika á auknum viðskiptum sem felast í þeirri lotningu fyrir forfeðrunum sem enn er raunveru- lega fyrir hendi meðal Kínverja í útlöndum. Þar er nefnilega hægt að festa kaup á greftrunarstöðum fyrir ættingja í Kína. Eina skilyrðið er að greitt sé fyrir í beinhörðum Hong Kong dollurum. f byrjun ársins var líka opnaður „Garður hinna heimkomnu“ rétt fyrir utan Shanghai, en þaðan eru upprunnir margir þeirra Kínverja sem sest hafa að í öðrum löndum. Samkvæmt fréttum opinberra blaða er tilgangurinn sá að „koma til móts við vonir hinna fjölmörgu Kínverja sem búsettir eru í öðrum löndum og ættingja þeirra, sem lengi hafa borið þá von í hjarta að eignast hinsta legstað í gamla land- inu.“ Hinir hugmyndaríku stjórnend- ur kirkjugarðsins í Shanghai, sem bjóða löndum sínum greftrunar- stað fyrir allt frá 6.000 ísl kr. á fermetra, hafa á prjónunum áætl- anir um að byggja á þessu 8 hektara stóra svæði byggingu fyrir jarðarfarir að vestrænum sið, þegar þcir hafa lokið við að reisa „Sal helgisiðanna“. „Fallandi lauf leita aftur tii rótarinnar" Þarna liggur stórhugur að baki en enn sem komið er hefur kirkju- garðsmönnum í Kanton ekki tekist að verða sér úti um nógu marga viðskiptavini. Þeir eru samt ekkert á því að láta hugfallast og segja hugmyndina eiga framtíðina fyrir sér. „Því að,“ segir einn þeirra,“við Kínverjar erum bundnir átthögum okkar sterkum böndum. Fallandi lauf leita aftur til rótarinnar." Viðskipti með lotni Lækkað verð - Nordic Radial sumarhjólbarðar Eigum til á lager takmarkað magn af eftirtöldum fólksbíla- hjólbörðum frá NORDIC í Svíþjóð. 155-SR13..................Kr. 2.249.- 165-SR13..................Kr. 2.399.- 165-SR14................. Kr. 2.699.- 175-SR14..................Kr. 2.924.- Greiðslukortaþjónusta. Og mundu nú eftir því aö viö viljum bara blýlaust bensín Haraldur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.