Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 8
8
HELGIN
Laugardagur 28. maí 1988
HELGIN
9
Aðskilnaður
á undanhaldi
Hvítir mcnn hafa ekki lengur
einkarétt á ströndum Suður-Afr-
íku. Sumardvalarstaðurinn Port
Elizabeth, við Indlandshaf, mun
framvegis vcra opinn jafnt svörtum
sem hvítum. Suður-afrískur dóms-
tóll úrskurðaði svo í vikunni.
„Þetta er sigur fyrir allt
mannkynið," sagði Mia Loonat,
kynblendingur og þingmaður.
Loonat tók höndum saman við
hvítan borgarstjórnarmann og
réðst til atlögu gegn aðskilnaði á
ströndum landsins.
Yfirvöld í Port Elizabeth hyggj-
ast áfrýja dómnum. Strendur
Dulárfulli
sendiferða-
bíllinn
landsins hafa lengi lotið lögmálum
aðskilnaðarstefnunnar en undan-
farin ár hefur ríkisstjórnin leyft
sveitarstjórnum og borgaryfirvöld-
um að ráða gangi mála. Aðskilnað-
ur hefur víða verið felldur niður á
sumardvalarstöðum.
Það eru ekki allir sáttir við þessa
þróun mála, íhaldssinnar vilja
halda kynþáttunum aðskildum og
á nýjársdag s.l. blossuðu upp
slagsmál þegar hvítir menn réðust
á svertingja sem gengu um strendur
sem ætlaðar voru hvítum ein-
göngu.
Peir hafa verið undir eftirliti
alríkislögreglu Bandaríkjanna
(FBI) og þurftu að dúsa f viku í
varðhaldi í Guatemala, grunaðir
um njósnir. En tékkneska áhöfn
„dularfulla sendiferðabílsins" læt-
ur mótlæti ekki á sig fá og ætlar að
halda áfram tveggja og hálfs árs
fcrð sinni um 70 lönd.
Tilgangurinn er að kynna tékkó-
slavneska Tatra flutningabíla og til
að stuðla að vinsámlegum sam-
skiptum þjóða. Þegar eru 23 lönd
að baki. Pað voru bandarfskar
sjönvarpsstöðvar sem fóru að kalla
bílinn hinn „ dularfulla sendiferða-
bíl“ en hinn fullkomni búnaður
hans hafði vakið mikla athygli.
Fullkominn kvikmyndabúnaður er
um borð, svo og lítið mótorhjól,
svifdrcki og sitt hvað fleira. Til-
gangur feröarinn var líka lengi vel
óljós.
TREFJA
ÞÚFÆRD
100g MEIRIJÓGÚRI
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS !*
* Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum.
Laugardagúr 28. maí '1988
Mesta kvennagull kvikmyndanna fyrr og síðar:
Rudolfo Valentino enn
ógleymdur þó að 62 ár
séu frá dauoa hans
Rudolfo Valentino fékk hjörtu
kvenna um allan heim til að slá
hraðar og aðdáendur hans hafa
ekki enn gleymt honum þó að 62
ár séu liðin frá dauða hans.
myndastjörnunni. Og á Hótel Ritz
í París fannst lyftupiltur látinn í
rúmi sínu sem þakið var myndum
af Valentino.
Smurður líkami stjörnunnar lá á
börum nokkurn tíma og mátti sjá
ótrúlegustu atburði eiga sér stað
við þær næstu daga. Umferðaröng-
þveiti á næstu götum varð þegar
forvitnir flykktust að til að fylgjast
með því sem fram fór, hundruð
þúsunda lögðu á sig pílagrímsför
að pallinum með Iíkbörunum til að
votta átrúnaðargoðinu sína hinstu
virðingu. Kvikmyndastjarnan
fræga Pola Negri, sem hann var
sagður einu sinni hafa heitið eigin-
orði, féll í öngvit við líkkistuna.
Og 50 árum eftir dauða hans voru
mörg þúsund manns viðstaddir
minningarathöfn um hann.
» Mesti elskhugi hvíta
tjaldsins"
Hann notaði þessi ár vel og með
áfergju, heppni og yfirlæti náði
hann ótrúlega langt. Þegar nann
dó 1926, aðeins 31 árs að aldri, var
arfleifð hans eftirfarandi: 14
stjörnuhlutverk í kvikmyndum
(þöglum), milljónir brostinna
hjartna - og himinháar skuldir.
En auk þess var að finna í
arfleifðinni minningar um 6 ára
fátæktarbasl, þegar hann dró fram
lífið sem blaðsölustrákur, garð-
yrkjumaður, bílaþvottamaður,
dansari og aðstoðarkokkur. En
síðan fylgdu sjö ár frægðar og
munaðar þar sem hann var hylltur
sem „mesti elskhugi hvíta
tjaldsins“.
Gjaldið fyrir þennan skjóta
frama, sem var fárviðri líkastur,
var „bara“ lífið og gamla skírnar-
nafnið. Ávinningurinn var hin
ódauðlega frægð stjörnunnar Ru-
dolfos Valentino. Reyndar liggur
sú frægð ekki í óforgengilegum
leikhæfileikum stjömunnar.
Leikhæfileikarnir fólust
augum, nefi og munni
Adolph Zukor, sem framleiddi
kvikmyndirnar með Valentino,
segir hins vegar að þessi frægð
byggist fyrst og fremst á eftirtöld-
um hæfileikum: Hann gat „glennt
upp stóru, næstum dularfull augun
þar til sjá mátti allt að þvf óhugnan-
lega hvíta flekki. Hann gat opnað
munúðarfullar varimar til að leyfa
glampandi hvítum tönnunum að
njóta sín. Og hann gat líka hreyft
nasavængina!" Þar að auki var
hægra augnalokið ívið síðara en
það vinstra og jók það enn á hið
tælandi augnaráð hans.
Rudolfo Valentino var nærsýnn
og gaf það honum sérstakt útlit
sem vakti athygli leikstjórans
Griffiths, þegar hann kom auga á
þennan unga aðstoðarkokk í veislu
einni. Þá var ekki búið að finna
upp talmyndirnar og var það Val-
entino til happs. Hann var nefni-
lega blestur á máli. Það vom nógu
margir aðrir erfiðleikar sem við var
að glíma við að gera þennan ægi-
fagra unga Itala að kvikmynda-
stjörnu. Mörgum ámm eftir að
Valentino dó sagði Griffith að ekki
hefði þurft að hafa eins mikið fyrir
neinum öðrum leikara og honum.
„Það leit oft út fyrir að hann ætti
erfitt með að skilja hlutverkið
sitt,“ sagði leikstjórinn.
„flafmagnaður
persónuleiki"
Samt vom myndimar allar%erð-
ar eftir sömu uppskrift. Strax í
fyrstu myndinni þar sem hann fór
með aðalhlutverk, „Hinir fjórir
riddarar opinbemnarinnar“, má
sjá öll þau tilbrigði sem síðar áttu
eftir að draga í bíó konur allt frá
San Francisco til Búdapest. Hann
dansar fyrst og fremst tangó, og
hvílík tilþrif! Kossamir hans eru
svo yndislega langir! Og faðmlög-
in, þau eru svo föst og náin!
Þetta em eiginlega einu atriðin
sem gera þennan fríða mann að
kvikmyndastjörnu, þ.e. það sem
gerir hann að tákni þess manns
sem allar konur á þriðja áratugnum
dreymir um eru hæfileikar hans til
að dansa, kyssa og faðma konur.
Það voru þessir hæfileikar sem
hinn frægi leikstjóri Griffith átti
við þegar hann lýsti Valentino sem
„rafmögnuðum persónuleika“.
Stjarnan fann á sér hvað það var
Og faðmlögin voru föst og náin
sem konur leituðu eftir, og hann
bar það á borð fyrir þær.
Heima fyrir var ekki sama máli
að gegna. Karlmennskutáknið,
sem hafði í árslaun eina milljón
dollara, en á þeim ámm vom slík
laun óþekkt, fyrir að túlka erótíska
drauma kvenna betur en nokkur
annar, sýndi á sér aðra hlið á
heimilinu í höllinni í Beverly Hills.
Höllina talaði hann um sem „her-
mannaskálann" sinn en innréttin-
gamar höfðu kostað offjár og á
þakinu trónuðu upplýstir upphafs-
stafir hans, R.V.
Tvígiftur
-ogþaðásamatíma
Þessi kynþokkafulli maður giftist
tvisvar. Báðar konurnar vom sagð-
ar heldur hallast að öðrum konum
en körlum. Hann varð reyndar að
segja skilið við seinni konuna,
dóttur ilmvatnsframleiðanda, strax
eftir brúðkaupið vegna þess að
hann hafði látið undir höfuð leggj-
ast að skilja við fyrri konuna áður.
Síðar, þegar skilnaðarplöggin vom
komin í lag, tóku þau saman aftur
og Valentino kallaði konu sína
„The Boss“. Þetta hjónaband end-
aði reyndar líka með skilnaði
skömmu fyrir dauða Valentinos.
23. ágúst 1926, klukkan ná-
kvæmlega tíu mínútur yfir tólf, gaf
Rudolfo Valentino upp öndina í
herbergi nr. 114, „furstaherberg-
inu“ á borgarspítala New York
borgar. Opinberlega var bana-
meinið sagt vera botnlangabólga.
En almannarómur sagði dánaror-
sök miklu líklegri einhverja af
eftirfarandi: arsenikeitmn af hendi
forsmáðrar ástmeyjar, eða eitrun
af völdum demantaryks, sem líka
átti að vera komið frá ástmey sem
fallin var í ónáð, nú eða eitruð
byssukúla frá kokkáluðum eigin-
manni. Líka voru sögusagnir á
kreiki um sjálfsmorð eða heilabil-
un vegna sýfilis á lokastigi.
Djúp sorg aðdáenda
víða um heim
Þegar fregnir af dauða Valentin-
os bámst út gerðu tvær konur
tilraun til að fylgja honum inn
eilífðina fyrir utan dyr sjúkrahúss-
ins. f London tók stúlka inn eitur
tyrir framan áritaða mynd af kvik-
Villigöngu í
skóginum lokið
Síðustu orð Rudolfos Valentinos
hafa varðveist. Hann sagði: „Ég er
bara bóndi sem hefur villst í myrk-
um skóginum. Þetta var allt saman
villuganga. Er það ekki hræði-
legt?“
naa—i
Það var ekki mikill farangur sem hann tók með sér í land
í New York þegar hann yfírgaf skítugt útflytjendaskipið frá
Napólí í október 1913. Það má segja að hann hafí ekki haft
annað meðferðis en dirfsku, von og hungur. En hann hafði
svo sem ekki frá miklu að hverfa heldur, faðir hans,
smábóndi í Apúlíu, var lítið heimakær og hafði reyndar
ekki haft meiri afskipti af þessum elsta syni sínum en þau
að vera viðstaddur skírn hans.
Rudolfo Alfonso Rafaelo Pierre Filbert Guglielmi di
Valentina d‘Antongue!la var nafn þessa átján ára gamla
pilts og þó að hann vissi það ekki þennan októberdag 1913
átti hann framundan nákvæmlega 13 ár til að láta draum
sinn um lífíð í Nýja heiminum rætast.
yandræðum með
Þjófnaðir hjá kínversku póst-
þjónustunni hafa farið vaxandi síð-
ustu ár, og eru það starfsmenn
pósthúsanna sjálfra sem opna,
stela og eyðileggja bréf eða pakka
sem berast inn á pósthúsin.
Rúmlega 500 slíkir þjófnaðir eru
nú til rannsóknar, en á síðasta ári
er talið að þjófnaðir á bréfum og
pökkum hafi aukist áttfalt miðað
við árið 1986. Á síðasta ári tókst að
ná til baka peningum og vamingi
að verðmæti 900 þúsund króna.
í einu pósthúsanna í Mið-Kína
komst upp um 27 manna „gengi“
starfsmanna pósthússins, sem
höfðu stolið rafeindabúnaði, fatn-
aöi, matvælum og tóbaki fyrir tugi
þúsunda króna, á síðasta ári. Á
öðrum stað komst upp um tvo 17
ára starfsmenn pósthúss, sem
höfðu opnað meira en 17 pakka og
bréf og tekið peninga að upphæð
60 þúsund krónur auk annarra
hluta sem þeir töldu nýtilega.
Þú sérð það
grænt á nvítu
hvaðhérbýr undir
ir til þess að koma á staðinn
ef þú óskar, skoða aðstæður
og leggja á ráðin með þér um
hagkvæmustu lausnina.
VAEMO færðu í öllum helstu
byggingavöruverslunum
um ailt land — einfalt og
hagkvæmt.
Tryggðu þér VAKMO fyrír veturínn
VARMO snjóbræðslukerfið er
bæði hitaþolið og frostþolið.
Sími 666200
Allar tengingar í VARMO fást á
sölustöðunum.
VARMO
REYKJALUNDUR - SÖLUDEILD
Sérhannaðar VARMO mátklemm-
ur halda réttu millihili á milli röra.
VARMO snjóbræðslukerfið
er mögnuð lausn gegn svell-
bunkum, snjósköflum og
krapa á stöðum þar sem þú
vilt vera laus við þessa fylgi-
nauta vetrarins.
Þegar þú kaupir VARMO
færðu afar vandað og heil-
steypt kerfi þar sem hver
hlutur er sérhannaður fyrir
VARMO og þú þarft ekki að
hafa áhyggjur af því að þetta
eða hitt vanti.
VARMO er einfalt í uppsetn-
ingu og þess utan eru sér-
fræðingar okkar ávallt tilbún-