Tíminn - 10.06.1988, Page 4
4
HELGIN
Laugardagur 11. júní 1988
Bryan Hawker berst fyrir því aö fá
að hafa krakkana sína Cleminu og
Danny hjá sér í Bretlandi.
En í Papúa Nýju Gíneu berst Kati
fyrir því að fá börnin til sín. Hún
er hér fyrir miðju, milli tveggja
vina sinna..
Skilnaðiryfir landamæri
hafa margvísleg vand
ræði í för með sér
Samt sem áður getur svo farið að
áður en langt um líður kunni faðir
þeirra að búa svo um hnútana að
þau hverfi sporlaust. Ástæðan er
sú að móðir barnanna, sem er
upprunnin á einhverju afskekkt-
asta svæði jarðarinnar vill nú fá
þau til sín í Papúa á Nýju Gíneu.
Faðir þeirra má ekki til þess hugsa
og hefur frekar í hyggju að laumast
burt frá Englandi og setjast að í
leyni á einhverjum ókunnum stað,
ásamt börnunum að sjálfsögðu.
Ólík menning
togast á um börnin
Saga þeirra Cleminu og Dannys
Hawker er að vísu einstök en hún
er samt dæmi um alþjóðlegt vanda-
mál sem sífellt verður algengara,
þ.e. skilnað hjóna af ólíku þjóðerni
og menningu og deilur um forræði
barnanna í kjölfarið. Saga foreldra
þeirra er hins vegar óvenjuleg,
jafnvel nú á tímum síaukinna
ferðalaga fólks til náms, hvíldar
eða vinnu sem æ oftar leiðir til
hjónabanda aðila af ólíkum menn-
ingarsvæðum, sem aftur leiðir til
þess að enn fleiri slík hjónabönd
mistakast.
Þessi þróun veldur yfirvöldum í
ýmsum löndum æ meiri vandræð-
um og dómstólarnir eiga sífellt
erfiðara með að úrskurða í deilu-
málum um forræði og umgengnis-
rétt við börnin.
Nú nýlega tóku tveir þingmenn í
breska þinginu upp baráttu í því
skyni að aðstoða mæður barna sem
numin væru brott til útlanda í
forræðisdeilum. Sumir álíta að í
slíkum málum eigi 500 breskir
foreldrar hlut og fæstir þeirra hafi
ráð á því að standa í kostnaðarsöm-
um málarekstri fyrir erlendum
dómstólum.
Danny og Clemina eru gott dæmi
um þau vandamál sem lögfræðing-
ar og lagasmiðir um víðan heim
þurfa að kljást við. Hvernig er
eiginlega unnt að tryggja börnun-
um bestu hugsanlegar aðstæður
þegar foreldrar þeirra kjósa að lifa
hvort í sínu lagi, hvort á sínu
menningarsvæði og kannski þús-
undir kílómetra á milli?
Ævintýraleg
fortíð föðurins
Bryan Hawker, faðir Cleminu
og Dannys, fór í skyndi frá Bret-
landi til Ástralíu 1963. Þá var
Harold Macmillan forsætisráð-
herra í Bretlapdi, lestarránið mikla
nýafstaðið og ræningjarnir höfðu
komist undan með tveggja og hálfr-
ar milljóna sterlingspunda ráns-
feng sinn. Bryan var í byggingar-
vinnu í austurhluta London og átti
og verða sífellt algengari
í ástarsambandi við eiginkonu
glæpamanns. Honum leist ekki á
blikuna og ákvað að láta sig hverfa.
Leið hans lá til Papúa á Nýju
Gíneu að lokinni Ástralíudvölinni.
Nýja Gínea erland andstæðnanna,
í bæjunum hefur nútíminn haldið
innreið sína mcð kjörbúðum, um-
ferðarhnútum og háskóla, en til
sveita heldur gömul menning velli.
Ættflokkadeilur eru algengar í ill-
færum fjöllunum og mannát er
ekki óþekkt.
Bryan fór að stunda innhverfa
íhugun og ákvað að setjast að á
einhverjum afskekktum stað. Fyrir
10 árum kom hann til Mindima,
þorps í fjöllunum í Chimbuhéraði,
og baðst leyfis að setjast að. íbú-
arnir féllust á beiðni hans. Honum
var m.a.s. vel tekið og segir nú að
hann hafi fundið að þeir hafi tekið
honum eins og hann er. „Þeir
skömmuðust sín ekki fyrir mig,“
segir hann.
Þorpið var ekki beint í alfara-
leið, það var dagsferð að komast á
næsta veg, sem var varla meira en
ruðningur. En þorpsbúar voru
frekar hreyknir af Evrópumannin-
um sínum og afhentu honum til
eignar eigin strákofa. Þeir fengu
honum líka unga stúlku, Kati, til
að matreiða fyrir hann. En þegar
Kati var orðin 15 ára fékk hún
blæðingar í fyrsta sinn og þá var
úrskurðað að hún væri orðin nógu
þroskuð til að seljast sem brúður.
Bryan bauð hæsta verðið og
keypti Kati fyrir 10 svín, 45 kjúk-
linga og 200 sterlingspund í reiðu-
fé. Þau eignuðust tvö börn og
hjónabandið gekk vel í byrjun.
En þá lenti Bryan í slagsmálum.
Fjölskylda hans, þ.m.t. Kati, móð-
ir hennar, barnungur systursonur
og lífvörður, var neydd til að
yfirgefa Mindima. Þar með fór
hjónabandið út um þúfur.
Móðirin vildi ekki
vera í Bretlandi
Þau földust í afskekktu fjallahér-
aði og Kati þjáðist af heimþrá.
Þegar Danny var fæddur fóru þau
í tveggja vikna skemmtiferð til
Bretlands en Kati vildi ekki vera
þar um kyrrt. Hún fór aftur til
Papúa og settist að í hverfi sveit-
unga sinna frá Chimbu í Port
Moresby, höfuðborg Nýju Gíneu.
Bryan aftur á móti fór til Kerema,
runnavaxins svæðis á ströndinni,
kynntist annarri konu og tók að
berjast fyrir því að fá forræði
Dannys og Cleminu.
Nú segir Bryan að hann hafi
farið að skipta sér af menningu og
umhverfi Katiar á þeim tíma sem
hann hafi ekki sjálfur verið reiðu-
búinn að taka upp siði hennar til
æviloka. „Ég var barnalegur," seg-
ir hann. „Ég hugsaði sem svo að
hún væri svo ung að hún myndi
hafa ánægju af fallegum hlutum og
að hafa peninga til að kaupa fyrir
og fljúga með flugvél alla leið til
Englands. En hún sagði bara: Ég
er Chimbu og verð alltaf Chimbu
Baráttan um börnin
hófst í Papúa
Kati var fyrst úthlutað forræði
barnanna til bráðabirgða þangað
til barnaverndaryfirvöld gáfu þá
skýrslu að börnin fengju ekki næga
umönnun. f október 1986 var úr-
skurðað hjá þjóðardómstóli í Wai-
gani að Bryan skyldi hafa forræðið
en Kati umgengnisrétt um hverja
helgi.
En Bryan vildi snúa aftur til
Bretlands. f júlí sl. fékk hann leyfi
til að taka börnin með sér frá
Papúa á Nýju Gíneu um tíma þar
sem hann þurfti að leita lækninga
vegna skaddaðs hnés. Hann lét
ekki uppskátt að hann hefði ekki
hugsað sér að koma aftur.
Nú hefur Kati tekist að fá nýjan
dómsúrskurð þar sem Bryan er
skipað að skila Danny og Cleminu
aftur.
Bryan hefur ekki neitt slíkt í
huga og segist hafa gengið í gegn-
um of mikið til að gefast upp núna.
'I
sa