Tíminn - 10.06.1988, Side 5
Laugardagur 11. júní 1988
Það er ekki annað að sjá en að þau séu ósköp venjulegir breskir
krakkar. Danny er fjögurra ára og á sér uppáhaldsþætti í
sjónvarpinu eins og jafnaldrar hans, og systir hans Clemina, 8
ára, semur sögur um vélmenni á tölvuna í skólanum. Hvorugt
þeirra veit ennþá að þau fara með aðalhlutverk í einhverri
undarlegustu og erfiðustu baráttu um forræði barna sem nú á sér
stað í Bretlandi og jafnvel þó að víðar væri leitað.
í níu mánuði hafa börnin búið með föður sínum í Essex. Þar
hafa þau leikið sér í fjörunni, horft á vinsæla sjónvarpsþætti og
eignast nýja vini, sem sagt lifað sams konar lífi og nágrannarnir.
Reyndar lifa þau feðginin svo venjulegu lífi að yfirkennarinn í
skólanum þeirra hafði ekki hugmynd um hvernig fortíð þau áttu.
„Þau eru börnin mín og ég vil
heldur láta mig hverfa en afhenda
þau til Papúa,“ segir hann. En
hann er hræddur. Ef hann verður
um kyrrt í Bretlandi og lætur sem
vind um eyrun þjóta fyrirskipanir
dómstólsins á Nýju Gíneu hefur
hann trú á því að börnunum kunni
að vera rænt. Ef hann fer þangað
sjálfur heldur hann því fram að
hann kunni að þurfa að verjast
ákærum vegna ættflokknadeilna,
sem hann átti þátt í fyrir löngu, og
það gæti orðið til þess að hann yrði
sviptur forræðinu. Þar að auki
stendur hann fast á því að hann
geti ekki treyst því að hann eigi
réttlæti að mæta í dómskerfi
landsins.
Asakanirnar ganga á víxl
í réttarskjölum kemur fram að
Kati hafi ógnað lögmönnum
Bryans. í fyrrasumar var hún vöruð
við því að hóta lögmönnum hefnd-
um ef úrskurður dómstóls væri
henni andsnúinn, slíkt jafngilti að
sýna réttinum fyrirlitningu. Bryan
heldur því fram að þrír af lög-
fræðingum hans hafí gefist upp
vegna ógnana.
En það kemur líka fram í réttar-
skjölunum, að því er Kati segir, að
Bryan hafi hvað eftir annað neitað
Mikla athygli vakti fyrir skömmu
þegar úrskurður bresks dómstóls
gekk gegn vilja írska leikarans
Peters 0‘Toole, sem neitaði að
skila 5 ára syni sínum, Lorcan til
móður hans Karen Somerville-
O'Toole í Bandaríkjunum.
henni um umgengni við Cleminu
og Danny. „Það ætti ekki að neyða
mig til að verða ókunnug mínum
eigin börnum,“segir hún. „Börnin
fæddust hér og voru byrjuð að
ganga í skóla í Port Moresby. Það
er betra fyrir börnin að vera hér.“
Kati hefur til þessa ekki kært sig
um að tala við enska blaðamenn en
lögfræðingur hennar, opinber um-
boðsmaður fólks á Nýju Gíneu
sem ekki hefur efni á að greiða
laun lögfræðinga úr eigin vasa,
segir að það hafi alltaf verið skoðun
frú Hawkers að það sé bömunum
fyrir bestu að snúa aftur til Papúa
Nýju Gíneu.
Lögfræðingur Bryans hefur ráð-
Iagt honum að fara fram á að
Danny og Clemina verði gerð að
skjólstæðingum bresks dómstóls í
þeirri von að þá verði framtíð
þeirra afráðin í Bretlandi. En
Bryan gerir sér Ijóst að þá gæti
hann ekki tekið börnin með sér úr
landi.
Hver er vilji barnanna?
Blaðamaður ræddi við Cleminu
á skrifstofu yfirkennarans í skólan-
um sem þau systkinin sækja og
faðir þeirra var þar hvergi nærri.
Hún sagði að þau systkinin vilji
vera um kyrrt í Bretlandi. Danny
leggur hönd fyrir munninn á henni
og reynir að gera henni sem erfið-
ast fyrir að tala, þegar hún segir:
„Ég held að við verðum áfram í
Englandi. Það er friðsælt. Pabbi er
góður faðir og hann er vingjarnleg-
ur. Hann skilur málin þegar við
lendum í vandræðum, og verður
ekki reiður og hann verður ekki
fullur. Hann drekkur ekki brenni-
vín lengur, bara gosdrykki."
Clemina segir að pabbi þeirra
spyrji þau hvort þau vilji fara aftur
til Papúa og lofi þá að fara þangað
með þeim.
En yfirkennarinn hlustar undr-
andi á. „Clemina hefur aldrei sagt
okkur neitt,“ segir hún. „Börn
vilja ekki vera öðru vísi en allir
hinir og hún er bara eins og hinir
krakkarnir í bekknum."
Það eru því margir núna sem
bíða í ofvæni eftir því að lausn
fmnist á þessu erfiða forræðismáli.
Fyrsta vísan í þættinum er eftir kunna skagfírska
konu, Ólínu Jónasdóttur.
Fjarri harki fundu ráð
frelsi og kjarki unna.
Pau hafa marki þráðu náð
þarna í bjarkarrunna.
Húsgangur af Fellsströnd, höfundur ókunnur.
Norðan er hann, merg úr mer hann
mörgum ver hann hrannarhyl.
Yfir þveran kólgukerann
kalt út sér hann hafsins til.
Þóra Valgerður frá Köldukinn á Fellsströnd orti svo um
Guðrúnu Blöndal húsfreyju í Búðardal á Skarðsströnd.
Stödd í þrautum ekkert á
efnaleysið grætur.
út á grautinn auðnargná
undanrenning lætur.
Þessi kynlega veðurvísa er greinilega frá ísafjarðardjúpi
og er sögð úr alllöngum brag. Tjáð er mér, að Eyra sé
fjall og Núpurinn Bjarnarnúpur.
Suðvestan og setur upp Eyra.
Samt vill hann úr fjörðunum meira.
Landnorðan og leggur á Djúpið
leggja vill hann strókinn á Núpinn.
Salbjörg hét búandi kona í Flatey á Breiðafírði.
Guðmundur hét ráðsmaður hennar. Ráðsmaðurinn
kvað svo um húsmóður sína.
Henni er ei mein að málleysi
menn að greina snjallir.
Hún krusar um eyna kjaftandi
svo kveða við steinar allir.
Bjarni Jónsson frá Gröf kveður svo. Vísan nefnist.
Áhætta
Gleðinnar eg geng um dyr.
Guð veit hvar eg lendi.
En eg hef verið fullur fyr
og farist það vel úr hendi.
Haraldur frá Kambi kvað svo.
Að setja biturt orð í eyra
angri veldur.
Pögnin segir miklu meira
en margur heldur.
Páll Vatnsdal ritdæmdi Ijóðabók þannig.
Snilli rúin, göllum gróin,
guðsdómsneistinn hvergi sést.
Eldurinn og öskustóin
eflaust geyma hana best.
Eitt sinn voru allmargir Dalamenn á heimleið af
hestaþingi, þeir voru ríðandi, komu úr Borgarfírði og
fóru Langa-Vatnsdal. Þeir höfðu næturdvöl í sæluhús-
inu á dalnum. Við brottför skrifaði Jökull Sigurðsson,
bóndi á Vatni í Haukadal þessa vísu í gestabókina.
Vestur í Dali liggur leið
létt er mér í huga.
Vín á bikar, gata greið
gæðingarnir duga.
Þá er að síðustu ein kosningavísa. Hún er ort um
kosningarnar 1931. Fullhuginn sem féll mun vera
Sigurður Eggerts, en kosningasmalinn Sigvaldi Indriða-
son á Skarði á Skarðsströnd. Vísan er eftir Guðmund
Gunnarsson.
Pó að félli fullhugi
í formannsstellingunum.
Saman hnellinn Sigvaldi
sópaði kellingunum.
Kristmundur Jóhannesson,
Giljalandi, Haukadal
371. Búðardalur
Sími 93-41352