Tíminn - 10.06.1988, Side 9
„ Láttu ekki þ
irliggja!
HELGIN m
Tími vorhreingern-
inga í húsagörðum,
almenningsgörðum
og á strætum borgar-
innar er runninn upp.
Borgarstarfsmenn
jafnt sem einstakling-
ar keppast við að laga
til í kring um sig og
gera umhverfið feg-
urra, borgarbúum og
sjálfum sér til yndi-
sauka.
Gamla kjörorðið „Hrein torg,
fögur borg“ er enn við lýði, en
ný kjörorð eins og „Láttu ekki
þitt eftir liggja!“, „Góðan
daginn, hreinsum bæinn“ og
„Vertu ekki sóði, góði“ eru
komin til sögunnar eftir hug-
myndasamkeppni sem borgar-
yfirvöld gengust nýlega fyrir til
að hvetja til bættrar umgengni í
borgarlandinu. Samhliða hug-
myndasamkeppninni um sla-
gorðin fór fram samkeppni um
ný ruslaílát sem koma mætti
fyrir á almenningssvæðum í
borginni.
Kjörorðið „Láttu ekki þitt
eftir liggja!" sem hlaut fyrstu
verðlaun í hugmyndasamkeppn-
inni felur í sér tvenns konar
merkingu, annars vegar áskorun
til borgarbúa að leggja borgaryf-
irvöldum lið í hreinsun og fegrun
borgarinnar, en hins vegar
minnir það vegfarendur á að
skilja ekki eftir sig rusl á förnum
vegi.
Tíminn lagði á dögunum borg
undir fót til að athuga hvernig
vorhreingerningin gengi. Víða
var fólk að reyta arfa sem hafði
vaxið upp úr öllu valdi og setja
blóm niður í staðinn til að lífga
upp á umhverfið, á öðrum stað
var verið að mála og enn öðrum
stað að slá. Ekki var eingöngu
fagra sjón að sjá í þessari ferð,
eins og t.d. í brekkunni frá
Höfðabakka að Gullinbrú í
Grafarvogi, þar sem mikið af
rusli hafði dottið af bílum sem
voru að flytja rusl á haugana og
bílstjórarnir höfðu ekki hirt um
að binda niður. Þeir ættu að
hugsa um kjörorðið góða,
“Láttu ekki þitt eftir liggja!“.
-ABÓ
Kjörorðið góða „Láttu ekki þitt eftir liggjai" hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni borgaryflrvalda
til að hvetja til bættrar umgengnl t borgarlandinu. Höfundurinn Jón Þorvatdsson lætur ekki sitt eftir liggja
og brosir kampakátur við verðlaunaafhendinguna. (Tímunynd pjetur)
Við Stjórnarráðið voru þær stöllur Atma Dögg Jóhannsdóttir t.v. og
Lára Sigurþórsdóttir að slá og raka, en Kristján IX. Danakonungur
fylgdist grannt með að stelpurnar notuðu rétt handtök við verkið, því
hann hefur fylgst með mörgum sláttumanninum í gegn um tíðina og
ætti að vera farinn að kunna handbragðið. (Tímamynd Gunnar)
Sigurð Rúnar hittum við á Hrefnugötu þar sem hann var að dytta að húsinu sfnu, eins
og hann sagði. Sigurður var að leggja síðustu hönd á að mála húsið, en sagði að hann
mundi að því loknu ætla að fara í sveltina og njóta náttúrunnar. (Tímamynd Gmv)
Pétur B. Lutherson og Birgitte Lutherson hlutu fyrstu verðlaun fyrir ruslaílát sem koma á fyrir á almenningssvæðum í
Reykjavfk. Þá er bara að vona að þú borgarbúi góður látir ekki þitt eftir liggja og notir þessi handhæau ilát. rnmemvnd pietur)
SMJORLIKISGERÐ<
SÍMI 96-21400 • AKUREYRI
A Austurvelli voru þessar blómarósir ásamt verkstjóranum sfnum Ólafi Lárussy ni í óða önn að setja niður stjúpur og önnur litrík blóm
til Idga upp á grámyglu hversdagsleikans. Svo er bara að bfða og sjá hversu lengi blómin fá að vera í friði fyrir ungu riddurunum
sem vilja færa elskunni blóm að lokinni dansæfingu á björtum sumarnóttum. (Tímamynd Pjetur)
Laugardagur 11. júní 1988
Laugardagur H.'júní 1ð88‘
HELGIN
Vorhreingerning í Reykjavík:
Það eró
fló hringja ekki
í ömmu dAkur-
eyri ó nfmffilinu
hennor
íminn er tilvalin leið til að eiga
t persónuleg samskipti við œttingja
m og vini í öðrum landshlutum.
Síminn er líka skemmtilegur og
þœgilegur samskiptamáti.
Vissir þú, að það er ódýrara að
hringja eftir kl. 18 og enn ódýrara
að hringja um helgar.
Dagtaxti er frá kl. 08 til 18
mánudaga til föstudaga
Kvöldtaxti er frá kl. 18 til 23■
Ncetur- og helgartaxti er frá kl.
23 til 08 virka daga og frá kl. 23
á föstudegi til 08 nœsta mánudag.
Fyrir þá sem staddir eru á
landsbyggðinni, en þurfa að
sinna erindum við fyrirtœki og
stofnanir á höfuðborgarsvœðinu,
er síminn einfaldasta og fljót-
virkasta leiðin.
Síminn er til samskipta.
Því ekki að nofann meira!
Dœmi um verð á símtölum:
Lengd símtals 6 mín. 30 mín.
Reykjavík — Keflavík
Dagtaxti kr. 38,08 kr. 180,88
Kvöldtaxti kr. 26,18 kr. 121,38
Nætur- og helgartaxti kr. 20,23 kr. 91,63
Reykjavík — Akureyri
Dagtaxti kr. 55,93 kr. 270,13
Kvöldtaxti kr. 38,08 kr. 180,88
Nætur- og helgartaxti kr. 29,16 kr. 136,26
Einar Þorvarðarson er markvörður íslenska
landsliðsins í handknattleik og á að baki yfir 170
landsleiki. Einar lcikur jaíhframt með íslands- og
bikarmeisturum Vals.
POSTUR OG SÍMI