Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 14. júní 1988
Aðeins í af 4;5milíjarða
skatti eftir í ríkissjóði
Þótt ríkissjóður hafi innheimt
4.561 milljón króna í staðgreiðslu-
skatta á fyrstu fjórum mánuðum
ársins hefur mestur hluti þeirra
fjármuna runnið beint út úr ríkis-
sjóði aftur sem útsvarsgreiðslur til
bæjarfélaga, barnabætur til foreldra
og í sóknar- og kirkjugarðsgjöld. Af
þessum hátt í 4,6 milljónum króna
hefur ríkissjóður aðeins haldið rúm-
um einum milljarði eftir til eigin
nota. Þótt þar til viðbótar hafi tekist
að innheimta 595 milljóna króna
gamlar skattaskuldir og fyrirfram-
greiðslu frá atvinnurekendum voru
innheimtir tekjuskattar nú um 221
millj. kr. lægri heldur en í lok
aprílmánaðar í fyrra.
Útsvarsgreiðslur til sveitarfélag-
anna námu 2.071 milljón króna á
tímabilinu, eða rúmlega 45% af
heildarinnheimtunni. í barnabætur
og barnabótaauka var búið að greiða
1.305 milljónir þessa fjóra mánuði,
eða um 300 milljónum króna meira
heldur en ríkissjóður hélt eftir í sinn
hlut.
í fjármálaráðuneytinu gera menn
ráð fyrir að hafa náð um 3.600
miiljóna tekjuskatti í sinn hlut á
miðju ári. Það væri þó aðeins 20%
hækkun frá sama tíma 1987, sem er
mun lægra en launahækkanir á sama
tíma.
Hækkun persónuafsláttar í 16.092
kr. mánuði fyrr en áætlað var veldur
því að ríkissjóður missir af 150 millj.
króna skatttekjum í júní. Jafnframt
sér ríkissjóður fram á 100 millj. kr.
hækkun barnabóta á síðari helmingi
ársins, auk þess sem þá koma til
greiðslu húsnæðisbætur og vaxtaaf-
sláttur til íbúðareigenda.
í fjármálaráðuneytinu telja menn
ekki tímabært að spá mikið í útkom-
una síðari helming ársins, þótt nokk-
uð þyki benda til að tekjur af
tekjusköttum verði ekki langt frá
því sem ráð var gert fyrir í fjárlögum,
auk nokkurrar hækkunar vegna
meiri launahækkana heldur áætlað
var. - HEI
Minnismerki um
drukknaða sjó-
menn afhjúpað
Frá Erni Þórarinssyni fréttaritara Tímans í
Fljótum:
Á sjómannadaginn var afhjúpað
minnismerki um drukknaða sjó-
menn á Siglufirði. Minnismerkið
sem er úr eir er unnið af Ragnari
Kjartanssyni myndhöggvara. Því var
valinn staður á lóð útgerðarfélagsins
Þormóðs Ramma. Minnisvarðinn
sýnir sjómenn í litlum bát, sem horfa
bæði til himins og til lands.
Að sögn Vigfúsar Þórs Árnasonar
sóknarprests er alllangt síðan þeirri
hugmynd var hreyft að koma upp
minnisvarða um drukknaða sjómenn
í Siglufirði. Síðustu misseri hefur
verið unnið að þessu af kappi. Efnt
var til fjársöfnunar í þessum tilgangi
og hafa nú safnast liðlega 4 milljónir
króna. Hafaþarfjölmargirlagthönd
á plóginn jafnt einstaklinar, félaga-
samtök, útgerðaraðilar og áhafnir
skipa. Einnig hafa brottfluttir Sigl-
firðingar lagt myndarlega hönd á
plóginn. Það var Olafur Þ. Þorsteins-
son heiðursborgari Siglufjarðar sem
afhjúpaði minnisvarðann. Á eftir
var hátíðarguðsþjónusta. Þar fluttu
m.a. sjómenn ritningarorð. Mikið
fjölmenni var samankomið við þessa
athöfn sem var í alla staði hin
hátíðlegasta.
Minnismerkið á Siglufirði.
Ársfundur NASCO hófst í Reykjavík í gær:
Spjótunum beint gegn
veiðum við V-Grænland
f gær hófst í Reykjavík ársfund-
ur Norður-Atlantshafs laxavernd-
arstofnunarinnar (North Atlantic
Salmon Conservation Organiza-
tion - NASCO). Áætlað er að
honum ljúki að kvöldi fimmtudags,
16. júní.
Fundinn sitja fulltrúar stofnaðila
stofnunarinnar; íslands, Banda-
ríkjanna, Finnlands, Danmerkur
fyrir hönd Færeyja og Grænlands,
Noregs, Sovétríkjanna, Kanada og
Svíþjóðar og Efnahagsbandalags-
ins.
Norður-Atlantshafs laxavernd-
arstofnuninni var formlega hleypt
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, situr þessa
dagana fund menntamálaráðherra
Norðurlanda í Visby á Gotlandi. Þar
er m.a. rætt um norrænt og evrópskt
samstarf um vísindaleg málefni.
Dagana 14.-15. júní verður mennta-
af stokkunum árið 1982 með stofn-
samningi sem undirritaður var í
Reykjavík. f honum er kveðið á
um verndun, viðhald og skynsam-
lega nýtingu á laxastofnum á haf-
svæðum í Norður-Atlantshafi.
Á ársfundinum í gær, sem er
fyrsti fundur stofnunarinnar sem
haldinn er utan höfuðstöðva henn-
ar í Edinborg í Skotlandi, var
fjallað um svæðisbundin málefni
laxaverndunar í þremur svæða-
nefndum Vestur-Grænlandsnefnd,
Norður-Ameríkunefnd og Norð-
austur-Atlantshafsnefnd.
Á fundinum verða lagðar fram
tölulegar upplýsingar um veiðar
málaráðherra í opinberri heimsókn
í Svíþjóð í boði Lennart Bodström,
menntamálaráðherra Svíþjóðar. 16.
júní fer Birgir ísleifur til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann situr
fund evrópskra ráðherra, er fara
með málefni Evreka-áætlunarinnar.
einstakra aðildarþjóða NASCO,
fjallað verður um hugsanleg áhrif
fiskeldis á villta laxastofna, árang-
ur af merkingum laxa og heimtum
af þeim laxi upp í ár og sameigin-
lega löggjöf Norður-Atlantshafs-
þjóða um laxveiði og -vernd.
Síðastliðin fjögur ár hefur Guð-
mundur Eiríksson gegnt for-
mennsku í NASCO, en hann mun
nú láta af því embætti og nýr
formaður verða kosinn á ársfund-
inum.
Á fréttamannafundi, sem hald-
inn var við upphaf fundarins í gær
kom fram að búist er við hvað
mestum umræðum um ákvörðun
fslendingar eru þátttakendur í svo-
nefndu Halios-verkefni, er fjallar
um fiskiskip framtíðarinnar. Auk
ráðherra situr Vilhjálmur Lúðvíks-
son, framkvæmdastjóri Rannsókna-
ráðs ríkisins, fundinn. -sh
um laxveiðikvóta við Vestur-
Grænland. Á undanförnum árum
hafa veiðar Grænlendinga á laxi
dregist verulega saman, á síðasta
ári var veiði þeirra um 800 tonn.
Sumar aðildarþjóðir ráðsins, þ.á
m. Bandaríkjamenn og Kanada-
menn, hafa þó nokkrar áhyggjur af
því að Grænlendingar gangi um of
á þennan stofn.
Það kom einnig fram á frétta-
mannafundinum að augu fundar-
manna muni beinast að því hvernig
mengun sjávarins á norðurslóðum
geti breytt lífkeðju laxins. f því
sambandi ber vitaskuld á góma
þörungaplágan við Noregsstrendur
fyrir skemmstu. Norskirogdanskir
sérfræðingar munu gera grein fyrir
áhrifum þessarar plágu á laxinn og
hátterni hans nú og hugsanleg áhrif
til frambúðar.
Árni ísaksson, veiðimálastjóri,
lét þess getið að í undirbúningi
væri setning reglugerða sem mið-
uðu að því að fyrirbyggja að slík
plága herjaði við íslandsstrendur.
Reglugerðarinnar er von um mitt
sumar. Árni sagði að menn hefðu
af því nokkrar áhyggjur að slepp-
ingar á laxi úr kvíum kynnu að
orsaka erfðamengun. Hann sagði
að það sem menn sæu til úrbóta í
þessu í framtíðinni væri að stað-
setja kvíar í hæfilegri fjarlægð frá
helstu laxveiðiám. óþh
Menntamálaráð-
herra í Svíþjóð
Monika
Helgadóttir
er látin
Monika S. Helgadóttir frá Merki-
gili í Skagafirði lést á Sjúkrahúsi
Sauðárkróks föstudaginn 10. júní.
Hún var fædd þann 25. nóv. 1901, og
flutti að Merkigili 1924.
Maður hennar var Jóhannes
Bjarnason og eignuðust þau átta
börn. Hún missti mann sinn árið
1944 og eistu dóttur þeirra, Elínu,
árið 1981. Monika hafði búið að
Merkigili í 62 ár.