Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 14. júní 1988
Verulegur rekstrarhalli
á samvinnuversluninni
Það var greinilegt á aðalfundi Sambandsins í Bifröst fyrir helgina
að menn höfðu miklar áhyggjur út af hinum hrikalega halla sem var
bæði á verslunarrekstri kaupfélaganna í heild og á Verslunardeild
Sambandsins. Afkoma kaupfélaganna var þannig að niðurstaðan af
rekstri þeirra allra var tap að fjárhæð 358 miljónir króna. Þá var
Verslunardeild Sambandsins með 219 miljón króna halla, Búnaðar-
deild með 44 miljóna halla og Skipadeild með 9 miljóna halla, en
aftur voru Sjávarafurðadeild og Búvörudeild með hagnað. Þar að
auki töpuðust nær 140 miljónir á ullariðnaði Sambandsins, sem nú
er orðinn hluti af Álafossi hf.
Nánar til tekið var rekstrarreikn-
ingur Sambandsins í heild þannig að
heildarvelta þess, eða rekstrartekj-
ur, nam 17.514,2 miljónum. Rekstr-
argjöld voru hins vegar 17.553,6
miljónir, og kemur þá út halli fyrir
fjármagnsgjöld að upphæð 39,4 milj-
ónir. Vaxtatekjurog verðbætur voru
593,2 miljónir, arður af hlutabréfum
18,0 miljónir, reiknaðar verðbreyt-
ingatekjur 343,3 miljónir, en á móti
koma vaxtagjöld og verðbætur að
fjárhæð 1.015,6 miljónir. Fjár-
magnsgjöld umfram fjármagnstekj-
ur eru því 61,0 miljónir og halli af
reglulegri starfsemi er 100,4 miljón-
ir.
Undir liðnum óreglulegir liðir og
samrekstur kemur fyrst tekjumegin
hagnaður af sölu eigna, að upphæð
167,0 miljónir. Gjaldamegin eru þar
niðurfærsla viðskiptakrafna að upp-
hæð 56,0 miljónir og hluti samstarfs-
félags í framlegð sameignarskips,
37,4 miljónir. Halli fyrir skatta er
því 26,8 miljónir, eignarskattur og
kirkjugarðsgjald eru 22,2 miljónir
og halli ársins því 49,0 miljónir.
Ýmsar ástæður
Ástæður þessarar útkomu eru
margvíslegar, að því er segir í hinni
prentuðu ársskýrslu Sambandsins.
Fyrst og fremst er þó að nefna að
rekstrarkostnaður hækkaði mun
meira en tekjurnar, sem stafar að
miklum hluta af því að stór hluti
tekna Sambandsins er bundinn er-
lendri mynt. Þannig eru tekjur Iðn-
aðardeildar og Skipadeildar að lang-
mestum hluta í erlendri mynt, en
gengi krónunnar var nær óbreytt
milli ára, t.d. hækkaði gengi SDR
aðeins um 2,5% og dollar lækkaði
um 11,4%. Á sama tíma hækkaði
innlendur kostnaður verulega, og
t.d. hækkaði launakostnaður Sam-
bandsins um 38,1% og önnur rekstr-
argjöld um 23,2%.
Varðandi veltutölur Sambandsins
er þess að geta að Verslunardeild
jók veltu sína frá 1986 um aðeins
4,8% og Búnaðardeild um 7,6%. Er
þessi litla veltuaukning þessara
deilda talin sérstakt áhyggjuefni, á
sama tíma og einkaneysla eykst um
35%. Þegar haft er í huga að neyslu-
vöruvísitalan hækkaði um 18,9% og
að þjóðarútgjöld hækkuðu að raun-
gildi um 13,4% á milli ára þá er ljóst
að Sambandið hefur tapað markaðs-
hlutdeild á síðasta ári. Hefði salan
þurft að aukast um 20% til að halda
óbreyttu hlutfalli.
Þá gat Guðjón B. Ólafsson for-
stjóri þess í skýrslu sinni á fundinum
að Sambandið ætti nú um 2,5 milj-
arða í hlutabréfum, fyrst og fremst í
Skattskrá Norður-
landsumdæmis
vestra 1987
Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 verða
skattskrár í Norðurlandsumdæmi vestra ásamt
launaskattsskrám fyrir gjaldárið 1987 lagðar fram
til sýnis dagana 15. júní til og með 28. júní n.k.
Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum í
umdæminu:
Á skattstofunni Siglufirði.
Á bæjarskrifstofunni Sauðárkróki.
í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðs-
mönnum skattstjóra.
Á sömu stöðum og tíma liggja frammi til sýnis
sölugjaldsskrár fyrir árið 1986 samkv. 27. gr. laga
nr. 10/1960 um söluskatt, sbr. 6. gr. laga nr.
33/1982.
Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur
myndast við framlagningu skattskránna.
Siglufirði 11. júní 1988,
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra,
Bogi Sigurbjörnsson
Laugarvatnsstúdentar
Framhaldsaðalfundur og árshátíð Nemenda-
sambands M.L. verður haldinn fimmtudaginn 16.
júní í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 19.00.
Matur verður framreiddur kl. 20.00. Þátttöku í
borðhaldi og dagskrá þarf að tilkynna í kvöld.
Miðapantanir eru í kvöld í síma 15404 (Ólafur) og
hjá bekkjarfulltrúum. Eftir borðhald og dagskrá um
k. 22.00 verða miðar seldir við innganginn.
samstarfsfélögum sínum. Arðurþess
af hlutabréfum hefði hins vegar
aðeins numið 18 miljónum á árinu.
Eðlilegt væri aftur á móti að gera
10% ávöxtunarkröfu til slíkra eign-
arhluta, þannig að þarna töpuðust
hátt í 250 miljónir, sem að hluta til
væri skýring á neikvæðri rekstrarnið-
urstöðu Sambandsins.
Samtök
samvinnuverslana
Guðjón gat þess einnig að hann
teldi að Sambandið og kaupfélögin
hefðu mikla möguleika á að ná aftur
fyrri stöðu sinni í verslun og þar með
forystuhlutverki. Benti hann á að
betur þyrfti að samræma innkaup,
halda Sirgðum í lágmarki, samræma
vöruval, fækka vörunúmerum og
láta lagerhaldið vera á heildsölustig-
inu.
Liður í endurskipulagningu versl-
anarekstrarins er undirbúningur að
stofnun sérstakra Samtaka sam-
vinnuverslana. Fundur til undirbún-
ings að stofnun þessara samtaka var
haldinn í Bifröst daginn fyrir aðal-
fund Sambandsins. Tilgangur þess-
ara samtaka verður að koma á
skipulögðu samstarfi á sviði smá-
söiuverslunar samvinnuhreyfingar-
innar með það fyrir augum að sam-
takamáttur verði nýttur fyrir sam-
keppnisfæra og arðbæra samvinnu-
verslun. Mun Verslunardeild Sam-
bandsins annast vöruútvegun og
skipulagt samstarf um markaðs-
færslu samkvæmt sérstökum samn-
ingi.
Á fundinum var kosin fimm
manna undirbúningsstjórn, en gert
er ráð fyrir að Samtök samvinnu-
verslana verði formlega stofnuð í
haust. Verður Verslunardeild þá
rekin með sérstakt hagsmunafélag
kaupfélaganna sér við hlið, með
hliðstæðum hætti og þegar er hjá
Sjávarafurðadeild og Búvörudeild.
-esig
Óbreytt
stjórn
Þrír stjórnarmenn höfðu endað
kjörtíma sinn á aðalfundi Sambands-
ins, þau Hörður Zóphaníasson, rit-
ari stjórnar, Valgerður Sverrisdóttir
og Þorsteinn Sveinsson. Þau voru öll
endurkjörin, en áfram sátu í stjórn-
inni Valur Arnþórsson, formaður,
Ólafur Sverrisson, varaformaður,
Gunnar Sveinsson, Ingólfur Ólafs-
son, Jónas R. Jónsson og Þórarinn
Sigurjónsson.
Þá voru varamenn í stjórn einnig
endurkjörnir, en þeir eru Helga
Valborg Pétursdóttir, Ólafur Jóns-
son og Dagbjört Höskuldsdóttir.
Einnig eru nýkjörnir tveir fulltrú-
ar starfsmanna í stjómina sem taka
þarsæti frá aðalfundi. Frá Reykjavík
er Hinrik Hinriksson og Ari Leifsson
til vara. Frá Akureyri er Jakob
Björnsson og Aðalsteinn Árnason
til vara.
Sigfús Kristjánsson var einnig
endurkosinn endurskoðandi Sam-
bandsins, en áfram sat Geir Geirs-
son. Þá var Skarphéðinn Guð-
mundsson endurkosinn varaendur-
skoðandi, en áfram sat Þórhallur
Björnsson. -esig
Frá aðalfundinum á Bifröst.
Ljósm.Kristján P.
Ályktanir Sambandsfundar
Aðalfundur Sambandsins sam-
þykkti að vanda ýmsar ályktanir.
Þar á meðal var tillaga sem Páll
Bergþórsson flutti um vöruval í
kaupfélagaverslunum og svo
hljóðar:
„Aðalfundur SÍS, haldinn 9.-10.
júní 1988, beinir því til stjórnarinnar
að gangast fyrir könnun á því hvert
ætti að vera vöruval í verslunum
kaupfélaganna, svo að sem best
verði fullnægt óskum fólks á hverju
svæði, og sem mestri hagkvæmni
verði náð í versluninni.“
Næsta tillaga kom fram í tilefni af
erindum til fundarins frá kaupfélög-
um um launamál innan samvinnu-
hreyfingarinnar, og var flutnings-
maður Ólafur Jónsson:
„Fundurinn samþykkir að vísa
framkomnum tillögum um launamál
til nefndar sem hafi það verkefni að
undirbúa launamálastefnu fyrirsam-
vinnuhreyfinguna. Nefndin leggi
málið fram til umræðu á aðalfundi
Sambandsins á næsta ári. Nefndin
verði skipuð þremur mönnum sem
eftirtalin fyrirtæki skipa: SÍS, KEA
og KRON.“
Þá samþykkti fundurinn eftirfar-
andi ályktun um málefni Iceland
Seafood Corporation, en flutnings-
menn voru Gísli Jónatansson og
Þorsteinn Sveinsson:
„Aðalfundur SÍS, haldinn að Bif-
röst 9. og 10. júní 1988, samþykkir
að beina þeim eindregnu tilmælum
til stjórnar Iceland Seafood Corp.
að hún gangi frá launauppgjöri
þeirra manna, sem vikið var frá
fyrirtækinu, svo fljótt sem auðið er
og að formaður stjórnar Sambands-
ins verði með við framangreint
uppgjör."
Sameiningarmál
Um varfærni í sameiningarmálum
kaupfélaga samþykkti fundurinn
eftirfarandi ályktun, en flutnings-
menn voru Magnús Finnbogason,
Sigurður Þórólfsson, Páll Lýðsson
og Þórhalla Snæþórsdóttir:
„Aðalfundur Sambands íslenskra
samvinnufélaga, haldinn í Bifröst 9.
og 10. júní 1988, hveturforystumenn
Sambandsins til varfærni í samein-
ingarmálum kaupfélaga þótt halli
undan fæti í rekstri sumra þeirra.
Fundurinn telur rekstrarhæfi fyrir-
tækja ekki þurfa að fara eftir stærð
þeirra, eins og skýrslur um rekstur
kaupfélaganna leiða í ljós. Huga
þarf vel að þeim grunni sem sam-
vinnumenn í öllum byggðum lands-
ins hafa lagt að góðum tengslum við
sín félög og bera með því ábyrgð á
rekstri þeirra og samvinnusamstöðu
í sinni byggð.
Fundurinn hvetur sérstaklega til
aukins samstarfs og samvinnu milli
félaga um einstök verkefni og treyst-
ir stjórn Sambandsins að koma sam-
vinnuhreyfingunni á þann hátt út úr
tímabundnu ölduróti - samvinnu-
mönnum og landsmönnum öllum til
heilla."
Vaxtalækkun
Þá var samþykkt samhljóða eftir-
farandi tillaga sem stjórn Sambands-
ins lagði fram:
„Aðalfundur Sambands íslenskra
samvinnufélaga, haldinn á Bifröst
dagana 9. og 10. júní 1988, skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að gera tafar-
laust ráðstafanir til að treysta at-
vinnuvegi landsins og þá alveg sér-
staklega til þess að styðja atvinnulíf-
ið á landsbyggðinni til sjávar og
sveita.
Þetta þarf að gera með raunhæfri
og markvissri byggðastefnu, sem
miði að jafnvægi í byggð landsins og
öryggi allra landsmanna, bæði hvað
snertir atvinnu og afkomu.
Áhrifamikið tæki í þessum tilgangi
væri lækkun vaxta og aukið fjármagn
til eflingar atvinnurekstri og búsetu
manna á landsbyggðinni." -esig