Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. júní 1988 Tíminn 15 Skyldi aldrei vera... Hefur páfinn raunverulega hitt þjóðarleiðtogana Reagan og Gorbastjof nýlega? Nei, það er ekki allt sem sýnist. Ron nokkur Smith hefur gert það að sérgrein sinni að leigja út fólk sem líkist frægu fólki og hefur víst bara vel upp úr tiltækinu. Hann fann þessa þremenninga eftir langa leit í 15 borgum í Bandaríkjunum. Hvað skyldi svo fólkið gera, annað en bara að líkjast einhverjum? Það kemur fram í sjónvarpi, auglýsingahcrferðum og á ráð- stefnum víða um heim. Ekki svo vitlaust Ofurmennið Christopher Reeves hefur sagt, að í fyrstu hafi honum fundist hlutverk „Super- mans“ bláft áfram asnalegt, en þegar fram leið fór hann að bera virðingu fyrir því. - Superman gegnir mikilvægu hlutverki og er persónugervingur hugrekkis, innri styrks og þess að menn hafi mögu- leika á að láta drauma sína rætast. - Margt fólk hefur haft samband við mig vegna Supermans. Margir segjast hafa fundið styrk sinn fyrir hans tilstilli og þess vegna get ég ekki horft framhjá mikilvægi hans, segir Christopher. Svo má heldur ekki gleyma, að einmitt þetta hlut- verk breytti hinum óþekkta Christ- opher í ríka og fræga stjörnu. Verði ykkur að góðu Æ fleiri stórstjörnur komast nú að raun um að í híbýlum þeirra er herbergi, sem þær hafa varla vitað til hvers ætti að nota; sem sagt eldhúsið. Ein þeirra sem undanfar- ið hafa ráðið leyndardóma eldhúss- ins, er Emma Samms, sú sem leikur nýju Fallon í Ættarveldinu. Hún fór á þriggja mánaða nám- skeið í eldamennsku og segist hafa notið hverrar mínútu. - Það verður aldeilis notalegt að bjóða heim vinum og kunningjum og bera fram eigin mat á fallegu borði. Hingað til hef ég bara boðið upp á aðkeyptan, tilbúinn mat. Nám- skeiðinu lauk með vel heppnaðri og bragðgóðri ferð til sælkeraborg- arinnar Parísar. Kökulist David MacCarfre varð leiður á að baka venjulegt kaffibrauð, svo hann setti sig niður í Hollywood sem kökulistamaður. Ekki skortir hann verkefnin, því alltaf er veiið að halda upp á eitthvað sérstakt þar í bæ. Nú er þessi 23 ára bakarasveinn búinn að opna sér- staka verslun og fær allt að 100 þúsund krónur fyrir sjö hæða tertu. Öllu hærri var þó talan, þegar hann bakaði Joan Collins í fullri líkams- stærð. Ekki er þess getið, hvert tilefnið var. Hans konunglega ótukt Prince nýtur þess að hafa andúð á hlutun- um og það nýjasta sem hann aflaði sér andúðar á, er skíðaíþróttin. Einhverjir kunningjar hans töldu hann á að koma með sér til Aspen í Colorado, skíðastaðar ríka og fræga fólksins. Prinsinn fjárfesti í nýjum skíðaútbúnaði fyrir upp und- ir hálfa milljón króna, en strax eftir fyrstu ferð niður brekku, var hann orðinn hundleiður á þessu sporti og naut þess að hata það. Til að verða sem allta fljótastur heim, gaf hann allt nýja dótið á staðnum og stökk upp í næstu flugvél. Því miður eigum við ekki mynd af Prince á skíðum, en honum hefði allt eins getað dottið í hug að klæða sig svona. Fimm ára skírlífi Corbin Bernsen í „Lagakrók- um“ er 33 ára og hefur „dæmt“ sjálfan sig til fimm ára skírlífis. Það er furðulegt, þegar tekið er tillit til alls kvenfólksins sem hópast að honum, bæði í þáttunum og utan þeirra. - Ég er hættur að lifa kynlífi, fullyrðir hann. - Næstu fimm árin ætla ég að lifa eins og munkur hvað það varðar. - Allt þetta kvennafargan hefur gert að verkum, að ég á erfitt með að læra hlutverkin og auk þess er ég log- andi hræddur við alnæmi. Þau sambönd, sem ég hef verið í, hafa ekkert skilið eftir nema tómleika ’og innri ófullnægju. Þess vegna ætla ég að einbeita mér að vinnunni og leggja hitt á hilluna. Svo mörg voru þau orð, en hvað þá um bresku fegurðardísina Amöndu Pays, sem Corbin var sagður yfir sig ástfanginn af bara rétt um daginn? Sæmileg ritlaun Hver gæti verið betur fallinn til að skrifa morðsögu en Perry Mason? Greinilega hefur ein- hverjum dottið það í hug, því maðurinn sem hefur blásið Perry lífsanda í nasir í sjónvarpinu, Raymond Burr, er nú sestur nið- ur til að skrifa bók - um morð. Hann fær einar átta milljónir fyrir vikið, auk 50% af þeim gróða, sem verða kann af sölunni. Hans konunglega ótukt Prince nýtur sín ekki í skíðabrekkum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.