Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 16
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 AuglýsingadeiKcl hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta Tíminn Sættir í kæru á hendur Ikense: GREIÐIR FJÓRÐUNG MÚTUFJÁR TIL BAKA Nú hafa tekist sættir á milli Mike Ikense, ræðismanns íslands í Nígeríu, og skreiðarútflytjenda í deilu þeirra um glatað mútufé. eða fyrirfram grcidd umboðs- laun. Peningarnir, samtals 300.000 pund eða 24 milljónir íslenskra króna, voru afhentir Ikense 1984 og áttu þeir að liðka fyrir skreið- arsölu í Nígeríu. Málin þróuðust hins vegar þannig að ekkert varð af sölunni og sagðist Ikense þá þegar hafa eytt fénu í að „liðka fyrir“. Skreiðarsamlagið vildi hins vegar meina að samið hefði verið um að ef ekki yrði af sölu, ætti Ikense að endurgreiða féð. Samlagið stefndi því Ikense fyrir rétt í London. í>ar hefur málið síðan velkst um, án nokkurs ár- angurs. Ikense hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og sendi m.a. ís- lenskum stjórnvöldum bréf þar sem hann bað þau „í guðs nafni“ að trúa sér en ekki „lygi“ Skreið- arsamlagsins. Samlagið hafði að sjálfsögðu lögmann í málinu og fyrir milli-; göngu hans og sendiherrans í London, Ólafs Egilssonar, tókust sættir í málinu nú fyrir skömmu. Sættirnar fólust í því að Ikense endurgreiddi fjórðung fjárins, 75.000 pund, eða 6 milljónir króna og í staðinn var fallið frá málshöfðuninni. „Auðvitað er maður ekkert hress með að þurfa að kyngja þessu, en þetta er þó mun skárra en ekki neitt og mun skárra en . margir bjuggust við,“ sagði Ólaf- ur Björnsson, stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins í samtali við Tímann í gær. Ólafur sagði að þetta fé hefði aldrei fengist ef lögfræðingar hefðu ekki verið með í málinu og ef sendiherrann hefði ekki einnig haft hönd í bagga. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta,“ sagði Ólafur. Málaferlin hefðu getað tekið nokkur ár, og alls óvíst með niðurstöðuna og fyrir hendi er fordæmi frá Þýskalandi þar sem þýskt fyrirtæki tapaði hliðstæðu máli. -SÓL Innanlandsflug Flugleiöa: Ennþá taf ir vegna laganna „í*ó nokkrar tafir voru á innan- landsflugi um helgina og í gær,“ sagði Bogi Ágústsson hjá upplýs- ingadeild Flugleiða í samtali við Tímann og sagði hann að tafirnar væru af sama toga spunnar og fyrir helgi, þ.e. ekki tafir af veðurfars- ástæðum eða slíkum óviðráðanleg- um orsökum. Eins og Tíminn hefur áður greint frá voru samningar flugvirkja og flugmanna lausir frá áramótum og eiga þeir erfitt með að sætta sig við að vinna undir þvingun bráðabirgða- laganna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá flugstjómarmiðstöð virðist sem flugmennirnir taki sér lengri tíma í að aka vélunum á brautarenda og undirbúa flugtak en gengur og gerist almennt. Áður en til þessarar deilu kom voru flugvél- arnar vanalegast komnar í loftið um 5 mínútum eftir að heimild var gefin Viðflytjum Vegna röskunar, sem fylgir flutningum Tímans í nýtt hús- næði, em færri síður í blaðinu í dag en endranær. Má búast við því, að svo verði einnig næstu daga, eða þar til um hægist og öllu hefur verið kom- ið á vísan stað. Eru lesendur Tímans beðnir velvirðingar á því róti, sem flutningamir hafa í för með sér. til að aka að brautarenda, en nú eru þess dæmi að vélarnar séu í allt að 20 mínútur að fara í loftið eftir að heimild hefur verið gefin til að aka frá flugstæði við flughöfnina út á brautarenda og í loftið. „Að við förum okkur hægt er kannski ekki hægt að segja, en við erum farnir að fylgja frekar þeim samningum sem við erum með, erum stífari á þeim samningi sem við höfum gert,“ sagði Ólafur Árnason flugmaður hjá Flugleiðum í samtali við Tímann. Það gæti komið út, sagði Ólafur í meiri töfum á innan- landsflugi en það hefði gert áður en þessi staða kom upp. „Við höfum yfirleitt verið á hlaupum á milli véla til að geta haldið þeim á áætlun, en eins og ég sagði þá erum við farnir að fylgja samningnum,“ sagði Ólaf- ur. Aðspurður hvort þeir keyrðu vélarnar hægar út á flugbrautina og væru lengur að fara yfir öryggislist- ann, sagði hann að svo væri ekki, a.m.k. ekki hjá þeim sem hann hefði flogið með og ef svo væri þekkti hann ekki dæmi um slíkt. -ABÓ Vaglaskógur opnar: 6 teknir ölvaðir Vaglaskógur var opinn fyrir ferða- menn um helgina í fyrsta skipti í sumar. Að sögn lögreglu á Húsavík voru 6 teknir fyrir ölvun við akstur, og fengu þeir að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri yfir nóttina. Var töluverður fjöldi saman kominn ogtrallaðogtjúttaðtilmorguns. gs Skúlagötu hefur verið breytt í einstefnuakstursgötu til austurs, en Sætúnið tekur við umferðinni til vesturs, inn í miðbæ. (Tímamynd Pjetur) Skúlagatan gerð að einstefnugötu Skúlagötu í Reykjavík hefur ver- ið breytt í einstefnuakstursgötu til austurs og mun Sætúnið taka við þeirri umferð sem áður lá til vesturs um Skúlagötu. Sigurður Skarphéðinsson, að- stoðargatnamálastjóri, sagði í sam- tali við Tímann í gær að þrengja hefði þurft Skúlagötuna m.a. vegna holræsagerðar á Völundar- lóð, en þar er nú að hefjast bygging fjölbýlishúss, auk annarra bygging- arframkvæmda sem fyrirhugaðar eru við götuna. Vegna holræsa- framkvæmdanna hafi þurft að þrengja götuna, til þess að vera ekki sífellt að breyta merkingum og akstursstefnu á götunni. Var því gripið til þess ráðs að gera hana að einstefnuakstursgötu með tvær akreinar til austurs, í stað einnar í hvora átt og beina umferðinni sem fer til vesturs og inn í miðbæ um Sætúnið. Jafnframt hefur beygjunni af Sætúni (í vestur) inn á Skúlatorg verið lokað, en í staðinn verður hægt að taka U-beygju af Sætúni nokkru innar, inn á Skúlagötu og þaðan inn á Snorrabraut. í framtíðinni verður Skúlagatan gerð að íbúðagötu og henni lokað við Ingólfsstræti og þar með tengsl hennar við Kalkofnsveg rofin, en Sætúnið tengt við Kalkofnsveg í staðinn. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.