Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 14. júní 1988 FRÉTTAYFIRLIT BANGKOK - Matarskortur í Víetnam, sem virtist ætla að leiða til hungursneyðar, er nú ekki eins mikill og áður vegna mikillar kornuppskeru í vor, er haft eftir dagblöðum á staðnum. MANILA - Corason Aquino forseti Filippseyja er nú stödd í Vestur-Evrópu. Áður en hún lagði af stað í ferðina er hún sögð hafa beðið landa sína um að halda friðinn á meðan hún væri í burtu. TEL AVIV - Ariel Sharon viðskiptaráðherra sagði eftir bensínsprengjuárás í verslun- arhverfi í Tel Aviv að ísraelar ættu að skjóta eldsprengjum. Enginn særðist í sprengjuárás- inni. NICOSIA -Hafter eftirhinni opinberu fréttastofu í íran, IRNA, að íranar hafi brotist í gegn um vörn íraka og drepið og sært fjölmarga menn úr röðum (raka. PEKING - Allt að því fjórð- ungi vinnuafls í borgum í Kína er ofaukið og gengur því at- vinnulaus. Atvinnuleysi er bæði óhjákvæmilegt og gott fyrir efnahag landsins, er haft eftir opinberum fréttastofum í landinu. 'S/SÆ/r. NEW YORK - Jesse Jack- son neitar því harðlega, í við- tali sem birtist fyrir skömmu í tímaritinu Newsweek, að hon- um beri að hafna tilboði um að vera meðframbjóðandi Dukak- is til varaforsetaembættis í Bandaríkjunum, þar sem það geti kostað ósigur demókrata í kosningunum. STOKKHÓLMUR - Bú ast má við því að ein milljón manna smitist af alnæmi á næstu fimm árum, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO). STUTTGART - Óeirðir brutust út í Vestur-Þýskalandi eftir óvæntan ósigur Breta fyrir Irum á Evrópumeistaramótinu í fótbolta, sem haldið er þar í landi þessa dagana. Allt að 30 óeirðasegair voru teknir til fanaa í óeirðunum og einn maour var stunginn til bana. MOSKVA - Sovéskir Arm- enar hófu í gærdag tveggja daga verkfall til að krefjast opinberra aðgerða vegna Nag- orno-Karabakh héraðsins, sem þeir vilja að verði innlimað í Armeníu. MICHIGAN - Forsetafram- bjóðandi demókrata Mikhael Dukakis og blökkumanna- leiðtoginn Jesse Jackson hafa komist að samkomulagi varð- andi stefnu gagnvart S-Afr(ku. Þeir eru hins vegar mjög ósam- mála varðandi skatta- og varn- armál. ÚTLÖND Enginn flokkur hefur nú hreinan meirihluta á franska þinginu. Frakkland: Úrslit kosninganna komu öllum á óvart Óvissa ríkir nú í Frakklandi vegna kosningaúrslitanna úr þingkosning- unum á sunnudag. Enginn flokkur hlaut þann meirihluta sem þarf til að mynda ríkisstjórn á eigin spýtur en til þess þarf 289 sæti á franska þjóðþinginu. Fyrir kosningarnar hafði þvf verið spáð að Sósíalista- flokkur Francois Mitterrands, for- seta Frakklands, myndi hljóta hrein- an meirihluta í kosningunum og komu úrslitin því á óvart. Sósíalistar hlutu 276 þingmenn en kosningabandalag Sameiningar- flokks lýðveldisins og Lýðræðis- bandalagsins sem kallaði sig URC hlaut 271 þingmann. Sósíalistar verða því stærsti flokkurinn á franska þinginu. Kommúnistarhlutu 27 sæti en voru áður með 35 þingsæti. Mestan ósigur í kosningunum beið Þjóðfylkingin, flokkur hægri öfga- manna með Le Pen í broddi fylking- ar. Þjóðfylkingin hlaut 1 þingsæti en hafði áður 32 og dettur því nánast út af þinginu. Le Pen sem hlaut meira en 4 milljónir atkvæða í forsetakosn- ingunum í apríl síðastliðnum var að vonum óánægður með úrslit kosn- inganna. Hann blótaði franska kosn- ingakerfinu og sagði það vera bæði óréttlátt og ólýðræðislegt. En Frakk- ar kusu nú eftir nýju kosningakerfi þar sem einfaldur meirihluti ræður hver fær þingsæti í tilteknu kjör- dæmi. Verulegt fylgi í ákveðnum kjördæmum skilar sér því ekki ef annar frambjóðandi fær fleiri at- kvæði, ólíkt því sem gerist þegar kosið er eftir hlutfallskosningakerfi eins og áður var gert. „Hvað sem gerist er það eitt víst að óstöðugleika hefur nú verið kom- ið fyrir í hjarta franskra stjórnmála," var sagt í frönsku dagblaði eftir að kosningaúrslitin höfðu verið kunngjörð. „Svipað ástand mun nú ríkja í Frakklandi og ríkti á tímum fjórða lýðveldisins þar sem hver ríkisstjórnin tók við af annarri en féll jafnóðum aftur,“ voru ummæli annars dagblaðs eftir kosningarnar. Búist hafði verið við lítilli kjör- sókn í þessum þingkosningum vegna kosningaleiða sem virtist hafa gripið um sig meðal Frakka eftir að hafa verið kallaðir að kjörborðinu þrisvar sinnum á sex vikum. Þessi spá reynd- ist á rökum reist þar sem aðeins um það bil 70 prósent kjósenda neyttu kosningaréttar síns og er það 5 prósentum minna en í fyrri umferð- inni. Skoðanakannanir sem fram- kvæmdar voru í Frakklandi eftir sigur Mitterrands í forsetakosning- unum í vor, bentu til þess að sósíal- istar hlytu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þessum þingkosningum. Le Pen gagnrýndi hart kosningakerf- ið eftir að flokkur hans, Þjóðfylking- in, var nær þurrkaður út af franska þinginu. Eftir úrslitin í fyrri umferð kosning- anna þann 5. júní voru vonir sósílista um sterkan meirihluta hins vegar brostnar og að sama skapi tilraunir Mitterrands til að bola hægri mönn- um út af þinginu. Hann stendur nú frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þar sem hefðbundnu stjómmála- flokkarnir skipa nú svo til jafn mörg sæti á þinginu en hingað til hafa samsteypustjórnir ekki þekkst í Frakklandi. IDS Francois Mitterrand og flokkur hans unnu ekki þann sigur sem búist hafði verið við í þessum þingkosningum í Frakklandi. EITT AF ALVARLEGUSTU SLYSUM FLUGSÖGUNNAR Tuttugu og tveir létust er DC-9 þota argentínska flugfélagsins Austral fórst í þoku skammt frá borginni Posadas í Argentínu á sunnudag. Slysið er talið vera með þeim verstu sem átt hafa sér stað í flugsögu landsins. Fimmtán farþegar voru um borð í vélinni auk sjö manna áhafnar og komst enginn lífs af. Talið er að fjórir farþeganna hafi verið erlendir ferðamenn. Þrír þeirra frá Austur-Asíu og einn frá Evrópu. Posadas, sem er 700 mílum fyrir norðan Buenos Aires, er höfuðborg héraðsins Misiones. Flugvélin var á leið frá Buenos Aires og hrapaði í skógi er hún var að búa sig til lendingar á flugvellinum í Posadas. Brak úr vélinni dreifðist yfir stórt svæði um fimm kílómetra frá flug- vellinum. „Brakið af vélinni varð eldi að bráð á um það bil tíu mínútum,“ er haft eftir einum sjónarvotta. Tankar vélarinnar voru næstum fullir af bensfni þar sem slysið átti sér stað skömmu eftir að vélin hafði verið fyllt. Meðal þeirra sem fórust í flugslys- inu voru þjálfari argentínska rúgbý- liðsins og eiginkona hans. Ekkert hefur enn verið upplýst um orsakir slyssins en rannsókn þess stendur yfir. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.