Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn, Þriðjudagur 14. júní 1988 Þriðjudagur 14. júní 1988 Tíminn 9 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin í knattspyrnu: írar stálu senunni í fyrstu umferðinni Sigur Íra á Englendingum í opnun- arleik B-riðils Evrópukcppninnar í knattspyrnu á sunnudaginn var án efa það sögulegasta sem gerðist í fyrstu umferðinni. Það væri synd að segja að írar leggðu erkiféndurna og nágrannana Englendinga á hverjum degi þvi liðin eru 39 ár frá því síðast! Það var árið 1949 sem Englendingar máttu þola að tapa fyrir írum í fyrsta og eina sinn þar til nú. Frank Stapleton fyrirliði írska landsliðsins telur að sigurinn sögu- legi hafi orðið til að breyta áliti fólks á liði sínu. „Flestir töldu aðeins sjö lið eiga möguleika á titlinum, nú eru þau átta.“ sagði Stapleton við frétta- mann Reuters. írar keppa við Sovét- menn annað kvöld. „Við hlökkum til því okkur hefur gengið vel á móti Austur-Evrópuliðum" sagði Staplton. •HOUGHTON GERÐI SIGUR- MARKIÐ Á 6. MÍNÚTU Það var Ray Houghton sem skor- aði markið sem gerði út um leikinn við Englendinga. Houghton er 26 ára gamall, fæddur í Glasgow 9. janúar 1962. Hann hóf feril sinn með áhugamannaliðinu Eire, lék þá með West Ham, Fulham og Oxford en er nú leikmaður Englandsmeistara Liverpool við góðan orðstír. Hough- ton er talinn einn af bestu hægri tengUiðum á Bretlandseyjum. •AHUGAMADURINN RASMUS- SENVARÐIVÍTI Troels Rasmussen markvörður Dana varði vítaspyrnu frá Spánverj- Michel UrslitM.umferð A-riðill: V-Þýskaland-Ítalía 1-1 (Roberto Mancini)-(Andreas Brehme) Danmörk-Spánn 2-3 (Michael Laudrup, Flemming Povlsen)-(Michel, Emilio Butragueno, Rafael Gordillo) Spánn..................... 1 1 0 0 3-2 2 ítalia.................... 1 0 10 1-1 1 V-Þýskaland............... 1 0 10 1-1 1 Danmörk................ 1 0 0 1 2-3 0 B-riðUI: England-lrland 0-1 (Ray Houghton) Holland-Sovétríkín 0-1 (Wassílij Rats) írland ..................... 1 10 0 1-0 2 Sovétrildn................ 1 10 0 1-0 2 England.................... 1 0 0 1 0-1 0 HoUand..................... 1 0 0 1 0-1 0 anum Michel í leik liðanna á laugar- daginn. Það dugði þó reyndar skammt. Troels Rasmussen er 27 ára gamall og hefur leikið 28 landsleiki. Hann leikur með AGF Árhus í Danmörku og vinnur viðskipaútgerð. Rasmuss- en sem er einn af fáum dönskum landsliðsmönnum sem koma frá heimaliðum hefur hafnað nokkrum boðum um atvinnumennsku. •MICHEL SKORADIENÞÓEKKI ÚRVÍTINU Spánverjinn Michel sem heitir Rinat Dassajev raunar Miguel Gonzales skoraði eitt þriggja marka Spánverja gegn Dön- um og þótti leika vel þótt ekki tækist honum að skora úr vítaspyrnu. Mic- hel er 25 ára gamall (f. 23.3. ’63) leikmaður Real Madrid og hefur 26 landsleiki að baki. Til þess er tekið að hann er skotfastur og þá jafnvígur á báða fætur. •DASSAJEV FÓR HAMFÖRUM í MARKINU Rinat Dassajev markvörður Sovétmanna var maðurinn á bakvið sigur þeirra á Hollendingum. Hann varði sem aldrei fyrr og afsannaði þar með allar kenningar um að honum væri eitthvað að fara aftur. Dassajev sem er 31 árs gamall leikmaður Spartak Moskvu hefur lengi verið talinn einn af bestu markvörðum heims. Hann vakti fyrst athygli alheimsins í Heims- meistarakeppninni á Spáni 1982 en hefur síðan með færni sinni bjargað sovéska landsliðinu ótal sinnum frá tapi. Dassajev hefur verið fyrirliði sovéska landsliðsins undanfarin tvö ár. Þess má til gamans geta að Dassajev hélt upp á 31 árs afmælið sitt í gær en hann er fæddur 13. júní 1957. - HÁ Mikið að gerast í vítateig Þórsara, það til hans. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Skaginn á toppinn Valsmenn gerðu fjögur mörk undan vindinumog lögðu Þórsara- KAvann á Akureyri er Baldvin Guðmundsson sem slær knöttinn frá og kemur í veg fyrir að Jón Grétar Jónsson nái Tímamynd Pjeíur. Skagamenn skutust á topp 1. deildarinnar í knattspymu með ör- uggum sigri á Víkingum á Akranesi í gærkvöldi og Valsmenn fikruðu sig upp stigatöfluna þegar þeir gerðu fjögur mörk undan vindinum í fyrsta heimaleik sínum í ár. Þórsarar höfðu áður komist í 2-0. Þá lögðu KA- menn Völsunga með einu marki gegn engu. Leikir þessir em í 5. umferð sem lýkur með toppslag á fimmtudagskvöldið þegar Fram og KR keppa. Leikur Vals og Þórs var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Heima- menn virkuðu sterkari þegar frá upphafi og sóttu stíft gegn vindinum. Það kom því nokkuð óvænt að Þórsarar skoruðu fyrsta markið á 32. mínútu. Þórsarar fengu hornspyrnu og áttu Valsmenn í mestu vandræð- um með að hreinsa frá. Svo fór að lokum að knötturinn barst til Hlyns Birgissonar sem skoraði með skoti af markteig. Valsmenn héldu sókn sinni áfram þó ekki væri af alveg sama krafti og fyrr en það voru Þórsarar sem bættu við öðru marki fyrir hlé. Guðmundur Valur sendi fyrir á Hlyn sem gaf sér góðan tíma, skaut síðan þrumuskoti frá vítateig og knötturinn skrúfaðist rétt undir slána. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-0. Það var ekki langt liðið síðari hálfleiks þegar Ijóst var hvert stefndi. Það var í stuttu máli undan vindinum - sem Valsmenn höfðu nú fengið í lið með sér. Steinar Adolfs- son skoraði fyrsta mark Vals eftir mistök í vörn Þórs, fékk knöttinn á hægra markteigshorn og skoraði með góðu skoti úr nokkuð þröngu færi. Hilmar Sigurgíslason bætti við öðru markinu á 66. mín. úr víta- spyrnu eftir að knötturinn fór í hönd Nóa Björnssonar varnarmanns Þórs. Ingvar Guðmundsson skaut lausu skoti að marki Þórs á 72. mín. en Baldvin var seinn niður og knöttur- inn hafnaði í markinu, 3-2. Það var svo Jón Gunnar Bergs sem gerði síðasta markið og það ekki af verri endanum. Knötturinn barst til Jóns Gunnars inn á vítateig eftir innkast, hann snéri bakinu í markið, snéri sér við með knöttinn og þrumaði honum upp í bláhornið, algjör klína í skeyt- in svo notað sér ljótt fótboltamál. Sigur Valsmanna var fyllilega sanngjarn, þeir sóttu mun meira allan leikinn og léku oft mjög skemmtilega saman. Fjógur í seinni hálfleik á Skaganum Á Skipaskaga var jafnt á með liðunum í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari en á 65. mín. sendi Karl Þórðarson glæsilega sendingu á Gunnar Jónsson sem nýkominn var inná sem varamaður. Gunnar skor- aði en líklega hefðu margir skotið sjálfir í sporum Karls þama, vel gert. Eftir markið brotnuðu Víking- ar alveg niður. Karl lék gegnum Landsliðshópurinn samankominn á æfíngu áður en haldið var til Portúgals. Kvennalandsliðið í handknattleik Tímamynd Gunnar. Sex landa mót í Portúgal íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik er statt í Portúgal þar sem fer fram sex landa keppni. Mótið hefst í dag og eru þátttökuþjóðir Spánverjar, Frakkar, ítalir, Sviss- lendingar, Portúgalar og íslending- ar. Allt eru þetta lið sem keppa á C-Heimsmeistaramótinu sem verður í Frakklandi en það er það mót sem stefnan hefur verið sett á með mikl- um æfingum að undanförnu Að keppninni í Portúgal lokinni tekur við stutt sumarfrí hjá landslið- skonunum en í lok júlí hefst enda- spretturinn fyrir C-keppnina. - HÁ Lakers unnu Pistons 99-86 í þriðja leiknum: „Nu er pressan 611 á Pistons“ „Við áttum fráköstin og hraðaupphlaupin gengu vel, við fengum ódýr stig úr hraðaupphlaupum. Það er okkar leikur,“ sagði Magic Johnson eftir að Los Angeles Lakers unnu Detroit Pistons með 99 stigum gegn 86 í þriðja leik liðanna um meistaratitil atvinnu- manna t bandaríska körfuboltanum. Lakcrs sem freista þess að verða fyrsta liðið i tæpa tvo áratugi til að verja titilinn höfðu nauma forystu í hálflcik, 47-46. Þeir gerðu út um leikinn í þriðja fjórðungi sem þeir unnu 31-18. James Worthy kom Lakers af stað og AC Green átti stórleik í vöminni. Worthy skoraði 12 stig í 3. fjórðunginum en alls gerði hann 24 stig i leiknum og tók 9 fráköst. Earvin „Magic“ Johnson sem hóf feril sinn í skólaliði nálægt Pontiac í Michigan þar sem heimavöllur Pistons heitir Pontiac Silverdome, átti 14 stoðsendingar og 18 stig. Næstu tveir leikir verða á heimavelli Pistons en leikir nr. 6 og 7, ef á þarf að halda, verða í Inglewood þar sem heimavöUur Lakers er. Úrslitin ráðast því á vesturströndinni þar sem Pistons geta nú aðeins komist í 3-2 með sigri í leikjunum tveimur á sínum heimavelU en fjóra sigra þarf til að hljóta raeistaratitil- inn. Stigin, Lakers: Worthy 24, Gremn 21, Johnson 18, Scott 18, Abdul Jabbar 12, M. Thompson 4, Cooper 2. PUtons: Thomas 28, Dantley 14, Laimbeer 10, Dumars 8, Salley 8, Edwards 6, Johnaon 6. Rodman 6. -HÁ/Reuter íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Leiftur örskammt frá fyrsta sigri - Keflvíkingar jöfnuöu tveimur mínútum fyrir leikslok Frá Erni Þórarínssyni fréttaritara Tímans: Ekki tókst Leiknismönnum að sigra Keflvíkinga þegar liðin mættust á Ólafsfirði á sunnudaginn. Leiknum lyktaði með jafntefli 1-1 og má segja að Keflvíkingar hafí sloppið með skrekkinn þegar þeir skoruðu jöfn- unarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Fyrri hálfleikur var fremur við- burðasnauður, heimamenn léku undan dálítilli golu og réðu meira gangi leiksins. Lítið fór þó fyrir samleik hjá liðunum. Fyrsta umtalsverða marktækifær- ið kom á 26. mín. en þá átti Hörður Benónýsson skalia að marki sem Þorsteinn varði vel. Þremur mínút- um síðar skölluðu Leiftursmenn rétt yfir Keflavíkurmarkið eftir vel tekna aukaspyrnu Árna Stefánssonar. Á 30. mín. varði Þorsteinn góðan skallabolta frá Sigurbirni Jak- obssyni. Á 42. mín. kom hættulegasta mraktækifærið þegar Einar Ásbjörn fékk knöttinn á markteig Leifturs en Þorvaldur var vel staðsettur og varði skot hans. Síðari hálfleikur var mun fjörugri og brá nokkrum sinnum fyrir þokka- Iegum samleiksköflum. Þá gripu markverðirnir oft vel inní, t.d. varði Þorvaldur hörkuskot frá Gesti Gylfasyni og Peter Farrell. Þegar um 15 mín. voru til leiks- loka komu Þorsteinn Geirsson og Óskar Ingimundarson inná hjá Leiftri og þyngdist þá sókn liðsins. Þeir uppskáru loks laun erfiðisins á 80. mín. Þá vann Halldór Guð- mundsson knöttinn út við hliöarlínu og sendi háan bolta fyrir mark ÍBK. Eftir mikla baráttu í markteignum þar sem þeir bræður Óskar og Stein- ar börðust hetjulegri baráttu gegn fjölmennri vörn Keflvíkinga náði Steinar að senda knöttinn í markið. Síðustu mínúturnar var síðan barist á fullu. Menn voru farnir að halda að Leiftursliðið væri að vinna sinn fyrsta leik í deildinni en Keflvíkingar gáfust ekki upp og á 90. mín., samkvæmt vallarklukkunni, náðist sókn og eftir að Þorvaldur hafði varið firnafast skot að marki fylgdi Einar Ásbjörn vel á eftir og skoraði. Tveimur mínútum sfðar fengu Ól- afsfirðingar eitt sitt besta marktæki- færi. Þá átti Lúðvík Bergvinsson skot og boltinn virtist stefna í autt markið þar sem Þorsteinn mark- vörður var úr jafnvægi. Áhorfendur voru farnir að fagna marki en knötturinn sleikti stöngina öfugu megin rammans. Leiftursliðið átti fremur góðan dag að þessu sinni. Liðið barðist ágætlega og átti heldur meira í leiknum. Af einstökum leikmönnum áttu Halldór Guðmundsson og bræð- urnir Hafsteinn og Sigurbjörn góðan dag. Einnig var Þorsteinn Geirsson mjög sprækur þann tíma sem hann var inná. Hjá Keflvíkingum var Þorsteinn Bjarnason mjög góður í markinu, Ragnar Margeirsson átti margar lag- legar sendingar en aðrir framherjar ÍBK voru mistækir. Dómari var Bragi Bergmann. Gul spjöld: Sigurður Björgvinsson ÍBK, Steinar Ingimundarson Leiftri. Staðaní 1. deild ÍA............................ 5 3 2 0 8-2 11 KR ...........................4 3 1 0 10-3 10 Fram......................... 4 3 1 0 6-1 10 KA .......................... 4 3 0 1 4-3 9 Valur ....................... 5 2 1 2 7-5 7 ÍBK.......................... 5 1 2 2 7-8 5 Leiftur ..................... 5 0 4 1 3-4 4 Víkingur.....................5 113 4-11 4 Þór.......................... 4 0 2 2 4-7 2 Völsungur.................... 5 0 0 5 3-12 0 vörn þeirra á 74. mín. og var felldur í vítateignum. Heimir Guðmunds- son skoraði úr vítaspyrnunni. Ólafur Þórðarson skoraði þriðja markið með glæsilegu skoti á 78. mín. og Sigurður B. Jónsson lék skemmti- lega gegnum sofandi Víkingsvörn á 88. mín. og skoraði örugglega, 4-0. Atli Helgason var sá sem helst gladdi augað í Víkingsliðinu en hjá Skagamönnum vann Ólafur Þórðar- son vel og Karl Þórðarson lék skemmtilega. Rautt spjald á Akureyri Völsungar höfðu yfirhöndina framanaf f rokinu á Akureyri en KA-menn snéru dæminu við í síðari hálfleik. Þegar Snævari Hreinssyni var síðan vikið af leikvelli á 70. mín. fyrir að sparka í Bjarna Jónsson var algjör einstefna að marki Völsungs og Amar Bjamason skoraði sigur- markið þegar 10 mínútur vom til leiksloka, eftir sendingu Valgeirs Barðasonar. Leikurinn var daufur framanaf en lifnaði yfir honum í lokin. Guðjón Þórðarson þjálfari kom inná í liði KA seint í leiknum. - HÁ/aó/kk Mjólkurbikarinn: Tindastólssigur Frá Emi Þórarinssyni fréltariUra Tímans: Tindastóll vann sanngjarnan sigur á Siglfirðingum þegar Íiðin léku f Mjólkurbikarnum á Sauðárkróki í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-2 eftir að staðan í Ieikhléi var 2-1. Eyjólfur Sverrisson (2), Guðbrandur Guð- brandsson og Eysteinn Kristinsson skomðu mörk Tindastóls en Róbert Haraldsson og Steve Rutter skoruðu fyrir KS. Allmikill strekkingur hafði veruleg áhrif á leikinn og að auki voru KS-menn einum færri í 75 mínútur. Vinningstölurnar 11. júní 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.o61.189,- 1. vinningur var kr. 2.033.628,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 677.876,- á mann. 2. vinningur var kr. 608.612,- og skiptist hann á 142 vinningshafa, kr. 4.286,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.418.949,- og skiptist á 4.683 vinningshafa, sem fá 303 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.