Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 2

Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 2
2 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR FÓLK „Það er ótækt að eiga að þurfa að fara í önnur sveitarfélög til að komast í almennilegt sund einmitt á besta tímanum,“ segir Magnús Ólafsson leikari, ósáttur við fyr- irhugaða sumarlokun Suðurbæjar- laugar í Hafnarfirði. Magnús er fastagestur í Suð- urbæjarlaug og hefur verið frá því laugin var opnuð fyrir nítján árum. „Ég heyrði það nú bara hjá starfsfólkinu að það eigi að spara í launum og loka lauginni í júní og stóran hluta af júlí,“ segir Magnús sem skrifaði í framhaldinu bréf í bæjarblaðið Fjarðarpóstinn og krefur bæjaryfirvöld um skýr- ingar. Þrjár sundlaugar eru í Hafnar- firði en Suðurbæjarlaug er sú eina sem er útilaug. Magnús segir að aðstaðan þar sé sú besta á land- inu. „Fyrir okkur sem erum vön útilaugum og útiklefum er alls ekki það sama að fara í innilaug. Og það er út í hött að ætla að loka lauginni um mitt sumar þegar sól er hæst á lofti og flestir vilja fara í sund. Sérstaklega finnst mér það hart gagnvart fjölskyldufólki sem vill fara með krakkana sína í sund á góðum degi,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar hafa honum ekki borist nein svör frá bæjaryf- irvöldum. Sjálfur leggur hann til í áðurnefndri blaðagrein að laun bæjarstarfsmanna séu lækkuð tímabundið eins og gert hafi verið víða í einkageiranum. „Allir bæjarbúar vita það að bærinn er skuldsettur en á það að bitna á okkur sem stundum þessa heilsulind? Það veitir ekki af í þessu erfiða árferði að fólk geti hresst upp á sál og líkama,“ segir í grein Magnúsar sem segir við Fréttablaðið að laugargestir séu hneykslaðir. „Nú er talað um að safna undirskriftum gegn þess- ari lokun eða að fá Hörð Torfason og búsáhaldabyltinguna til að mót- mæla líka,“ segir hann. Björn Árni Ólafsson, forstöðu- maður Suðrurbæjarlaugar, segir áætlað að laugin verði lokuð frá 1. júní til 10. júlí samkvæmt ákvörð- un bæjarstjórnar. Ástæðan sé ann- ars vegar sú að komið hafi verið að nauðsynlegu viðhaldi laugarinnar og hins vegar töluverður sparnað- ur sem náist með því að þurfa ekki að ráða sumarafleysingafólk. „Starfsfólkið er í sjálfu sér ekki sátt við þessa lokun en telur hana þó skárri kost en að þurfa kannski að stytta afgreiðslutímann allt árið,“ segir forstöðumaðurinn. gar@frettabladid.is Gestir hneykslaðir á sumarlokun í sundi Magnús Ólafsson leikari segir áform um að loka einu útisundlaug Hafnfirðinga stóran hluta sumars út í hött. Hann boðar söfnun undirskrifta. Forstöðumaður laugarinnar segir töluvert sparast með lokun. Auk þess sé komið að viðhaldi. MAGNÚS ÓLAFSSON Hefur verið fastagestur í Suðurbæjarlaug frá opnun og skilur ekki hvers vegna spara þurfi með lokun laugarinnar á sólríkasta tíma ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gríptu eintak! Þú getur nálgast glæsilegan sumarbækling okkar á Select-stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Shell-stöðvum á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. Einnig má skoða hann á www.icelandexpress.is SRI LANKA, AP Talsmenn Tam- ílatígra, vopnaðrar hreyfingar aðskilnaðarsinnaðra tamíla á Sri Lanka, sögðust í gær vera reiðu- búnir að semja um vopnahlé við stjórnvöld, en tjáðu Sameinuðu þjóðunum í bréfi að þeir myndu ekki fallast á að leggja niður vopn. Sri Lankastjórn hefur aftur á móti hafnað boðinu, með þeim orðum að skæruliðar Tamílatígra séu „að reyna að bjarga sínum auma rassi“. Stjórnarhernum hefur með sókn sinni undanfarnar vikur tek- ist betur en áður að hrekja Tam- ílatígra frá helstu vígjum sínum á norðausturhluta eyjarinnar. - aa Borgarastríðið á Sri Lanka: Stjórnin hafnar vopnahlésboði JAPAN, AP Taro Aso, forsætisráð- herra Japans, er nú kominn í hóp þeirra ríkisstjórnarleiðtoga í sögu lands- ins frá stríðs- lokum sem nýtur minnstra vinsælda. Hið hverfandi fylgi vekur efasemd- ir um að Abe sé sætt í embætti mikið lengur. Þetta sýndu niðurstöður tveggja viðhorfskannana sem birtar voru í gær. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir dag- blaðið Mainichi er stuðningur við Abe kominn niður í 11 prósent, og samkvæmt könnun fyrir Nikkei- viðskiptablaðið mælist hann um 15 prósent. Stór hluti kjósenda vill að hann víki strax og enn stærri hluti vill kosningar hið fyrsta. - aa Japansstjórn óvinsæl: Krafa um af- sögn styrkist TARO ASO TÖLVUR „Þetta er mikil viðurkenning, ekki einungis fyrir okkur hjá TM Software heldur íslenskan hugbúnað í heild sinni. Það er frábært að okkur sé treyst fyrir því að taka þátt í hönnun svo mikilvægra lausna og ábyrgðin sem því fylgir er auðvitað gríðarleg,“ segir Magnús Ingi Stefáns- son, viðskipta- og kerfisfræðingur og starfsmaður íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins TM Software. Magnús fékk senda viðurkenningu og þakkarbréf frá framkvæmdastjóra neyðarstjórnunarteymis Microsoft í Bandaríkjunum fyrir lausn sem hann og fleiri starfs- menn TM Software unnu vegna hamfaranna sem riðu yfir Burma (Myanmar) á síðasta ári. Um hundrað þúsund manns týndu lífi í hamförunum. Microsoft, sem vinnur náið með Sameinuðu þjóðunum (SÞ) að ýmsum mannúðarverkefnum, hafði samband við TM Software í því augnamiði að þróa lausn, sem byggði á SharePoint forritinu, til að halda utan um gögn og miðl- un upplýsinga á hamfarasvæðinu. „Út frá þessu höfum við verið að vinna í samráði við Microsoft að vefgátt sem heldur utan um allar náttúruhamfarir sem verða í heim- inum. Við erum einir með þetta verkefni en SÞ munu nýta afraksturinn. Þetta er því mjög stórt verkefni og mikill heiður,“ segir Magnús Ingi Stefánsson. - kg Íslensk hugbúnaðarlausn hlýtur viðurkenningu Microsoft í Bandaríkjunum: Heiður og gríðarleg ábyrgð VIÐURKENNING Magnús Ingi Stefánsson og Þórmundur Helgason, sem einnig vann að verkefninu, með viður- kenningargripinn glæsilega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁSTRALÍA, AP Fjöldi íbúa í dreifbýli Viktoríufylkis í Ástralíu flúðu heimili sín í gær eftir að hvass- viðri blés í bókstaflegum skiln- ingi í glæður kjarr- og skógar- eldanna sem hafa geisað þar um slóðir síðustu vikur og orðið á þriðja hundrað manna að aldur- tila. Slökkvilið og sjálfboðaliðar hafa unnið þrotlaust að því að ráða niðurlögum eldanna síðan í verstu hrinunni í kringum 7. febrúar. En veður hefur haldist þurrt og í gær fór hitastigið aftur upp fyrir 30 gráður, sem ásamt vind- hviðum lét eldana blossa upp á ný. Í varúðarskyni flúði því fólk úr næsta nágrenni eldanna úr húsum sínum. - aa Skógareldarnir í Ástralíu: Nýir eldar í hita og vindi DANMÖRK Danska ríkisstjórn- in hefur nú lagt fram tillögur sínar að breyttri skattheimtu til að bregðast við samdrættinum í efnahagslífinu. Vaxtabætur verða ekki skertar eins mikið og hug- myndir voru uppi um, að því er greint er frá á fréttavef Politiken. Samkvæmt tillögunum á skatt- byrði launþega og fyrirtækja að lækka um sem nemur 570 milljörðum íslenskra króna. Þar sem ekki er gengið eins langt og skattanefnd stjórnarflokkanna á þingi hafði mælt með, að fjár- magna skattalækkanirnar með lækkun vaxtabóta, verður hall- inn á rekstri ríkissjóðs þeim mun meiri. - aa Kreppan í Danmörku: Lækka skatta og vaxtabætur Þórður, kemstu þá ekkert á netið? „Jú, það eru nokkur grásleppunet eftir.“ Þórður Vormsson á nú í deilum við sveitarstjórn Voga á Vatnsleysuströnd en bæjarstarfsmenn hentu 41 grásleppuneti hans þegar hreinsunarátak fór fram þar í bæ. SAMFÉLAGSMÁL Eigendur taílenska veitingastaðarins Thai Keflavík í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða ókeypis máltíð á fimmtudag- inn. „Þetta er aðallega hugsað sem okkar innlegg til að létta undir hjá þeim ófáu sem eiga undir högg að sækja í þessu árferði,“ segir Magn- ús Heimisson, rekstrarstjóri og einn eigenda staðarins. Hann segir að ef vel takist til muni Thai Keflavík bjóða upp á eina ókeypis máltíð í mánuði fram á sumar. „Og þá verður þetta alltaf í lok mánaðar þegar það er farið að þrengja að hjá fólki.“ Hann segir margt þurfa að koma til svo hægt sé að gera svona nokk- uð en nú séu flestir til í að leggja hönd á plóg. „Ég er búinn að vera að sanka að mér fiski, núðlum og hrísgrjóni og svo hef ég fengið fjöl- skyldumeðlimi til að taka til hend- inni í þessu. Við erum sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið fiskinn á hagstæðum kjörum.“ Ekki er svo vítt til veggja á Thai Keflavík að þeir geti boðið öllum til sætis svo fólki er uppálagt að grípa máltíðina með heim frá klukk- an fimm síðdegis til klukkan átta. Magnús segir það þekkt fyrirbæri í hagfræðinni að það sé ekkert til sem heiti ókeypis hádegisverður. „En það gildir annað um kvöldverð- inn,“ segir hann sposkur. - jse Taílenskur veitingastaður í Reykjanesbæ býður upp á ókeypis kvöldverð: Býður upp á ókeypis kvöldverð Á THAI KEFLAVÍK Magnús segir að þó að sagt sé í hagfræðinni að ekkert sé til sem heiti ókeypis hádegisverður þá gildi annað um kvöldverðinn á fimmtudag á Thai Keflavík. MYND/VÍKURFRÉTTIR STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðar- son, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf í ráðherra tíð sinni sem var frá vordögum 2007 þar til í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Allir voru ráðgjafarnir utan ráðuneytisins og veittu liðsinni um heilsustefnu, lyfjamál, fjöl- miðlaframkomu og fleira. Arg- yron ehf. sem er í eigu Ragnars Þóris Guðgeirssonar og gerði úttekt á heilbrigðisstofum Aust- urlands og Suðurnesja fyrir ráðu- neytið fékk hæstu greiðsluna, eða rúmlega tíu og hálfa milljón. - jse Guðlaugur Þór Þórðarson: Ráðgjöf fyrir 24 milljónir NÝHÖFNIN Skattbyrði launþega lækk- ar um 570 milljarða íslenskra króna. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.